Morgunblaðið - 03.01.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993
47
Ríkidæmið, gróðinn
og þjóðfélagið
Frá Sveini Óiafssyni:
ÞAÐ ER undarlegt og jaðrar við
að vera ömurlegt, hvað sýn manna
virðist þröng að því er snertir „auð
í annars garði“. Ef einhver eignast
eitthvað hér á íslandi — er ríkur
— þá er eins og að viðkomandi
hafi rænt þjóðina, peningamir
hverfi og verði engum að gagni.
Viðkomandi noti svo þennan auð
til að sölsa undir sig völd og tröll-
ríða fyrirtækjum í þjóðfélaginu —
auk annars.
Þarna eru jafnvel hikstalaust
notuð nöfn einstaklinga og fjöl-
skyldna í umræðunni beint, og við-
komandi nánast ófrægðir og taldir
eins konar „öðruvísi" borgarar,
sem eigi litla samleið með sinni
eigin þjóð. Þeir séu sér á báti —
eins konar annar þjóðarhluti.
Þetta er ekki aðeins áberandi í
almennri umræðu, heldur bólar á
þessu hjá fólki, sem maður gæti
reiknað með að vissi betur. Einkum
virðist þetta birtast sem eins konar
„sjónskekkja" hjá fólki, sem telur
sig róttækt — umbótasinnað. —
Til dæmis kom þetta fram í um-
ræðum á Alþingi nýverið, þar sem
alþingismaður útmálaði þetta
þannig að alþjóðarathygli vakti.
Og var því, eftir því er hann er
þetta ritar, mótmælt opinberlega,
enda slíkur misskilningur að engu
tali tekur.
Þá komu fram í Ríkisútvarpinu
í þættinum „í vikulokin", hinn 21.
nóvember sl., ummæli eins af þátt-
takendum, þar sem orð féllu þann-
ig að auði ríkra fjölskyldna væri
„sópað undir“ — og stjórnandi
þáttarins spurði þá: „Undir hvað?“
— þá kom það merkilega svar
gestsins í þættinum: „Það kemur
aldrei til skila fyrir þjóðina“ eða
eitthvað á þá leið.
Hér verður ekki horft framhjá
því að þarna er á sama veg reynt
að leiða almenning í þá villu, að
það sem menn — fjölskyldur og
þá einnig fyrirtæki hagnist,
„græði“ — fari „undir“ eitthvað,
sem varla er hægt að skilja á ann-
an veg en það fara „undir kodd-
ann“ — eins og talað var um á
fyrri tímum.
Þetta er slík fírra og brenglun
á almennum skilningi á gangi pen-
ingamála í þjóðfélaginu, að ekki
verður komist hjá að mótmæla
svona rangfærslum fram komnum
á opinberum vettvangi og í eyru
almennings. — Vera má að þetta
tal stafi af góðum vilja hins rót-
tækt sinnaða fólks til að allir geti
notið góðra lífskjara, og að þau
beri að jafna. — Við því er útaf
fýrir sig ekkert að segja — nema
það, að um slíkt er allt gott fólk
sammála. Það er að sjálfsögðu lífs-
draumur góðs fólks og allra góðra
stjómmálamanna og þjóðanna al-
mennt. Menn greinir aðeins á um
leiðimar — og þar skilur oft á
milli — illu heilli. Þar lenda menn
hver upp á móti öðmm.
Það er hins vegar staðreynd, að
ef enginn græðir, þá verða lífskjör
allra í öllu þjóðfélaginu hreinlega
lélegri. — Af hveiju verður til vandi
í dag mörgum byggðarlögum úti
um landsbyggðina, þegar fyrirtæki
tapa eða fara á hausinn? Fólk tap-
ar vinnu, bæjarfélög lenda í vanda,
húseignir verða nánast verðlausar,
fólk flýr burt eignalaust. — Af
hverju? Af því að enginn „græddi“.
Það er tap hjá of mörgum — ekki
öllum — sem betur fer. — Fyrr á
tímum vom byggðarlög víða úti
um land byggð upp af dugmiklum
aðilum, sem höfðu vit, framtak,
áræði og kunnáttu til að „græða“
á rekstrinum. — Nægir að nefna
byggðarlög eins og Akranes og
Harald Böðvarsson, Bolungarvík
og Einar Guðfinnsson, og aðra
álíka framfara- og forystumenn,
sem höfðu allt til að bera. — Þeir
vildu sínum byggðarlögum vel, og
voru almennt eins góðir vinnuveit-
endur og frekast varð á kosið. —
Menn muna t.d. eftir að Haraldur
Böðvarsson gaf Akurnesingum
bíóhús, sem frægt var og rómað
af öllum á sínum tíma.
Þeir sem eiga fjármuni láta þá
ekkert inn í einhver fjárfestinga-
fyrirtæki til að mygla þar. — Þess-
ir peningar fara í gegnum þessa
farvegi út í þjóðfélagskerfið —
peningakerfið — bankana — og þar
eru þeir fyrir hendi til að lána fólki,
sem þarf á lánum að halda til að
geta þak yfir höfuðið, stofnað og
byggt upp fyrirtæki, keypt bát eða
skip, rekið verzlun, stofnað til inð-
aðar og framleiðslu. Lán fengjust
ekki í neinum banka, ef enginn
hefði grætt. — Fátæki maðurinn
fengi einfaldlega svarið sem frægt
var fyrr á árum frá einum banka-
stjóra til viðskiptamannsins: Hér
eru engir peningar til. í dag brosir
bankastjórinn þegar beðið er um
lán. Það eru til peningar. Og ef
um ábyggilegan aðila er að ræða
með raunhæfar hugmyndir um
Mikill kj aramismunur
Frá Bjarnþóri Aðalsteinssyni
EINN laugardagsmorgun í nóvem-
ber fór ég inn á bensínstöð sem
stendur við Vesturlandsveginn í
Mosfellsbæ. Meðan ég átti þar við-
dvöl komu að bensínstöðinni marg-
ir nýlegir og fallegir jeppabílar,
dragandi á eftir sér kerrur með
snjósleðum. Einnig ók ótrúlegur
fjöldi slíkra bíla eftir Vesturlands-
veginum í átt til fjalla.
Þar sem ég er haldinn ólækn-
andi bíladellu komst ég ekki hjá
því að veita því athygli hversu
nýlegir og vandaðir þessir jeppar
voru flestir. Um var að ræða jeppa
eins og Toyota Landcruser,
Mitsubishi Pajero og Ford Explor-
er. Minna vit og áhuga hef ég á
snjósleðum, en mér virtist einnig
almennt um nýlega og vandaða
snjósleða að ræða.
Ekki sýndist mér vera neitt
kreppuástand hjá þessu fólki sem
þyrptist til fjalla á nýju fallegu
jeppunum sínum, með jafnvel
marga snjósleða í eftirdragi.
Fór ég að hugleiða hversu mikið
efnahagsleg bil væri á milli þessa
fólks og einstæðrar móður í Kópa-
voginum, sem ég þekki. Þessi ein-
hleypa móðir með 3 börn á fram-
færi sínu, leggur á sig að ganga
til og frá vinnu sinni, sem hún
stundar í Reykjavík, til að eiga fyr-
ir mat og húsaleigu.
í framhaldi af þessum þanka-
gangi mínum skráði ég niður skrán-
ingarnúmer tveggja álitlegustu
jeppanna sem ég sá þama, en aft-
an í öðrum voru þrír nýlegir snjó-
sleðar og hinum tveir. Síðar kann-
aði ég hveijir væru skráðir eigend-
ur þessara jeppa og kom þá í ljós
að annar var skráður á kaupleigu-
fyrirtæki en hinn á heildverslun í
Reykjavík.
Ég held að þarna sé helsti vandi
þjóðarinnar í reynd. Mikið kjaralegt
bil hefur myndast milli þeirra sem
verst em settir og þeirra sem mega
sín meira. Þegar leita á til þeirra
sem „breiðu“ bökin hafa kemur í
ljós að þeir em svo illa stæðir að
ekkert er aflögu til samneyslunnar.
Hver ríkisstjórnin af annarri hefur
heitið því að skera upp herör við
skattsvikum, en lítið hefur áunnist
í þeim efnum. Er ekki tímabært að
skoða þá einstaklinga og fyrirtæki
sem nær engar álögur geta borið,
en velta sér hins vegar upp úr
veraldlegum lífsins gæðum?
BJARNÞÓR AÐALSTEINSSON
Stórateigi 20, Reykjavík.
notkun lánsfjárins, sem hann óskar
eftir hjá bankanum, — þá fær hann
jáyrði. Og peningarnir, sem banka-
stjórinn hefir til ráðstöfunar, eru
frá þeim sem höfðu vit, framtak,
áræði og kunnáttu til að græða. —
Hagnaðurinn af framtaki einstakl-
inganna er blóðið í æðum peninga-
kerfis þjóða. — Hugsun manna um
verkun og eðli hagnaðarins —
gróðans — sem svo er nefndur
(gjarnan til að gefa rangar hug-
myndir um eðli hagnaðarins), má
einfaldlega ekki rugla eða brengla.
— Það er öllum til góðs að einhver
græði — helst sem flestir. Þannig
verða til ríkar þjóðir, en ekki með
því að allir þurfi að reka allt „á
núlli“ — eins og lengi hefir verið
,-,móðins“ á íslandi — og að enginn
megi eiga neitt — „vera ríkur“.
Það er skaðvaldur í rekstri eins
þjóðfélags ef hugmyndir um þetta
eru rangfærðar. — Allt þjóðfélagið
hefir líka sinn hagnað (skatta) af
„gróða“ — tekjum fyrirtækja og
einstaklinga, og þjóðfélagið hefir
einnig nóga möguleika til að koma
í veg fyrir misnotkun á auði þeirra,
sem ekki hugsa um samfélagslega
velferð. Menn mega heldur ekki
gleyma því að flestir, sem eru „rík-
ir“ og jafnvel tekjuhæstir í þjóðfé-
laginu, borga glaðir og ánægðir
sína skatta til samfélagsins, svo
því og samborgurum þeirra megi
vegna sem best. — Þeir hafa marg-
ir sagt þetta í blöðum við álagn-
ingu tugmilljónaskatta á sig. —
Hinir sem ekki hugsa þannig ják-
vætt gagnvart samfélaginu eru
fáir, og það fer ekki framhjá nein-
um heldur ef slíkir hjáróma ein-
staklingar eru til. — Þeim vegnar
almennt ekki vel nema tímabundið
og er jafnvel vorkennt.
Yfirleitt virðist ekki fjarstætt
að fullyrða, að „ríkt“ framtaksfólk
sé almennt þannig sinnað, að það
gleðjist yfir velferð samborgara
sinna og samfélags — og þakklátt
forsjóninni fyrir eigin velgengni.
Þessi söngur um að peningum
sé „stungið undir koddann" og
mygli þar engum til gagns ætti
því að þagna. Vitibornu fólki er
það einfaldlega ekki samboðið að
bera hugmyndir af þessu tagi á
borð, þegar verkun hagnaðar og
auðs í peningakerfi samfélagsins
er skoðuð á raunhæfan hátt. —
Hér gildir að hugsa hlutina ofan í
kjölinn, en vera ekki með yfir-
borðsskvaldur eins og virðist henda
of marga í opinberri umræðu.
SVEINN ÓLAFSSON,
Furugrund 70, Kópavogi.
LEIÐRÉTTIN G AR
Sendiráð íslands
annaðist skipu-
lagingu
í viðtali við Kolbein Bjamason um
tónleika Kapúthópsins í Evrópu á bls.
12 í miðvikudagsblaði Morgunblaðsins,
láðist að geta þess að tónleikarnir í
Bonn voru skipulagðir af sendiráði ís-
lands í Þýskalandi og er hópurinn sendi-
ráðinu mjög þakklátur fyrir höfðinglegar
mótttökur. Tónleikar Kapúthópsins eru
klukkan 20:30 í kvöld á Kjarvalsstöðum.
Ranglega titlað-
ur framkvæmda-
sijóri
í grein um jólaverslunina „Ódýrari
gjafir undir jólatrénu" í viðskiptablaði
Morgunblaðsins er Guðmundur Bene-
diktsson ranglega titlaður framkvæmda-
stjóri Borgarkringlunnar. Guðmundur
er formaður markaðsnefndar Húsfélags
Borgarkringlunnar og er beðist velvirð-
ingar á þessu ranghermi.
Farið frá Um-
ferðarmiðstöð-
inni
í frétt á bls. 3b í gamlársdagsblaðinu
um raðgönbgu Útivistar, skólagönguna,
láðist að geta þess að farið verður frá
Umferðarsmiðstöðinni í dag klukkan
10:30. Viðstaða verður höfð í Árbæjar-
safni klukkan 10:45 og í Fossnesti á
Selfossi klukkan 11:45.
Þökkum viðskiptin
á liðnum árum.
Músíkleikfimin
hefst fimmtudaginn 14. janúar
Styrkjandi og liðkandi æfingar fyrir konur á
öllum aldri.
Byrjenda- og framhaldstímar.
Kennsla fer fram í íþróttahúsi Melaskóla.
Kennari Gígja Hermannsdóttir.
Upplýsingar og innritun í síma 13022 um
helgar og virka daga í sama síma eftir kl. 16.
Tannlæknastola Grafarvogi
Hef opnað tannlæknastofu í verslunarmiðstöð-
inni Hverafold 1-3.
Tekið er á móti tímapöntunum frá
kl. 10.00-12.00 og 13.00-16.00 í síma 683830.
Auður G. Eyjólfsdóttir,
tannlæknir.
Nám í ferðafræðum fyrir alla
Kvöldskóli
Skóli án inntökuskilyrða
Skóli þar sem prófþátttaka er ekki skilyrði
Menntun metin til eininga á
framhaldsskólastigi
NÁM TIL FRAMTÍÐAR
/
Feiðamálaskóli Islands
MENNTASKÓLANUM í KÓFAVOGI
ICELAND SCHOOL OF TOURISM
Innritun á vornámskeið hefst 4. janúar
í símum 643033 og 76991
ríUDDSKÓLI RAFMS QEIRDALS
NUDDNÁM
janúar 1993 - desember 1994
Mánudaginn 11. janúar nk. hefst nýtt nuddnám
og skiptist það í eftirfarandi þrjá þætti:
1. Nuddkennsla
kl. 9 - 16 virka daga frá 11. janúar til 7. apríl.
Kenndar verða helstu aðferðir í almennu líkams-
nuddi: Slökunarnudd, klassískt nudd, íþróttanudd,
heildrænt nudd og nudd við vöðvaspennu. Einnig
verður kynning á svæðanuddi og síatsú. fyhersla er
lögð á fræðslu um helstu vöðva líkamans. Einnig
fræðsla um heilbrigði, bæði út frá hefðbundnum og
óhefðbundnum sjónarmiðum. 500 kennslustundir.
2. Starfsþjálfun
Sveigjanlegur þjálfunartími yfir tveggja ára tímabil.
500 klukkustundir.
3. Bókleg fög
Öll kennsla í bóklegum fógum fer fram í fjölbrauta-
skólum landsins og má taka áður, meðfram eða eftir
nuddnám, en sé endanlega lokið fyrir 31. desember
1994: Líffæra- og lífeðlisfræði (LOL 103, 203), líf-
fræði (LÍF 103), heilbrigðisfræði (HBF 102, 203),
líkamsbeiting (LÍB 101), næringarfræði (NÆR 103),
skyndihjálp (SKY 101). 494 kennslustundir.
Námið er alls 1.494 stundir. Nemandi, sem stenst
öll skilyrði skólans, útskrifast með viðurkenningu
sem nuddfræðingur og hefur rétt til sjálfstæðra starfa.
Námið er viðurkennt af Félagi íslenskra nuddfræðinga.
Upplýsingar og skráning í símum
676612/686612
Smiðshöfða 10, 112 Reykjavík.
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut. J
Kopavogi, simi
671800 ^
Opið sunnudaga kl. 14-18