Morgunblaðið - 03.01.1993, Síða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JANÚAR 1993
SJONVARPIÐ
9.00 ►Morgunsjónvarp barnanna
Sýndur verður fyrsti þátturinn í
myndaflokki um Heiðu, teiknimynd
um lítinn fíl sem týnir foreldrum sín-
um og annar þátturinn í teikni-
myndasyrpu um sögu og menningu
Ameríku. Þá fara einkaspæjaramir
Geirlaugur Áki og Uggi Steinn á
stúfana, Vilhjálmur og Karítas leika
sér saman, Glámur og Skrámur hitta
kónginn og prinsessuna í Sælgætis-
landi og Kór Mýrarhúsaskóla syngur.
11.00 ►Hlé
14.20 TnUI IQT ►Hamrahlíðarkórinn
lUnLldl i Listasafni íslands
Hamrahlíðarkórinn syngur lög eftir
íslensk tónskáld undir stjóm Þor-
gerðar Ingólfsdóttur. Stjóm upptöku:
Bjöm Emilsson. Áður á dagskrá 17.
júní 1989.
14.55 ►Atli Húnakonungur Ópera eftir
Giuseppe Verdi og Temistocle Solera
í flutningi' Scala-óperannar í Mílanó.
Hljómsveitarstjóri er Riecardo Muti
en aðalhlutverkin syngja Samuel
Ramey, Cheryl Studer, Giorgio Zanc-
anaro, Kaludi Kaludow, Ernesto
Gavazzi og Mario Luperi. Þýðandi:
Óskar Ingimarsson.
16.55 ►Öldin okkar Ást og friður
(Notre siécle) Franskur heimilda-
myndaflokkur um helstu viðburði
aldarinnar. í þessum þætti era tekin
fyrir árin frá 1968 til 1980. Þýð-
andi: Ingi Karl Jóhannesson. Þulur:
Árni Magnússon. (8:9)
17.50 ►Sunnudagshugvekja Sigrún
Helgadóttir líffræðingur flytur.
18.00 ►Búkolla Síðasti hluti bamaleikrits
Sveins Einarssonar í flutningi Þjóð-
leikhússins. (3:3)
18.30 ►Ævintýri á norðurslóðum -
Móðir hafsins Grænlensk mynd,
byggð á þjóðsögu um móður hafsins
sem er voldug náttúravættur og
ræður yfir dýram hafsins. Græðgi
mannanna og virðingarleysi fyrir
umhverfinu hafa reitt hana svo til
reiði að nú er ekki lengur neina björg
að fá. Systkinin Malik og Uloq hafa
áhyggjur af matarleysinu og leggja
því af stað út á ísinn til að veiða.
Þar hitta þau móður hafsins æfa af
reiði og lofa að segja fullorðna fólk-
inu frá kröfum hennar um bætta
umgengni við náttúrana. En ætli ein-
hver trúi sögum þeirra? Handritið
skrifaði Jens Brönden en Maariu
Olsen leikstýrir.
19.00 ►Táknmálsfréttir
19.05 ►Auðlegð og ástríður (The Power,
the Passion) Ástralskur framhalds-
myndaflokkur.
19.30 ►Fyrirmyndarfaðir (The Cosby
Show) Bandarískur gamanmynda-
flokkur um fyrirmyndarföðurinn Cliff
Huxtable og fjölskyldu hans. Þýð-
andi: Guðni Kolbeinsson. (8:26)
20.00 ►Fréttir og veður
20.35 ►Húsið í Kristjánshöfn (Huset pá
Christianshavn) Sjálfstæðar sögur
um kímilega viðburði og kynlega
kvisti, sem búa í gömlu húsi í Christ-
ianshavn í Kaupmannahöfn og nán-
asta nágrenni þess. Aðalhlutverk:
Ove Sprogoe, Helle Virkner, Paul
Reichert, Finn Storgaard, Kirsten
Hansen-Moller, Lis Severt, Bodil
Udsen og fleiri. (1:24)
21.00 ►Steinn við stein í nýrri heimildar-
mynd þeirra Guðmundar Emilssonar
og Baldurs Hrafnkels Jónssonar er
íslensk samtímatónlist í öndvegi. Þar
er rakinn náms- og starfsferill Þor-
kels Sigurbjörnssonar tónskálds.
Myndefni hefur verið sótt um langa
vegu, bæði til meginlands Evrópu og
Bandaríkjanna.
21.30 IflfllfIIVIIIl ►Klara (Clara’s
ll I Inlrl I RU Heart) Bandarísk
bíómynd frá 1988. í myndinni segir
frá Klöra sem er frá Jamaíka og
gerist ráðskona hjá ríku fólki í
Bandaríkjunum. Syninum á heimilinu
líst ekkert á fyrirkomulagið í fyistu
en smám saman tekst Klöru að vinna
traust hans. Leikstjóri: Robert Mull-
igan. Aðalhlutverk: Whoopi Gold-
berg, Michael Ontkean, Kathleen
Quinlan og Spalding Gray. Þýðandi:
Rannveig Tryggvadóttir.
23.15 ►Sögumenn (Many voices, One
World) Abbi Patrix frá Frakklandi
segir söguna Af deyjandi manni.
Þýðandi: Guðrún Arnalds.
23.20 ►Útvarpsfréttir í dagskrárlok
SUNNUPAGUR 3/1
STOÐ TVO
9.00 ►Sögur úr Nýja testamentinu
Teiknimynd með íslensku tali.
9.20 ►Össi og Ylfa Teiknimyndaflokkur
um bangsa sem lenda í ævintýram.
9.45 ►Myrkfælnu draugarnir Teikni-
mynd um þijá litla drauga.
10.10 ►Prins Valíant Ævintýralegur
teiknimyndaflokkur.
10.35 ►Maríanna fyrsta Spennandi
teiknimyndaflokkur.
11.00 ►Brakúla greifi Gamansöm teikni-
mynd fyrir alla aldurshópa.
11.30 ►Fimm og furðudýrið Framhalds-
þáttur fyrir börn og unglinga. (1:6)
12.00 ►Sköpun (Design) í þessum þætti
verða kannaðar hinar ýmsu boð- og
samskiptaleiðir, allt frá tímaritum til
tölva. Spjallað verður við þau Muriel
Cooper frá MIT, tækniháskóla í Cam-
bridge Massachusetts, grafíska
hönnuðinn Neville Brody og ritstjóra
Vouge, Önnu Vintour. Áður á dag-
skrá í nóvember 1990. (4:6)
13.00
IÞROTTIR
► NBA-tilþrif (NBA
Action) Fjölbreyttur
þáttur þar sem bragðið er upp svip-
myndum af liðsmönnum deildarinnar
og spjallað við þá.
13.25 ►ítalski boltinn Bein útsending frá
leik í fyrstu deild ítalska boltans.
15.15 ►íslandsmótið í handknattleik
karla. íþróttadeild Stöðvar 2 og
Bylgjunnar fylgist með gangi mála
og bregður upp svipmyndum frá
leikjum.
15.45 ►NBA körfuboltinn Einar Bollason
£ og íþróttadeild Stöðvar 2 og Bylgj-
unnar lýsa leik í bandarísku úrvals-
deildinni.
17.00 ►Listamannaskálinn José
Carreras í þættinum er rakin við-
burðarík ævisaga söngvarans.
18.00 ^60 mínútur Bandarískur frétta-
skýringaþáttur.
18.50 ►Aðeins ein jörð Endurtekinn þátt-
ur frá síðastliðnu fimmtudagskvöldi.
•19.19 ►19:19 Fréttir og veður
20.00 ►Bernskubrek (The Wonder Years)
Kevin Amold þarf að glíma við alls-
konar unglingavandamál. (3.24)
20.25 ►Lagakrókar (L.A. Law) Banda-
rískur framhaldsmyndaflokkur um
félagana hjá Brachman og McKenzie.
2115 ifuivuvun ► Sak|aust fórn-
ll I IIVItI II1U arlamb (Victim of
Innocence) Myndin sem byggð er á
sannri sögu segir frá hjónunum
Barry og Laura sem eiga lítið bam,
fallegt heimili og eru hamingjusöm
í hjónabandi en atvik úr fortíð Barrys
reyna mikið á samband þeirra. Áður
en þau giftust sinnti Barry herþjón-
ustu í Víetnam og átti í ástarsam-
bandi við þarlenda konu. Hann frétt-
ir síðar að ástkona hans og bamið,
hafi fallið í Saigon. Mörgum áram
síðar sér Barry mynd af lítilli víet-
namskri stúlku í tímariti og er sann-
færður um að hún sé dóttir sín. Eft-
ir miklar rannsóknir og baráttu við
skrifræðið kemst hann í samband við
dóttur sína og konan hans samþykk-
ir að hún megi búa hjá þeim. Hvor-
ugt þeirra er hins vegar undirbúið
undir þær fréttir að móðir stúlkunnar
sé lifandi Aðalhlutverk: Cheryl Ladd
(„Jekyl and Hyde“) og Anthony John
Denison („Crime Story“). Leikstjóri:
Mel Damski. 1990.
22.45 ►Von Bulow-réttarhöldin
(Trials of Von Bulow) Heimildaþáttur
um sögufræg réttarhöld sem voru
ein þeirra fyrstu sem sýnt var frá í
beinni útsendingu í bandarísku sjón-
varpi. Stöð 2 sýndi um jólin kvik-
myndina_ „Reversal of Fortune" en
þar fór Óskarsverðlaunahafinn, Jer-
gpg'faJrons, með hlutverk Bulows
23.30 VlfllíklVllll ► Allt er br«yt<ng-
IV VllVnlI I1U um háð (Things
Change) Jerry er smápeð innan maf-
íunnar sem hefur átt erfítt með að
fara eftir settum reglum og því farið
halloka í valdabaráttunni innan sam-
takanna. Hann fær það verkefni að
hafa gætur á Gino, gömlum skó-
burstara, sem ætlar að taka á sig
sökina fyrir morð sem stór karl innan
mafíunnar framdi. Aðalhlutverk: Don
Ameche og Joe Mantegna. Leik-
stjóri: David Mamet. 1988.
Maltin gefur ★ ★ Vi Myndbanda-
handbókin gefur ★ ★ 'h
1.20 ►Dagskrárlok
Litríkar
persÓRiur
í gömlu
fjölbýli
Valdir þættir úr
einum
vinsælasta
framhalds-
myndaflokki
Norðurlanda
SJÓNVARPIÐ Kl. 20.35
Danski gamanmyndaflokkur-
inn Húsið í Kristjánshöfn ger-
ist í gömlu fjölbýlishúsi og
nágrenni þess. Við sögu koma
margar litríkar persónur.
Sjónvarpið hefur nú sýningar
á 24ra þátta syrpu úr þessum
flokki og er hver þáttur sjálf-
stæð saga. Meðal höfunda eru
Leif Panduro, Knud Poulsen
og Benny Andersen.JÍ aðal-
hlutverkum eru margir af
þekktustu leikurum Dana, til
dæmis Ove Sprogoe, Helle
Virkner, Paul Reichert, Finn
Storgaard, Kirsten Hansen-
Moller, Lis Sovert og Bodil
Udsen. Ólöf Pétursdóttir þýð-
ir.
Tónleikar Bryndísar
og Steinunnar Bimu
Tónleikarnir
eru hluti
Tónlistarverð-
launana
Ríkisútvarps-
ins
RAS 1 KL. 15.00 Bryndís Halla
Gylfadóttir sellóleikari og Steinunn
Bima Ragnarsdóttir píanóleikari
leika á nýárstónleikum Ríkisút-
varpsins í dag, sunnudaginn 3. jan-
úar, og verða þeir í beinni útsend-
ingu á Rás 1. Verkin eru Sónötur
númer 3 í a-moll eftir Antonio Vi-
valdi og ópus 5 númer 2 í g-moll
eftir Ludwig van Beethoven og
svítu sex laga úr sönglagaflokki
eftir Manuel de Falla. Kynnir er
Tómas Tómasson. Bryndís Halla
Gylfadóttir sigraði í keppninni um
Tónvakann, Tónlistarverðlaun Rík-
isútvarpsins 1992 og lék við verð-
launaafhendinguna með Sinfóníu-
hljómsveit íslands í Sellókonsert
eftir Antonín Dvorák.
Selló - Bryndís Halla
Gylfadóttir sellóleikari.
Píanó - Steinunn Birna
Ragnarsdóttir píanóleikari.
Greifynjan - Martha von Bulow
Réttarhöklin yfir
Claus von Bulow
Eitt fyrsta
dómsmálið þar
sem
kvikmyndatök-
ur voru leyfðar
í réttarsal
t
STÖÐ 2 KL. 22.45 Þessi heimildar-
mynd fjallar um réttarhöldin yfir
Claus von Bulow sem sakaður var
um að hafa reynt að stytta sykur-
sjúkri eiginkonu sinni aldur með
því að gefa henni of stóran skammt
af insúlíni. Martha von Bulow hefur
legið í dái síðan árið 1982 en hún
er einhver auðugasta kona Banda-
ríkjanna. Fjölmiðlar sýndu þessu
máli mikinn áhuga en þetta var
eitt af fyrstu dómsmálunum þar
sem kvikmyndatökur voru leyfðar
í réttarsalnum. Eftir liðlega mánað-
arlöng réttarhöld var Claus von
Bulow fundinn sekur og dæmdur
til 30 ára fangelsisvistar. Hann
áfrýjaði dómnum og önnur réttar-
höld hófust 25. apríl 1983. Þar voru
kvikmyndatökur einnig leyfðar og
í bandarísku sjónvarpi var málinu
Iíkt við bestu sápuóperu. Aðalsak-
sóknarinn gat heldur ekki orða
bundist og sagði eitthvað á þá leið
að þetta sakamál hefði allt til að
bera, „peninga, kynlíf, eiturlyf,
Newport, New York, Evrópu, þernu
og þjóna, garðyrkjumann og rík-
mannleg híbýli". Fyrir hinn al-
menna borgara líkist þetta einna
mest tálsýn og skyldi engan undra
þótt hann hafi fylgst með framvindu
mála af áfergju og innlifun. Ekki
minnkaði umtalið þegar veijandi
von Bulows, Alan M. Dershowits,
gaf út bókina „Reversal of Fortune“
en Stöð 2 sýndi reyndar samnefnda
mynd sem byggði á bókinni í desem-
ber síðastliðnum. Þar fóru þau Jer-
emy Irons og Glenn Close með hlut-
verk von Bulow-hjónanna og hlaut
hann Óskarsverðlaun fyrir túlkun
sína á greifanum. í heimildarmynd-
inni er reynt að svara flestum þeim
spumingum sem koma upp í huga
fólks þegar það horfír á sannsögu-
legar kvikmyndir. Hvemig lítur
Claus von Bulow út í raun og vera?
Hvern mann hafa stjúpbörn hans
að geyma? Hvað með vinstúlkur
greifans sem flæktar voru í málið?
Leikstjórinn, Elkan Allan, reynir
að svara þessum spurningum og
öðrum í þeim tilgangi að komast
sem næst því hvað raunverulega
gerðist.