Morgunblaðið - 06.01.1993, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993
Brids
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Bridsdeild
Húnvetningafélagsins
Spilaður verður eins kvölds tví-
menningur á þrettándanum 6. jan-
úar. Spilað er í Húnabúð, Skeif-
unni 17, þriðju hæð, og hefst
keppnin kl. 19.30. Allir velkomnir.
Frá Skagfirðingum
Reykjavík
Næstu þriðjudaga verður eins
kvölds tvímenningskeppni hjá
Skagfirðingum þ.e. meðan Reykja-
víkurmótið í sveitakeppni stendur
yfir. Spilað er í Drangey við
Stakkahlíð 17 og hefst spila-
mennska kl. 19.30.
Góð mæting var í sunnu-
dagsbrids síðasta sunnudag. Hátt
í 40 spilarar mættu til leiks. Úr-
slit urðu (efstu pör):
N/S:
DanHansson-ElvarGuðmundsson 248
GuðbjömÞórðarson-JónHilmarsson 240
GísliTryggvason-GuðlaugurNielsen 238
A/V:
GarðarJónsson-FriðbjömSteinsson 257
AlfreðKristjánsson-JónV.Jónmundsson 223
Guðlaugur Sveinsson - Lárus Hermannsson 217
Ekki verður spilað næsta sunnu-
dag, vegna Reykjavíkurmótsins í
sveitakeppni. Spilað verður sunnu-
daginn 17. janúar.
Bridsfélag Kópavogs
Fimmtudaginn 7. janúar hefst
starf nýs árs með eins kvölds tví-
menningi. Aðalsveitakeppni fé-
lagsins hefst 14. janúar.
Um nöfn Íslendínga
eftir Ölöfu Eldjárn
Fyrir réttu ári kom út bókin
Nöfn íslendinga eftir þau Guðrúnu
Kvaran og Sigurð Jónsson frá Arn-
arvatni, langviðamesta verk sem
komið hefur út á sviði nafnfræði
hérlendis, 613 bls. alls. Ritið er
þannig byggt upp að að því er lang-
ur vinngangur þar sem fjallað er
um heimildir, þróun nafnaforðans,
viðskeyti og viðliði mannanafna,
tvínefni, gælunöfn og viðurnefni,
breytingar á tíðni nafna og íslensk
nafnalög. Meginhluti bókarinnar er
síðan umfjöllun um á fimmta þús-
und nafna í stafrófsröð. Getið er
kyns nafnanna og beygingar, elstu
tiltækra heimilda, tíðni eins og hún
birtist í manntölum, uppruna og
merkingar.
Eins og segir í formála er ætlun
bókarinnar einkum að sýna hvernig
íslendingar hafa valið börnum sín-
um nöfn og hvert þeir hafa leitað
fanga við val sitt. Fyrsta manntal
á íslandi var tekið árið 1703 og ligg-
ur því í hlutarins eðli að meginvið-
fangsefni bókarinnar er að - fjaila
um nafnaforðann frá 1703 og fram
til 1990 samkvæmt útgefnum
manntölum og þjóðskrá.
Skemmst er frá því að segja að
Nöfn íslendinga hlaut strax afar
góðar viðtökur. Margir urðu til að
þakka höfundunum fyrir að vinna
það stórvirki að safna saman slíku
magni upplýsinga og koma því á
framfæri á svo aðgengilegan hátt
að nýtist bæði lærðum og leikum
til gagns og gamans. Einnig hafa
höfundarnir fengið fjölda ábend-
inga og viðbótarupplýsinga sem
munu gagnast í næstu útgáfu bók-
arinnar, því það liggur auðvitað í
eðli slíks rits að það má endalaust
bæta. Alltaf var ljóst að á fyrstu
útgáfu mundu finnast einhveijir
annmarkar, svo sem einatt vill vera
um stór staðreyndasöfn af þessu
tagi. Enda er alsiða að slík verk séu
í stöðugri endurskoðun og verði sí-
fellt betri og traustari eftir því sem
fleiri góðir og fróðir menn er vilja
veg fræða sinna sem mestan leggja
hönd á plóginn. Nægir þar að benda
á íslenska orðabók sem dæmi.
Lítið Jiefur farið fyrir umfjöllun
um Nöfn íslendinga í fjölmiðlum
fyrr en nú, að Þórhallur Vilmundar-
son ritar langa grein um bókina í
Lesbók Morgunblaðsins 28. nóvem-
ber sl., ári eftir útkomu hennar, og
tínir þar til ýmislegt sem betur
mætti fara. Vissulega er þakkar-
vert hversu vandlega Þórhallur hef-
ur farið yfir bókina og munu þær
ábendingar hans sem réttmætar eru
að sjálfsögðu teknar til greina. At-
hugasemdirnar eru einkum af
tvennum toga, annars vegar hendir
að menn eru sagðir nefndir í öðru
fornu riti en þeir eru í raun og hins
vegar efast Þórhallur um gildi eldri
heimilda, einkum nafnatals séra
Odds á Reynivöllum frá 1646, sem
þó á samkvæmt fyrirsögn að taka
til nafna sem „þessi þjóð um hönd
hefur“. Langflestar athugasemda
hans beinast þannig að notkun
heimilda frá því fyrir 1703, þótt
ekki hafi verið ætlunin að gera til-
raun til tæmandi greinargerðar á
notkun nafna fyrir það ár, enda til-
viljanakennt hvaða íslendingar,
aðrir en fyrirmenn, eru nefndir á
nafn í varðveittum ritum frá þeim
tíma. Því kemur á óvart hversu stór
orð eru látin falla um bókina í heild
og allar rannsóknir höfunda gerðar
tortryggilegar. Ekki er laust við að
sú hugsun geti vaknað að verið sé
að gagnrýna allt aðra bók en þá
sem hér liggur fyrir, bók um sögu
nafnanna. Og gott dæmi um hversu
auðvelt er að hnjóta um steina á
braut hinnar fullkomnu nákvæmni
er leiðrétting Þórhalls Vilmundar-
sonar sjálfs við grein sína, en hún
birtist í Morgunblaðinu 2. desember
sl. _
í grein Þórhalls er nokkrum orð-
um vikið að Hreimskringlu, há-
skólaforlagi Máls og menningar,
sem hann segir munu kafna undir
nafni sé bókin Nöfn íslendinga ekki
innkölluð. Markmið Heimskringlu
er að gefa út fræðirit af ýmsu tagi,
bækur sem nýtast sem námsbækur
á háskólastigi, sérfræðirit og fræði-
rit sem hafa almennari skírskotun.
Ákjósanlegast er að þetta haldist í
hendur, að háskólafólk skrifi bækur
á sínu sviði sem standast fræðilegar
kröfur en miðla jafnframt afrakstri
fræðaiðkunarinnar til almennings.
Vitaskuld eru ekki allir samþykkir
þessu sjónarmiði og það er ekki
heldur öllum gefið að hafa vilja,
getu eða þor til að koma rannsókn-
um sínum á framfæri þannig að
fleiri geti skilið og notið en aðrir
fræðimenn.
Hvorki bókin Nöfn íslendinga né
háskólaforlagið Heimskringla eru
hafin yfir gagnrýni en við getum
með engu móti fallist á þá einstæðu
kröfu að innkalla bókina, því við
erum stolt af þessu brautryðjenda-
verki. Nær er að vísa í orð Gísla
Jónssonar fyrrum menntaskóla-
kennara á Akureyri sem mikið hef-
ur fjallað um nafnfræði á ýmsum
vettvangi. Hann tekur upp hansk-
ann fyrir Nöfn Islendinga í grein í
Morgunblaðinu 3. desember sl. og
kallar bókina „undirstöðurit og
þrekvirki“.
F.h. Heimskringlu, háskólafor-
lags Máls og menningar.
HöfUndur er rítstjóri hjá
bókuútgáfu Máls og mcnningar.
C
Sigrún Eldjárn
„Hvorki bókin Nöfn ís-
lendinga né háskólafor-
lagið Heimskringla eru
hafin yfir gagnrýni en
við getum með engn
móti fallist á þá ein-
stæðu kröfu að innkalla
bókina, því við erum
stolt af þessu brautryðj-
endaverki.“
afpllu itt;^Puitt
90% afsláttur
mmm.
?s*«l
r
Hjálparsveitin
er aldrei langt undan
D Hjálparsveit skáta Reykjavík
1932-1992
Læknasiola
Hef opnað læknastofu í Læknasetrinu,
Þönglabakka 6.
Tímapantanir alia daga kl. 3 til 12
og 13 til 17 í síma 677700.
Ásgeir Böðvarsson,
sérgreín lyflækninga- og meltingarsjúkdómar.
TAEKW0N - D0
^ Sjálfsvarnaríprótt
★ 1. Eykur sjálfstraust
★ 2. Eykur sjálfsaga
★ 3. Sjálfsvörn
★ 4. Líkamlegursveigjanleiki
★ 5. Fyrir bæði kynin
★ 6. Sálfræðilegt jafnvægi
Ný námskeið að hefjast í
íþróttahúsi ÍR, Túngötu
v/Landakot.
Börn 8-12 ára: 6. janúar
kl. 18.00-19.00.
Byrjendur: 6. janúar
kl. 19.00-20.00.
Foreldrar athugið!
Sérstök námskeið fyrir börn 8-12 ára.
Þjálfari Michael Jorgensen 4. dan.
Upplýsingar í símum 12756, Ólafur
og Michael, og 673758, Kolbeinn.
Skráning á staðnum.
I
»
I.
I
I
t
í
í
i