Morgunblaðið - 06.01.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993
35
HJÓNABÖND
Dapurleg endalok
Senn sér fyrir endann á einu
stysta hjónabandi sem sögur
fara af, en Bill Wyman bassaleikari
Rolling Stones og fyrirsætan
Mandy Smith deila um skiptingu
eigna sinna fyrir dómstólum. Sam-
band þeirra olli miklum deilum á
sínum tíma, þar sem Mandy var
aðeins þrettán ára þegar það hófst
en Bill um fimmtugt. Þau giftu sig
sex árum síðar en hveitibrauðsdög-
unum var hins vegar vart lokið
þegar fyrstu merki ósættis sáust
og voru það sífelld ferðalög Bills
og veikindi Mandyar sem settu strik
í reikninginn. Nú hefur Bill Wyman
lýst því yfir að í raun hafi hjóna-
band þeirra aðeins staðið í fimm
daga þrátt fyrir að þau hafi verið
gift frá árinu 1989 og segir að
Mandy beri ekki eyrir af eignum
hans. Þær eru metnar á 2.400 millj-
ónir króna.
Mandy krefst dágóðs hluta af
eignum hans, auk þess sem hún
áskilur sér allan rétt til að ræða
hjónaband þeirra. Það getur Bill
ekki sætt sig við, enda fóru þær
sögur af honum að hann hefði kom-
ið illa fram við hina ungu eiginkonu
sína er hún veiktist skömmu eftir
giftinguna. Mandy léttist mjög í
veikindum sínum og var orðin tæp
35 kíló þegar verst lét. í þessum
þrengingum gerðist hún trúuð og
þegar hún mætti til hæstaréttar á
dögunum var hún með biblíu í leður-
bandi undir hendinni. Engir kær-
leikar voru með þeim hjónum fyrir
rétti, þau ræddust ekki við, heldur
létu lögfræðinga sína um það.
Bill Wyman lét sér fátt um finnast og yrti ekki á konu sína við rétt-
arhölclin.
Mandy Smith leit illa út þegar
hún mætti í réttinn með Biblíu
undir hendi.
VZterkurog
k J hagkvæmur
auglýsingamiðill!
UTSALA
Á UNDIRFATNAÐI
30-70% afsiáttur
Sæ*u(sui
Hafnarfirði
SPÁDÓMAR
BIBLÍUNNAR
Opmberunarbókm
Enn eitt námskeið um hrífandi spádóma Bibií-
unnar hefst þriðjudaginn 12. janúar kl. 20.00
á Hótel Holiday Inn, Sigtúni 38.
Efni Opinberunarbókarinnar verður sérstak-
lega tekið til meðferðar.
ÞÁTTTAKA ER ÓKEYPIS.
Fjölbreytt námsgögn EINNIG ÓKEYPIS.
Leiðbeinandi verður dr. Steinþór Þórðarson.
Atburðarás nútímans er hröð og spádómar
Biblíunnar hafa mikið að segja um hana.
Nánari upplýsingar og innritun í símum
679270 á skrifstofutíma og 46850 eða 40324
á kvöldin.
BALLETT
Kennsla hefst
á ný mánudaginn
11. janúar nk.
Nemendur mæti á sömu
tímum og fyrr.
Endurnýjun skírteina fer fram
í skólanum laugardaginn
9. janúar kl. 14.00-16.00.
BALLETTSKOLI
Guðbjargar Björgvins,
íþróttahúsinu, Seltjarnarnesi.
Ath:
Kennsla fyrir
eldri nemendur,
byrjendur og
lengra komna
Allar upplýsingar
í síma 620091
kl. 10.00-15.00
daglega.
Félag ísl. listdansara.
• LEIKLIST OG KOR
Kórskóli Margrétar Pálmadóttur fyrir konur
• "Leyndir draumar"
• "Allt getur orðið"
• Leiksmiðja
BARNA- OG UNGLINGASTARF
• Tónlist og hreyfing
• Dans - leikir - spuni
• Afró / Hip-hopp
• Djassdans
• Leiklist
ORVILLE PENNANT
frá Jamaica
CLAY DOUGLAS
frá Dominík
11. JAf/ÚAR
DANS
A fró - fyrir dansglaða
• Moderndans
• Reggae-dans
• Tangó
• Salsa
LEIKFIMI
Músíkleikfimi - eins og hún geristbest
• Mömmuleikfimi með barnapössun
• Leikfimi fyrir bakveika
• Kripalu jóga
• Tai-chi
m{
.. Féðsendann "
Puw uPPfysingum
^ urri Wrarstarfið!
mMHÚSIP
Fyriralla fjölskylduna
Upplýsingar og innritun frá kl. 11.00 til kl. 20.00
í síma 15103 og 17860