Morgunblaðið - 06.01.1993, Side 44

Morgunblaðið - 06.01.1993, Side 44
Framtíðar- öryggi í fjármálum KAUPÞING HF' Löggilt verðbréfafyrirtœki MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 6. JANUAR 1993 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Eftirlits- myndavél- arnotaðar utandyra SAMSTARFSNEFND um lög- reglumálefni, sem skipuð er fulltrúum Iögreglu og borgar- yfirvalda, hefur beint þeim til- mælum til borgarráðs um að settur verði upp eftirlitsbún- aður, þ.e. sjónvarpsmyndavél- ar, á nokkrum stöðum í borg- inni. Einkum er bent á svæði þar sem fólk safnast saman, eins og t.a.m. Austurstræti og á íþróttakappleikjum. Tilgangurinn með búnaðinum er að stöðva óæskilega ofbeldisþróun í miðborginni um helgar. Búnaðurinn er talinn auka til muna öryggi lög- reglumanna og almennings og jafn- framt auka líkur á því að hafa megi upp á afbrotamönnum. Auk þess er notkun búnaðarins talin víti til varn- aðar. Bent er á að ekki sé óeðlilegt að stöðugt eftirlit sé haft með svæðum við Alþingishúsið og Stjórnarráðið með slíkum búnaði, svo dæmi séu tekjn. Omar Smári Armannsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn í Reykjavík: „Gert er ráð fyrir að vakt verði við skjái þar sem stöðugt verður fylgst með mannaferðum tekið upp á myndband jöfnum höndum. Með því er unnt að skoða af myndbandi þá sem komast í kast við lögin og eins bregðast samstundis við þegar eitt- hvað kemur upp á,“ sagði Ómar Smári. Lifnar yfir atvinnulífinu í Vestmannaeyjum Síldin háfuð upp úr lestinni í Vestmannaeyjahöfn í gær. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Hjólin farin að snúast V estmannaeyj um ATVINNULÍFIÐ í Eyjum tók fjörkipp í gær þegar fyrsta síld ársins kom á land. Þrír síldarbátar lönduðu 480 tonnum og hefst vinnsla í frystihúsunum í dag. Síldin virkaði sem vítamín- sprauta á Eyjamenn því lítill afli hefur borist á land síðustu vik- ur. Síldin var frekar smá og ráð- gert er að flaka hana og frysta flökin. ísfélagið og Vinnslustöðin ráðgera að vinna síld og bolfisk jöfnum höndum næstu vikur, en vertíðarbátar eru nú að hefja róðra þannig að hjól atvinnulífs- ins eru tekin að snúast í Eyjum á ný. Grímur 3. umræðu umEES sjónvarpað FORMENN þingflokka og for- seti Alþingis gerðu í gærkvöldi samkomulag um framhald umræðunnar um EES. Það varð sammæli að stefna að því að 2. umræða um frumvarp til laga um EES yrði ekki mikið lengri. Reiknað var með að umræðu lyki um hádegi í dag og greidd yrðu at- kvæði um frumvarpið kl. 17. Ef þetta gengi eftir kæmi til síðari umræðu samningur íslands við Evrópubanda- lagið, EB, um fiskveiðimál, síðdegis. Á morgun, fimmtudag, yrði vænt- anlega fundur milli kl. 10.30 og 13, þá yrði samingurinn um fiskveiðimál ræddur. Kl. 20.30 hæfíst 3. umræða um staðfestingarfrumvarpið um EES og yrði útvarpað og sjónvarpað frá þeirri umræðu á Ríkisútvarpinu. Sjá nánar á þingsíðu bls. 27. ♦ ♦ ♦ Sigurður Iþróttamað- ur ársins SIGURÐUR Einarsson spjót- kastari úr Ármanni var í gær- kvöldi kjörinn íþróttamaður ársins 1992 af Samtökum íþróttafréttamanna. Kristján Arason handknattleiks- maður úr FH varð í 2. sæti í kjör- inu og Geir Sveinsson handknatt- leiksmaður úr Val varð í þriðja sæti. Sjá nánar á bls. 42-43. Jólatrén sótt heim til fólks ókeypis Jólatré hent í gám. SAMKVÆMT ákvörðun borgarstjórans í Reykjavík mun embætti gatnamálastjóra sjá um að jólatré verði sótt heim til borgarbúa og flutt þaðan íbúunum að kostn- aðarlausu. Þrettándinn er í dag og má búast við að margir vilji losna við jólatrén strax á morgun. Að sögn Theodórs Guðfínns- sonar tæknifræðings hjá gatna- málastjóra munu sendibílstjórar sem Reykjavíkurborg semur við annast þetta verk, og byrja þeir að sækja trén næstkomandi föstu- dagsmorgun. Koma verður tiján- um út að lóðarmörkum þangað sem þau verða sótt. Vegna þessarar þjónustu sem ákveðið hefur verið að veita íbúum höfuðborgarinnar að kostnaðar- lausu hefur Nýja Sendibílastöðin, sem fyrir jól seldi sérstök jólatrés- skilakort, ákveðið að endurgreiða þeim kaupendum kortin sem þess óska. Ráðherra gerir athugasemd við vaxtahækkanir Ríkið dragi sig í hlé á lánamarkaði Greitt verði fyrir erlendri sam- keppni við innlendar lánastofnanir VIÐSKIPTARÁÐHERRA gerir athugasemdir við vaxtahækkun bankanna, segir hana nokkuð mikla og nefnir sérstaklega íslandsbanka. „Hækkanirnar fela í sér tvennt sem ekki verður rakið til verðlagsþróun- ar að undanförnu,“ segir Jón Sigurðsson, „aukinn vaxtamun og hækkun vaxta vísitölubundinna lána. Ríkið mun minnka innlenda lánsfjárþörf sína og greiða fyrir erlendri samkeppni við bankana.“ Snigill nefndur eftir íslendingi ÍSLENSKUR sjómaður, Jón Bogason, hlaut í gær viðurkenn- ingu Háskóla Islands fyrir þrotlaust starf við dýrasöfnun. Jón .hefur aðallega safnað lindýrum og leita íslenskir jafnt sem erlendir fræðimenn til hans eftir upplýsingum við rannsóknir. Sænskur fræðimaður nefndi snigil, sem lifir í hafinu norðan og norðaustan íslands og er af áður óþekktri ættkvísl og dýra- tegund, í höfuðið á Jóni og heitir hann Bogasonia volutoides. Merkasta uppgötvun Jóns Boga- Micropilina minuta. Tegundin er sonar er fundur tegundarinnar af lindýraflokki, sem talinn var útdauður fyrir um 350 milljónum ára, állt þar til að ein tegund fannst í leiðangri 1950-1952. Síðan hafa fundist 11 tegundir, en Jón fann þá tólftu á rúmlega 700 metra dýpi við ísland. Það er nyrsti fund- ur tegundar af þessum flokki Iin- dýra og fjórða tegundin sem finnst í Norður-Atlantshafi. Sjá einnig á bls. 19. Ráðherrann tók hækkanirnar fyrir á ríkisstjórnarfundi í gær- morgun. Hann segir að náið verði fylgst með vaxtabreytingum bankanna á næstunni, en ekki standi til að grípa þar inn í. „Rík- ið mun á hinn bóginn draga sig í hlé á innlendum lánamörkuðum, segir Jón, „og greiða fyrir er- lendri samkeppni við íslenskar lánastofnanir, bæði með því að létta höftum af lántökum erlendis og heimila útlendum bönkum að opna hér útibú. Aðhald og sam- keppni þarf greinilega að aukast hér á þessu sviði.“ Jón segir að út af fyrir sig hafi mátt búast við einhverri breytingu nafnvaxta vegna heldur meiri verðbólgu nú en á síðustu mánuð- um. Þó séu bæði nafnvextir og raunvextir nokkuð lægri en í upp- hafi liðins árs. Hann gerir sérstak- lega athugasemdir við að í vaxta- breytingunum felist tvennt sem ekki megi rekja til ytri aðstæðna: Aukinn vaxtamunur og ákvörðun um hækkun vaxta vísitölubund- inna lána frá 0,3 til 0.8% á sama tíma og ávöxtun af spariskírtein- um ríkissjóðs og húsbréfum hafí verið óbreytt eða lækkað. Furðar sig á hækkun Islandsbanka „Forvextir ríkisvíxla hafi hækk- að síðustu tvo mánuði um 2-2,5% vegna verðlagsbreytinga,“ segir ráðherra. „Islandsbanki hefur hækkað forvexti víxillána hjá sér um 4% frá nóvemberbyijun til áramóta og ég furða mig á að bankinn hafi þurft þetta á sama tíma og aðrir bankar hækkuðu vexti um 2%. Sjá einnig frétt á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.