Morgunblaðið - 06.01.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993
5
Kl
RYMINGAR
SALA
BÚTA
SALA
IFl
- allt að
afsláttur
DQO
GLUGGATJOED
m a
Morgunblaðið/Kristinn
Frá prestvígslu í Dómkirkjunni síðastliðinn sunnudag. í fremri röð frá vinstri stendur sr. Ágúst
Sigurðsson, faðir vígsluþega, sem lýsti vígslunni, María Ágústsdóttir nývígður aðstoðarprestur í
Dómkirkjunni og hr. Ólafur Skúlason biskup. í aftari röð standa Dómkirkjuprestarnir Jakob Ág-
úst Hjálmarsson til vinstri og Hjalti Guðmundsson sitt hvoru megin við Sigrúnu Óskarsdóttur að-
stoðarprest í Laugarnessókn, sem voru vígsluvottar við athöfnina.
Fyrsti vígsluþegi við
Dómkirkjuna í 83 ár
MARÍA Ágústsdóttir guðfræðikandidat var vígð til þjónustu
við Dómkirkjuna sl. sunnudag af hr. Ólafi Skúlasyni biskupi.
María verður • aðstoðarprestur. Hún er fyrsti presturinn sem
vígður er til þjónustu við Dómkirkjuna frá því sr. Bjarni Jóns-
son var vígður af hr. Þórhalli Bjarnasyni biskupi 26. júní 1910.
Síðan þá hafa prestar við Dómkirkjuna verið vígðir til annarra
prestsembætta en síðar hafið störf við Dómkirkjuna.
Vígsluvottar við athöfnina voru
faðir Maríu, sr. Ágúst Sigurðsson
á Prestbakka, Dómkirkjuprest-
arnir sr. Hjalti GuðmUndsson og
sr. Jakob Ágúst Hjálrharsson og
Sigrún Óskarsdóttir ' áðstoðar-
prestur við Laugarneskirkju.
Sr. Hjalti Guðmundsson sagði
í samtali við Morgunblaðið að
María Ágústsdóttir hefði starfað
við barna- og æskulýðsstarf kirkj-
unnar undanfarið, en allir guð-
fræðinemar þurfa að starfa sem
nemar eftir að þeir ljúka námi.
Hún lauk síðan námi í haust og
þá var ákveðið að hún tæki vígslu,
því það eykur möguleika hennar
í safnaðarstarfínu.
Bútar og gluggatjaldaefni
í metratali
Kennsla hefst mánudaginn 11. janúar.
Skipholti 17a
ÐANSSICOiI
Kennslustaðir:
Reykjavík: Brautarholt 4,
Ársel og Fjörgyn.
ASTVAiÐSSON AR
Hafnarfjörður: Góðtemplarahúsið. ooo
Mosfellsbær: Hlégarður.
Innritun í símum 20345 og 74444
kl. 13-19 daglega.
Suðurnes: Keflavík, Grindavík, Sandgerði og Garður. Innritun í sfma 67680 kl. 20-22 daglega.
Kennum alla dansa: Samkvæmisdansa,
gömlu dansanay Rockfn Roll, tjútt
og nýjustu „Freestyle“ dansana.
Aukatímar fyrir þá, sem vilja taka þátt í íslandsmeistarakeppnum.
Einkatímar. Sértímar fyrir „prívat“hópa.
Fyrir börn 3ja-4ra ára. Léttar hreyfingar og leikir sem örva hreyfiþroska.
Barnahópar - unglingar - fullorðnir - hjón (pör).
Þrautþjálfaðir kennarar með mikla reynslu
og þekkingu á dansi.
Ný reglugerð um íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins
Leiga hækkar í fæstum tilfellum
LEIGA á íbúðarhúsnæði i eigu
ríkisins hækkar í fæstum tilfell-
um vegna gildistöku nýrrar
reglugerðar um ibúðarhúsnæði
i eigu ríkisins sem tók gildi 1.
janúar, að sögn Skarphéðins
Bergs Steinarssonar, viðskipta-
fræðings í fjármálaráðuneyt-
inu. Hann segir að leiga hækki
því aðeins að staðir flytjist á
milli flokka bústaðasvæða í kjöl-
far fækkunar flokka í nýju
reglugerðinni eða í þeim tilfell-
um þegar menn hafi nýtt sér
ákvæði um lækkun leigu vegna
t.d fjölskyldustærðar. Ákvæði
af þessu tagi eru þrengd í nýju
reglugerðinni. Aðspurður sagði
Skarphéðinn að ein mesta
breytingin sem fælist í nýju
reglugerðunni væri að fram-
vegis gengi leiga upp í skatta,
skyldur og viðhaldskostnað hús-
næðis.
Skarphéðinn sagði að nauðsyn-
legt hefði þótt að semja nýja og
skýrari reglugerð þar sem ekki
hefði alltaf verið farið eftir ^gömlu
reglugerðinni sem skyldi. Aætlað
væri að 30-50 milljónir töpuðust
árlega vegna þess að menn
greiddu ekki leigu samkvæmt
reglugerðinni. Nú yrði áhersla lögð
á samræmingu og því þyrfti að
segja upp öllum gildandi leigu-
samningum og endurnýja þá. Yrði
það gert á næstunni. Myndu ráðu-
neytin halda áfram að sjá um
húsnæði innan sinna vébanda en
fjármálaráðuneytið sæi um sam-
ræmingarhlutann.
Ein meginbreytingin sem reglu-
gerðin felur í sér er fækkun flokka
bústaðasvæða úr sex í þijá og
færast þannig nokkir staðir til um
flokka. Þannig færast t.d. sveitir
í Kjósarsýslu, Eyrarbakki, Stokks-
eyri, Hafnir og Hafnarhreppur, úr
flokki 0.4 í flokk 1.0 og hækkar
húsaleiga á þessum stöðu þegar
næstu íbúar taka við af þeim sem
fyrir eru. Leiga á íbúðarhúsnæði
í eigu ríkisins á Ólafsfirði og í
afskekktari sveitum hækkar hins
vegar við gildistöku nýs leigu-
samnings.
MetxuhiHu) á Imrjum degi!