Morgunblaðið - 06.01.1993, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993
43
IÞROTTAMAÐUR ÁRSINS 1992
Mesti heiður sem mér -
hefur hlotnast á ferlinum
JT'
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Tuttugu og þrír fengu stig
Tuttugu íþróttafréttamenn tóku þátt í kjörinu og vaidi hver 10
íþróttamenn. Efsti maður á lista fékk 20 stig, sá næsti 15 stig,
þriðji 10 stig, fjórði sjö, fimmti sex o.s.frv. Alls fengu 23 íþrótta-
menn stig og var röðin eftirfarandi:
Nöfn, félag, íþróttagrein og stig:
1. Sigurður Einarsson, Ármanni - spjótkast..................235
2. Kristján Arason FH - handknattleikur.....................210
3. Geir Sveinsson, Val/Avidesa - handknattleikur............183
4. Eyjólfur Sverrisson, VfB Stuttgart - knattspyma..........179
5. Úlfar Jónsson, Keili - golf..............................137
6. Einar Vilhjálmsson, ÍR - spjótkast.........................97
7. Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ósp - sund.......................94
8. Ólafur Eiríksson, ÍFR og KR - sund........................86
9. Bjarni Friðriksson, Ármanni - júdó.........................52
10. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki - hestaíþróttir.................49
11. Jón Kr. Gíslason, ÍBK - körfuknattleikur...................39
12. Ragnheiður Runólfsdóttir, ÍA - sund........................18
13. Sigurður Sveinsson, Selfossi - handknattleikur.............15
14. Jónína Olesen, Karatafélagi Reykjavíkur - karate...........13
Broddi Kristjánssön, TBR - badminton.......................13
16. Vésteinn Hafsteinsson, HSK - kringlukast...................11
17. Valdimar Grímsson, Val - handknattleikur...................10
18. Arnar Gunnlaugsson, ÍA - knattspyrna........................7
19. Kristinn Björnsson, Leiftri - skíði.........................4
20. Martha Ernstdóttir, ÍR - hlaup..............................2
Lilja María Snorradóttir, Sundfélagi Hafnarfjarðar - sund...2
Inga Lára Þórisdóttir, Víkingi - handknattleikur............2
Unnur Stefánsdóttir, HSK - hlaup............................2
Þrettán landsleikir
fyrir HM í Svíþjód
Islenska handknattleikslandsliðið
mun leika þrettán landsleiki fyr-
ir heimsmeistarakeppnina í Svíþjóð,
sem hefst 9. mars með leik Svíþjóð-
ar og íslands. Landsliðið tekur þátt
í Lotto-keppninni í Noregi 23. til
27. janúar, en þar keppa einnig
landslið Noregs, Hollands, Italíu,
Rúmeníu og Rússlands.
Þá tekur landshðið þátt í fjögurra
þjóða móti í Frakklandi ásamt
landsliðum Frakklands, Sviss og
Tékkóslóvakíu 18. til 20. febrúar.
Pólveijar koma til Reykjavíkur og
leika tvo landsleiki 22. og 23. fabrú-
ar. Síðan verða leiknir þrír lands-
leiki gegn Dönum 26. til 28. febr-
úar.
Pólverjar áttu upphaflega að
leika þijá landsleiki, en Þorbergur
Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari,
þótti það of mikið álag á leikmenn
sína, eftir keppninisferðina til
Frakklands og fram að leikjunum
gegn Dönum. Pólverjar koma því
til með að leika einn leik gegn
félagsliði.
SIGURÐUR Einarsson, spjótkastari úr Ármanni, var útnefndur
íþróttamaður ársins 1992 af Samtökum fþróttafréttamanna f
hófi, sem Samtökin héldu f Rúgbrauðsgerðinni f gærkvöldi. „Þetta
er mesti heiður sem mér hefur hlotnast á ferlinum," sagði Sigurð-
ur við Morgunblaðið eftir að úrslitin í kjörinu lágu fyrir. „Ég er
þakklátur fyrir þann sóma sem mér er sýndur og er stoltur af
honum. Ég vona að ég verði verðugur titilberi á árinu. Þessi
útnefning á örugglega eftir að efla mig enn meira á keppnisbraut-
inni.“
Sigurður Einarsson sýndi á árinu
að sjötta Sætið á heimsmeist-
aramótinu í Jaþan árið á undan var
engin tilviljun. Hann
Eftir er hæfíleikaríkur og
Val B. krafmikill íþrótta-
Jónatansson maður, sem náð hef-
ur í fremstu röð í
heiminum með mikilli vinnu. Stefn-
an hjá honum á árinu var eins og
hjá svo mörgum öðrum, að komast
á Ólympíuleikana og standa sig
þar. Lengi vel leit út fyrir að Sig-
urði ætlaði ekki að takast ætlunar-
verkið, en lágmarkinu náði hann
ekki fyrr en tiltölulega skömmu
fyrir leikana en þá var stefnan líka
rækilega tekin upp á við. Hann
varð ellefti inn í tólf manna úrslitin
og degi síðar, þegar úrslitakeppnin
fór fram, bætti hann sig enn. Náði
fimmta sæti, sem er besti árangpr
íslendings í frjálsíþróttakeppni á
Ólympíuleikum síðan 1956 er Vil-
hjálmur Einarsson hampaði silfur-
peningnum í Melbourne - en fyrir
það afrek hlaut hann einmitt fyrst-
ur sæmdarheitið íþróttmaður árs-
ins.
Titillinn
aftur til
Alabama
Þetta er annað árið í röð sém
titillinn; íþróttamaður ársins,
fer til Alabama í Bandaríkjun-
um. Sigurður Einarsson, ný-
kjörinn íþróttamaður ársins,
er nú búsettur í Alabama og
kom gagngert frá Bandaríkj-
unum til að vera við útnefning-
una.
Ragnheiður Runólfsdóttir,
íþróttamaður ársins 1991, var
við nám í Alabama er hún hlaut
útnefningu og er þetta því
annað árið sem bikarinn eftir-
sótti fer vestur um haf.
Tveir aðrir sem hlotið hafa
útnefningu voru einnig við
nám í Alabama. Óskar Jakobs-
son og Einar Vilhjáhnsson.
Geröi mér vonir
Sigurður, sem er búsettur í Alab-
ama í Bandaríkjunum ásamt banda-
risku eiginkonu sinni, Deboru og
tveggja ára dóttur, Önnu Viktoríu,
sagðist alveg eins hafa átt von á
að hljóta útnefningu að þessu sinni.
„Ég vissi að það voru margir aðrir
sem stóðu sig vel á árinu og því
gat allt gerst í þessu. En mér fannst
samt að erfitt yrði að líta framhjá
árangri mínum á Ólympíuleikunum
og því gerði ég mér vonir. Þetta
er að sjálfsögðu stærsta sund mín
í íslenskri íþróttasögu.
Vonandi hvatning fyrir þá yngri
Ég hafði ekki gert mér í hugar-
lund á mínum yngri árum að ég
ætti eftir að standa í þessum fót-
sporum. En ég er frekar raunsær
maður og reyni að klífa stigann
eitt skref í einu og það hefur gefist
mér vel hingað til. Það hlýtur að
vera draumur hvers íþróttamanns
að hljóta þessa viðurkenningu í sínu
heimalandi. Ég vona að þetta verði
hvatning fyrir unga íþróttamenn á
íslandi að stunda fijálsíþróttir og
ýmsar einstaklingsgreinar sem gefa
þeim góðan félagsskap."
-Hvað er framundan hjá íþrótt-
manni ársins á árinu?
„Stóra stundin er að standa sig
vel á heimsmeistaramótinu sem
fram fer í Stuttgart. Einnig mun
ég taka þátt í fimm til sex stigamót-
um Alþjóðafijálsíþróttasambands-
ins af 18. Það hefur gefist mér vel
að taka þátt í fáum mótum og und-
irbúa mig vel fyrir hvert mót. Ég
er mjög bjartsýnn fyrir komandi
keppnistímabil og hef þegar hafið
undirbúninginn af fullum krafti.“
Skapti Hallgrímsson, formaður
Samtaka íþróttafréttmanna, lýsti
kjörinu og sagði m.a. í ræðu sinni:
„Óhætt er að fullyrða að íslenskir
íþróttamenn hafi á nýliðnu ári, sem
svo oft áður, staðið í fremstu röð
margir hveijir og sýnt það og sann-
að hversu íslensku víkingarnir eru
megnugir. íþróttamenn héðan frá
þessu landi elds og ísa eru víða
þekktir fyrir ódrepandi baráttuvilja;
fyrir að leggja sig alla fram hvað
sem á dynur; að koma fram sem
glæsilegir fulltrúar lands síns og
þjóðar. Á því var engin breyting á
nýliðnu ári.“
Tíu efstu í kjörinu fengu glæsi-
lega bókargjöf sem bókaútgáfan
Mál og menning gaf. SAS flugfé-
lagið gaf íþróttamanni ársins
flugmiða og þrír efstu í kjörinu
fengu eignarbikara.
Morgunblaðið/Þorkell
Sigurður Elnarsson, spjótkastari, hampar hér verðlaunagripnum.