Morgunblaðið - 06.01.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.01.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANUAR 1993 /, Einhvefn olcxgiw, /)ri, mun þetta. cUtf tUheyrrt þéf~„ og v/kúj semntx mun, þefttx CUli t /lheyro. b&nhanum." Ast er... ... að fara reglulega í læknisskoðurt. TM R«g. U.S Pat Oft.—all rights reserved * 1992 Los Angeles Times Syndícate Storkurinn kom með hann. HÖGNI HREKKVÍSl ^V/ALPI GAMU NÍSKUPÚKim rzév?" BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Getur auglýsing orðið álitshnekkir? Frá Herði Bergmann: Eg held að áramótaauglýsing og myndskreytt dagatal, sem íslands- banki gaf út fyrir rúmu ári hafí orð- ið fyrirtækinu til álitsauka eins og að var stefnt. Þar var hvatt til um- hverfisverndar með markvissum texta og glæsilegum ljósmyndum. Nú er eins og sá boðskapur sé gleymdur. Á aðfangadag jóla birtist landsmönnum auglýsing frá bankan- um sem vitnar um sóun ef að er gáð. Sóun á fjármunum, pappír og tíma. Þá á ég við að boðskapurinn sé óljós, túlkaður á vondu máli og miklu kostað til. Opna í lit kostar jú meira en hálfa milljón í víðlesnu dag- blaði. Yfirskrift auglýsingarinnar flytur fróma ósk sem ekkert er athugavert við. „Megi heillastjarna lýsa landi og þjóð á nýju ári.“ En textinn, sem á eftir fer, flytur næsta fátt sem tíðind- um sætir og varla telst málfarið til fyrirmyndar eða álitsauka fyrir þá sem leggja nafn sitt við verkið. Text- inn er á þessa leið: Hjátrú hefur löngum verið talin sprottin upp úr fáfræði og myrkri fyrri alda. Engum dytti í hug að standa upp á stól með stóran hatt og söngla yfír sig uppstyttu eða leggja ijúpuheila á gagnaugun til að skerpa minnið. Öðru máli fínnst okk- ur gegna um að bera á sér ákveðnar steintegundir til heilla eða taka mið af gangi himintungla í lífí sínu. I dagatali íslandsbanka 1993 eru myndskreytt atriði sem fólk trúði á til skamms tíma. Um leið og við virð- um fyrir okkur myndimar getum við leitt hugann að hjátrúnni sem blómstrar enn sem fyrr, bara með nýju formi í takt við nýja tíma. Vantar ekki eitthvað í aðra máls- greinina — t.d. nú á dögum — reyna að söngla? Hver talar í þriðju máls- grein? Starfsfólk íslandsbanka sem flytur landsmönnum áramótakveðjur í framhaldinu? Eða er það íslenska þjóðin sem hallast til „að bera á sér ákveðnar steintegundir til heilla eða taka mið af gangi himintungla í lífí sínu“? Hvemig getur okkur fundist eitthvað í lífí sínu? Er þetta íslenska í takt við nýja tíma, ný tilvísan for- nafna? Er það íslenska nýrra tíma að tala um „að myndskreyta atriði" og „trúa á atriði“ og „blómstra með nýju formi“? Hér hefur dýrmætum tijám og sæmilegum pappír verið eytt til lítils. Sú spuming hlýtur að vakna hvað ljár- og sæmdargæslumenn íslands- banka voru að hugsa þegar þeir ákváðu að kaupa og birta svo vafasa- man sæmdarauka sem þessa opnu- auglýsingu og dagatalið sem þar er birt mynd af. Á auglýsingaropnunni má greina hvers konar hjátrú er valið að segja frá og hvernig sagt er frá henni. Efnisvalið virðist handahófskennt og málfarið óvandað. Ég á því erfítt með að ímynda mér hveijir kunna að hrífast af verkinu og telja það einhvers virði. Bankanum til sæmd- arauka. Ég veit hins vegar að þeim Qölgar sem gera kröfu tii að bankar fari vel með fé. Og margir bíða þess að útlánsvextir lækki. Væri því ekki skynsamlegra fyrir bankastjóra að reyna að gleðja landsmenn með því að feta þá leið og hætta að nota rekstrarfé í auglýsingar sem segja lítið — og geta jafnvel orðið þeim að álitshnekki? HÖRÐUR BERGMANN Bjargarstíg 15, Reykjavík HEILRÆÐI Verkstjórar - verkamenn Sýnið sérstaka að- gæslu við hífingar. Ovandaður ásláttur getur valdið alvarleg- um slysum. RAUÐI KROSS ÍSLANDS Víkveiji skrifar Dagarnir í kringum jól og nýár eru þeir dagar ársins þegar landsmenn gera sér helst dægra- mun varðandi mat og drykk. Þykir Víkveija dagsins því við hæfí að velta aðeins vöngum yfir venjum landans í þessum efnum almennt. Því miður verður að segjast að við íslendingar erum mjög aftarlega á merinni hvað mat og matarvenjur varðar samanborið við flestar aðrar Vesturlandaþjóðir. Það eimir enn of mikið eftir af þeim gamla hugs- unarhætti að matur gegni einungis því hlutverki að sinna frumnæring- arþörfum mannslíkamans og mat- argerð og borðhald sé einungis leið- inda vesen, tímasóun og fyrirhöfn. Sem betur fer hefur þó þróunin verið í jákvæða átt á undanfömum árum. Veitingastöðum hefur fjölgað til muna og eru margir þeirra ágæt- lega frambærilegir á alþjóðlegan mælikvarða nema hvað varðar verð- lag. Þá hafa einnig sprottið upp margar sérverslanir fyrir mat, ekki síst austurlenskan, á höfuðborgar- svæðinu og úrval almennt í stór- mörkuðum batnað til muna. En þó að kjöt- og fiskborðin séu nú mun áhugaverðari en fyrir nokkrum árum síðan er þó á engan hátt hægt að bera úrvalið og gæðin sam- an við það sem boðið er upp á í matvöruverslunum annars staðar í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þó að útstillingar séu oft sæmilega smekklegar virðist skorta töluvert á nauðsynlegt næmi og virðingu fyrir mat. Svipað viðhorf virðist ríkja í garð matar og annars varn- ings sem boðið er uppá, hvort sem það er salernispappír eða tannkrem. Jafnvel á betri veitingastöðum hef- ur Víkveiji hvað eftir annað rekist á dæmi um óþolandi „ignórans" gagnvart mat. xxx etta menningarleysi á matar- sviðinu getur verið varhuga- vert. Við Islendingar erum fyrst og fremst matvælaframleiðendur og seljum vöru okkar á markaði þar sem gerðar eru miklar kröfur. Hvernig eigum við að geta gert okkur grein fyrir og orðið við þeim kröfum sem t.d. spænskir eða franskir neytendur gera til físks ef við skiljum ekki til fulls hvaða ger- semar má búa til úr okkar hráefni? Það er ekki nóg að tala hátíðlega um „besta físk í heimi" ef ímyndun- araflið nær ekki út fyrir soðningu með kartöflum. Þá mun okkur aldr- ei takast að markaðssetja íslenska matvöru sem eitthvað eftirsóknar- vert. xxx að er einnig staðföst skoðun Víkveija að draga mætti úr því sundurlyndi sem svo mjög ein- kennir allt þjóðlíf og mannleg sam- skipti hér ef menn gæfu sér betra næði til að njóta matar. Það hafa verið færð rök fyrir því að hinn mikla samheldni fjölskyldna í t.d. Frakklandi eða Italíu og Spáni megi rekja til þess að hin sameigin- lega kvöldmáltíð fjölskyldunnar er heilög í hugum fólks. Þrátt fyrir stress hversdagsins gefur fólk sér tíma til að setjast niður í einn til tvo tíma til að njóta sameiginlega matar og þá um leið félagsskapar hvors annars. Þetta er sorglega sjaldgæft á íslenskum heimilum. Samt er það fátt sem þjappar betur saman fjölskyldum eða þá vinahóp- um og starfsfélögum en að setjast reglulega saman að góðri máltíð. Og ofan á allt er matur rétt eins og fagrar listir ein besta leiðin sem í boði er tii að njóta þess að vera til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.