Morgunblaðið - 06.01.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993
29 ^
Sr. Stefán V. Snæv
arrfv. prófastur
því við bræður sína dúxana, að það
gætu ekki allir verið efstir á prófi.
Tók hann virkan þátt í félagslífi
skólans og gamni skólasveina og
lifa enn sögur af þeim félögum við
MA. Einkanlega varð þeim Kristjáni
Eldjám til vina og fór hann oft með
honum um helgar að Tjörn í Svarf-
aðardal. Stúdentsprófí lauk Stefán
frá MA vorið 1936, og settist þá
um haustið í guðfræðideild Háskóla
íslands. Stefán lauk embættisprófi
í Alþingishúsinu við Austurvöll við
skarkalann frá hernámi Breta hinn
29. maí 1940.
Séra Stefán hóf embættisstörf
sem kandidat í nokkra mánuði á
Höskuldsstöðum á Skaga. Síðla
maímánaðar 1941 gerði Sigurgeir
biskup boð fyrir séra Stefán og
kvaðst vilja setja hann prest á Völl-
um í Svarfaðardal. Það komu vomur
á hinn unga prest, óttaðist að sig
mundi græningjann þverra andagift
til að þjóna sex kirkjum. En þetta
var tækifæri og þetta var dalurinn
hans Kristjáns, sem hann hafði heill-
ast af á menntaskólaárum sínum.
Hann sló því til, fímm ár skyldi
hann halda þetta út. 15. júní 1941
var séra Stefán vígður til Valla-
prestakalls og tveim dögum síðar
hélt hann inn í nóttlausan faðm
Svarfaðardalsins. Þar með voru ör-
lög hans ráðin. Séra Stefán sat á
Völlum til ársins 1968 og þjónaði
upphaflega kirkjunum á Völlum,
Tjöm, Urðum, Upsum, Hrísey og
Stóra-Árskógi, eða þar til Hríseyj-
arprestakall var stofnað árið 1952.
Árið 1967 var prestsetur Valla-
prestakalls flutt til Dalvíkur, en
nokkru áður hafði Upsakirkja verið
endurbyggð ofantil í kauptúninu á
Dalvík af miklum myndarskap. Á
Dalvík þjónaði séra Stefán til ársins
1984, er hann lét af embætti fyrir
aldurs sakir.
Svarfaðardalur er að margra
mati ein fegurst sveit á Islandi. Há
fjöll umlykja dalinn og sögufrægar
hlíðarnar brosa á móti sól. Um lág-
lendið liðast Svarfaðardalsá lygn til
ósa og gefur dalnum friðsælan
helgiblæ. Skammt undan við Velli
er stórbýlið Sakka í Svarfaðardal,
annálað myndarheimili. Ekki er mér
kunnugt um hvort það voru heima-
sætumar á Sökku eða búrið hjá frú
Rósu, sem fyrst drógu að sér at-
hygli frænda míns, en hvort tveggja
hafði um árabil sérstakt aðdráttar-
afi á unga presta. Búrið hélt velli,
en eina heimasætuna, Jónu Magneu
Gunnlaugsdóttur Gíslasonar, bónda,
heillaði prestur með sér sunnar í
dalinn. Þau Stefán og Jóna gengu
í hjónaband 1. júní 1947. Það kvon-
fang var séra Stefáni slíkur happa-
fengur, að ég heyrði hann aldrei
óska sér neins frekar. Svo einstök
er sú kona. Börn þeirra Jónu og
Stefáns eru Stefanía Rósa kennari,
gift dr. Ingimar Einarssyni þjóðfé-
lagsfræðingi, Gunnlaugur Valdimar
yfírkennari og Ingibjörg Amfríður
fóstra. Barnabörnin eru tvö.
Séra Stefán var tæplega meðal-
maður á hæð, þéttur á velli og beinn
í baki. Hann var öfgalaus maður,
yfírlætislaus og einstaklega þægi-
legur í viðmóti. Hann var húmoristi
með afbrigðum og geislaði jafnan
af hlýju og innri gleði. Séra Stefán
fór fremur spart með guðsorðið en
átti alltaf frá einhveiju broslegu að
segja til að hefja viðmælandann frá
hverdeginum. Mér er ekki grunlaust
um að honum hafí þótt umbjóðandi
sinn svolítið formfastur og smá-
munasamur við mannfólkið, en
mundi láta óátalið að hann létti örlít-
ið geð sóknarbamanna, svona utan
kirkju. Gamansemi hans snérist
einkum um eigin persónu, þó ná-
grannamir ættu líka til að kveikja
glettnisglampann í augum hans.
Hann átti sérlega auðvelt með að
umgangast fólk og var jafnvígur á
Lúkasaraguðspjallið, aflabrögð sjó-
manna og júgurbólgu í kúm. En
séra Stefán var einnig mikill tilfinn-
ingamaður. Á erfíðum stundum
fann hann til með sóknarbörnum
sínum og sum prestverk voru honum
því alla tíð erfið, einkum ef ung
böm áttu í hlut. Yst sem innst var
hann mannvinur, sem ekkert aumt
mátti sjá.
Þegar séra Stefán kom fýrst á
Velli var bóndi á jörðinni og hélst
sú skipan næstu fímm eða sex árin.
Um það leyti er Stefán festi ráð
sitt, tók hann einnig við búskap á
jörðinni, en jafnframt fluttu til hans
foreldrar hans ásamt aldraðri móð-
ursystur. Á Völlum var því heimilis-
bragur með nokkrum sérstökum
hætti, sem þar bjó stórfjölskylda að
fyrri tíma hætti. Húsakostur var
fremur þröngur, en hjartarúm
ómælt. Á heimili prests varð fljót-
lega mikill gestagangur og kirkju-
gestum var ávallt gefið kaffí að lok-
inni athöfn. Á Völlum var ekki farið
í manngreinarálit og fengu biskup
og síðustu húsgangar dalsins sama
viðurgjöming, hinir síðarnefndu
kannski örlítið meiri sápu. Gamla
konan móðursystir prests gekk fast
eftir hreinlætinu og urðu þingmenn
og prófessorar að þvo sér refjalaust
áður en gengið var til náða. Dansk-
ir fjósamenn undruðust hver borg-
aði allt þetta og enn meir þegar
þeim var sagt að þetta færi bara
af prestlaununum. Fannst þeim að
ekki mundi vera ónýtt að vera prest-
ur á íslandi.
Sá sem þetta ritar kom fýrst í
Velli á fögru sumarkvöldi árið 1947.
Prestur var þá úti á hlaði og þreytti
hástökk við kaupakonurnar. Eg
varð þess fljótlega var að starfssvið
prests var með nokkuð öðrum hætti
en ég átti að venjast. Séra Stefán
hafði fengið jeppa fyrstur manna í
dalnum og virtist oft þurfa að
bregða sér frá einhverra erinda fyr-
ir sveitunga sína. Ef sækja þurfti
ljósmóður, eða kýr fékk doða, var
gjaman hringt í prest. I vægari
dómstilfellum var líka leitað til
prests, enda átti hann ágætt apótek
heima á Völlum, sem fór vaxandi
með áranum. Náin vinátta var með
séra Stefáni og Daníel lækni á Dal-
vík og má vera að samvinna þeirra
um líkamlega velferð Svarfdælinga
hafí eitthvað farið út fyrir ramma
heilbrigðislaga, einkanlega ef vetr-
arnauð var mikil. Fór þá prestur oft
í sjúkravitjanir með apótekið með-
ferðis og gaf skammta og sprautur
eftir nákvæmri fyrirsögn Daníels
læknis í gegnum síma. Fyrir kom
líka að séra Stefán aðstoðaði Daníel
lækni við ýmiss konar læknisaðgerð-
ir. Fór nokkuð orð af þessari sam-
vinnu þar sem Daníel sá um hand-
verkið en prestur um kaffilögun og
eina eða tvær gamansögur úr hvers-
dagslífínu til að hressa sjúklinginn,
ef hann var með sæmilegri rænu.
Þannig liðu árin á Völlum í sam-
felldri þjónustu við sóknarbömin og
vöku yfír andlegri og líkamlegri
velferð þeirra. Ég hef fyrir satt að
prestur hafi aldrei þegið greiðslu
fyrir það veraldarvafstur, sem hann
annaðist fyrir sveitunga sína. Það
mislíkaði hins vegar gildum bænd-
um í Svarfaðardal og á jólum bár-
ust jafnan nokkur hangiketslæri
heim að Völlum. Var ekki laust við
að svolítill metingur væri um það
hver sendi presti feitasta lærið. Þeg-
ar prestsetrið flutti út á Dalvík,
varð mikil breyting á högum þgírra
Stefáns og Jónu. Hlýjan oggestrisn-
in fluttist að vísu með þeim á Hóla-
veginn, en starfsvettvangur séra
Stefáns varð nú hefðbundnari og
meira tóm fyrir safnaðar- og æsku-
lýðsstarf. Mér er kunnugt um að
það veganesti trúar og vonar hafí
dugað mörgum unglingnum vel í
misvindi lífsins. Segja má að í þessu
starfí hafí séra Stefán verið kominn
nær upprana sínum, og vart leið sá
dagur að hann gengi ofan á bryggj-
ur. Og sagan frá Völlum endurtók
sig. Sjómönnum á Dalvík þótti ekki
við hæfí að prestur keypti físk.
Ætti hann ekki leið ofan á bryggju
virtist fiskurinn eiga leið um Hóla-
veginn.
. Þó heilsu séra Stefáns væri tekið
að hraka síðari árin á Dalvík, hygg
ég að fjölskyldan hafí notið þeirra
í ríkum mæli. Nú gafst líka tóm til
að syngja í kór og grípa í smíðar í
kjallaranum, enda komnar heilsu-
gæslustöðvar og menn á snjósleð-
um, sem gáfu sprautur á vetram.
Þegar séra Stefán lét af embætti
árið 1984 flutti fjölskyldan suður á
Seltjamarnes, þar sem þau hjónin
bjuggu sér enn notalegt heimili í
samvinnu við bömin sín. Þar átti
séra Stefán fagurt ævikvöld í faðmi
elskulegrar fjölskyldu sinnar. Tíðar
læknisaðgerðir og spítalavistir
megnuðu ekki að deyfa lífsgleði
hans, enda kveið hann ekki umskipt-
unum. Svo var hún Jóna líka hjá
honum.
Með séra Stefáni Snævarr er
genginn einstakur persónuleiki, hú-
moristi, mannvinur og drengur í
gegn. Allri sinni ævi varði hann til
að þjóna öðrum, gleðja þá, hjúkra
þeim og styrkja. Hann ætlaðist aldr-
ei til lau'na, en var þó glaðastur allra.
Nær hálfa öld vakti hann í trú og
bæn yfír sóknarbömum sínum, fjöl-
skyldum og vinum. Allt sem lífsand-
ann dró átti hann vini og heilladís-
irnar umvöfðu hann til hinstu stund-
ar. Ég heyri hann kveðja með orðum
Ólafs Jóhanns:
Af flestu því hef ég fátt eitt gert
sem fólki hér þykir mest um vert,
en ef til vill sáð í einhvem barm
orði sem mildar kvöl og harm.
Megi andi hans svífa yfír vötnum.
Pétur Stefánsson.
Ég lifi og þér munuð lifa.
Enginn getur óttast dauðann sem
á bjargfasta trú. Föðurbróðir minn,
sr. Stefán Snævarr, andaðist á há-
degi annars dags jóla, 78 ára að
aldri. Hann vissi að dauðastundin
nálgaðist og hann kveið ekki um-
skiptunum. Konan hans, Jóna Gunn-
laugsdóttir Snævarr, sat við rúm-
stokkinn og hélt í hönd hans er
hann lagði aftur augun hinsta sinni.
Skömmu áður hafði hann kvatt
hana, umvafið hana elsku sinni,
hlýju og kærleika og þakkað henni
samfylgdina í 45 ár.
Hinn einlægi trúmaður kvaddi á
fæðingarhátíð frelsarans, þegar jól-
in bregða birtu inn í myrkrið og
skammdegissólin stóð í hádegisstað.
Það var bjart yfir þessari stundu,
þrátt fyrir allt. Hann var sjálfur
orðinn nær blindur og líkaminn ör-
magna. Lengi hafði hann barist fyr-
ir lífí sínu, hvergi smeykur og gefíð
þeim ró, sálarstyrk, huggun og gleði
sem vildu lina honum þjáningarnar.
En nú var kveðjustundin komin og
hann stóð við það sem hann hafði
ávallt sagt, að hann kviði ekki sólar-
laginu. Kveðjustundin var jafnfal-
leg, látlaus og einlæg og lífí hans
allt.
Sr. Stefán Snævarr fæddist á
Húsavík 22. mars 1914, en fluttist
misserisgamall til Norðfjarðar.
Hann var fjórða barn foreldra sinna,
Valdemars V. Snævars skólastjóra
og sálmaskálds og Stefaníu Erlends-
dóttur húsfreyju. Hann lauk stúd-
entsprófí frá Menntaskólanum á
Akureyri 1936 og guðfræðiprófí frá
Háskóla íslands 1940. Vígðist hann
til Vallaprestakalls 1941 og þjónaði
því þar til hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir 1984. Prófastur Eyja-
fjarðarprestakalls varð hann 1967.
Árið 1947 gekk hann að eiga Jónu
Magneu Gunnlaugsdóttur frá Sökku
í Svarfaðardal og saman eignuðust
þau þrjú börn, þau Stefaníu Rósu,
Gunnlaug Valdemar og Ingibjörgu
Arnfríði. Bamabörnin voru tvö, böm
Stefaníu Rósu og manns hennar
Ingimars Einarssonar, þau Stefán
Þór og Inga Jóna.
Frændi, eins og við systkinin köll-
uðum hann, sagði ævinlega að örlög
sín hefðu ráðist á einni klukku-
stund. Herra Sigurgeir Sigurðsson
biskup hafði kallað hann til sín og
gefíð honum þennan skamma um-
hugsunarfrest til að taka setningu
sem prestur á Völlum í Svarfaðar-
dal. Hann sagðist hafa notað tímann
til að hringja í föður sinn sem var
mikill kirkjunnar maður og hvatti
hann óspart, en svo gekk hann
nokkra hringi kringum Landakots-
kirkju rétt við biskupsstofu. Ég sé
hann fyrir mér við þessar aðstæður
og veit að aldrei hafa eðliskostir
hans notið sín eins og á örlaga-
stundu sem þessari. Hann hefur
gengið nokkuð þungstígur, hægum
skrefum og einbeitt sér óskiptur að
þessari ákvörðun. Engan tíma mátti
missa og ekki hefur fumið eða
stressið flækst fyrir honum, þaðan
af síður að hann hefði fjargviðrast
yfír hinum nauma fresti sem hann
fékk til að gera upp líf sitt. Hann
hafði aldrei átt heima í sveit, þekkti
fáa þama „norður við Dumbshaf"
og vissi ekki einu sinni hvort prests-
starfið ætti við sig eða hvort hann
„græninginn" gæti þjónað sex kirkj-
um — hann hélt út í algjöra óvissu.
Guðfræðingurinn nýútskrifaði hafði
vanist höfuðborginni á námsáranum
og aðeins einu sinni komið til Dal-
víkur, ári eftir jarðskjálftann mikla
þar 1934 og var aðkoman þá dapur-
leg. Svona ákvörðun tekur enginn
fyrir mann og hann vissi að mikið
reið á að hún væri rétt, þvi sá ræð-
ur miklu sem upphafinu veldur.
Hann bað til Guðs eins og svo oft
áður og hét því tveim vikum síðar
fyrir framan altari Dómkirkjunnar
þegar hann vígðist til Vallapresta-
kalls, að hann skyldi vera þama í
fímm ár á hverju sem gengi. Hann
hefði aldrei hvikað frá því sem hann
hét Guði fyrir framan altarið, en á
það reyndi aldrei, að sitja á hveiju
sem gengi, því honum var strax svo
vel tekið í sveitinni og leið þar vel
frá fyrsta degi og síðar á Dalvík til
síðasta dags. Árin urðu gott betur
en fimm, því hann vildi þaðan aldrei
hverfa. „Dumbshafíð“ varð gæfa
hans og gleði og vettvangur starfs-
ævinnar allrar. Þangað sótti hann
kvonfang sitt og þar fæddust börn-
in og söfnuðurinn varð sem íjöl-
skylda hans. „Það er yfír okkur
vakað“, var viðkvæði Stefaníu móð-
ur hans, en hún og Valdemar, for-
eldrar Stefáns, fluttust til Valla
ásamt Ámínu, systur Stefaníu, árið
1945 og bjuggu þar til dauðadags.
Hver er aðall þessa manns sem
hér er kvaddur? Gleðin, hlýjan og
róin. Hann hafði svo gott skap og
frá honum streymdi svo takmarka-
laus hlýja og yfir honum var svo
óendanleg ró. Hann hafði alltaf eitt-
hvað afgangs af sjálfum sér til að
gefa öðrum, það var alltaf réttur
tími til að leita til hans og alltaf
eitthvað til hans að sækja. Það var
svo mikið pláss í hjarta hans að þar
rúmaðist allt, bæði alvaran og fóm-
arlundin og líka kímnin og kerskn-
in. Hann fór með friði í einu og öllu,
heilsteyptur og samviskusamur. All-
ir bára traust til hans og enginn fór_
bónleiður til búðar. Mörgum hjálp-
aði hann með hljóðri nærveru sinni,
því það var svo gott að vera nálægt
honum. Hann var algjörlega laus
við að gera sig til og var alltaf eins
við alla, söfnuðinn úr predikunarstól
og mann sem varð á vegi hans. Það
var stutt í kímnina og tilsvörin oft
ógleymanleg. Aldrei nokkum tíma
tók hann sjálfan sig hátíðlega, held-
ur gat endalaust gert grín að sjálf-
um sér og þannig komist nær sókn-
arbörnum sínum sem aldrei þurftu
að setja sig í stellingar til að tala
við prestinn sinn. En prestsstarfíð
tók hann hátíðlega og hempan fór
honum vel og hver messa varð hátíð-
arstund og virðuleg, því þannig var,
hann látlaus og virðulegur í senn.
Hann hvatti menn einatt til að
vera þeir sjálfir og reyna ekki að
vera „sniðugir" eins og hann kallaði
það og sagði dæmisögu þessu til
áréttingar. Eitt sinn á fyrstu prests-
árunum varð ungur maður í sveit-
inni bráðkvaddur á skíðum. Stefán
bjó sig til að heimsækja foreldrana
og komst ekki leiðar sinnar nema á
skíðum. Á leiðinni hugsaði hann um
það hvernig hann gæti best veitt
foreldranum huggun og þá hug-
kvæmdist honum að taka af sér
skíðin áður en hann kæmi á bæinn
til að minna ekki á aðstæður við
dauðdaga sonarins. En í sama mund
mætti hann manni á skíðum, sem
kom á móti honum og var þá faðir
piltsins. Upp úr þessu sagði séra
Stefán að sér hefði ekki dottið oftar
í hug að reyna að vera „sniðugur"
heldur vera eins og honum væri
eðlilegt.
Það er svo margt að þakka. Sú
frænka sem hér minnist frænda
síns, sér hann enn ljóslifandi fyrir
sér í bjartri bemskuminningunni á
Völlum þar sem hún var í sveit löngu
fyrir skólaskyldualdur. Minninga-
brotin eru barnaleg og óljós, sólin
skein í heiði og allt var sjálfsagður
hlutur. Vellir vora stórhýsi í minn-
ingunni og þar bjuggu afí, amma
og Ína ömmusystir uppi á lofti, sem
kallað var „á sal“. Amma sagði
mest lítið en var brosmild og hlý
og stutt í grínið. Hún skemmti okk-
ur með því að leyfa okkur að standa,—
á fótunum á sér og þannig gekk
hún með okkur fram og aftur í eld-
húsinu. Hún vaknaði alltaf fyrir all-
ar aldir og fór niður í kjallara og
kveikti upp í ofninum. ína ömmu-
systir fór með sálma og vakti yfir
andlegri velferð okkar og færði ná-
kvæma dagbók. Afí stóð úti á hlaði
með hendur fyrir aftan bak og sön-
glaði og sagðist vera að semja
sálma. Hann var með yfirskegg og
svolítið framsettur og við reyndum
að ná utan um hann. Hann átti tré-
kistu með gersemum í, m.a. brúnt
breitt pappírslímband sem máttP
sleikja og bragðið af því man ég
enn. Stofan á Völlum var salar-
kynni í augum bamsins og þar kom
öll sveitin saman og frændi gat allt.
Stundum var hann hempuklæddur
með fínan kraga sem var svo gaman
að koma við og stundum var hann
á jeppa eða í íjósinu og seinna hélt
frænkan litla að „heilagar kýr“ sem
hún lærði um í barnaskólanum væra
kýmar hans frænda. Hann var líka
göldróttur, því hann fann upp lyf
gegn heimþrá. Þegar sú litla ætlaði
að beygja af og vildi fara heim til
mömmu, kom brauðbíllinn frá Akur-
eyri einatt í hlaðið og frændi keypti
sælgæti sem læknaði heimþrá og
ekki þurfti meira til að breyta skeif-
unni í bros. Inga Fríða, sú yngsta,
var jafnaldra mín og hin systkinin
nokkuð eldri og saman lékum við
okkur og dunduðum kringum full-
orðna fólkið eða voram inni í stóra
eldhúsinu þar sem hveiti var breytt
í kaffibrauð eins og hendi væri veif-
að. Jóna prestsfrú gekk í öll verk
og stjómaði búskapnum, auk þess
að vera „læknir, lögfræðingur,
prestur“.
Löngu seinna bjó ég smátíma að
vetrarlagi hjá Jónu og Stefáni á-'*'~
Dalvik. Við frændi fóram á göngu
daglega og hann þekkti alla á staðn-
um og vék Sér að hverjum manni.
Á kvöldin hlustuðum við á tónlist
af hljómplötum sem frændi safnaði,
einkum einsöng karla. Hann söngur
sjálfur svo vel og hafði næmt tó-
neyra. Eftir þá dvöl var ég þess enn
vissari að frændi væri göldróttur
og læknaði fleira en heimþrá. Og
aldrei þreyttist hann við að kóma
inn í líf manns á örlagastundu. Þeg-
ar frænkan fyrir tveim árum tók
við nýju embætti tók hann sig til,
nær lesblindur, og skrifaði besta
bréf sem hún hefur fengið á ævinni.
Það tók hann að vísu viku að skrifa
bréfíð og hann gerði það með aðstoð *>»
sérstakrar vélar sem stækkaði letrið
upp á skjá, þannig að pennaoddur-
inn varð á stærð við stór skæri. í
bréfinu riíjaði hann upp margt sem
á dagana hafði drifið og gaf mér
þau hollu ráð sem hann best kunni:
„Vertu umfram allt heiðarleg, ávallt
þú sjálf og mundu að „aðgát skal
höfð í nærvera sálar“.“
Séra Stefán frændi minn sagðist
ekki hafa fengið köllun til prests-
starfsins en hafa ákveðið að læra
guðfræði ef hann kæmist í háskóla
þrátt fyrir lítil efni. Trú hans var
átakalaus og einlæg, hluti af honum
sjálfum og öllu sem hann sagði og
gerði. Trúin varð að bjargfastri lífs-
skoðun hins fulltíða manns og síðar' *
að lífsakkeri öldungsins. Hann trúði
á hinn algóða guð sem gefur hinum
ófullkomna manni styrk og fyrirgef-
ur trúmanninum nær skilyrðislaust.
Guð sem umvefur börn sín kærleika
og er alls staðar nálægur. Hann tók
upphaflega prestvigslu til að láta
gott af sér leiða og sagði að allt
hið góða í lífinu mætti rekja til
kristninnar. Um prestsstarfíð sagði
hann sjálfur að hann hefði leitast
við af fremsta megni að vera þjónn.
Presturinn ætti ekki að vera númer
eitt, heldur væri söfnuðurinn aðalat-
riðið. Sjálfur leitaðist hann aldrei ’ *
við að vera númer eitt, bestur í
bekknum eða fyrstur í mark. Að
hætti fommanna ræktaði hann með
sér skapstyrk, leitaðist við að vera
drengur góður. Hann kveið ekki
sólarlaginu og bað ekki um einkunn-
ir. Hann bað þess bara í hljóði að
líf sitt hefði skilað meira sólskini ^
en skuggum.
Sigríður Ásdís Snævarr.
s