Morgunblaðið - 26.01.1993, Page 1
64 SIÐUR B/C
20. tbl. 81.árg.
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Reuter
Morð við höfuðstöðvar CIA
OÞEKKTUR byssumaður skaut tvo menn til bana og særði þijá fyrir
utan höfuðstöðvar bandarísku leyniþjónustunnar CIA skammt fyrir
utan Washington í gær. Fómarlömbin voru í fjórum bílum sem biðu
við gatnamót eftir því að geta beygt inn innkeyrslu sem liggur að
höfuðstöðvunum. Sjónarvottar gátu lýst manninum fyrir lögreglu en
hann hafði ekki náðst í gærkvöldi. Sögðu þeir að svo virtist sem byssu-
maðurinn hefði ekki valið sér fórnarlömb heldur skotið handahófs-
kennt á kyrrstæðar bifreiðarnar. Á myndinni sést annar hinna látnu.
Danski forsætisráðherrann leggur fram ráðherralista
Ráðhemim fjölgað
— konur aldrei fleiri
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
ÞEGAR Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra Dan-
merkur kynnti stjórn sína í gær, kom í ljós að þrjú ný
ráðuneyti höfðu bæst við. Ráðuneytin eru nú 24 í stað 21
í fyrri stjórn. En fjöldi ráðherra er ekki aðeins nýtt met,
aldrei hafa jafn margar konur sest í ráðherrastóla, en átta
kvenráðherrar eru í nýju stjórninni.
Skipting ráðuneytanna lá ekki fyr-
ir fyrr en aðfararanótt mánudags.
Jafnaðarmenn fá fimmtán ráðherra,
mið-demókratar fjóra, róttækir
vinstrimenn þijá og Kristilegi þjóðar-
flokkurinn tvo. Mimi Jakobsen, for-
maður mið-demókrata, fær nýtt ráð-
herraembætti, sem felst í samræm-
ingu atvinnulífsins, auk þess sem hún
er varaforsætisráðherra. Marianne
Jelved, formaður Róttæka vinstri-
flokksins, verður efnahagsráðherra.
Niels Helveg Petersen verður utan-
ríkisráðherra eins og búist hafði ver-
ið við. Faðir hans var einnig stjóm-
málamaður og var meðal annars
stuðningsmaður íslendinga í hand-
ritamálinu á sínum tíma.
Jafnaðarmaðurinn Mogens Lyk-
ketoft verður fjármálaráðherra. Eig-
inkona hans úr sama flokki, Jytte
Hilden, verður menningarmálaráð-
herra. Tveir ráðherrar eru undir þrít-
ugu, þeir Jann Sjursen orkuráðherra,
og jafnaðarmaðurinn Jan Tröjborg,
sem er húsnæðismálaráðherra.
Vildi gjarnan sjá öll
Norðurlöndin í EB
Rasmussen sagði við fréttaritara
Morgunblaðsins í gær að vissulega
kysi hann að sjá öll Norðurlöndin
samankomin innan EB, en hvert land
yrði auðvitað að gera þau mál upp
við sig á eigin spýtur. Hann áliti
norræna velferðarkerfið geta verið
fyrirmynd annarra Evrópuþjóða og
tæki því vel í hugmynd Gro Harlem
Brundtland forsætisráðherra Noregs
um ráðstefnu Evrópuríkja um þau
mál.
Sjá fréttir á bls. 19.
• •
Oryggisráð SÞ
Japanir og
Þjóðverjar
fái fast sæti
Washington. Reuter.
WARREN Christopher, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna,
sagðist í gærkvöldi hlynntur
því að Þjóðveijar og Japanir
fengju fastafulltrúa í öryggis-
ráði Sameinuðu þjóðanna (SÞ).
Christopher sagði að þessi breyt-
ing væri í samræmi við breytt valda-
hlutföll á alþjóðavettvangi. Hann gaf
ekki til kynna hvenær hann teldi að
af fjölguninni í öryggisráðinu ætti
að verða.
Fastaríkin eru fimm: Bandaríkin,
Bretland, Frakkland, Rússland og
Kína. Bretar og Frakkar eru taldir
vera andvígir stækkun ráðsins og
af ótta við að það dragi úr áhrifum
þeirra á alþjóðavettvangi.
Reuter
Valdi sér borð Kennedys
BILL Clinton Bandaríkjaforseti fer ekki leynt
með aðdáun sína á John F. Kennedy heitnum,
fyrrverandi forseta. Hefur hann valið sér skrif-
borð Kennedys til notkunar í skrifstofu sinni,
Oval Office. Hér má sjá forsetann á fundi
með Robert Rubin, formanni Efnahagsráðs-
ins, sem sjá mun um samræmingu efnahags-
stefnu ríkisstjórnarinnar nýju.
Króatar gagnrýndir harðlega fyrir sóknina gegn Serbum
Bjóða samninga um
nýja vopnahléslínu
Zadar. London. Reuter.
KRÓATAR hafa undanfarna daga sótt fram gegn Serbum
við Adríahafið og náð hernaðarlega mikilvægum svæðum á
sitt vald. í gær buðu þeir Serbum samninga um nýja vopna-
hléslínu sem er 20 km sunnar en sú gamla sem haldist hafði
í eitt ár eða fram til þess er Króatar réðust á Serba á föstudag.
Króatar hafa nú tryggt sér greiða
leið að króatísku borginni Zadar við
Adríahafið sem áður var svo gott sem
einangruð vegna framrásar Serba.
Stefna þeir að því að endurreisa
Maslenica-brúna sem Serbar
sprengdu árið 1991. Einnig náðu
þeir í gær flugvelli í nágrenni Zad-
ar. Gojki Susak varnarmálaráðherra
Króatíu sagði í gær að Króatar hefðu
ekki brotið rétt á Serbum með árás-
um sínum. Sameinuðu þjóðimar
hefðu það hlutverk að tryggja sam-
göngur á þessu svæði en það hefði
þeim ekki tekist og því yrðu Króatar
að grípa til sinna ráða.
Vítalíj Tsjúrkín aðstoðarutanríkis-
ráðherra Rússlands gagnrýndi Kró-
ata harðlega í gær og sagði að til
greina kæmi að Rússar beittu sér
fyrir refsiaðgerðum gégn þeim. Ör-
yggisráð Sameinuðu þjóðanna for-
dæmdi árásir Króata í yfirlýsingu á
laugardag. David Owen sáttasemjari
varaði við því í gær að bardagar
Serba og Króata nú gætu haft mjög
alvarlegar afleiðingar.
Sjá kort af átakasvæðinu og
viðtal á bls. 18.
Reuter
Sigrum fagnað
Króatískur hermaður fagnar sigr-
um sinna manna undanfama daga.
Finnar á krossgötum
Utilokar
ekkiaðild
að NATO
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara
Morgunblaðsins.
PAAVO Vayrynen, utanríkis-
ráðherra Finnlands, flutti
ræðu í Alþjóðamálafélaginu í
Kaupmannahöfn í gær og
sagði að Finnar myndu verða
reiðubúnir að leggja fram
sinn skerf við að endurbæta
og þróa varnarsamstarf þjóða
Evrópubandalagsins, EB, er
þeir væru sjálfir orðnir aðild-
arþjóð. Hann sagði þá heldur
ekki útiloka aðild að Atiants-
hafsbandalaginu, NATO.
Váyrynen sagði Finna verða að
taka tillit til þess að í Maastricht
hefði verið ákveðið að stefna að vam-
arsamstarfi EB. „Við útilokum held-
ur ekki að við munum einhvem tíma
í framtíðinni taka þátt í hugsanlegu
varnarsamstarfi EB innan ramma
VES [Vestur-Evrópusambandsins]
eða gerast aðilar að NATO.“
Ráðuneyti stöðvar bækling
Finnska utanríkisráðuneytið hefur
stöðvað frekari dreifingu á sérstök-
um bæklingi um finnskar landvamir
að ósk Maunos Koivistos forseta.
Ritið, sem er á ensku og heitir „The
Finnish Defence Review", kom út í
desember og hefur m.a. verið dreift
fyrir milligöngu sendiráða landsins.
í því er grein þar sem sagt er að
Finnar eigi kröfu á landsvæði sem
Sovétríkin tóku af þeim í síðari
heimsstyijöld.
Ráðuneytismenn segja að ekki sé
um að ræða ótta við viðbrögð Rússa.
Um mánaðamótin hefjist hins vegar
viðræður um aðild Finna að EB og
alls ekki megi við þær aðstæður láta
bandalagsþjóðimar standa í þeirri trú
að Finnar geri landakröfur á hendur
Rússum.