Morgunblaðið - 26.01.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.01.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANUAR 1993 9 MUSIKLEIRFIMI Við hjá Iþróttafélagi kvenna vilj- um bjóða stelpur á öllum aldri velkomnar í músikleikfimi okkar í Austurbæjarskólanum. Kennsla er hafin og fer fram mánudaga og fimmtudaga kl. 18-19. Nánariupplýsingarísímum 79243 og 666736. ÚTIVIS TARFÖT fyrir góngur oggolf TESS NEÐST VIÐ DUNHAGA, S. 622230. v NEl Opið virka daga 9-18, laugardag 10-14. Listræ n hönnun! Dönsku ELFA háfarnir eru glæsilegir, stílhreinir og sönn eldhúsprýði. Við bjóðum nú nýjar gerðir af þessum vinsælu háfum í 16 mismunandi litum, stáli eða kopar. MSMS Einar MmM Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 S* 622901 og 622900 ..i ■ 1 Vinnuvernd ; íverki I ...ÞIN VEGNA! Með stáltá og stálþynnu í sóla Skeifan 3h - Sími 81 26 70 - FAX 68 04 70 Fyrirbærið ÍSK Björn Ingólfsson skólastjóri á Grenivík kemur viða við í hálfsmánað- arlegum pistlum sínum í svæðisútvarpi Norðurlands. Nýlega ræddi hann um „fyrirbærið ÍSK“ og notkun Morgunblaðsins á þeirri skammstöfun. Hér á eftir verða birtir kaflar úr því spjalli. Yfírleitt vel skrifað blað Björn Ingólfsson sagði m.a. í þætti sínum: „Mogginn er að minu áliti hið besta blað og hefur batnað með árun- um frekar en hitt. Sú var tíð fyrir margt löngu að ég hætti að kaupa hann vegna þess hversu pólit- íkin i honum var einlit og leiðinleg. Núna er orð- ið allt annað uppiit á honum. Hann er farinn að birta alls konar skoð- anir og heldur ekki leng- ur neinum sérstökum hlífiskildi yfir sínum mönnum. Sumar teikni- myndirnar sem hann birtir af formanni Sjálf- stæðisflokksins eru jafn- vel svo svæsnar að mér næstum því blöskrar. Verð ég þó að viður- kenna að ég er ekki í hópi æstustu aðdáenda Davíðs Oddssonar. Þegar ég fæ Moggann þá les ég liann vitaskuld ekki orði til orðs. Oftast fer ég yfir það á hunda- vaði sem fyrirsagnirnar segja mér að geti verið áhugavert og læt þar við sitja. En ég þykist samt hafa séð nóg af honum til að geta fullyrt að hann sé yfirleitt vel skrifað blað og miðað við allt það lesmál sem hann flytur er sjalfgæft að finna þar algjört klúður.“ Skammstöf- unin ÍSK fer í geðið á mönnum „En þó að mér finnist a.m.k. sjálfum að ég sé alveg einstakur geðprýð- ismaður, þá verð ég þó að játa að eitt orð sem ég rek stundum augun í á síðum Mogga fer alveg ferlega í geðið á mér. Þetta er orðið, eða öllu heldur skammstöfunin, ÍSK. Eg man að ég tók fyrst eftir þessu þegar blaðið sagði frá skartgripa- þjófnaði frönsku leikkon- unnar Beatrice Dalle í fyrra. Þar sagði að maddama Dalle væri svo sjúklega sólgin í skart- gripi að hún hefði í búð einni stungið inn á sig tveimur armböndum, fjórum hálsfestum, fimm pörum af eymalokkum og tveimur hringjum. Þetta sagði Mogginn að hefði verið að verðmæti um 260 þús. ÍSK. Og sektin sem hún fékk hefði verið jafnvirði 210 þúsunda ÍSK. Þegar ég las þetta var ég búinn að klóra mér lengi á tilvonandi skalla áður en ég áttaði mig á þvi hvur þremillinn þetta ISK var. Fyrst hélt ég að þarna væri átt við þennan nýja Evrópu- gjaldmiðil. En svo rifjað- ist það upp fyrir mér að hann héti EKÚ. Það nafn er fundið upp af fjár- málaspekúlöntum Evr- ópubandalagsins með hjálp bamasálfræðinga. Snjallt bragð til að auka hagvöxt í rikjum EB. Með því að nota þetta nafn geta böm um alla Evrópu lært að biðja um peninga jafnvel áður en þau geta sagt eða skilið nokkura skapaðan hlut. E-gú, e-gfú, heyrist í hverri bamsvöggu um gjörvallt Evrópubanda- lagsríkið og hrifnir afar og ömmur, frændur og frænkur segja: „Sko þá stuttu, sjáiði bara gutt- ann, þau vita sko hvað þau vilja“. Og peningun- um rignir yfir koma- bömin, sparibaukamir fyllast og ekúin sem vom tekin út hjá öfum og frænkum í gær verða komin á nýja reikninga hjá tveggja mánaða bömum á morgun. Hag- vöxturinn rýkur upp sem aldrei fyrr.“ Alþjóðleg skammstöfun „En þetta var nú út- úrdúr. Eg var að tala um fyrirbærið ÍSK í Moggan- um. Með þvi að fletta upp í orðabók hef ég komist að því að þetta sé alþjóð- leg skammstöfun fyrir íslenskan gjaldmiðil. Að vísu stafað með I en ekki í eins og Mogginn hefur það. Nú er mér það hulin ráðgáta hvað er að gera með þessa skammstöfun í íslensku blaði fyrir ís- lenska lesendur sem allir við hvað kr. þýðir. Mér finnst þetta jaðra við móðgun við krónuna okkar. Hún er víst ekki of hátt skrifuð blessuð þótt við förum ekki að uppnefna hana líka... ... En til hvers að vera að nota vitlausa skamm- stöfun? Er það kannski til þess að við fávísir les- endur mglum þessu ekki saman við danskar eða norskar krónur? Er ein- hver hætta á því? Um daginn gat ég samt bæði bölvað og hlegið yfir þessu. Það var þegar blaðamaðurinn mglaðist í vitleysunni og notaði óvart kr. þegar hann ætlaði að nóta ÍSK. Þetta var í smáfrétt um enska knattspymufélag- ið Marlow. Þar sagði: FéUifrið fékk um 6 millj. ISK fyrir leikinn gegn Spurs, sem tryggir reksturinn næstu tvö ár- in, en hver leikmnður er með 5.000 kr. í vikulaun. Þetta fannst mér næst- um þvi eins skemmtilegt eins og ég hefði heyrt Jón Baldvin ruglast í vestfirskunni og segjast hafa séð svangan [trúleg borið fram svángan í flutningi] mann frammi á gangi [gángi] að stanga [stángaj úr tönnunum á sér.“ ÍSK er alþjóðleg skammstöfun, sem bank- ar nota, og trúlega frá þeim komin í ritmál. En taka má undir með pistla- höfundi, að eldri skamm- stöfun krónunnar kr. er „alveg nógu góð skamm- stöfun" og má gjarnan halda velli í rit- og prent- máli. Stórsýning Geirmundar Valtýssonar ■ Vegna fjölda áskorana: LAUGARDAGINN 30. JANÚAR Þríréttuð mátíð á aðeins kr. 2.900,- þú sparar kr. 2.000,- Missið ekki af einni bestu sýningu sem hér hefur verið. Matseðill: Ejratineruð frönsk laufcsúpa Lambapipuntcik m/rósapiparsósu Jarðaberjarjómarönd Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi Kynnir: Hinn eldhressi Hemmi Gunn. Rúnar Júlíusson, Shady Owens og Cuba Libra leika fyrir dansi. í Ásbyrgi Verð á dansleik kr. 1.000,- Geirmundur Berglind Björk Guðrún Gunnarsdóttir| Ari jónsson Maggi Kjartans VCifsdansinn — f rt í sandinn t/átum sönginn hljóma . luer ég léttur ■ /ílddu við rCg hef bara áhuga á þér . /ffa timans hjól ■ Tjóðhátíð í Eyjum . //,eð þér Þríréttaöur kvöldverður kr. 3.900,- Verð á dansleik kr. 1.000,- Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi HómfeLMD SÍMI 687111 Miðasala og borðapantanir daglega milli kl. I4-I8 á Hótel íslandi. KRIST0FFERS0N 19.0G 20. FEBRÚAR Þessi heimsfrægi söngvari og leikari heldurtvenna tónleika á Hótel islandi. Nú mæta allir aðdáendur Kris Kristofferson á tónleika sem lengi verða í minnum hafðar. Allir kannast við lögin: Help me make it Me arjd Bobby McGee For the Good Times Why Me Loving Her Was Easier Verð aðgöngumiða Þríréttaður kvöldverður kr. 5.300, Án matar kr. 2.500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.