Morgunblaðið - 26.01.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.01.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993 Bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs 1993, Finnland Særður svanur Bókmenntir Dagný Kristjánsdóttir í skáldsögunni Jóhann og Jóhann sem lögð var fram til bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs í fyrra lýsir Olli Jalonen örlögum samnafna föður og sonar. Og hann heldur áfram að segja sögu Betelættarinn- ar í bókinni Faðir og dóttir sem nú er lögð fram til bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs. Jouko Aðalpersóna bókarinnar, Jouko, er sonur Jóhanns yngra og Stínu, hinnar geðtrufluðu æskuvinkonu hans. Jouko er stytting á finnska nafninu Joukahainen (úr Kalevala) en ,jouko“ kemur líka fyrir í finnskri mállýsku og þýðir „svan- ur“. Þegar sagan hefst er Jouko kom- inn í persónulega sjálfheldu. Hann er 55 ára og fyrirlítur starf sitt. Hann er fráskilinn, og tólf ára dótt- ir hans þekkir hann ekki lengur. Hann ákveður því að byija nýtt líf. Hann ætlar að bjarga dótturinni frá því að verða gervimanneskja sem ekkert veit um hin raunverulegu Myndlist Bragi Ásgeirsson í Listhúsinu einn einn á Skóla- vörðustíg 4a sýnir um þessar mundir og fram til 28. janúar Bryndís Snæbjömsdóttir nokkur hugmyndafræðileg verk. Sýningin gengur út frá samtengdum skosk- um og íslenzkum kvennanöfnum, sem eru útskorin textabrot á gifs- hellum sem er raðað upp við vegg í mislöngum röðum. Bryndís nam í Glasgow í Skot- landi, þar sem hún lagði m.a. áherslu á ljósmyndun og á sýning- unni eru einnig 10 litlar saltprent- aðar myndir af forngyðjum sem eru hugleiðingar listakonunnar um fjarska og nærveru í ljósmynd- un. Þessi tækni í Ijósmyndun er mjög áhugaverð eins og fleiri eldri lögmál lífsins. Hann undirbýr ferðir sínar af mikilli slægð og svo rænir hann dóttur sinni, Juttu. Jóhannes og Jóhanna Jouko flýr með Juttu yfir hálfa Evrópu og sest að með hana í Belf- ast á Norður-írlandi. Hann dylur slóð þeirra af hugkvæmni og kaup- ir meðal annars ný, fölsuð vegabréf þar sem þau bera nöfnin Jóhannes (faðir) og Jóhanna (dóttir). Það hvarflar aldrei að Jouko að móðir og stjúpi Juttu þjáist vegna barns- ránsins. Honum láist því miður líka að gera ráð fyrir að dóttirin geti verið sjálfstæð manneskja þó ung sé. Andúð hennar á föðurnum vex stöðugt. Við fáum innsýn í hugar- heim hennar í dagbók sem hún skrifar á ferðalaginu, hún kallar föðurinn J., hann er bókstafur í hennar augum, ópersónulegur, nafnlaus. Henni finnst uppfræðsla hans undarlegt raus og hana langar heim. Jouko skynjar fremur en skil- ur að áætlun hans er misheppnuð. Dóttirin strýkur og kemst á ein- hvern hátt heim til Finnlands. Þar endar Jouko líka, uppi í óbyggðum eins og Jóhannes skírari, síðasti aðferðir og eyddi ég t.d. drjúgum tíma nú í haust við að skoða eina slíka deild á listasafni í Köln. Hafa margir núlistamenn tekið hinar eldri og frumstæðari aðferð- ir upp á arma sína og nota við listsköpun og ná stundum mjög sterkum áhrifum. Einkum eru aðferðimar hentugar til að bregða upp vissri fyllingu og fortíðarsvip, og eru enda oftast notaðar í þeim tilgangi. Sýningu sína nefnir Bryndís samheitinu Sa/ira, sem hefur yfir sér fjarrænan blæ og er það í samræmi við það sem til sýnis er, en allt hefur sterkan svip af fortíð- arþrá. Hið dulúðuga virðist einnig vera stór þáttur í myndsköpun Bryndísar og hefði það mátt koma betur fram í upplýsingum um sýn- inguna, og það er á mörkum að hægt sér að bera slíkt fram fyrir Olli Jalonen, höfundur skáldsög- unnar Faðir og dóttir. spámaðurinn ... Líf hans þar beinist allt að einu marki, því að muna ekki fortíðina. Sjálfstæð bók? Olli Jalonen (f. 1954) hefur þeg- ar skrifað þriðju og síðustu bókina um Betelfjölskylduna. Hún heiti Líf og líf (1992) og aðalpersóna hennar er Jutta, dóttirin. Bókin hefur enn ekki verið þýdd úr finnsku og það má spyija hvort við getum metið hveija einstaka bók nema í ljósi þríleiksins alls. sa. ira fólk og hafa einungis fátækar upplýsingar í plasti á hillu, og það í einu eintaki! Þetta er hugmyndafræðileg sýning út í fingurgóma og ákaf- lega tormelt öllum þeim sem ekki eru hér innvígðir. Ljósmyndirnar eru sterkari hluti hennar, m.a. vegna þess að uppröðun hluta er orðin að harla útþvældu ferli þó það gangi aftur á núlistasöfnum heimsins. Það gerir einmitt miklar kröfur til þeirra sem taka það upp, og ekki einungis um sjálfa sýningargripina heldur einnig framsetninguna og umbúðirnar og þar á meðal skilvirkar upplýs- ingar um hugmyndina að baki. Hér er einföld ábending ekki nóg. Tua Forsström. Eftir hana er Ijóðabókin Garðarnir. Hin skaddaða persóna Jouko í annarri bókinni verður að mínu mati ekki skilin til fullnustu nema í Ijósi fyrstu bókarinnar. Það þarf hins vegar ekki að skipta máli. Faðir og dóttir er mjög ólík fyrstu bókinni; textinn er mun styttri, þjappaðri og táknrænni. I Jóhann og Jóhann voru sögur feðganna sagðar á víxl og bókin var þannig eins og flétta. I texta Föður og dóttur eru ólík form á ferðinni; bein frásögn, bréf, dagbókarbrot og laustengdar minningar sem þröngva sér að. I tilraunum bókar- innar með form eins og hina munn- legu frásögn sem breytist á merk- ingarbæran hátt í hvert sinn sem sama sagan er sögð, eru fólgnar málheimspekilegar hugmyndir sem efni væru í aðra grein. Garðarnir Hin bókin sem Finnar leggja fram að þessu sinni er ljóðabókin Garðarnir eftir skáldkonuna Tua Forsström (f. 1947). Þetta er átt- unda ljóðabók hennar og ber það með sér að hún er enginn byijandi. Bókin skiptist í átta stutta kafla, hver kafli hefur sína yfirskrift, ljóð- línu eða tilvitnun og hin yfirskipaða mynd ljóðabókarinnar er ferðalagið. Ferðalagið skapar átök á milli vilja okkar til að halda óbreyttu ástandi, búa til eitthvað þekkt í hinu óþekkta og þrárinnar eftir „því ástandi að allt sem kollvarpast getur, kollvarp- ist“. Margir merkimiðar hafa verið settir á Tua Forsström um dagana (sumarskáld, skáld hversdagslífs- ins, gagnrýnisskáld og heimspeki- skáld) en hér breytist ljóðmæland- inn frá ljóði til ljóðs. Ætli sé til merkimiði yfir það? Ungmennaf élag Hrunamanna Sveitasin- fónían sýnd í Kópavogi Ungmannafélag Hrunamanna hefur að undanförnu sýnt gaman- leikinn Sveitasinfóníu á Suður- landi. Sýningum hjá félaginu á þessum gamanleik eftir Ragnar Arnalds er nú að ljúka en leikritið verður sýnt í Félagsheimili Kópa- vogs í kvöld kl. 21. Síðasta sýning er á Flúðum 5. febrúar kl. 21. Myndin sýnir atriði úr leikritinu. Afmælis- hátíð í Jónshúsi Félag íslenskra námsmanna í Kaupmannahöfn heldur upp á aldar afmæli sitt uin þessar mundir. Af þessu tilefni er hald- in menningarvika í Húsi Jóns Sigurðssonar, og hófst hún föstudaginn 22. janúar en lýkur 29. janúar. Dagskrá menningarviku er fjöl- breytt og má helst nefna leikdag- skrá, tónlistarkvöld, bókmennta- kvöld og hátíðarsýningu á verkum þekktra íslenska listamanna sem námu í Kaupmannahöfn. Sýningin kallast „Námsárin.“ Eru þekk verk á sýningunni m.a. „Fótboltamenn" eftir Siguijón Ólafsson og „Liggj- andi módel“ máluð af Gunnlaugi Blöndal. VZterkurog k./ hagkvæmur auglýsingamiðill! Fortíðarþrá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.