Morgunblaðið - 26.01.1993, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993
ISLENSK
DRÁTTARBEISLI
fyrir flestar gerðir bila.
Ásetning ó staönum. Somþykkt af Iðntækni-
stofnun og Bifreiðaskoðun Islands. Póstsend-
um. Áratuga reynsla. Gerið verðsamanburó.
Veljum íslenskt.
VÍKUR-VAGNAR
Laufbrekku 24 (Dalbrekkumegin),
símar91-43911 - 91-45270 - 91-72087
tfið pýmum M
Allt að
50%
afsláttur
1 af smátækjum
og búsáhöldum
BRÆÐURNIR
(©JORMSSONHF
Lágmúla 8, sími 38820.
MÚTORVINDINGAR
og aðrar rafvélaviðgerðir
á vel búnu verkstæði.
RAFLAGNAÞJÚNUSTA
í skipum, verksmiðjum
og hjá einstaklingum.
VANIR MENN
vönduð vinna, áratuga
reynsla.
Reynið viðskiptin.
Vatnagörðum 10 • Reykjavík
•S 685854 / 685855 • Fax: 689974
Úr vöndu er að ráða
eftir Ólínu
Þorvarðardóttur
Með afgreiðslu á fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar, sl. föstudag,
staðfestu sjálfstæðismenn ótta sinn
og ráðaleysi andspænis atvinnuleysj
og efnahagsþrenginum borgarbúa. í
samþykktinni fólst að ekki yrði ráð-
ist til atlögu við aðsteðjandi erf-
iðleika, heldur skyldi vandanum velt
yfír á skammtímaskuldimar í formi
aukaíjárveitinga síðar á árinu. Áætl-
unin fól það í sér að nú skyldi leitað
vars og beðið í aðgerðarleysi eftir
betri tíð.
Borgarfulltrúar stjórnarandstöð-
unnar í Reykjavík voru annarrar
skoðunar. í málflutningi lögðu þeir
áherslu á að borgin beitti sér fyrir
atvinnuskapandi aðgerðum, aukn-
ingu framkvæmda og eflingu þjón-
ustu - og að því lutu þær breyting-
artillögur sem fram voru bornar.
Ábyrgðarleysi og óráðsía
Það er viðtekin skoðun, að þegar
vel árar eigi opinberir aðilar að halda
að sér höndum, og láta efnahagslífið
um að blómstra og dafna, í stað
þess að keppa við fyrirtæki á mark-
aði um mannafla og þjónustu. Þegar
kreppir að þykir hinsvegar skynsam-
legt að hið opinbera veiti fjármunum
út í efnahagslífið og stuðli þannig
að aukinni þenslu á samdráttartím-
um. Hvorugt hafa sjálfstæðismenn
í borgarstjórn Reykjavíkur gert þann
áratug, sem þeir hafa setið við völd.
Sjálfstæðismenn tóku við skuld-
lausu búi árið 1982. í algleymi góð-
ærisins var eytt og spennt - ráðist
í rándýrar, þarflausar framkvæmdir
af öllu kappi en engri forsjá. Um
fjórir milljarðar króna af fjármunum
Reykvíkinga fóru í tvær óþarfar
húsbyggingar og hvert gæluverkefn-
ið rak annað. Skuldir borgarinnar
margfölduðust á sama tímabili, og
í haust var svo komið að yfirdráttar-
skuld borgarinnar í Landsbanka ís-
lands losaði tvo milljarða króna.
Fjárhagsáætlun ársins var því lokið
með tveim stórum lántökum (sam-
tals um 2,5 milljarðar króna) sem
þó fóru ekki nema að óverulegu leyti
til þess að greiða niður skammtima-
skuldirnar. Á þessu ári mun Reykja-
víkurborg greiða um einn milljarð
króna í vexti og afborganir af lánum.
Hvað er til ráða?
Borgarfulltrúar Nýs vettvangs
hafa bent á leið til þess að bregðast
við atvinnuleysinu í borginni - leið
sem aflar tekna án þess að íþyngja
heimilunum. Við höfum lagt til að
arður fyrirtækja í eigu borgarinnar
verði hækkaður úr 2% í 6% og þann-
ig aflað 1,442 mkr. umfram það sem
gert var ráð fyrir í frumvarpi. Enn-
fremur lögðum við til að Reykjavík-
urhöfn yrði falið að verja 288 mkr.
til að auka hafnsækna atvinnustarf-
semi, auk þess sem við gerðum ráð
fyrir nokkurri tilfærslu ijármuna;
minni fasteignakaupum, aukinni
sölu ióða og eigna, aðhald í áfengis-
kaupúm, risnu- og ferðakostnaði.
Samtals juku þessar tillögur tveim
milljörðum króna við ráðstöfunarfé
borgarinnar frá því sem nú er.
í tillögu okkar um hækkun arð-
greiðslna var skilyrt að fyrirtækjum
skyldi gert að mæta hækkuninni
með öðrum hætti en í gegnum gjald-
skrár. Það þýðir að sum þeirra þyrftu
að taka hagstæð langtímalán. Við
teljum það ekki koma að sök, því
öll eru þessi fyrirtæki fjárhagslega
sterk og nánast skuldlaus. Þau velta
samanlagt um tíu milljörðum króna
í ár, og eiga mörg hver innistæður
í borgasjóði. Hinsvegar myndi þessi
ráðstöfun geta létt skuldabyrðinni
af borgarsjóði, því í tillögum okkar
fólst að um 630 mkr. yrði varið til
þess að greiða niður rándýra yfir-
dráttarskuld borgarsjóðs í Lands-
bankanum.
Að hrökkva eða stökkva
Sé einhver meining á bak við fög-
ur fyrirheit um að ráðast gegn at-
vinnuvandanum, þarf borgin óhjá-
kvæmilega að auka sitt ráðstöf-
unarfé. Það verður ekki gert nema
með tvennum hætti:
1. Að auka álögur (og þar með
skuldasöfnun) á almenning með
hækkun útsvars. Sú leið hefur þegar
verið útilokuð með ákvörðun um
óbreytt útsvar, enda ljóst að heimil-
unum verður ekki íþyngt meir en
orðið er. Þá stendur hinn kosturinn
eftir:
2. Að kalla fyrirtæki í eigu borg-
arinnar til samábyrgðar í erfiðum
aðstæðum.
Borgarsjóður verður að hafa svig-
rúm til þess að ráðstafa fjármunum
til þarfra framkvæmda, og hann
verður að hagræða skuldastöðu sinni
og stemma stigu við óhóflegri söfnun
skammtímaskulda. Hærri arð-
greiðslur myndu gera hvort tveggja
kleift.
Okkur er Ijóst að hækkun arð-
greiðslna er tímabundin ráðstöfun.
Arður er tekinn af skuldlausri eign
fyrirtækja, og því lækka greiðslurn-
ar strax á næsta ári ef fyrirtækin
mæta hækkuninni með lántöku. Það
er því engin hætta á að stoðum sé
kippt undan starfsemi þeirra, því öll
standa þessi fyrirtæki traustum fót-
um. Þessi ráðstöfun þýðir að íjár-
streymið í borgarsjóð yrði mest í
fyrstu en dvínaði þegar frá liði.
Hefði borgarstjóm ákveðið að
fara þessa leið, hefði borgarsjóði
„Ferðin til Jórdaníu var ánægju-
leg og áhugaverð. Þeir hafa á und-
anförnum árum lagt mikla áherslu
á að auka samskipti þjóðanna, eins
og sést af tíðum heimsóknum Huss-
eins Jórdaníukonungs til íslands og
framlagi þeirra til Listahátíðar í
Reykjavík á síðastliðnu sumri. Jafn-
framt styður Jórdaníustjórn íslensk-
Ólína Þorvarðardóttir
„Sjálfstæðismenn tóku
við skuldlausu búi árið
1982. í algleymi góðær-
isins var eytt og spennt
- ráðist í rándýrar,
þarflausar framkvæmd-
ir af öllu kappi en engri
forsjá. Um fjórir millj-
arðar króna af fjármun-
um Reykvíkinga fóru í
tvær óþarfar húsbygg-
ingar og hvert gælu-
verkefnið rak annað.“
verið sköpuð skilyrði til þess að veita
fjármunum út í atvinnulífið, án þess
að steypa sér í stórskuldir sem hann
rís illa undir. Aukning fjárstreymis
á krepputímum er þekkt hagstjórn-
artæki sem beitt hefur verið með
góðum árangri í öðrum löndum.
Brýnustu verkefnin
Þau verkefni sem borgarfulltrúar
Nýs vettvangs hefðu viljað að ráðist
yrði í, fyrir þá 2 milljarða sem tillög-
ur okkar gerðu ráð fyrir eru að
stærstum hluta uppbygging þjón-
ustu í borginni. Þar brennur heitast
an stúdent til náms í Jórdaníu og
íslenska ríkisstjórnin hefur heitið því
að gera hið sama gagnvart Jórdaníu-
manni sem vill leggja stund á jarð-
hitafræði hér á landi. Það er nokkur
jarðhiti í Jórdaníu sem þeir ætla að
nýta til upphitunar sundlauga og
baða.
Ég átti stuttan fund með Sharif
að ráðast í byggingu nýs hjúkrunar-
heimilis fyrir aldraða, en í þeim
málaflokki ríkir neyðarástand um
þessar mundir. Nú þegar bíða
250-300 aldraðir í brýnni þörf, eftir
úrræðum. Biðtíminn eftir hjúkrunar-
rýmum er talinn í árum en ekki
mánuðum, öllum þeim til skammar
sem komið hafa að öldrunarupp-
byggingunni, bæði ríki og borg.
Hraðari uppbygging leikskólahús-
næðis er sömuleiðis eitt af brýnust
verkefnum borgarinnar enda bíða
að jafnaði 2.000-2.500 börn eftir
leikskólaúrræðum á biðlistum. Þeir
listar segja þó ekki nema takmark-
aða sögu, því færri komast á þá en
vilja. Þá lögðum við til að borgin
yki framlag sitt til smíði og kaupa
á félagslegu húsnæði, enda er eftir-
spurn eftir eignar- og leiguíbúðum
margfalt meiri en framboð. Aukin
uppbygging skólahúsnæðis, efling
almennings-samgangna og bætt
umferðaröryggi voru einnig for-
gangsverkefni í okkar tillögum.
Ótti og ráðaleysi
Þessar tillögur náðu ekki fram að
ganga - illu heilli. Þess í stað verð-
ur haldið áfram á þeirri óheillabraut
ótta og ráðaleysis sem vörðuð hefur
verið með samþykkt frumvarpsins.
Söfnun skammtímaskulda sem óhjá-
kvæmilega hlýst af sífelldum aukafj-
árveitingum verður eina „úrræðið"
þegar líður á framkvæmdaárið. Vart
getur það talist ábyrg stjórnun í
erfiðu árferði.
Borgarstjórn Reykjavíkur átti
þess kost að þessu sinni að taka
höndum saman í viðureign við sam-
eiginlegan andstæðing: Atvinnuleys-
ið. Þegar þannig árar væri æskilegt
ef allir flokkar og fylkingar, gætu
endurskoðað veganesti sitt og í sam-
einingu tekið málefnalega á því sem
heitast brennur á borgarbúum um
þessar mundir. Vilji minnihluta-
flokkanna er til staðar - en sjálf-
stæðismenn hafa slegið á útrétt
hönd.
Eftir stendur sú hryggilega stað-
reynd að lausnir eru fáar eða engar
í sjónmáli - aðrar en óhóflega upp-
söfnun skammtímaskulda og enn
verri fjárhagur borgarsjóðs um
næstu áramót. Menn hafa hikað.
Vonandi aðeins um hríð. Því verði
ekki fljótlega gripið til raunhæfra
úrræða - er leikurinn tapaður.
Höfundur er borgarfuHtrúi Nýs
vettvangs.
Zeid Ben Shaker forsætisráðherra
og einnig með Abdul Karim A1 Kaba-
riti, starfandi ferðamálaráðherra.
Við vorum sammála um að leggja
áherslu á að athuga hvernig unnt
yrði að auka viðskipti milli land-
anna. Fyrir okkur íslendinga er
Jórdanía mjög áhugaverð vegna
þeirra trúarsögulegu minja sem þar
eru og er ógleymanlegt að kynnast,
og fornborgarinnar Petru, sem hafði
verið lokuð vestrænum mönnum um
aldir. Þar eru mjög merkilegar forn-
minjar frá ómunatíð.
Halldór Blöndal samgönguráðherra
Anægjuleg og áhugaverð
heimsókn til Jórdaníu
HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra, fór í opinbera heimsókn til
Jórdaníu í byrjun þessa árs. Halldór sagði ferðina gagnlega og
ánægjulega og átti hann fund með forsætisráðherra landsins og starf-
andi ferðamálaráðherra.
Ræðismaður íslands í Jórdaníu,
Stefanía Kahlife, greiddi mjög götu
okkar, og það var skemmtilegt að
sjá íslenska fánann blakta yfir skrif-
stofu hennar. Hún er okkur ómetan-
leg í sambandi við hvers konar
tengsl, viðskipti og möguleika sem
við kunnum að hafa í Miðausturlönd-
um. Maður hennar er umfangsmikill
eigandi verksmiðju á sviði efnaiðnað-
ar og hefur hann hug á því að fjár-
festa hér á landi ef hann sér mögu-
leika á, í tengslum við annan rekstur
sinn.
Við gerðum samkomulag um það,
ég og starfandi ferðamálaráðherra
Jórdaníu, að skiptast á gagnkvæm-
um heimsóknum þeirra aðila úr við-
skiptalífinu í báðum löndum sem sjá
möguleika á frekari viðskiptum.
Jórdanía gæti jafnframt opnað leiðir
inn í önnur lönd þessa heimshluta.“