Morgunblaðið - 26.01.1993, Page 15

Morgunblaðið - 26.01.1993, Page 15
15 __________________________MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANUAR 1993 Týndir hellar — fortíð- p in undir fótum okkar I >nileifafundur á Hcllu: Laimgengiir hellir og’ginn í sandstein VNGF.NGUR «■ Idi S. júni nMutUAmn. liellnn ■ ■ ijigvrTa rortni éýpi. Gróaiktl er að ■ ‘‘91 hHlw»r|x™" befw eerií fc k I}»T«r þrrp fré munnunum liEEJ* ai&tr I hel eftir Eyjólf Guðmundsson Á öndverðu árinu 1991, skrifaði ég manni á Hellu og vék að því að leynast mundu týndir hellar á svæð- inu við þorpið. Ennfremur á ieiðinni frá Ægissíðu að Árbæjarhelli. Svar- bréf kom nokkru síðar og áleit við- komandi maður mig vera eitthvað ruglaðan og ímyndunarafl mitt mik- ið. Mikil kaldhæðni örlaganna var það að nokkru síðar, eða 3. júní 1991, finnst hellir á Hellu, nokkra tugi metra frá bæjardyrunum hjá þeim sem ekki hafði talið siíkt trúiegt. Þetta gerðist þegar verið var að grafa fyrir húsgrunni hjá Torfa Jónssyni trésmið. Frétt um þetta birtist í Morgunblaðinu 5. júní 1991. Hvggð frumbyggjanna Ljóst má vera að ailur íjöldi hinna manngerðu hella á íslandi hefur ver- ið aðsetur manna. Mikið er á huldu um það hversu fjölmennir þessir hell- isbúar voru, og af mörgum fræði- mönnum álitið að hér hafí verið um að ræða fáa einsetumenn frá Bret- iandseyjum. í fomritunum er þess getíð að hér hafi verið Irar og pap- ar, sem stokkið hafi á brott við land- nám norrænna manna. Hinn mikli flöldi helia við Ægis- síðu bendir á að á Rangárbökkum hafi verið fjölmenn byggð, hugsan- lega iöngu fyrir árið 874. Viss atriði benda til að hér hafi ekki bara verið um að ræða fólk sem kom frá Bret- landseyjum, heldur einnig sunnar úr Evrópu, þar sem hellagerð var al- geng. Grískur landkönnuður kom tíl landsins árið 330 f. Krístburð. Sá hét Pyþeas, og nefndi hann landið Thule. ÁJrtið er að hann hafi siglt til landsins eftir ábendingum frá fólki á Bretlandseyjum. Kannski var þá þegar fólksbyggð á Rangárbökkum? Ymislegt rennir stoðum undir þá skoðun að fólk frá Rómaríki hinu foma hafi flutt til landsins, og m.a. haft með sér búfénað. Irskir menn notuðu fyrir ævalöngu húðkeipa, sem hægt var að sigla á um úfin og opin höf. Nýjustu rann- sóknir sýna að síkir húðkeipar hafa ótrúlega sjóhæfni, og hafa m.a. Norðmenn gert tilraunir með þá á Atlandshafí. Sjóhæfni þeirra er undraverð, og þegar skinn þessara farkosta kemur í qo, harðnar það og eykur stöðugieika bátsins. Á víkingaöld og fyrir þann tima, var loftslag mun hlýrra á norðursióð- um, en síðar varð. Það var því ekk- ert vandamál að fara sjóleiðina milli Bretlandseyja, um Færeyjar og til íslands, þótt farkostír væru engin stór skip. Norrænt landnám Við það hefur lengi verið miðað, að norrænir menn hafi fyrst sest að á íslandi árið 874, og Ingólfur Amar- son hafi verið fyrsti landsnámsmað- urinn. Vitað er að norrænir landn- ámsmenn höfðu írska þræla, og má ætla að þeir hafi bæði verið hertekn- ir á Bretlandseyjum, og einnig tekn- ir af þeim írska stofni sem fyrir var hér á landi. Smám saman var þeim svo gefið frelsi og þeir féllu inn í norrænt samfélag. Þetta var fólk sem hafði tileinkað sér ritlistína, og hefúr því í mörgum, tilvikum orðið mikils metíð af víkingum, sem gjaman vildu varðveita frásagnir um orustur og hemað. Norrænir menn kunnu lítt til hel- lagerðar, og munu nánast engir manngerðir hellar fyrirfinnast á hin- um Norðurlöndunum. Menn þar hafa hvorki haft aðstæður né áhuga á hellagerð. Þetta höfúm við nútíma íslendingar kannski tekið í arf, því áhugi fólks á helium er hér takmark- aður. Að vísu hefúr komið út bók um manngerða hella, en þar vantar nákvæmar fomleifarannsóknir. Þegar norrænir menn hófu búsetu á íslandi, byggðu þeir hús sín ofan- jarðar, úr tijáviðum, torfi og grjóti, allt eftir efiium og aðstæðum. Þá húsagerð tóku þeir með sér frá heimalandi sínu. Hellagerðin er hinsvegar komin sunnan úr Evrópu og var algeng í Rómaríki hinu foma. í Tyrklandi og í Norður-Afríku hefur fólk búið í hellum fram til þessa, svo dæmi séu nefnd. Verkefni fyrir fornleifafræðinga Það er gullvægt tækifæri og að- kallandi verkefni fyrir fomleifafræð- inga, að láta nú til skarar skríða, og rannsaka til hlítar, hella á land- „Hinn mikli fjöldi hella viö Æg’issíðu bendir á að á Rangárbökkum hafi verið fjölmenn byggð, hugsanlega löngu fyrir árið 874.“ inu. En þá sérstaklega að finna hella sem lokast hafa, og verið gieymdir, kannski í mörg hundruð ár. Slíkir hellar geta varðveitt eitt og annað. sem hvorki menn né búpeningur hef- ur aftnáð. Hugsanlega viðarkol, sem hægt væri að aldursgreina, svo nokk- uð sé nefnt. Með nútíma tækni ætti að vera hægt að nota tækjaútbúnað tíl að finna týnda hella. Svæði á Hellu og nágrenni, svo og túnin við kirkjustaðinn Odda á Rangárvöllum ættu þá að koma fyrst til greina. Hér með er skorað á þá sem stjóma uppgrefti fomleifa að heíja þegar að rannsaka þessi mál, og það nú þegar á vori komanda. Ekki er nóg að ganga inní helli með vasaljós og tommustokk og mæla stærð og gera teikningu, held- ur þarf að Ijarlægja gólfskán og saumfara gólf og komast niður á upprunalegan jarðveg. Höfundur er áhugamaður um fonúeifafræði. ■TI^STTTTTOTl KYNNINGARVERÐ M viöurkenndur ESI söiuaöili B út janúarmánuö * m ■ Hp dtígar /9i. 3o janúar HP Vectra 486/25N Borötölva 486sx 25 MHz, 4MB vinnsluminni, Super VGA14" lággeisla litaskjár, Ultra VGA skjákort á Local Bus. 85MB diskur, Dos 5.0, Windows 3.1 og mús. kr. 149.900 stgr HP Laserjet IIIP Hágæða laserprentari sem afkastar 4 bls. á mínútu. Prentar í 300 punkta upplausn. Er með upplausnaraukningu. HP Laserjet 4 Nákvæmur og öflugur laserprentari. Prentar í 600 punkta upplausn og er meö upplausnaraukningu. Hefur 45 innbyggðar leturgerðir og RISC örgjörva sem auöveldar útprentun á flókinni grafík. LaserJet 4 er samhæfður við öll þekktustu netkerfi og einnig við Macintosh. HP Deskjet 500C Bieksprautuprentari sem prentar í lit, jafnt á pappír sem glærur. Prentar í 300 punkta upplausn og allt að 240 stafi á sekúndu. Fæst einnig tengjanlegur viö Macintosh. HP rekstrarvörur Eigum ávallt fyrirUggjandi fjölbreytt úrval af rekstrarvörum fyrír Hewlett Packard tölvur og prentara. kr. 189.900 stgr. Ert þú svo heppinn að eiga elsta HP laserprentara á íslandi? í tllefni HP daganna leitum við að elsta HP laserprentaranum á íslandi. Eigandi hans fær nýjan HP LaserJet IIIP að gjöt frá HP á íslandi. Leitinni lýkur kl 14.00 laugardaginn 30. janúar. Nánari upplýsingar gefur Gunnar Lárusson hjá Tæknivali. HEWLETT PACKARD HPÁ fSLANDI HF Öil verö eru meö VSK og miöast viö tollgengi í janúarmánuði. ITæknival Skeifunni 17, sími 68 16 65 ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.