Morgunblaðið - 26.01.1993, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 26.01.1993, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANUAR 1993 Jón Páll Sigmars- son — Minning Fæddur 28. apríl 1960 Dáinn 16. janúar 1993 Jón Páll er látinn, hvílík harma- fregn. Við sem vorum starfandi dyra- verðir á Hótel Borg árið 1980 urð- um svo lánsamir að kynnast Jón Páli er hann hóf störf við hlið okk- ar aðeins 19 ára gamall. Samstarf okkar stóð næstu 5 árin og þarf vart að taka fram að á svo löngum tíma takast með mönnum náin kynni. Jón Páll var prúðmenni sem bjó yfir glaðværð og skemmtilegum húmor sem birtist í því hversu góð- ur sögumaður hann var, enda var oft glatt á hjalla er hann sagði frá. Hann var áreiðanlegur og bjó yfir miklum sjálfsaga og átti auð- velt með að umgangast fólk, enda vel lesinn og skemmtilegur við- ræðufélagi og fór það ekki fram hjá okkur hversu marga vini hann eignaðist í hópi samstarfsfólks og gesta. Á þessum árum var hann farinn að vinna til fjölda glæsilegra verð- launa í íþrótt sinni og þótti okkur aðdáunarvert hversu vel hann bar sívaxandi frægð. Ekki er ætlunin hér að fara að lýsa glæsilegum íþróttaferli Jóns Páls en afrek hans sanna að hann var einn mesti íþróttamaður sem þjóðin hefur átt. Á ferðum okkar erlendis höfum við ósjaldan hitt fók sem var kunn- ugt um JÓn Pál og afrek hans sanna að hann var einn mesti íþróttamað- ur sem þjóðin hefur átt. Við vottum syni Jóns Páls og ættingjum öllum okkar dýpstu sam- úð. Eysteinn Yngvason, Arnþór Bjarnason. Látinn er í Reykjavík Jón Páll Sigmarsson 32ja ára að aldri. Við lútum höfði í virðingu og sorg félag- arnir sem erum þess heiðurs aðnjót- andi að hafa fengið á hinum ýmsu tímaskeiðum að æfa og starfa með honum. Með Jóni Páli er horfinn af sjón- arsviðinu mesti afreksmaður á sviði íþróttanna er þessi þjóð hefur alið. I leiftri minninganna hvarflar hug- urinn fyrst til ársins 1978. Inn á lyftingapallinn í Jakabóli er kominn ungur maður, hávaxinn og vel skap- aður, en ekki ýkja þrekvaxinn mið- að við þá æfingafélaga er margra ára æfingar höfðu að baki. En þar átti eftir að verða breyting á. Þarna var kominn Jón Páll og með sínu fjörmikla brosi tilkynnti hann við- stöddum að hann væri kominn til þess að verða sterkur. Þessi tilkynn- ing átti svo sannarlega eftir að verða að veruleika. Það kom í ljós að hann tók leiðsögn vel, tók þátt í námskeiði á vegum lyftingadeildar KR í ólympiskum lyftingum og keppti fyrsta sinni í járnasporti í þeirri grein á byrjendamóti í fram- haldinu. Þarna varð ljóst hvert stefndi, Jón Páll bar sigurorð af lið- lega 30 keppendum, en keppt var samkvæmt alþjóðlegri stigatöflu. Það varð snemma ljóst að Jón Páll var gífurlega fjölhæfur íþrótta- maður, hann gerði tiltölulega stutt- an stans í ólympiskum lyftingum, sneri sér fljótlega að kraftlyftingum þar sem framfarir hans urðu með ólíkindum. Hann var sem unglingur 1980 þegar orðinn einn af fremstu kraftlyftingamönnum Evrópu, vann hann þá til silfurverðlauna á Evr- ópumóti fullorðinna, auk þess sem hann lét sig ekki muna um að keppa fyrir hönd Islands á Norðurlanda- móti unglinga í ólympiskum lyfting- um og vinna þar til bronsverðlauna án mikils undirbúnings. Þau ár sem Jón Páll keppti í lyft- ingum og þó aðallega kraftlyfting- um var hann félagi í lyftingadeild KR. Naut hann óskiptrar virðingar innan deildar sem utan því að eng- inn KR-ingur færði félagi sínu glæstari sigra innan lands sem utan á þessum árum. Ekki ætla ég að fara hér út í nánari útlistun á öllum þeim íþrótta- afrekum sem Jón Páll vann í gegn- um tíðina, heldur vil ég minnast lítillega á það sem ekki er síðra, en það er persónuleiki Jóns Páls. Það sem ekki síst varð til að bera út hróður Jóns Páls hér heima og erlendis var hinn heillandi persónu- leiki sem fram kom í hörðum keppn- isslag. Gáskafullur húmor, hnyttin tilsvör, eðlislægur eiginleiki hans til vingjarnleika gagnvart háum sem lágum, allt eru þetta atriði sem rík voru í fari hans. Ég get ekki látið hjá líða að minn- ast atburða er ég sjálfur upplifði á erlendri grund og urðu til að bera því vitni hversu þekktur Jón Páll var. Ég var fyrir nokkrum árum staddur á matsölustað í París, er franskur heimilisfaðir er þar stadd- ur ásamt börnum snýr sér að mér og spyr hvort ég sé íslenskur. í framhaldi af því spurði hann óðara hvort ég þekkti Jón Pál. Er ég hvað já við því fékk ég að hlusta á langa lofræðu um Jón Pál frá þessum ókunna manni og svo hrifinn var hann af Jóni Páli að ég slapp ekki frá þessari fjölskyldu fyrr en ég hafði þegið útsýnisakstur með henni þvers og kruss um París. Á ferðum mínum erlendis hef ég gjarnan fengið að heyra frá viðmælendum mínum, sem ekki vita mikið um ísland, að þeir viti þó tvennt og það er að leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjovs hafi farið þar fram og að jafnframt ættum við sterkasta mann í heimi, Jón Pál Sigmarsson. Ég held að sögur sem þessar, sem margir félagar okkar úr járnasport- inu hafa eflaust upplifað, lýsi öllu sem lýsa þarf í þessum efnum. Sjaldan hefur tilvitnun í Hávamál verið betur við hæfí en nú er við sjáum á bak Jóni Páli. Deyr fé, deyja frændur deyr sjálfur ið sama; en orðstir deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. Þetta eru orð að sönnu, orðstír Jóns Páls munu aldrei deyja. Ég votta Sigmari syni Jóns Páls, for- eldrum og fjölskyldu allri mína dýpstu samúð. Birgir Þór Borgþórsson. Mig langar með örfáum orðum að minnast vinar míns Jóns Páls Sigmarssonar. Enn vordag 1964 bankaði ég uppá í húsi við Akrastíg í Stykkis- hómi, þá þrettán ára stelpa. Ég var ein eftir af vinkonunum sem ekki var komin í vist. Dóra kom til dyra, og ég spurði hvort ég mætti passa hana Júllu krútt? „Ja, bróðir hennar verður þá að fylgja með.“ Ég jánk- aði því og þar með hófust náin kynni mín af bróðurnum, Jóni Páli Sigmarssyni og fjölskyldu hans. Þetta vor varð Jón Páll fjögra ára og þá strax komu í Ijós þeir eðlisþættir sem áttu eftir að verða ríkjandi í fari hans til síðasta dags, ákveðni, stjórnlyndi, ósérhlífni, staðfesta, og síðast en ekki síst ljúf luncl og gott skopskyn. Ég var barnfóstra hans Jóns Páls og systkina eða „fóstra“ eins og hann kallaði mig. Löngu seinna snerust hlutverkin við þegar ég fékk Palla til þess að passa son minn og oftar en ekki kom ég að þeim tveimur, þar sem Palli var staðráð- inn í því að gera ungan son minn að sterkum manni með því að ala hann á kraftmiklu fæði og stunda æfingar. I upphafí þegar Palli var að byija á lyftingum og æfingum reyndi ég að fá hann ofan af þessari vitleysu, að því er mér fannst, en hann hafði sett sér markmið og frá því var ekki hvikað. Og eðlisþættirnir sem voru í litla þriggja ára stráknum sem ég byijaði að passa vorið 1963 áttu eftir að koma honum eins langt áfram á þeirri braut sem hann hafði sett sér og hægt var og alkunna er um allan heim. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að vera samferða þér þennan spöl. Kóngur vill sigla, en byr hlýt- ur ráða. Birna Sigurðardóttir. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Jóni Páli fyrir tæpum tíu árum. Fór svo að með okkur tókst sam- vinna, sem stóð yfír í skorpum alla tíð, allt til þess að mér bárust ótið- indin um síðustu helgi. Sumt er með þeim eindæmum að segja þarf allt að þrem sinnum áður en trúað er og svo fór, þegar ég heyrði um lát vinar míns, Jóns Páls. Þegar hugsað er til baka streyma minningarnar fram, allar góðar og sumar ógleymanlegar. Árið 1985 fórum við Jón Páll á vörusýningu í Köln til að reyna að selja Svala til útlanda, sem tókst, eins og annað, sem Jón Páll tók þátt í. Var það ekki síst Jóni Páli að þakka, léttur og kátur allan tím- ann og hvers manns hugljúfi og með mikla útgeislun, sem allir fundu, sem hittu hann. Ég hafði lofað honum, að hann skyldi geta stundað æfingar sínar þá viku, sem við vorum þarna. Þeg- ar við komum í stærsta og full- komnasta æfingasalinn í Köln, þekkti enginn Jón Pál, enda hann í sínu fínasta pússi, kominn beint af sýningunni. Jón Páll leit á lóðin og stöngina og bað mig athuga hvort ekki væri til stærri stöng, sem koma mætti meiri þyngd á. Stjórinn þar leit á mig heldur snöggt og sagðist halda að þessi stöng dygði, hún hefði dugað öllum hingað til. „Settu öll þau þyngstu lóð á stöngina sem þú átt og svo skulum við sjá hvort nægir,“ svar- aði ég. Við þessi orðaskipti varð dauðaþögn í salnum, allir hættu að æfa og fóru að tína saman öll stærstu lóðin í salnum og þræða á stöngina. Það hefði mátt heyra saumnál detta, þegar Jón Páll gekk, jakka- klæddur, að stönginni og lyfti henni, drekkhlaðinni lóðum, nokkr- um sinnum að því er virtist gjörsam- lega átaka- og áreynslulaust, rétt eins og þegar aðrir lyfta unga- barni, en þá heyrðust líka stunur frá salnum, slíkar, sem ég hef aldr- ei heyrt fyrr eða síðar. Ég spyrði hvað það myndi kosta fyrir Jón Pál að æfa þarna tvo til þijá tíma á dag í vikutíma, eða svo. „Þessi maður að borga? Nei, ef hann vill koma og æfa hjá okk- ur, þá borgar hpnn sko ekki neitt, en viltu spyija hann hvort við getum fengið að taka mynd af honum?" Vafalaust er til hundrað sögur þesari líkar af Jóni Páli og margt svipað gerðist, bæði á Kölnar-sýn- ingunni sjálfri og eins þegar hann var að vinna að sölu og kynningu fyrir okkur í Englandi og Skot- landi, en engu að síður er þetta atvik mér ógleymanlegt og ég vil síður að þessi saga falli í gleymsku. Nú er þessi ljúfi drengur horfinn og ég mun sakna þess að fá aldrei aftur að sjá fallega, bjarta og feimn- islega brosið hans, þegar við vorum að bralla eitthvað saman. Það er eins og höfundur Háva- mála hafi haft Jón Pál í huga þeg- ar hann orti: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Guð blessi minninguna um góðan dreng. Davíð Sch. Thorsteinsson. Hann fæddist á Sólvangi í Hafn- arfírði hinn 28. apríl árið 1960. Hann varð bráðkvaddur laugardag- inn 16. janúar 1993 í íþróttasal sín- um að Suðurlandsbraut 6, Reykja- vík. Foreldrar Jóns Páls eru Sigmar Jónsson stórkaupmaður í Reykjavík og Dóra Jónsdóttir úr Hafnarfirði. Við móðursystkini ásamt afa hans, Jóni Pálssyni, viljum votta ykkur, móður hans, föður hans og Sigmari Frey syni hans okkar dýpstu sam- úð. Hann var oft hjá okkur og þeg- ar hann var nýfæddur eða nokkurra daga var hann hjá mömmu og pabba á heimili okkar í Mjósundi 16, Hafnarfirði. Já, það er margs að minnast. Meðal annars eru ljúfu minningarn- ar um elsku mömmu, þegar hún var að baða litla krúttið hennar Dóru systur okkar. Jón Páll var alltaf mjög elskur að afa sínum í Hafnarfirði og mikið með honum, þegar pabbi gat komið því við. Hann var líka hans augasteinn. Mamma og pabbi höfðu hann líka með sér í sveitina á sumrin, þegar við vorum að hjálpa bræðrum okkar við búskapinn í Þjóðólfshaga í Holt- um og líka var hann með okkur, þegar við fórum í heimsókn að Stað- arbakka, þar sem Guðrún Helga sáluga systir okkar bjó með manni sínum, Magnúsi Guðmundssyni. Þar var nú yndislegur frændsystkina- hópur og gott að koma. I miðvikudagsblaði DV hinn 4. október 1989 bls. 27 segir, að afi Dóru, Páll Jónsson, hafí verið verkamaður í Reykjavík. Já, vissu- lega er það satt. Hann var verka- maður og það mjög góður verka- maður og trúr í hveiju starfi, sem hann vann. En sannleikurinn er sá, að hann lærði járnsmíði hjá Þor- steini Tómassyni járnsmið í Lækjar- götu 10 í Reykjavík. Síðan sigldi hann til Kaupmannahafnar til vinnu og frekara náms í sinni iðn. Hann var í kvöldskóla í Köbenhavns Maskinteknikum og útskrifaðist með frábærum vitnisburði sinna góðu kennara. Einnig öðlaðist hann samkvæmt lögum þar meistarabréf í sinni iðn. Það er annars af Jóni Páli frænda okkar systkinanna að segja, að það er aðallega frá frumbernsku hans og auðvitað frá bernsku hans sem við eigum hvað flestar minningarn- ar um hann. Mamma og pabbi og við systurnar fórum á kristilegar samkomur að Austurgötu 6 í Hafn- arfirði. Þar var orð guðs flutt í heilögum anda og einnig beðið fyr- ir sjúkum til lækningar og Jón Páll kom líka með mömmu og pabba. Og Guðs orð og máttarverk Drott- ins Jesú er gjöf og heilagur arfur, sem enginn fær af okkur tekið og endist okkurtil eilífs lífs. Við heyrð- um hann aldrei hafa ljótt orðbragð eða tala illa um nokkurn mann. Hann var mjög vinsæll hjá bömum og ungu kynslóðinni, enda ljúfur og geðugur piltur. Ekki minnumst við systkinin þess, að mamma eða Jóhanna amma í Nýjabæ hafi nokk- um tíma talað um það hvað Stefán heitinn í Lambhaga í Hraunum hafi verið sterkur; en Magnús Guð- jónsson bifreiðastjóri, en hann var sonur Guðjóns Gíslasonar á Lang- eyri við Hafnarfjörð og Kristbjargar konu hans, sagði að Stefán hefði verið firnasterkur, enda kallaður „sterki“. Stefán afi í Lambhaga í Hraunum var fæddur hinn 12. maí 1887, en varð bráðkvaddur á réttar- dag í Óskoti 21. september 1920. Svo að margt er líkt með skyldum. Jón Páll, sem er þriðji liður frá Stef- áni Magnússyni „sterka“ langafa sínum, verður nokkrum mánuðum yngri, en deyr á svipaðan hátt, verð- ur bráðkvaddur. Móðir Stefáns Magnússonar hét Jörgína Kristjáns- dóttir. Faðir hennar var danskur skipstjóri að nafni Jörgen Kristian Boye, en móðir hennar hét Helga Hálfdanardóttir. Jörgína var fædd í Ásbúð í Hafnarfírði árið 1849, en dó 1922. Til skýringar skal það tekið fram, að Magnús, faðir Stefáns „sterka“ í Lambhaga í Hraunum, var Gísla- son; hann var bróðir Guðjóns Gísla- sonar á Langeyri við Hafnarfjörð. Þeir voru því bræðrasynir Stefán Magnússon í Lambhaga og Magnús Guðjónsson bifreiðastjóri. Stefán afí okkar systkinanna í Mjósundi 16 í Hafnarfirði átti tvíburasystur, sem hét Guðlaug og líka átti hann syst- ur, sem hét Margrét; hún var kona Bjama heitins Erlendssonar á Víði- stöðum. Þetta var mikið sóma og tryggðafólk og grandvart til orðs og æðis. Svo kveðjum við ástkæran frænda og dótturson og biðjum þig, Drottinn vor og frelsari, Jesús Kristur, að blessa vora minningu um Jón Pál Sigmarsson. Friður Drottins Jesú sé yfír hans sál! Amen! Dauðinn má svo með sanni samlíkjast þykir mér, slyngum þeim sláttumanni, er slær allt hvað fyrir er. Grösin og jurtir grænar, glóandi blómstrið frítt, reyrstör sem rósir vænar reiknar hann jafn fánýtt. (Hallgrímur Pétursson) Fjölskyldan Mjósundi 16 og Jón Pálsson afi, Hafnarfirði. Vinur minn Jón Páll er látinn. Með Palla er horfinn einstakur maður, ekki aðeins afburðamaður í íþróttum, heldur maður dreng- skapar og heiðarleika. Við feðgar kynntumst Palla gegnum lyfting- arnar, og með okkur tókst vinátta, sem þróaðist og jókst með árunum í trúnaðartraust og fyrir nokkrum árum urðum við einnig samstarfs- menn og félagar í Gym 80 heilsu- ræktarstöðinni. Stutt er stórra högga á milli. fyrst lést sonur minn fyrir átta mánuðum síðan, og nú Palli. Við gerum áætlanir, en almættið ákveð- ur, og nú eru þessir góðu drengir kallaðir til annarra verkefna hand- an móðunnar miklu. Ég ætla ekki að tíunda afrek Palla sem íþróttakappa á heims- mælikvarða, það gera aðrir betur, þann mann þekkja allir. Það er ljúf- mennið Jón Páll sem ég minnist, sögurnar sem hann sagði mér, frá- sagnargleði og skopskyni svo að unun var á að hlýða, smitandi hlát- urinn, geislandi persónutöfrarnir og á hinn bóginn svo einstakt næmi fyrir tilfinningum annarra á alvöru- og sorgarstundum. Þetta var sá Palli, sem ég var svo heppinn að eiga að vini og félaga í vináttu, sem aldrei bar skugga á. Eftir standa bara góðar minningar sem ylja. Ég bið Guð að blessa alla ástvini hans og hugga í þeirra miklu sorg. Jóhann Möller. Jón Páll Sigmarsson varð ímynd hetjunnar, þreksins og ævintýratil- þrifanna sem heilla alla, óháð landa- mærum og aldri. Hann stælti líkama sinn, svo minnti á sérstæða náttúrusmíð úr bergi landsins. Palli var á heims- mælikvarða á sínu sviði líkams- ræktar og íþrótta, en þrátt fyrir viðurkenningu og heimsfrægð var hann alltaf sami góði drengurinn, reglusamur, glaðlyndur og traustur vinur, sómi lands og þjóðar á keppnisvelli utan lands sem innan. Við kynntumst í bernsku þegar hann fluttist frá Stykkishólmi í Árbæjarhverfið í Reykjavík og inn- an tíðar vorum við komnir á skrið hefðbundinna ærsla ungra drengja, við Palli, Svenni bróðir hans og Beggi bróðir minn. Við tókum okk- ur margt fyrir hendur auk fótbolt- ans, ferða á hjólum og annarra þátta á sviði íþrótta og afreks- manna, en það var markmið okkar allra að komast í fremstu röð, ná árangri á því sviði sem tekið væri fyrir. Þessi tími hnýtti okkur vel saman og uppákomurnar voru

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.