Morgunblaðið - 26.01.1993, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993
17
margar. Það var engin ástæða til
þess að gera hlutina of flókna og
til að mynda komum við okkur upp
mjög einföldu kallkerfi á milli húsa.
Við opnuðum einfaldlega gluggana
og Tarsanöskrin glumdu í hverfínu
sofandi íbúum til mikillar hrellingar
þegar hefja þurfti leiki árla dags.
I einum leiðangrinum fundum við
rörbút og fórum í keppni að kasta
honum. Ekki leið á löngu þar til
við fórum að kasta rörinu yfír bíla
á bílaplaninu og í fýrstu hafði ég
betur, enda tveimur árum eldri en
Palli sem var þá 10 ára. Keppnis-
skap hans kom fljótt í ljós, því
nokkrum dögum eftir að við fundum
rörbútinn vaknaði ég fyrir allar ald-
ir, milli 5 og 6, við reglulega dynki
á bílaplaninu. Palli var að æfa sig.
Hann vildi verða bestur, og innan
fárra daga skaut hann okkur ref
fyrir rass.
Fyrir um tuttugu árum eignaðist
ég mína fyrstu myndavél og á einni
af fyrstu filmum mínum eru mynd-
ir af Palla. Líklega nálgast þær
milljón myndirnar sem ég hef tekið,
en síðasta myndin sem tekin var
af Palla lenti á fílmu hjá mér. Það
er sárt að horfa á eftir vini okkar,
sárt að síðasta myndin skuli vera
af aðeins þrjátíu og tveggja ára
gömlum manni, sem átti svo mikið
ógert þótt hann hefði svo miklu
áorkað.
Palli var alltaf mjög kurteis þótt
hann væri mikill keppnismaður og
hann talaði aldrei illa um nokkurn
mann. Hans áhugasvið lá á sviði
líkamsræktar af náttúrulegum
gæðum, með hollustu og heilbrigði
í fyrirrúmi. Það var alla tíð bjart
yfir Palla, fylgdi honum góður andi
og strax á unglingsárum kunni
hann betur en við strákarnir að
heilsa fullorðnu fólki með hlýju og
virðingu. Ég man til dæmis að hann
heilsaði mömmu alltaf með orðun-
um: Sæl, Hrefna.
Þótt leiðir skildu eins og gengur
og gerist meðal bernskufélaga þá
fylgdumst við alltaf hver með öðr-
um og áttum fagnaðarfundi á góð-
um stundum og það fylgdi því stolt
að eiga hann að vini.
Það er skarð fyrir skildi, en minn-
ingin um góðan vin og heilsteyptan
lifir áfram og lífgar upp á tilveruna
í sárum söknuði. Við Beggi biðjum
góðan Guð að varðveita og styrkja
ungan son, foreldra, systkini, vini
hans og vandamenn þegar honum
var svo óvænt og óvægið kippt af
leið, en ljóst er að handan móðunn-
ar miklu hefur bjarteygur maður
borið með sér birtu í ríkum mæli.
Ragnar Axelsson.
„En mamma, verður hann ekki
sterkur líka hjá Guði á himninum?"
Þetta voru fyrstu orð eldri sonar
míns þegar ég sagði honum að Jón
Páll væri dáinn.
Þetta er alveg óskiljanlegur hlut-
ur, af hveiju hann svo ungur, að-
eins 32 ára að aldri, er látinn. Jón
Páll, Palli eins og við systkinin köll-
uðum hann, var góður og skemmti-
legur bróðir og vinur. Hann var
frábær faðir og stoltur af því að
vera faðir. Hann unni Sigmari Frey
afar heitt. Hann fór með hann í
búðir, í Kringluna til að kaupa föt.
Það átti allt að fara vel í klæða-
burði Sigmars Freys, vera tipp-topp
eins og maður segir.
Palli var fjörugur alls staðar sem
hann kom. Mér er minnisstæðast
þegar hann kom að heimsækja okk-
ur fjölskylduna eina þjóðhátíðina,
reif símaskrá, blés upp hitapoka og
henti lóðum, svo að litlu börnin
misstu gjörsamlega andlitið, og
heillaði alla upp úr skónum.
Matmaður var Palli og þótti gott
að borða hollan mat. Ég varð þess
heiðurs aðnjótandi að fá að elda
fyrir hann og Hjalta eftir erfiði
dagsins á þjóðhátíð, og satt að segja
hef ég aldrei eldað svona mikið í
tvo munna.
Palli dvaldist mikið erlendis við
vinnu sína og alltaf var tilhlökkun
að koma heim og hitta Sigmar Frey,
færa honum ýmsar gjafir.
Við hjónin heimsóttum Palla til
Glasgow. Og gestrisnari manni hef
ég ekki kynnst. Hann sótti okkur
á flugvöllinn og keyrði okkur í sín-
um pínulitla bíl út um allt. Hann
fór með okkur upp í sveit og bauð
okkur á fínasta veitingastað og
sýndi okkur helstu búðir og götur
Glasgow-borgar.
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við þakka Palla bróður fyrir
samfylgdina, en hefðum viljað hafa
hana lengri. Við erum stolt af að
hafa þekkt Palla og hans er sárt
saknað.
Elsku Sigmar Freyr, pabbi,
mamma, Sveinn, Dóra og aðrir nán-
ir aðstandendur, ekkert getur fyllt
þetta skarð, en Palli lifir nú á góð-
um stað og nýtur þess að vera sterk-
ur og geta sprellað í nýju heimkynn-
unum.
Blessuð sé minning Jóns Páls
Sigmarssonar.
Sigrún systir, Hæi,
Sigmar Þór, Hannes Már
og Fanndís Fjóla.
í dag verður til moldar borinn
systursonur minn Jón Páll Sigmars-
son.
Jón Páll fæddist í Hafnarfirði 28.
apríl árið 1960. Foreldrar hans eru
frú Dóra Jónsdóttir húsmóðir í
Mosfellsbæ, fædd 30. maí 1940 í
Hafnarfirði, og Sigmar Jónsson
stórkaupmaður í Reykjavík, fæddur
25. maí 1925 á Mælifelli í Lýtings-
staðahreppi í Skagafirði.
Foreldrar Dóru eru Jón Pálsson
pípulagningameistari, fæddur 1.
desember 1912, og kona hans Guð-
rún Stefánsdóttir, fædd 12. nóvem-
ber 1915, dáin 5. ágúst 1978. Sig-
mar er sonur Jóns Dal Þórarinsson-
ar, sem var bóndi í Tunguhlíð í
Skagafírði og konu hans Sigurveig-
ar Jóhannesdóttur. Þau eru nú bú-
sett í Reykjavík.
Jón Páll hét eftir móðurafa sínum
og langafa, Páli Jónssyni, fæddur
2. nóvember 1874 að Hvammi í
Kjós, dáinn 26. ágúst 1969. Hann
var járnsmiður og kennari og einn
af frumkvöðlum að stofnun iðn-
skóla í Hafnarfirði. Kona hans var
Vigdís Ástríður Jónsdóttir, fædd
27. október 1879 að Laxfossi í Staf-
holtstungum, dáin 21. febrúar
1951.
Fyrstu tvö ár ævi sinnar bjó hann
ásamt móður sinni á heimili móður-
foreldra sinna í Hafnarfirði. Hann
naut ástar og umhyggju þeirra frá
fyrstu tíð og var heimili þeirra sann-
ur ljósgeisli.
XJr Hafnarfirði lá svo leið hans
í Skáleyjar á Breiðafirði. Þar dvald-
ist hann um tíma ásamt móður sinni
og Sveini Guðmundssyni, fósturföð-
ur sínum, en Sveinn er fæddur að
Höllustöðum í Reykhólasveit í
Barðastrandarsýslu 1. júní 1937.
Foreldrar Sveins, Guðmundur Guð-
mundsson og Júlíana Sveinsdóttir,
bjuggu í Skáleyjum.
Síðar fluttist fjölskyldan til
Stykkishólms og bjó þar nokkur ár
eða þar til Jón Páll var 9 ára. Þá
var haldið til Reykjavíkur. Fjöl-
skyldan átti því láni að fagna að
geta dvalist í Skáleyjum á vorin.
Þar var unnið við dúntekju og
stundaðar selveiðar meðan þær
voru og hétu. Jón Páll naut þess
að vera í Skáleyjum ásamt systkin-
um sínum bæði við leik og störf.
Það var lærdómsríkt fyrir ungviðið
að umgangast og nema af þeim
eldri kempum, sem búið höfðu í
Skáleyjum í áratugi.
Jón Páll hafði yndi af íþróttum.
Hann var hvattur til íþróttaiðkunar
og reyndi meðal annars fyrir sér í
glímu en stóð stutt við í þeirri grein.
Sveinn fósturfaðir hans var hins-
vegar snjall glímumaður og hlaut
meðal annars sæmdarheitið
„Glímukóngur íslands“.
Fljótlega eftir skólagöngu í Ár-
múlaskóla fór Jón Páll að vinna
fyrir sér, því að sjálfsbjargarhvötin
var rík í honum. Hann var mikill
vinnuþjarkur eins og hann á kyn
til og vildi fyrst og fremst treysta
á sjálfan sig. Hann var mikill at-
hafnamaður og naut dyggs stuðn-
ings fjölskyldu sinnar og Sigmar
föður síns. Hann mat og virti föður
sinn mikils, enda heitir einkasonur
hans eftir honum.
Jón Páll var heiðarlegur og með
ríka réttlætiskennd. Maður, sem
vildi ekki skulda öðrum neitt. Hann
var mikill reglumaður og sérstakt
snyrtimenni í allri umgengni. Hann
var skemmtilegur og hafði einstaka
kímnigáfu. Var fljótur að svara fyr-
ir sig og eru mörg orðatiltæki hans
notuð í daglega lífinu. Hann hafði
gaman af að skemmta öðrum og
var hugmyndaríkur i uppátækjum.
Hann var góð fyrirmynd æskunnar.
Það er sannarlega sjónarsviptir að
honum og allt tómlegra eftir að
hann kvaddi. En minningin um
hann, björt, glæsileg og fögur, mun
lifa.
Hver er sem veit nær daggir dijúpa
hvar dafnar fræ, sem ná skal hæst.
Hver er sem veit nær knéin kijúpa
við kirkjuskör, hvað guði er næst.
Fyrst jafnt skal rigna yfir alla
jafnt akurland sem grýtta jörð
skal nokkurt tár þá tæpast falla
skal týna sauði nokkur hjörð?
Hver er að dómi æðsta góður,
hver er hér smár og hver er stór?
í hveiju strái er himingróður,
í hveijum dropa reginsjór.
(Einar Benediktsson)
Við Baldur vottum aðstandend-
um öllum okkar dýpstu samúð.
Vigdís Ástríður Jónsdóttir.
Fleirí minningargreinar um Jón
Pál Sigmarsson bíða birtingar
og munu birtast næstu daga.
ÍSLANDSBANKA
Sparileiðir íslandsbanka fœra
þérgóða ávöxtun á bundnum
og óbundnum reikningum
Sparileib 3 gaf 5f 3% raunávöxtun
á árinu 1992 sem var hœsta raunávöxtun meöal
óbundinna reikninga í bönkum og sparisjóöum.
ÍSLAN DSBAN Kl
- i takt viö nýja tíma!
Sparileiö 4 er bundinn reikningur sem gaf
6,3% raunávöxtun áriö 1992.
Ávaxtaöu sparifé þitt á árangursríkan hátt. íslandsbanki býöur
fjórar mismunandi Sparileiöir sem taka miö af þörfum hvers og eins.