Morgunblaðið - 26.01.1993, Side 18
fil SieiJI flAlJV:Al. H'JDACJI.JWIIÍM QId/v*IHHUDíÍOW.
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993
Enn mörg ljón í veginum
- segir Hans Jochen Peters sérfræðingur NATO
HANS Jochen Peters, vfirmaöur samskiptadeildar Atlants-
hafsbandalagsins (NATO) við ríki Mið- og Austur-Evrópu,
var bjartsýnn á frið í fyrrverandi Júgóslavíu þegar Morgun-
blaðið ræddi við hann á laugardag, „bjartsýnni en ég hef
verið Iengi“ sagði hann. Ástæðan var friðarsamkomulag
það sem tekist hefur milli stríðandi aðilja um skiptingu
Bosníu. En Peters, sem flutti erindi á hádegisverðarfundi
Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs á laugar-
dag, sagði að menn mættu búast við að enn væru mörg ljón
I veginum áður en friður rikti á þessum slóðum.
Og það var eins og við manninn
mælt; um helgina brutust út mikil
átök milli Serba og Króata eftir
að hirnr síðamefndu réðust inn á
svæði sem Serbar hafa hemumið,
en friður hafði ríkt þar undir eftir-
liti Sameinuðu þjóðanna í eitt ár.
Peters var spurður hvort ástæða
væri til að ætla að Serbar sætu
nú á sér og snem sér ekki að
Kosovo-héraði eða nýjum land-
vinningum í Króatíu. „Ef þeir létu
að sér kveða í Kosovo þá væri það
eitthvað það versta sem komið
gæti fyrir. Albanir myndu ekki
geta horft aðgerðalausir á slíkt.
Oryggi í þessum hluta álfunnar
yrði stefnt í voða og mikil hætta
væri á alþjóðlegu stríði þar sem
einhver aðildarríki NATO væm
þátttakendur. Það hefur verið
reynt að gera Serbum ljóst að
valdbeiting í Kosovo yrði ekki lið-
in.“ Peters taldi litlar líkur á að
átökin í Júgóslavíu fyrrverandi
snemst upp í trúarbragðastríð
milli kristinna og múslima. En
vissulega yrðu utanaðkomandi
aðilar eins og NATO að gera
íslömskum ríkjum ljóst að ekki
væri lagður misjafn mælikvarði á
grimmdarverk gegn kristnum
mönnum og múslimum.
SLÓVENÍA
KRÓATÍA
BOSNIA-
[HERZEGOVÍNA
Leiðin tð Zadar
ef bniin verður
endurreisl.
Aðalkort
Eina leiðín sem
nú er hægt að
fara til Zadar.
fjrval Maslenica-brú
fróatar haía ráðist yfir vopnahlés-
linu. setn Samemuðu þjóðimar
mórkuðu, til að endurreisa brú
sem Setbar sprengdu árið 1991.
ADRÍAHAF
REUTER
BARDAGAR GEISA I KROATIU
Króatískar hersveitir náðu flugvellinum í Zemunik við Adríahaf aftur
á sitt vald í gær. Króatar og Serbar börðust í þorpum í grenndinni.
Fegurst sígaunastúlkna
Ifyrsta fegurðarsamkeppni sígauna fór fram í Búkarest í Rúmenlu
um helgina en þar í landi eru þeir taldir vera um 410 þúsund tals-
ins. Sigurvegari varð 18 ára stúlka, Cristina Manciu og var mynd-
in tekin er hún fagnaði sigri að viðstöddum 8.000 áhorfendum, allt
sígaunum.
Miðasala fer fram á skrifstofu
Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói alla
virka daga kl. 9 17. Einnig eru seldir miðar við
daginn 28. janúar, kl. 20.00
msveitarstfóri: Gunther Schuller
Einleikari: TommySmith
William Sweeney: An Rathad Ur
Konsert f. tenór sax og hljómsv.
Sally Beamish: Sinfónía fýrir Róbert
Haukur Tómasson: Afsprengi
Lansinoh
Natures Second Skin
Græðandi og mýkjandi áburður
á þurra og viðkvæma húð.
Fæst í Þumalínu og flestum
apótekum. Hringiðogfáið
sent ókeypis sýnishorn.
YMUShf.,
simi91-46100.
Peters sagði að þegar reynt
væri að stilla til friðar í Júgó-
slavíu fyrrverandi lægju tvö meg-
inviðhorf til grundvallar. Annars
vegar yrði að binda enda á átökin
sem fyret, hryllingurinn mætt ekki
halda áfram lengur. Hins vegar
yrði að varast að gera fríðareamn-
ing þannig úr garði að svo virtist
sem einn stríðsaðili færi með sigur
af hólmi. En því hefur einmitt
verið haldið fram að friðargjörð
sáttasemj aran n a Cyrus Vance og
Davids Owens verðlauni Serba
með því að afhenda þeim hluta
af Bosníu. Petere sagðist ekki
geta tekið undir þá gagnrýni.
Morgunbladið/Þorkell
Hans Jochen Peters.
Mubarak hvetur Saddam
til að fara frá völdum
SINFONIUHUOMSVEITISLANDS
Háskólabíói við Hagatorg. Sími 622255.
árás á skotmörk á flugbannssvæð-
inu í suðurhluta íraks á sunnudag.
Sögðust flugmennimir^ hafa verið
að veijast skotárás en Irakar mót-
mæltu því að hafa skotið á flugvél-
amar. Slíkt hið sama gerðu þeir
sl. fímmtudag og föstudag, héldu
því fram í öll skiptin að aðgerðir
Baridaríkjamanna hefðu verið til-
efnislausar.
Bandarísk yfirvöld staðfestu í
gær að ratsjárgeislum hefði ekki
verið beint að flugvélunum á
sunnudag en verið væri að kanna
hvort flugmennimir hefðu sagt
rangt til um meinta árás frá loft-
vamarbyssum. I fyrri tilvikunum
tveimur var geislum loftvamar-
kerfa læst á þotur yfír norðurhluta
íraks.
Menn sem fróðir eru um vamar-
mál telja að írakar freisti þess að
rugia nýju valdhafana í Bandaríkj-
unum í ríminu með því að halda
fram sakleysi sínu. írösk yfirvöld
segja að tilboð þeirra um vopnahlé
frá í byijun síðustu viku standi
óhaggað. Hafi þau gefið fyrirmæli
um að ögmnum á flugbannssvæð-
unum skuli hætt. Þykja meintar
árásir á bandarískar flugvélar síð-
ustu daga til marks um óhlýðni
yfirmanna á svæðunum.
Eftirlitsmenn koma til
Bagdad
Tvær sveitir eftirlitsmanna á
vegum SÞ komu I gær til Bagdad
til þess að leita upplýsinga um
framleiðslu og áætlanir um smíði
gereyðingarvopna. Meðal annars
verður reynt að fá íraka til að
gefa upplýsingar um hvaða erlend
ríki hafa séð þeim fyrir hlutum til
smíði kjamorkuvopna.
Bonn. Reuter.
HOSNI Mubarak forseti Egyptalands skoraði á Saddam
Hussein íraksforseta að draga sig í hlé í viðtali sem birtist
I þýska vikuritinu Spiegel í gær. Mubarak sagði að hernað-
arleg ævintýramennska Saddams hefði leitt hörmungar
yfir irösku þjóðina og besta leiðin fyrir þjóðina út úr þreng-
ingum væri að Saddam segði af sér.
„Sé honum annt um velferð Mubarak sagði að Saddam væri
þjóðar sinnar ber honum að afsala haldinn undarlegri valdasýki og
sér völdum. Refsiaðgerðir Samein-
uðu þjóðanna (SÞ) verða við lýði
meðan Saddam situr við völd,“
sagði Mubarak.
enginn leiðtogi í arabaríkjunum
skildi íraksforsetann eða fyrirætl-
anir hans.
Bandarískar oirustuþotur gerðu
Havel nær Öruggur
Prag. Reuter.
ÞÓTT vinsældir Vaclavs Ha-
vels, fyrverandi forseta Tékkó-
slóvakíu sem var, hafi minnkað
mjög í Tékkneska lýðveldinu
síðustu mánuði er hann talinn
nær öruggur um að ná kjöri til
embættis fyrsta forseta hins
nýja lýðveldis á þingi í dag.
Meiri óvissa ríkir í Slóvakíu þar
sem einnig fer fram forseta-
kjör.
Samkvæmt skoðanakönnunum
nefna 45% kjósenda Havel þegar
spurt er um hæfasta stjómmála-
mann landsins en sl. sumar fékk
hann 60% fylgi í könnunum. Sam-
steypustjóm landsins undir for-
ystu Vaclavs Klaus hefur þegar
tilnefnt Havel I forsetaembættið
en stjómin hefur 105 sæti af 200
á bak við sig. Óljóst er hvað veld-
ur dvínandi vinsældum Havels en
sumir kjósendur segjast álíta að
hann hafi breyst í hefðbundinn
stjómmálamann. Hann hafi upp-
ranalega sett óteljandi skilyrði
fyrir því að taka við embættinu
en að lokum hafi hann kyngt öllu
til að vera viss um að hreppa það.
í Slóvakíu þarf forseti að hljóta
þrjá fímmtu atkvæða á þinginu
þar sem 150 fulltrúar sitja. Allir
Qórir helstu flokkamir hafa til-
nefnt frambjóðendur og því líklegt
að kjósa þurfi oftar en einu sinni.
í annarri umferð er kosið milli
tveggja efstu úr fyrstu umferð en
hætt er við að þörf verði á fleiri
tilraunum vegna áðumefnds skil-
yrðis.