Morgunblaðið - 26.01.1993, Page 20

Morgunblaðið - 26.01.1993, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993 Þak á 930 fermetra skemmu lét undan snjóþyngslum Sjö þak- sperrur gáfu sig ÞAK 930 fermetra skemmu í Hafnarfirði gaf sig undan snjóþunga og féll niður síð- astliðinn sunnudag. Engin starfsemi er í húsinu og engan sakaði, en um 400 fermetrar af þakinu hrundu og sjö stálsperrur I þakinu gáfu sig. Að sðgn Páls G. Jónssonar, eig- anda skemmunnar, var ekki mjðg mikill snjór á þakinu. Hann segir að fagmenn telji nánast óskiljan- legt hvemig stálbitar gátu gefið sig undan ekki meiri þunga. Páll segir að tjón á húsinu nemi ein- hveijum milljónum, þó ekki tugum milljóna. Morgunblaðið/Sverrir Stálbitar hrukku sundur Myndarlegir stálbitar í þaki skemmunnar virðast hafa kubbazt í sundur undan þunga snjófargs- ins. Ljóst er talið að þarna hafí orðið milljóna króna tjón. Bilun í að- veituæðHAB á Hvanneyri Hvannatúni í Andakfl. MARGIR íbúar á Hvanneyri vðkn- uðu í köldum húsum í gærmorg- un. Rör í aðveitu Hitaveitu Akra- ness og Borgarfjarðar að Hvann- eyri hafði sprungið um hádegið á sunnudeginum en vatn var enn á þeim húsum sem lægst standa. Ekki vissu starfsmenn hitaveit- unnar af biluninni þvi símsvari sem vísar á viðgerðarmann á bak- vakt virkaði ekki. Svo illa vildi til þegar þrýstingur kom á rörið eftir viðgerð sprakk rör á öðrum stað þannig að hiti komst ekki á að fullu fyrr en eftir hádegi í gær og var þá hiti f húsunum kom- inn niður í 13 gráður. Síðast bilaði rör á sömu leiðslu fyrir u.þ.b. viku. Lögnin ftá Deildartungu í Reykholtsdal að Hvanneyri, Borgar- nesi og Akranesi er úr asbesti og hefur bilað oft. - D J ----» ♦ »---- Short vinnur tvær í röð Skráning atvinnuleysis tölvuvædd um mitt árið BRESKI skákmeistarinn Nigel Short lagði Hollendinginn Jan Timman að velli í 10. skák áskorendaeinvígisins sem fram fer í San Lorenzo á Spáni. Short vann einnig 9. skákina sem tefld var um helgina. Er staðan þá 6-4 fyrir Short en hann getur tiyggt sér sigur í einvíginu með því að hljóta 1,5 vinning úr skákunum flórum sem eftir eru. Sigurvegarinn teflir um heimsmeistaratitilinn við Garrí Ka- sparov síðar á árinu. STARFSHÓPUR um tölvuvæðingu atvinnuleysisskráningar og atvinnumiðlunar tnilli vinnumiðlunarsvæða er að vinna að uppsetningu á sameiginlegum gagnagrunni fyrir aUt landið. Að sögn Gunnars Sigurðssonar hagfræðings í félags- málaráðuneytinu, standa vonir til að gagnagrunninum verði komið á um mitt þetta ár. Skráning atvinnuleysis er ýmist tölvuvædd eða handunnin eins og til dæmis í Reykjavík og hjá Atvinnuleysistryggingarsjóði. Margrét Tómasdóttir hjá sjóðnum sagði, að til skamms tima hefðu tveir starfs- menn séð um skráningu en nú hefðu fjórir starfsmenn vart undan. Jón Oddgeir Jónsson fyrrv. fulltrúi látinn JÓN Oddgeir Jónsson fyrrver- andi fulltrúi hjá Slysavarnafé- lagi Islands og framkvæmda- stjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur er látínn, 87 ára að aldri. Jón Oddgeir Jónsson fæddist í Reykjavík 6. september 1905. For- eldrar hans voru Jón Kristjánsson sjómaður og kona hans Oddný Erlingsdóttir. Hann brautskráðist frá Verzlunarskóla íslands 1924. Hann sótti námskeið hjá slysa- vama- og hjálparstofnunum í Kaupmannahöfti 1937 og í Stokk- hólmi 1946, en auk þess kynnti hann sér slysavamamál á vegum Sameinuðu þjóðanna í Sviss og í Bretlandi 1953 og á vegum ICA í Bandaríkjunum 1957. Jón Oddgeir var fulltrúi hjá Slysavamafélagi íslands við slysa- vamir á landi 1937-58, og vann hann að stofnun slysavamadeilda og stjómaði leitar- og hjálparleið- öngrum. Hann stóð um langt ára- bil fyrir kennslu í umferðarreglum, slysavömum, lífgun, hjálp í viðlög- um o.fl. í skólum og á námskeið- um. Hann var framkvæmdastjóri hjá Krabbameinsfélagi Reykjavík- ur 1960-78. Jón Oddgeir var skátaforingi í Reykjavík um margra ára skeið og upphafsmaður að Hjálparsveit skáta og Blóðgjafasveit skáta. Hann var formaður Félags slökkviliðsmanna í Reykjavík frá stofnun 1938-41 og eftirlitsmaður um hollustuhætti á vinnustöðum á vegum borgarlæknis um fimm ára skeið. Þá gegndi hann ýmsum fleiri nefndar- og trúnaðarstörf- um. Hann var heiðursfélagi Slysa- vamafélags íslands, Krabba- meinsfélags Reykjavíkur og Fé- lags skyndihjálparkennara á veg- um Landssambands hjálparsveita skáta. Eftir hann liggur fjöldi rita um slysavamir og umferðar- fræðslu. Eftirlifandi eiginkona Jóns Odd- geirs er Fanney Jónsdóttir. Bygging íþróttahúss í Kópavogi Fjórir verktakar bjóða í verkið BYGGINGARNEFND íþróttahúss í Kópavogsdal hefur ákveðið að fjórum verktökum verði gefinn kostur á að taka þátt í alútboði fyrir byggingu hússins. Húsið mun í framtíðinni hýsa íþróttastarfsemi og félagsaðstöðu Breiða- bliks. Kostnaðaráaætlanir fyrir svipuð hús sem byggð hafa verið fyrir önnur íþróttafélög á síðustu árum hafa verið á bilinu 250-270 milljónir króna en verktakar skila inn tilboð- Hugmyndin er að tengja saman auk vinnumiðlana sveitarfélaga, Hagstofuna, Þjóðahagsstofnun, Atvinnuleysistryggingarsjóð og félagsmálaráðuneytið. Gunnar Sigurðsson sagði að þegar væm nokkrar vinnumiðlanir tölvuvæddar en um tvö kerfi væri að ræða Alsam og Spor á þeim stöðum, þar sem vinnumiðlanir sjá einnig um bótagreiðslur. í fyrstu hafi verið ætlunin að bíða þar til allar vinnumiðlanir hefðu tölvuvæðst en nú hafi verið ákveðið að koma upp gagna- gmnni fyrir mitt þetta ár hvem- ig svo sem framkvæmdin er hjá einstökum vinnumiðlunum. Tenging við Evrópu Með tölvuvæðingu verður einnig hægt að miðla störfum milli vinnu- svæða á landinu þegar um stað- bundið atvinnuleysi er að ræða. „í tengslum við Evrópska efna- hagssvæðið stendur til að við tengjumst EURES, vinnumiðlun- arkerfi, sem þar verður tekið upp, en ekki er búist við að það verði tilbúið fyrr en í fyrsta lagi um mitt ár 1994,“ sagði Gunnar. um sínum 15 mars. Verktakafyrirtækin sem hér um ræðir em ístak, Byggðaverk, Ár- mannsfell og Hagtak. Páll Magnús- son, formaður byggingamefndar, segir að nefndin hafi haldið fund með forsvarsmönnum fyrrgreindra verktaka í framhaldi af því að þeim vom send gögn um málið. Þar hafi ýmsar gagnlegar ábendingar komið fram frá þeim og áformað er að halda annan slíkan fund í næsta mánuði og ræða þá frekar ef um einhver vafaatriði verður að ræða. Verklok í marz ’95 Bygging hússins á að hefjast á þessu ári og er áformað að húsið verði tilbúið undir tréverk í lok des- ember. Taka á íþróttasal og bún- ingsherbergi í notkun um haustið 1994 en verklok em síðan áætluð í mars 1995. Tilboðin sem berast í húsið verða metin af dómnefnd en verkfræðistofan VSÓ hefur verið byggingamefnd innan handar með tilboðsgögn og ráðgjöf. Útflutningsráð ætti að heyra undir utanríkisþjónustuna - segir Sighvatur Bjarnason, forstjóri Vinnslustöðvarinnar SIGHVATUR Bjarnason, forstjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum, segist geta tekið undir með Magnúsi Gunnarssyni, formanni Útflutningsráðs Islands, að starf- semi eins og sú sem fer fram á vegum ráðsins eigi rétt á sér, en hann telji að þeir sem nýta sér þjónustu ráðsins eigi að standa straum af kostnaði við rekstur þess. Skyldu- aðild á hinn bóginn sé bæði óeðlilegt fyrirkomulag, „auk þess sem afkoma sjávarútvegsins í dag leyfir ekki slíkt," segir Sighvatur. Sighvatur segir að sjávarútveg- urinn sem slíkur fái ekkert út úr starfsemi Útflutningsráðs. „Ég vann hjá ráðinu um hríð og veit að þaraa er unnið ágætis starf, en það hentar bara ekki þeim fyrirtækjum sem era að greiða hvað mest til Útflutningsráðs, þ.e. sjávarútvegs- fyrirtækjunum," sagði Sighvatur. „Ég tel því að breyta bæri starfsem- inni á þann veg að hún ætti að færast mun meira út á markaðina en hún er í dag og að þeir sem notfæra sér þjónustu ráðsins ættu að borga fyrir hana. Auk þess tel ég að starfsemi Útflutningsráðs ætti að heyra beint undir utanríkis- þjónustuna." Eins árs laun Sighvatur sagði að þegar horft væri á kostnaðinn sem Vinnslustöð- in hefði af skylduaðild sinni að Útflutningsráði, 1.200 þúsund krónur á sl. ári, væri erfitt að sætta sig við slíkar greiðslur, á sama tíma og verið væri að segja upp starfs- fólki. „Þessi upphæð myndi duga hjá okkur til þess að greiða einum skrifstofumanni laun í eitt ár,“ sagði Sighvatur Bjamason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.