Morgunblaðið - 26.01.1993, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 26.01.1993, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993 Hartað horfa eft- ir Strikinu úr bænum - segir Kristín Hjálmarsdóttir, formaður Iðju „ÞAÐ ER mikill sársauki hjá fólki, það trúði fram á síðustu stundu að rekstrinum yrði hald- ið áfram hér í bænum,“ sagði Kristín Hjálmarsdóttir, formað- ur Iðju, félags verksmiðjufólks, en allar líkur eru á að vélar skóverksmiðjunnar Striksins, sem varð gjaldþrota á síðasta ári verði seldar til Skagastrand- ar. Skagstrendingur hf. og Höfðahreppur stofnuðu í síð- ustu viku hlutafélag sem m.a. er ætlað að reka skóverksmiðju á Skagaströnd. Skóverksmiðja hefur verið rekin á Akureyri í um 60 ár. Kristín Hjálmarsdóttir, formað- ur Iðju, sagði að tæplega 30 manns úr Iðju hefði starfað hjá skóverk- smiðjunni Strikinu er fyrirtækið varð gjaldþrota fyrri hluta síðasta sumars. Langflestir væru enn á atvinnuleysisbótum, þar sem aðra vinnu væri ekki að hafa, en af þessum hópi hefðu um fimm manns fengið vinnu við annað, eða mikill minnihluti starfsfólksins. Vonbrigði „Ég er mjög svekkt yfír því að málinu lyktaði svona, manni finnst hart að horfa upp á verksmiðjuna flutta burtu úr bænum í þessu atvinnuleysi og ég heyri það á fólkinu sem þarna vann að það trúði ekki að þetta myndi fara svona. Menn héldu í vonina um að hægt hefði verið að endurreisa verksmiðjuna. Við megum síst við því að missa frá okkur atvinnu- tækifærin, en auðvitað hefði ekki verið neitt vit í að endurreisa þessa verksmiðju nema grundvöllur væri fyrir rekstrinum," sagði Kristín. „Eina vitið virðist vera í því að framleiða virkilega vandaðar og dýrar vörur, þróunin hefur verið sú að fjöldaframleiddur iðnaðar- varningur er að heyra sögunni til. Iðnaðurinn er á undanhaldi hér, hann er fluttur yfir á láglauna- svæðin þar sem vinnuafl er ódýr- ara.“ Kristín sagðist vel skilja að Akureyrarbær hefði ekki verið til- búinn að leggja fram meira fé, en bæjarábyrgð upp á um 10 milljón- ir króna vegna vélakaupa féll á bæinn þar sem henni hafði ekki verið þinglýst og tilgreiningar- skyldu ekki fullnægt. „Hefði bæj- arábyrgðin haldið og bærinn lagt vélarnar fram sem hlutafé hefði málið kannski þróast á annan veg,“ sagði Kristín. Þú svalar lestrarþörf dagsins _ ' síöum Moggans! Tugmilljóna Ijón eftir að Margrét EA fékk á sig öflugan brotsjó Morgunblaðið/Rúnar Þór Á Ijá og tundri Brotið sem reið yfír Margréti EA var mjög öflugt og eins og sjá má á myndunum var ófagurt um að litast í brúnni þegar skipið kom til hafnar á Akureyri á sunnudag. Mildi að mennimir sluppu — segir Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmdastjóri Samherja MIKIÐ tjón varð er öflugur brotsjór reið yfir Margréti EA, eitt skipa Samherja hf. á Akureyri þar sem skipið var að veiðum í Eyjafjarðarál um miðnætti aðfaranótt sunnudags. Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmda- stjóri Samherja sagði að ekki yrði búið að meta tjónið fyllilega fyrr en síðar í vikunni, en ljóst væri að það yrði vel yfír tuttugu millj- ónir króna. Hann sagði að ákvarðanir um við- gerð á skipinu yrðu teknar í samráði við trygg- ingarfélag og það yrði sennilega ljóst á fimmtudag hvar viðgerð færi fram. Tveir menn voru í brúnni er brotið reið yfir, bátsmaður og stýrimaður og sakaði þá ekki. „Það er mesta mildi og raunar fyrir öllu að mennirnir sluppu,“ sagði Þorsteinn. Rúður í brú skipsins brotnuðu og sjórinn flæddi inn um allt og niður í vistarverur skip- veija. Öll tæki í brúnni gjöreyðilögðust. Hákon ÞH kom á vettvang eftir atburðinn og sigldi Margrét EA inn til Akureyrar í fylgd Hákons. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri tekur við rekstri Kristnesspítala • • Oldnmarlækningadeild _ verði stofnuð á næsta ári EFTIR þriggja vikna töf var skrifað undir samning um yfirtöku Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri á rekstri Kristnesspítala í gær. Stjórnar- nefnd ríkisspitalanna sem áður rak spítalann lét af þeirri kröfu sinni að fá til umráða hús á Kristnesi fyrir orlofsíbúð, en um það hefur staðið nokkur styr frá áramótum. Gengið verður frá endurráðningu hluta starfsfólks í næstu viku, en störfum mun fækka frá því sem verið hefur. Ingi Bjömsson framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sagði að vissulega væri bagalegt að málið hefði tafist um þijár vikur, en upphaflega var áætlað að FSA tæki við rekstri Kristnesspítala strax um áramót. Ástæða þess að ekki var skrifað undir samninginn þá var krafa sem upp kom hjá stjórnarnefnd ríkisspítalanna um að fá til umráða eitt hús að Kristnesi sem nýst gæti Akureyrarbær Sænskukennara vantar nú þegar til að kenna 5-10 ára börnum 1 klukkustund á viku fram til vors. Hafið samband og fáið nánari upplýsingar á skólaskrif- stofunni, Strandgötu 19b, sími 96-27245. Skólafulltrúi. starfsmönnum ríkisspítala sem or- lofshús eða þeir dvalið í ef þeir kæmu norður til starfa. Stjórnarnefnd ríkis- spítalanna hefur nú látið af þessari kröfu sinni, en hún féll ekki að hug- myndum nýrra rekstraraðila spítal- ans. „Það er afar slæmt að málið hefur tafist þennan tíma, en nú liggur fyr- ir að koma hlutunum í það horf sem við ætlum okkur. Þessi þriggja vikna töf hefur einkum bitnað á starfsfólki Kristnesspítala, sem hefur verið í óvissu á meðan ekki fékkst niður- staða í málið,“ sagði Ingi. Færri starfsmenn Samkvæmt áætlunum FSA- manna er reiknað með að um 50 heil störf verði við þær tvær deildir sem starfræktar verða á Kristnesi, en þau voru rúmlega 60. Starfsfólki verður því fækkað um 10 til 15, en gert er ráð fyrir að gengið verði frá endurráðningum starfsfólks í næstu viku. í samningnum er gert ráð fyrir að þeir starfsmenn Kristnesspítala sem FSA mun ekki endurráða að lokinni endurskipulagningu skuli að öðru jöfnu ganga fyrir um störf sem losna við FSA og hjá ríkisspítölum, hafí þeir hug á þeim störfum. Gert er ráð fyrir að í framtíðinni verði húsnæði spítalans nýtt þannig að þangað verði flutt þau öldrunar- rými sem nú eru á bráðadeildum Fjórðungssjúkrahússins og jafnfram er að því stefnt að stofnsett verði öldrunarlækningadeild á Kristnes- spítala sem taki við rekstri hjúkrun- ardeildar FSA, í Seli og öldrunar- deildar sem nú er rekin í Kristnesi. Starfsfólki fjölgað vegna atvinniileysis ATVINNULEYSI hefur verið mikið á Akureyri síðustu mánuði og eru nú um 550 manns skráðir atvinnulausir hjá Vinnumiðlunarskrifstof- unni á Akureyri. Skráningum hefur fjölgað mikið og vinnuálagið auk- ist og hefur vegna þessa mikla atvinnuleysis í bænum þurft að fjölga starfsfólki á skrifstofunni. Sigrún Björnsdóttir forstöðumað- ur Vinnumiðlunarskrifstofunnar sagði að áður hefði verið eitt og háift starf á skrifstofunni, en vegna aukins álags væru fjórir starfsmenn nú tímabundið í vinnu þar. Um ára- mót voru um 490 manns skráðir at- vinnulausir, en í upphafi árs kom bylgja nýskráninga og þegar liðin var vika af árinu voru þeir orðnir 560 talsins. „Vonandi er það mesta komið og ástandið fari að lagast fljót- lega,“ sagði Sigrún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.