Morgunblaðið - 26.01.1993, Blaðsíða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjörar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar
Borgarstjóm Reykjavíkur
samþykkti síðastliðinn
föstudagsmorgun fjárhagsáætl-
un fyrir árið 1993.
Fjárhagsáætlunin mótast að
þessu sinni um margt af því sam-
dráttarskeiði, sem íslenskt efna-
hagslíf er að fara í gegnum og
óneitanlega hefur sín áhrif á fjár-
hagslega afkomu borgarinnar.
Aætlað er að heildartekjur
borgarsjóðs lækki um liðlega 1%
frá síðasta ári en það hefur ekki
gerst síðustu hálfa öld að tekjur
borgarsjóðs lækki milli ára. Þá
ríkir meiri óvissa um tekjuöflun
borgarinnar en oft áður. Til að
mynda hefur ekki enn verið
ákveðið hvemig sveitarfélögum
verður bætt tekjutap vegna af-
náms aðstöðugjalda til lengri
tíma litið.
Þessu til viðbótar aukast
rekstrargjöld borgarinnar vegna
gengisfellingar í nóvember og
breytinga á skattalögum í des-
ember.
Þegar Markús Örn Antonsson
borgarstjóri lagði fram fjár-
hagsáætlun hinn 17. desember á
síðasta ári sagði hann í ræðu
sinni að aukningu rekstrargjalda
yrði ekki mætt öðruvísi en með
niðurskurði, þar sem ekkert svig-
rúm væri fyrir aukna tekjuöflun,
með öðmm orðum skattahækk-
anir, við ríkjandi aðstæður. Út-‘
svar skattgreiðenda í Reykjavík
verður þannig áfram 6,7% á
þessu ári en það er óbreytt hlut-
fall frá árinu 1988 er stað-
greiðsla skatta var tekin upp.
Borgarstjóri benti í ræðu sinni
á að hlutfall tekjuskatts í stað-
greiðslu hefði á sama tíma auk-
ist um 5,8% eða úr 28,5% í 34,3%,
auk þess sem innheimtur verður
sérstakur hátekjuskattur. Tekju-
skattsbyrðin hefði því aukist um
20,35% á sama tíma og borgar-
stjórn hefði haldið útsvarinu og
annarri skattheimtu óbreyttri.
Markús Örn gat þess þó að hugs-
anlega yrði að hækka útsvars-
prósentuna þegar á næsta ári ef
ekki kæmu aðrar tekjur í stað
aðstöðugjaldsins til frambúðar.
Þrátt fyrir samdrátt tekna og
aukningu rekstrargjalda ákvað
Reykjavíkurborg á síðasta ári að
reyna að veija atvinnulífið í borg-
inni áföllum vegna efnahagssam-
dráttarins. Aukafjárveitingar til
úrbóta í atvinnumálum námu
380 milljónum króna í fyrra og
tókst að halda framkvæmdaum-
svifum borgarinnar óbreyttum
frá árinu 1991. Á sama tíma er
heildarfjárfesting í landinu talin
hafa dregist saman um 12%.
í fjárhagsáætlun fyrir þetta
ár er gert ráð fyrir að samanlagð-
ur kostnaður Reykjavíkurborgar,
borgarsjóðs og borgarfyrirtækja
vegna verklegra framkvæmda
verði um níu milljarðar króna á
árinu. Er miðað við að fram-
kvæmdaumsvif verði að mestu
óbreytt frá því sem þau hafa
verið undanfarin ár. Til að gera
þetta kleift verður tekið erlent
lán að fjárhæð 2,5 milljarðar
króna.
Þá boðaði borgarstjóri í ræðu
sinni við aðra umræðu um fjár-
hagsáætlun í síðustu viku að til
viðbótar Ijárhagsáætlunartölun-
um mætti gera ráð fyrir umtals-
verðum upphæðum til úrbóta í
atvinnumálum.
„Það lætur að líkum, að það
er ekki á valdi Reykjavíkurborg-
ar einnar að leysa þann vanda,
sem við er að etja í atvinnulífinu
um þessar mundir. Engum ætti
hins vegar að dyljast, að Reykja-
víkurborg liggur ekki á liði sínu
í baráttunni við atvinnuleysið,
hvort heldur er um að ræða ráð-
stafanir til lengri eða skemmri
tíma,“ sagði Markús Örn í ræðu
sinni við aðra umræðu.
Meðal þeirra langtímaverk-
efna í atvinnumálum, sem
Reykjavíkurborg hefur haft
frumkvæði að, er stofnun þróun-
arfyrirtækisins Aflvaka Reykja-
víkur nú um áramótin. Markmið-
ið er að Aflvaki verði eins konar
bakhjarl atvinnulífs í Reykjavík
sem stuðli að nýsköpun. Var fyr-
irtækið stofnsett í framhaldi af
ákvörðun borgarstjóra árið 1991
um mótun langtímastefnu í at-
vinnumálum, m.a. með hliðsjón
af aðild íslands að Evrópska
efnahagssvæðinu.
Auðvitað er það rétt, sem
borgarstjóri bendir á, að atvinnu-
leysisvandinn verður ekki leystur
með opinberum aðgerðum einum
saman. Það, að framkvæmdaum-
svif borgarinnar haldast óbreytt
milli ára, mildar samdráttar-
áhrifin á höfuðborgarsvæðinu,
þó vissulega sé það ekki æskilegt
til lengri tíma litið að halda uppi
atvinnustigi með erlendum lán-
tökum. Öðru máli gegnir með
Aflvaka. Víðs vegar um Evrópu
og í Bandaríkjunum hefur á und-
anförnum misserum átt sér stað
veruleg umræða um réttmæti
þess að opinberir aðilar taki þátt
í mótun atvinnustefnu. I ljósi
árangurs slíkrar atvinnustefnu,
s.s. í Japan, Þýskalandi og
Frakklandi, er ekki óeðlilegt að
svipaðar tilraunir verði gerðar
hér á landi. Ef rétt verður staðið
að Aflvaka gæti þessi athyglis-
verða nýbreytni orðið til að efla
atvinnulíf í Reykjavík og tryggja
undirstöður þess með því að hlúa
að vaxtarbroddum.
Þórður Jónsson flugrekstrarstjóri SÞ í Irak kominn heim frá Bagdad
Þetta var taugastríð
Morgunblaðið/Sverrir
Úr ófriði 1 írak til Reykjavíkur
Þórður Jónsson á heimili ættingja sinna í Hraunbæ í Reykjavík í
gærkvöldi ásamt eiginkonu sinni, Jytte Fogtman, og börnum, Val-
dísi og Benedikt Jóni.
„TÓLFTA janúar fékk ég
skeyti frá Bandaríkjunum með
fyrirmælum um að sækja um
yfirflugs- og lendingarheimild
eins og margoft hafði reyndar
verið reynt. Ég var þó varla
kominn út fyrir hliðið á leið í
íraska utanríkisráðuneytið
þegar ég var kallaður til baka
vegna mjög áríðandi skeytis
sem hafði borist frá New York.
Þar stóð að fyrirmælin fyrr
um morguninn væru dregin til
baka og gefið í skyn að nú
væri verið að skipuleggja að-
gerðir með orðalaginu; „We
are lining up the ducks for
future steps.“ Auk þess fylgdu
skýr fyrirmæli um að ganga
frá öllum gögnum. Ég fór með
skeytið til yfirmanns míns og
við vorum öll kölluð saman inn
á hótel. Þá var strax farið að
dreifa svefnpokum og dýnum
og vatnsbirgðir kannaðar. Við
héldum svo kyrru fyrir en um
kvöldið var árásin gerð,“ segir
Þórður Jónsson, framkvæmda-
stjóri flugrekstrar Sameinuðu
þjóðanna í Irak, en hann kom
til Islands á sunnudagskvöldið
í tveggja vikna frí frá Bagdad
þar sem hann varð vitni að
loftárásum bandamanna.
„Það er mjög sérkennilegt að upp-
lifa sprengjuárás. Ég varð ekki var
við hræðslu en það myndast mikil
spenna. Þrátt fyrir allt var þetta
mjög tilkomumikil sjón og þegar
sprengjubylgjurnar lentu á rúðunum
glumdi í öllu. Við stóðum átta saman
úti á svölum og fylgdumst með árás-
inni. Þá féll hluti úr loftvarnarflaug
á bílastæðið hjá okkur og sprakk
með miklum hávaða. Það var óneit-
anlega svolítið kómískt þegar við
tróðust allir í einu í gegnum svala-
dyrnar til að henda okkur á gólfið.
Sprengjan olli þó ekki skemmdum.
Flestir voru mjög rólegir á meðan
á þessu stóð og vildu frekar fylgjast
með árásinni en að grúfa sig ein-
hvers staðar niður. Ég hef sjálfur
verið á ófriðarsvæðum samanlagt í
um tvö ár þannig að þetta kemur
manni ekki á óvart en er mjög sér-
kennilegt og erfitt að lýsa því,“ sagði
Þórður.
Vaxandispenna
Hann segir að starfsmenn SÞ
hafi fundið fyrir vaxandi spennu
dagana fyrir árásirnar. Fólk hafi
verið farið að hamstra matvæli og
bensín. Þó hafi enginn viljað trúa
því að Flóabardagi hæfist að nýju.
„Fólk er búið að fá nóg af stríðs-
rekstri. Maður hittir varla nokkurn
sem ekki hefur verið í hernum, verið
stríðsfangi eða misst ættingja í átök-
um,“ segir hann. „írakar eru nánast
komnir á knén vegna efnahags-
þvingana. Saddam Hussein er mjög
klókur stjórnmálamaður og enginn
veit hvaða stefnu hann tekur næst.
Hann hefur sína áróðursmaskínu og
eftir loftárásirnar 13. janúar var
Saddam fyrstur manna út á götu til
að skoða skemmdir og heimsækja
sjúkrahús. Þetta fer mjög vel í fólk
og styrkir hann í sessi,“ segir Þórð-
ur.
Hann segir að þótt samskiptin við
íraka hafi yfirleitt verið friðsamleg
hafi verið unnar miklar skemmdir á
búnaði starfsmanna Sameinuðu
þjóðanna og ef allt sé talið nemi tjón-
ið hundruðum þúsunda Bandaríkja-
dala. Eftir að loftárásirnar byrjuðu
voru t.d. unnar talsverðar skemmdir
á bílum merktum Sameinuðu þjóð-
unum. Þórður átti inni frí og yfír-
maður hans veitti honum hálfs mán-
aðar leyfi frá störfum svo ákveðið
var að hann færi úr landi ásamt
Auðbjörgu Jakobsdóttur, eiginkonu
Sigurðar Sigurbjörnssonar, sem
einnig starfar á vegum SÞ í írak.
Fóru þau á bílaleigubíl sem var
ómerktur af öryggisástæðum til
Amman í Jórdaníu. „Það var mikið
spennu- og óvissuástand þegar við
fórum frá Bagdad, þetta var tauga-
stríð, og við vissum ekkert hvort við
kæmust yfír landamærin en það
gekk reyndar mjög vel,“ sagði hann.
Þórður hefur verið framkvæmda-
stjóri flugrekstrar SÞ í írak í um
fióra mánuði. Er hann þar með níu
flugvélar og sex stórar þyrlur í sinni
umsjá en þær eru m.a. notaðar til
að flytja vopnaeftirlitsnefndir SÞ og
til sjúkraflugs auk mikilla birgða-
flutninga frá Kúveit til Kýpur. Þórð-
ur segir starfið fyrst og fremst fel-
ast í að halda utan um flugrekstur-
inn, búa til flugáætlanir og sjá til
þess að flugáhafnir séu ávallt til
staðar. Hann þarf að vera í föstu
sambandi við íraska utanríkisráðu-
Morgunblaðið/Þórður Jónsson
Stríðsvindar
Efstu myndina tók Þórður af hinni
frægu vopnaeftirlitssveit Sameinuðu
þjóðanna er hún kom úr sinni síð-
ustu eftirlitsferð 14. desember sl. á
flugvelli í Rasheed-herstöðinni í
Bagdad. Á myndinni uppi til hægri
má sjá hvar írösk Mirage 2.000 orr-
ustuvél flýgur upp að flugvél SÞ á
flugi yfir írak. Þórður tók myndina
og segir að írösku orrustuvélarnar
birtist strax og vélar SÞ koma norð-
ur fyrir 32. breiddargráðu. Á neðri
myndinni til vinstri sést hvernig
Þórður hefur búið um sig á gólfinu
á skrifstofu sinni nóttina sem árás-
irnar stóðu yfir en hann er með skrif-
stofur í aðalstöðvum SÞ í gömlu
hóteli í Bagdad. Á veggnum má
m.a. sjá að hann hefur hengt upp
íslenska þjóðfánann.
neytið til að afla yfirflugs- og lend-
ingarleyfa og er einnig í stöðugu
sambandi við írösk flugmálayfirvöld.
Flugbannið sem írakar settu á í
janúar átti sér nokkurn aðdraganda
en í byijun janúar var Þórður kallað-
ur í utanríkisráðuneytið þar sem
honum var tilkynnt að flugheimildir
hefðu verið afturkallaðar. í fyrstu
voru gerðar athugasemdir við flug-
leiðina til Umm Qasr og var þeim
skipað að fljúga vestan Efrat-fljóts.
Síðar gengu írakar lengra og kröfð-
ust þess að flugvélar SÞ flygju eftir
32. breiddargráðu um Saudi-Arabiu
til Amman en því var harðlega mót-
mælt. „Þar með var allt komið stál
í stál,“ segir þórður.
„Við höfðum þá áttað okkur á því
að eitthvað var að gerast. Það skýrð-
ist svo þegar bandarískar njósna-
flugvélar komu auga á að Irakar
höfðu sett upp eldflaugaskotpalla
sunnan 32. gráðu og þeir höfðu
greinilega viljað koma í veg fyrir
að við sæjum þá. í rauninni fengu
bandamenn fyrst upplýsingar í
gegnum okkur um að eitthvað væri
að gerast því við urðum fyrstir varir
við þetta þegar utanríkisráðuneytið
afturkallaði flugheimildirnar,“ segir
hann.
Sakna félaganna
Þórður heldur aftur til Bagdad
3. febrúar. Hann segist hafa frétt
frá félögum sínum að hjólin væru
farin að snúast á ný. „Ég er strax
farinn að sakna félaga minna og
flugvélanna. Þeir treysta mér og ég
þeim,“ segir hann. Til stendur að
Þórður fljúgi til Amman og fari það-
an með bílaleigubíl til Bagdad en
hann segist þó alveg eins reikna
með að hann fljúgi til Kýpur og taki
þar eigin vél sem hann ætlar að
fljúga sjálfur til Bagdad en það er
um fjögurra tíma flugleið.
Pirelli sýnir áhuga á
starfsemi á Islandi
Athugun bendir til að lagning sæstrengs til Evrópu sé tæknilega framkvæmanleg
FORSVARSMENN alþjóðlega
fyrirtækisins Pirelli hafa sýnt
áhuga á að hefja einhvers kon-
ar rekstur eða framleiðslu á
vörum sínum hér á landi. Þetta
kom fram á fundi þeirra með
borgarsljóra seinnipart dags í
gær. Fyrr um daginn afhenti
Pirelli forsvarsmönnum
Landsvirkjunar formlega nið-
urstöður frumathugana á sæ-
strengslögn frá íslandi til Evr-
ópu. Þær athuganir benda til
þess að lagning sæstrengs til
Bretlands eða meginlands
Evrópu sé tæknilega fram-
kvæmanleg.
Markús Örn Antonsson borgar-
stjóri sagði í samtali við Morgunblað-
ið að forsvarsmenn Pirelli hefðu í gær
kynnt aðilum Reykjavíkurborgar nið-
urstöður frumathugana á sæstrengs-
lögn. „Það er hins vegar Landsvirkj-
unar að ákveða hvort ráðist verður í
hina umfangsmiklu athugun, sem
Pirelli menn eru mjög áhugasamir
um að verði framkvæmd. Til dæmis
á eftir að kanna væntanlegan markað
fyrir raforku héðan um sæstreng og
ýmsa tæknilega þætti. Mér fannst
Niðurstöður kynntar
Frá blaðamannafundi sem Landsvirkjun hélt í gær ásamt Pirelli til að
kynna niðurstöður forathugunar, sem Pirelli hefur gert á sæstrengslögn
frá íslandi til Evrópu. Á myndinni eru Lord Limerick stjórnarformaður
Pirelli í Bretlandi og dr.Jóhannes Nordal stjórnarformaður Landsvirkjunar.
mjög ánægjulegt að heyra að for-
svarsmenn Pirelli eru orðnir mun
meira afgerandi í því að til álita komi
að byggja sæstrengsverksmiðju hér á
íslandi til að framleiða kapalinn.“
Á fundinum með borgarstjóra
kynntu Pirelli menn ekki einungis
starfsemi sína á sviði sæstrengsfram-
leiðslu heldur einnig ýmsa aðra fram-
leiðslu. „Þetta er feikilega stórt fyrir-
tæki með verksmiðjur víða um lönd.
Ég held að það væri mjög áhugavert
að ræða frekar hugsanlegt samstarf
við Pirelli um atvinnurekstur, hvort
áem það væri tengt sæstrengsfram-
leiðslu eða öðru. Þar má nefna dekkja-
framleiðslu, framleiðslu á hönskum
fyrir sjúkrahússtarfsemi o.fl. Um-
boðsmaður þeirra hér á landi hefur
áhuga á að kanna alia möguleika á
að Pirelli staðsetji sig, með einum eða
öðrum hætti, hér á landi. Fyrstu kynni
af fulltrúum Pirelli gáfu mér tilefni
til að ætla að það væri ágætt að
hafa frekara samstarf við þá, bæði
um raforkumál og hugsanlega aðra
llluti," sagði Markús.
Frekari rannsóknir
Að sögn forsvarsmanna Lands-
virkjunar eru næstu skref í sæ-
strengsmálinu að taka ákvarðanir um
Ræddu við forsvarsmenn Reykvíkinga
Forsvarsmenn Pirelli funduðu með borgarstjóra og öðrum
fulltrúum borgarinnar seinnipart dags í gær. A mynd-
inni er borgarstjóri, Markús Orn Antonsson ásamt Lord
Limerick stjómarformanni Pirelli í Bretlandi. Á blaða-
mannafundi í gær var Limerick spurður að því hvort
hugsanlegt væri að Pirelli myndi reisa sæstrengjaverk-
smiðju á Islandi. Svaraði hann að ef niðurstöður athug-
ana sýndu að það væri hagkvæmt, væri það hugsanlegt.
frekari rannsóknir. Þær muni kosta
mikla ijármuni á næstu árum vilji
menn stefna að því að hægt verði að
flytja út raforku frá Islandi eftir
12-15 ár. Á blaðamannafundi sem
haldinn var í gær á vegum Landsvirkj-
unar og Pirelli kom fram að Lands-
virkjun hefur ekki tekið ákvörðun um
hvernig frekari hagkvæmniathugun
verði háttað af hálfu fyrirtækisins eða
hveijir munu framkvæma þær athug-
anir.
Helstu niðurstöður hagkvæmni-
athugunar Pirelli og frumathug-
ana Landsvirkjunar á virkjunar-
kostum, háspennulínum og umrið-
ilsstöðvum eru eftirfarandi:
1. Að áliti Pirelli eru engin vand-
kvæði á að framleiða og leggja
sæstreng frá íslandi til Skotlands
eða meginlands Evrópu. Vegna
lengdar strengsins (935-1900 km)
og dýpis á leiðinni (allt að 1100
m) þarf engu að síður að þróa
frekar núverandi tækni við lagn-
ingu, gröft og samsetningu
strengsins og aðlaga aðstæðum,
en hvort tveggja er langt umfram
það sem annars staðar hefur verið
gert.
2. Á undanförnum árum hefur átt sér
stað þróun í framleiðslu sæ-
strengja sem leitt hefur til aukinn-
ar flutningsgetu og lægri flutn-
ingskostnaðar. Talið er að þessi
þróun muni halda áfram á næstu
árum.
3. Áætlað er að stofnkostnaður
tveggja sæstrengja til Skotlands
að meðtöldum kostnaði vegna
umriðilsstöðva og jafnstraums há-
spennulína verði um 120 milljarðar
króna. Pirelli hefur ekki gert áætl-
anir um sæstrengi til Hollands eða
Þýskalands en ætla má að kostn-
aður við tvo strengi til annars
hvors þessara landa gæti numið
um 220 milljörðum króna. Sam-
kvæmt lauslegum áætlunum
Landsvirkjunar má gera ráð fyrir
að fjárfestingar í virkjunum og
línukerfi innanlands gætu numið
um 75 milljörðum fyrir hvorn
streng.
4. Orkuflutningsgeta til Skotlands um
einn 550 MW sæstreng er áætluð
um 4.400 millj. kWst/ári að meðal-
tali en 4.100 millj. kWst/ári til
Hollands eða Þýskalands. Fyrir tvo
strengi tvöfaldast þessar tölur.
5. Mikill undirbúningur og frekari
rannsóknir eru nauðsynlegar til
að Ijúka endanlegum áætlunum
og munu niðurstöður slíkra athug-
ana mestu ráða um það hvenær
hægt verður að taka ákvörðun um
framkvmdir. Slíkrar ákvörðunar
getur vart orðið að vænta fyrr en
í fyrsta lagi eftir 3-4 ár. Að slíkri
ákvörðun tekinni gerir Pirelli ráð
fyrir að ljúka megi undirbúningi,
framleiðslu og lagningu fyrsta
sæstrengsins til Skotlands á 6-8
árum. Fyrir tvo strengi áætlar
Pirelli 8-12 ár. Mikill tæknilegur
undirbúningur er nauðsynlegur
ásamt frekari rannsóknum til að
ljúka endanlegum áætlunum og
mun hann mestu ráða um það
hvenær hægt verður að taka
ákvarðanir um framkvæmdir.
6. Frumáættanir Pirelli miðast við að
strengurinn verði lagður út frá
sunnanverðum Reyðarfirði í aust-
urátt og síðan suðaustur eftir
norðanverðum hryggnum milli ís-
lands og Færeyja á 5-700 m dýpi.
Til að auðvelda bilanaleit og efftir-
lit með strengum er lagt til að
taka strenginn í land í Færeyjum
þótt ekki verði um neina orkuút-
tekt þar að ræða. Lengd strengs-
ins er áætluð 935 km.
7. Þær virkjanir sem tvímælalaust er
hagkvæmast að reisa fyrir orkuút-
flutning um sæstreng m.t.t. stærð-
ar, staðsetningar og orkuverðs eru
stórvirkjanir í jökulám á Austur-
landi.
Forsvarsmenn Landsvirkjunar telja
að bygging virkjana þurfl að hefjast
eftir 4-5 ár ef framangreind tímaá-
ætlun um útflutning ætti að standast.
a
•S'
M