Morgunblaðið - 26.01.1993, Page 29

Morgunblaðið - 26.01.1993, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTl/ATVINNIILÍF ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993 29 Fræðsluhorn Aðstoð við mat nýrra hugmynda eftir Björgvin Njál Ingólfsson Á Iðntæknistofnun íslands hefur um árabil farið fram þjónusturáð- gjöf við hugvitsmenn. Tilangur ráð- gjafarinnar er að veita frumkvöðlum mat á raunhæfi hugmynda með til- liti til tæknilegrar útfærslu og mark- aðsmöguleika hennar. Jafnframt er leitast við að leiðbeina við flármögn- un arðvænlegra hugmynda. Sérstök áhersla er lögð á að ekki sé farið út í kostnaðarsamar aðgerðir varðandi framkvæmd hugmyndanna án þess að fram hafí farið nákvæm athugun á nýnæmi hugmyndanna og mögu- leikum þeirra á markaðnum. Á Iðntæknistofnun er starfandi matshópur sem framkvæmir frum- mat á hugmyndum. í hópnum sitja margir af hæfustu sérfræðingum stofnunarinnar sem allir hafa undir- ritað sérstaka trúnaðaryfirlýsingu (leyndarsamning) og gangast þann- ig undir þagnarskyldu og heita full- um trúnaði varðandi þær hugmynd- ir sem lagðar eru fyrir þá. Sé það mat hópsins að ekki sé fyrir sú sér- þekking innan hópsins sem talin er nauðsynleg til þess að hugmyndin verði metin sem allra best er um- sjónarmanni hópsins falið að leita sérfræðiaðstoðar annars staðar. í þeim tilvikum sem slíkt er gert er viðkomandi aðili látinn undirrita samskonar trúnaðaryfírlýsingu og meðlimir matshópsins hafa gert. Með þessu móti er reynt að tryggja eins vel og hægt er rétt þess aðila sem hugmyndina á. Matshópurinn heldur reglulega matsfundi þar sem teknar eru til umQöllunar þær hugmyndir sem borist hafa og uppfylla þau skilyrði sem sett eru fyrir meðhöndluninni. Formleg niðurstaða hópsins er kynnt frumkvöðlinum skriflega inn- an 10 daga frá fundi matshópsins. Til þess að matshópurinn geti metið á raunhæfan hátt þær hug- myndir sem berast, er farið fram á að hugvitsmaður afhendi skriflega lýsingu á hugmyndinni sem inni- heldur eftirfarandi upplýsingar; 1. Hver er tilgangurinn með hinni nýju hugmynd/uppfinningu? 2. Hvert er álitið nýnæmi hug- myndarinnar/uppfínningarinnar og hver eru tengsl hennar við svipaða eða skylda tækni. 3. Hvemig á hugmyndin/uppfinn- ingin að vinna, hvaða tæknileg at- riði eru nýjungar og hvaða byggjast á þekktri tækni? 4. Hver er ávinningur þessarar nýju hugmyndar/uppfinningar? 5. Skilað sé, ef mögulegt, teikningu eða uppkasti sem sýnir og útskýrir í meginatriðum hugmyndina/upp- finninguna og útfærslu hennar. Ennfremur ef mögulegt er frumgerð eða einfaldað líkan til frekari skýr- ingar. 6. Hvert er fyrirhugað söluverð og hver er markaðurinn? Þjónusta Iðntæknistofnunar ís- lands við hugvitsmennina er ekki bundin við eitt ákveðið afmarkað starfsvið eða fyrirfram ákveðnar tegundir hugmynda. Allir sem búa yfir vænlegum hugmyndum geta leitað til stofnunarinnar og óskað eftir því að fá mat á hugmynd sína gegn vægu gjaldi. Jafnframt hvetur stofnunin einstaklinga sem vilja framselja hugmyndir sínar til ann- arra að láta þá undirrita trúnaðar- yfirslýsingu til þess að tryggja rétt sinn til hugmyndarinnar/uppfinn- ingarinnar. Það sem af er árinu hafa um tuttugu einstaklingar komið með hugmyndir til Iðntæknistofnunar til þess að fá þær metnar. Ennfremur hafa Qölmargir kynnt sér þjón- ustuna með það fyrir augum að nýta sér hana í framtíðnni. Tvær af þeim hugmyndum sem hafa verið metnar á þessu ári eru nú þegar á markaði hérlendis og nú þegar er farið að huga að útflutningi á ann- arri þeirra. Þetta er mun meiri árangur en gert er ráð fyrir t.d. í nágrannalöndum okkar þar sem árangur er talinn mjög góður ef ein af hveijum eitthundrað nýjum hug- myndum ná alla leið og enda sem markaðshæfar afurðir. Allir sem telja sig búa yfir góðum hugmyndum og vilja koma þeim á framfæri er bent á upplýsingabækl- inginn „Þjónusta við hugvitsmenn" sem hægt er að fá sendan endur- gjaldslaust með því að snúa sér til Iðntæknistofnunar íslands. Höfundur er verkefnisstjóri á framleiðsludeild Iðntæknistofn- unar íslands. Ferðamál Átöká <é breskum ferða- markaði Airtours, þriðja stærsta ferða- skrifstofan í Bretlandi, bauð ný- lega 221 miUjón steriingspunda í 511 hlutabréf ferðaskrifstofunnar Owners Abroad en hún sú næst- stærsta á breska markaðnum. Með tilboðinu er Airtours að reyna að skáka Thompson, sem nú hefur forystuna í slagnum um ferðalangana. Owners Abroad hafa raunar hafn- að kauptilboði Airtours, til bráða- birgða að minnsta kosti, en verði því tekið munu Airtours og Thomp- son hafa um 60% markaðarins í sin- um höndum. Er þá aðallega átt við sumarieyfisferðimar. Telja sumir, að svo sterk staða tveggja fyrir- tækja varði við lög um einokun og hringamyndun. Afstaðan til kauptilboðs Airtours mun ráðast nokkuð af því hvort hlut- hafar í Owners Abroad samþykkja áðurframkomna tillögu um tengsl við Thomas Cook, ferðaskrifstofu- og bankaþjónustukeðju, sem þýski bankinn Westdeutsche Landesbank á að mestu. Á aðeins fimm árum hefur David Crossland, stofnandi og stjómarfor- maður Airtours, tífaldað markaðs- hlutdeild fyrirtækisins og verði af kaupunum á Owners Abroad mun hún fara í 26%. Thompson hefur nú 33%. Fyrirtæki Frost hannar og smíðar kælikerfí FROST hf. er alhliða þjónustu- og verktakafyrirtæki sem sérhæft er í hönnun, smiði og viðhaldi hvers konar kæli- og frystikerfa til sjós og lands. Frost hf. hefur undanfarin ár verið í samstarfi við sænska fyrirtækið Stal sem m.a. er leiðandi framleiðandi á frystikerfum, s.s. til frystiskipa og frystihúsa. Nú er í gangi verkefni á milli Stal og Frosts hf. um hönnun og smíði kælikerfa sem á að kæla fisk meðan hann bíður vinnslu um borð í frystitogurum. Frost hf. var stofnað árið 1946 af Sveini Jónssjmi sem rak það sem einkafyrirtæki til ársins 1982 er það var gert að hlutafélagi. Um síðustu áramót varð nafnbreyting á fyrir- tækinu. Það hét áður SJ-Frost hf., en heitir nú Kælismiðjan Frost hf. Ifyrir þremur árum hóf Frost samningsbundna þjónustu kæli- og frystikerfa sem felur í sér fast eftir- lit kerfa árið um kring. Að sögn Guðlaugs Pálssonar, framkvæmda- sljóra Frosts, sýnir reynslan að rekstrarkostnaður kerfanna hefur minnkað verulega um leið og rekstraröryggi hefur stóraukisL Verkefnastaða Frosts á nýbyrj- uðu ári er verri en mörg undanfar- in ár að sögn Guðlaugs. Þá var velta síðasta árs nokkru minni en árið þar á undan. „Með endurskipu- lagningu undanfarin misseri, sem og með betri samböndum við er- lenda framleiðendur kerfishluta, teljum við stöðu fyrirtækisins þó sterka á markaðnum," sagði Guð- laugur. Ætlar þú að missa af lestinni? Um leið og við þökkum góðar viðtökur og þátttöku í bókinni ATLANTIC DESTINYICELAND bendum við á, að enn er hœgt að vera með í þessu einstœða þjóðarátaki til íslandskynningar. Þeir aðilar, sem óska eftir þátttöku, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu okkar sem fyrst. Bókinni ATLANTIC DESTINYICELAND verður dreift i 15.000 eintökum umallan heim. Um er að rœða yfir 300 blaðsiðna lit- prentaða íslandskynningarbók með nœr þúsund myndum. Fullyrða má, að ekki hefur áður boðist jafn glœsileg bók til kynn- ingar á starfsemi fyrirtœkja, landi, menningu og þjóð. Bókin verður prentuð hjá prentsmiðjunni Odda hf. ísland og umheimurinn hf., Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 6. hœð. Simi (91) 684288. Fax (91) 684286. Morgunverðarfundur ffimmftudaginn 27. janúar 1993 Id. 08.00 - 09.30, i Súlnasal Hútels Sögu ATVINNULIFIÐ UPP UR FESTUNNI Er það viðunandi að ekki fari að rofa tíl á ný í íslensku atvinnu- og efnahagslífi fyrr en eftír 2-3 ér? Hvar eru tækifærin, tíl hvers er öll þekkingin, erum við á villigötum eða nennum við ekki lengur að bjarga okkur? 7/7 þess að fjalla um þessi brennandi mál mæta þeir Þórður Fríðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstoínunar, Grímur Valdimarsson framkvæmdastjóri Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, Helgi Magnússon framkvæmdastjóri Hörpu h.f. og Ásmundur Stefánsson hagfræðingur. Eftir stuttan inngang hvers og eins ræða þeir málin sín á milli og við fundarmenn undir stjóm Vilhjálms Egilssonar framkvæmdastjóra VI. Fundurínn er opinn en tilkynna verður fyrírfram um þátttöku ísíma W, 676666 (kl. 08 -16) Þátttökugjald með morgunverði afhlaðborði kr. 1.000. VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.