Morgunblaðið - 26.01.1993, Side 30

Morgunblaðið - 26.01.1993, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993 U Minning Jón Eðvarð Jóns- son rakarameistari Þann 19. janúar um miðjan dag barst mér tilkynning um andlát tengdaföður míns, Jóns Eðvarðs Jónssonar rakarameistara, en hann hafði nokkrum dögum áður verið innritaður á Fjórðungssjúkrahús Akureyrar. Þó svo að dauðinn geri sjaldnast boð á undan sér, var Jón þess meðvitaður að kallið gæti kom- ið hvenær sem væri, enda hafði heilsu hans hrakað nokkuð síðustu árin, og var hann því vel undir það búinn að hefja þá för sem öllum er ætluð að lokum. Mér er einkar ljúft að minnast þessa mæta manns nokkrum orðum, sem ég hefi verið svo lánsamur að eiga að vini allt frá því að leiðir okkar lágu saman fyrir rúmum þijá- tíu árum. Það eru mikil sannindi fólgin í orðunum „sá er vinur sem í raun reynist", og það fengu allir þeir að kynnast sem eignuðust Jón að vini. Hann var mikill drengskap- armaður og einstakt ljúfmenni, og með skemmtilegri mönnum að um- gangast, fullur af fróðleik um bók- menntir og listir, sem hann miðlaði fúslega ef eftir því var leitað, og grunnt var á góðum húmor. Jón var fæddur á Húsavík 11. apríl 1908, sonur hjónanna Aðal- bjargar Benediktsdóttur frá Auðnum í Laxárdal og Jóns Baldvinssonar frá Garði í Aðaldal. Fram yfir tvítugs- aldur bjó hann í foreldrahúsum ásamt stórum systkinahópi, og þó húsakynnin við Túngötuna væru lít- il og veraldlegur auður ekki mikill, þá var hinn andlegi auður þess meiri. Þau Aðalbjörg og Jón ólu börn sín upp í trúrækni og innprentuðu þeim gildi bókmennta og tónlistar, en bæði voru þau læs á nótur og vel liðtæk í orgelleik og góðir hagyrð- ingar voru þau bæði, þó ekki færi mikið fyrir því opinberlega. Lestur góðra bóka og tónlist var mikið stunduð á hans heimili, og sagði hann t.d. um móður sína, að hún hafi alla tíð verið barmafull af tón- list og ljóðum í sorg og gleði. Lífsfer- ill Jóns speglaðist því mjög af því góða uppeldi sem hann fékk heima- fyrir. Svo mjög sótti tónlistin á hug- ann, að hann hóf ungur að sækja tíma í orgelleik, en tímamir voru ekki margir og varð hann því að halda áfram námi upp á eigin spýt- ur. Hann náði fljótt góðum tökum á nótnalestri og eignaðist seinna á ævinni forláta píanó, sem hann sett- ist við daglega allt til síðustu stund- ar til að framkalla eitthvert af klass- ískum verkum meistaranna sér til ánægju. Mest hélt hann upp á Moz- art, sem hann kallaði einhvern mesta ástvin sinn í tónlist, og taldi í ein- lægni sinni að kominn væri frá Upp- hæðum. Þá var Jón mikill bókaunn- andi, og safnaði að sér góðverkum íslenskra rithöfunda, sem hann las að staðaldri. margar þessara bóka batt hann inn sjálfur, og ber hand- bragðið vitni góðum handverks- manni. Jón var um tíma mikill áhugamaður um ljósmyndun, og þær voru ófáar stundirnar sem hann fór um bæinn til að leita góðra mótíva, og bera margar mynda hans þess glöggt vitni að hann hafði haft gott listrænt auga. Jón unni náttúrunni mjög, og minntist oft daganna þegar hann sat yfir ánum í sveitinni, og naut kyrrðarinnar og fegurðar landsins. Við heimili sitt í Lögbergs- götu gerði hann sér fagran unaðs- reit, og ófáar eru þær stundirnar sem hann vann í garðinum sínum við blóm og tijárækt. Hann byggði sér gróðurhús og hóf rósarækt, sem tók huga hans um langt skeið. Ég minn- ist þess oft hve sæll og ánægður hann var þegar vel tókst til í rósa- ræktinni, og fáar voru þær rósimar, sem hann kunni ekki allt um, svo sem heiti, ættir og afbrigði. Jón var einn af stofnendum Stangveiðifé- lagsins Strauma, og kom árlega að Laxá til veiða í á fjórða áratug. Þó hann hefði mikla ánægju af góðri veiðiferð, skipti náttúrufegurðin við Laxá hann ekki minna máli. Hann taldi ferðir sínar í ána líkari píla- grímsferð en veiðiferð, og þó veiðin brygðist þá væri ferðin aldrei farin til einskis. Slíkir eru töfrar Laxár og aðdráttarafl, að sá sem einu sinni hefur horft í bláar öldur hennar og heyrt strengjaspilið er ekki samur á eftir, er haft eftir honum. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera veiðifélagi hans síðustu árin í Laxá, og einmitt í þeim ferðum kynntumst við hvað best, og upp- götvaði ég þá miklu mannkosti sem hann var búinn. Þær samverustund- ir munu aldrei gleymast. Að aflokinni barnaskólagöngu á Húsavík gekk Jón til ýmissa starfa til lands og sjávar, en hóf síðan nám í rakaraiðn á Akureyri um 1930, og lauk prófi í ársbyijun 1935. Það sama ár hóf hann störf við iðn sína á Siglufirði, og þar sagðist hann hafa stigið sitt mesta gæfuspor á lífsleiðinni, er hann kynntist eigin- konu sinni, Ingibjörgu Sigurðardótt- ur, en þau gengu í hjónaband á Akureyri 17. júní 1937. Sama ár hófu þau búskap, og Jón opnaði sína eigin rakarastofu í Hafnarstræti 93. Eigin rakarastofu rak Jón síðan á Akureyri, síðast í Strandgötu 6, eða allt til ársloka 1985, er hann lét af störfum þá sjötíu og sjö ára gamall. Þeir eru orðnir margir viðskitpavin- irnir á tæplega fimmtíu ára starfs- ferli sem notið hafa þjónustu Jóns, og marga góða vini eignaðist hann úr hópi fastra viðskiptavina. Þrátt fyrir annir atvinnurekstrar- ins og þeirra mörgu áhugamála sem tóku verulegan hluta frítímans, var Jón góður og umhyggjusamur heim- ilisfaðir. Þau Jón og Ingibjörg ein- guðust þijú börn, Reyni, hárskurðar- meistara, kvæntan Rósu Andersen, sjúkraliða, Sigurð Heiðar, skrifstofu- mann, en eiginkona hans, Friðgerður Frímannsdóttir, lést fyrir nokkrum árum og Aðalbjörgu, verslunarkonu, gifta undirrituðum. Fyrir hjónaband eignaðist Jón einn son, Eðvarð, sem rekur pijónastofu hér í bæ, en eigin- kona hans, Gunnþórunn Rútsdóttir, lést fyrir fáum árum. Uppeldi barn- anna mótaðist mjög af lífsviðhorfum foreldranna, og þar spilaði tónlistin stórt hlutverk, en Ingibjörg var einn- ig mjög tónelsk. Það var alltaf ánægjulegt að koma í Lögbergsgöt- una til þeirra Jóns og Ingibjargar og þiggja rausnarlegar veitingar, og sjaldan brást að Jón settist við píanó- ið til að miðla af góðu tónverki, eða setti plötu á fóninn með einhveiju af uppáhalds tónverkum sínum. Þá nutu barnabömin og barnabarna- bömin mikillar umhyggju og ástúðar þeirra hjóna, en Jón var einstaklega barngóður, enda sjálfur opinn og einlægur í öllum sínum gerðum. í dag kveðjum við mikilhæfan mann, sem ræktaði með sér þá hæfi- leika sem honum vora gefnir svo ríkulega í vöggugjöf. Enginn veit á hvern veg ævi hans hefði orðið, ef hann hefði alist upp við þau skilyrði til mennta sem nú bjóðast, því mik- ill var efniviðurinn, en aðstæður hans tíma gáfu ekki mikið svigrúm fátækum dreng frá Húsavík. Hann sá þó ekki eftir neinu og öfundaði engan, en gladdist innilega í hjarta sínu yfir þeim möguleikum sem ungu kynslóðinni bjóðast í dag til mennt- unar. Þó hann sé nú horfinn á vit hins óþekkta, trúum við því að hann sé okkur nærri og minningin um hann mun Iifa í hjörtum okkar sem hann unni og honum unnu. Tryggvi Pálsson. Minning Asta Sveinbjömsdóttír í dag verður borin til grafar eftir- minnileg kona í mínum huga, Ásta Sveinbjörnsdóttir. Kynni mín af Ástu eru löng, ég man eftir því þegar „Gummi frændi" kom með Ástu og dæturnar tvær, Sonju og Ellu, á Skagann til að kynna okkur tilvonandi eiginkonu sína. Það var íjörug heimsókn enda skemmtilegt fólk á ferð og strákur- inn á Skaganum varð fljótlega sáttur við að deila „frændanum sínum“ með jafn hressum leikfélögum og þær Sonja og Ella voru. Mörg ár skemmtilegra minninga hafa síðan liðið, Ásta var sú kona sem hreif Gumma með sér og gerði Iíf hans að raunverulegri og stór- kostlegri tilvera. Þegar Hrafnhildur og Sigrún dæt- ur þeirra tvær höfðu bæst við fjöl- skylduna var fjölskyldumyndin full- komnuð, engum duldist að þar voru ánægð samhent hjón sem lögðu metnað sinn í að koma dætranum öllum sem best í gegnum frumskóg uppeldisáranna._ Ég kynntist Ástu vel, það var við- horf hennar til lífsins í kringum hana sem gerði hana minnisstæða; hún var lifandi af áhuga á flestum málefnum. Henni var ávallt nærtæk- ara að líta á menn og málefni frá jákvæðum sjónarhóli, slíkt fólk er öðrum fremra að mínu mati. Þær voru oft skemmtilegar um- ræðurnar, því Ásta var víðsýn; hafði kynnt sér fjölmörg mál, ferðast víða og myndað sér skoðun á mönnum og málefnum og á sinn hátt var hún alltaf gefandi af sjálfri sér og sinni reynslu. Það er góð og elskuleg kona sem við kveðjum í dag, kona sem gaf mér mikið af vináttu sinni og reynslu á mörgum árum, með Ástu er geng- inn góður vinur, en minningin lifir og verður okkur að veganesti, Guð geymi hana og gefi ástkærri fjöl- skyldu hennar styrk. Pálmi Pálmason. RAÐAUGi YSINGAR Verslunarhúsnæði óskast Traust fyrirtæki leitar að verslunarhúsnæði við Ártúnshöfða á jarðhæð, ekki undir 200 fm, frá apríl 1993. Langtímaleigusamningur. Tilboð óskast send á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Á - 14078“ fyrir 3. febrúar nk. Verslunarhúsnæði til leigu Gott búðarpláss í Hafnarstræti 15 um 80 fm brúttó auk 36 fm í kjallara er til leigu. Upplýsingar í síma 25149 (helst e.h. kl. 13.00-14.00). Verkamannafélagið Hlíf Tillögur uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs Verkamannafélagsins Hlífar um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir árið 1993 liggja frammi á skrifstofu Hlífar frá og með þriðjudeginum 26. janúar 1993. Öðrum tillögum ber að skila á skrifstofu Hlíf- ar, Reykjavíkurvegi 64, fyrir kl. 16.00 föstu- daginn 29. janúar 1993 og er þá framboðs- frestur útrunninn. Kjörstjórn Verkamannafélagsins Hlífar. Hluthafafundur f Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar hf. Hluthafafundur verður haldinn í matsal Hrað- frystihúss Grundarfjarðar hf. fimmtudaginn 4. febrúar 1993 kl. 16.30. Dagskrá: 1. Skýrsla um stöðu félagsins. 2. Tillaga um aukningu hlutafjár og tilsvar- andi breytingar á samþykktum félagsins. 3. Önnur mál. Tillagan liggur frammi á skrifstofu félagsins. Stjórn Hraðfrystihúss Grundarfjarðar hf. Enskunám Er ekki rétt að bæta við enskukunnáttuna? Skólinn, English 2000, School of English, í Bournemouth, býður þig velkominn til náms. Upplýsingar gefur Páll G. Björnsson, sími 98-75888, heimasími 98-75889. Nauðungaruppboð Uppboð á fasteigninni Dalbakka 9, Seyöisfirði, þinglýstur eigandi Rós Nfelsdóttir, eftir kröfu Gjaldheimtu Austurlands og Húsnæðis- stofnunar ríkisins, mun byrja á skrifstofu embættisins á Bjólfsgötu 7, Seyðisfirði, föstudaginn 29. janúar 1993 kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 25. janúar 1993. Markaðsathuganir eða önnur verkefni Framhaldsnemdur í markaðfræði í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti geta tekið að sér ýmis markaðstengd verkefni á yfirstand- andi vorönn. Áhugasamir vinsamlega leggi inn nafn og símanúmer á skrifstofu skólans, í síma 75600, milli kl. 8.00 og 15.00. FÉLAGSLÍF □ Hamar 5993012619 I 1 Frl. □ HLlN 5993012619 IV/V 2. Hjálpræðisherinn Miðvikudagur kl. 20.30: Hermannasamkoma fyrir her menn og samherja. □ SINDRI 599301267 - Fr. I.O.O.F. Rb. 1 = 1421268 - 9.0. □ FJÖLNIR 5993012619 III 1. □ EDDA 5993012619 I Erindi. ADKFUK Holtavegi Bæn og trúarlíf Herra Sigurbjörn Einarsson, biskup, hefur biblíulestur. Fyrri hluti. Allar konur velkomnar. 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.