Morgunblaðið - 26.01.1993, Síða 31
80«I HAUVÍAI. .»S itUDAatJI,flm<l GKJ/v.I<T/!JD}ÍOM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993
3W
Nemo í draumalandinu
Kvikmyndir
Amaldur Indríðason
Nemo Iitli: Ævintýri í Dranma-
landi („Little Nemo: Adventure in
Slumberland“). Sýnd í Laugarás-
bíói með íslenskri talsetningu.
Raddir: Jón Börkur Jónsson, Rós
Þorbjarnardóttir, Sigrún Hjálm-
týsdóttir, Edda Heiðrún Backman,
Jóhann Sigurðarsson, Pálmi
Gestsson, Arni Tryggvason, Þröst-
ur Leó Gunnarsson ofl. Stjórn
upptöku: Þorbjörn Erlingsson.
Þýðandi: Geir Svansson. Tónlist-
arstjóm: Amþór Jónsson.
Laugarásbíó hefur látið talsetja
teiknimyndina Nemo litla. með mjög
góðum árangri. Nú eru talsettar
teiknimyndir fyrir böm orðinn fastur
liður í bíólífinu en íslensk talsetning
teiknimynda er ómetanleg þjónusta
við yngstu kynslóð kvikmyndahúsa-
gesta, sem fylgst geta með myndun-
um frá upphafí til enda og notið
þess að skilja flest ef ekki allt sem
fram fer á tjaldinu á sínu eigin móð-
urmáli.
Nemo litli er einmitt dæmigert
ævintýri sem krakkar geta notið í
botn með hjálp líflegrar talsetningar.
Það er fjarska vel teiknuð og upp-
byggð mynd um ungan dreng, Nemo,
sem lendir í furðulegustu ævintýrum
þegar hann leggur aftur augun og
sofnar. Hann ferðast til staðar sem
heitir einfaldlega Draumaland og það
sem meira er, hann á að verða næsti
konungur landsins. Eina ógnin sem
Draumalandið býr við er Martraðar-
landið, sem er á næstu grösum og
er haldið í skefjum með gríðarstórri
Talsett teiknimynd; úr myndinni um Nemo litla.
og harðlæstri hurð. En Nemo litli, ekki ógnina og lætur hrekkjusvín
sem hefur lykil að hurðinni, þekkir mana sig í að opna hurðina, Martröð-
in ryðst inn í Draumalandið og hefur
konunginn á brott með sér. Sá eini
sem getur bjargað honum er Nemo
litli, sem heldur í hættulegt ferðalag
með vinum sínum.
Talsetningin hefur tekist með
mestum ágætum. Raddir leikaranna
falla vel að persónunum og hljóðsetiv-
ingin hefur tekist ágætlega. En þar
fyrir utan er Nemo litli hið skemmti-
legasta ævintýri, gamansöm og
spennandi saga full af fallegri lita-
dýrð og skondnum og skrýtnum per-
sónum, sem fyUa vel út í ævintýrið.
Hún er líka hæfílega ógnvekjandi
með Martraðarlandið í nágrenninu
og hinn kolsvarta konung þess, sem
Nemo þarf að sigrast á með hug-
rekki sinu einu saman og veldis-
sprota konungs. Hér er á ferðinni
ekta ævintýri sem öilum yngri krökk-
um ætti að þykja varið í og þau
geta lifað sig auðveldiega inní sög-
una með hjálp hinnar ómetanlegu
talsetningar.
handavinna
■ Silkimálun,
myndverk úr efnisbútum og fatasaumur.
Innritun hafin. Aðeins fáar í hóp.
Upplýsingar gefur Bjórg í sima 611614.
■ Ódýr saumanámskeið.
Aðeins 4 nemendur í hóp. Faglærður
kennari. Upplýsingar í síma 17356.
heilsurækt
I Suðurbæjarlaug Hafnarfirði
- vatnsleikfimi.
Ný námskeið hefjast 1. febrúar.
Innritun í síma 46208, Guðrún.
myndmennt
■ Málun - teiknun
Myndlistamámskeið fyrir byrjendur og
lengra komna. Vatnslitir, olia og teiknun.
Upplýsingar eftir kL 13.00 alla daga
Rúna Gísladóttir, súni 611525.
H Keramiknámskeið f
Gallerí Kóbolt
Námskeið fyrir byrjendur og lengra
komna hefjast í febrúar.
Upplýsingar og innritun í Gallerí Kó-
bolt, simi 26080 kl. 12-17.
Brita Berglund,
Rannveig Tryggvadóttir.
starffsmenntun
■ Bókhalds- og rekstrarnám,
68 klst.
Markmiðið með námskeiðinu er, að þátt-
takendur öðlist hagnýta þekkingu og
yfirsýn á öllum þáttum bókhaldsvinnunn-
ar.
Aðalnámsgreinar:
★ Hlutverk bókhalds, bókhaldslög.
★ Bókhaldsæfingar og gerð milliupp-
gjðrs.
★ Launabókhald.
★ Raunhæft verkefnL
- frágangur, afstemmingar, milliupp-
gjör - samning rekstrar- og efna-
hagsreiknings.
★ Tölvubókhald Opus-AUt viðskipta-
hugbúnaður.
Viðskiptaskólinn,
Skólavörðustíg 28, sími 624162.
stjórnun
■ Breyttu áhyggjum
í uppbyggjandi orku!
ITC námskeiðið, markviss málflutningur.
Símar: Guðrún 46751, Kristín
34159 og Vilhjálmur 78996.
tölvur
■ Word f. Macintosh. 15 klst. nám-
skeið 10.-24. feb. kl. 19.30-22.30.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
■ Word f. Windows. 15 klst. nám-
skeið 10.-24. feb. kl. 19.30-22.30.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
■ Hagnýt tölvunotkun. 81 klst. nám-
skeið um helstu tölvuforritin og grunn-
atriði tölvunotkunar, 1. feb.-12. maí,
kL 19.30-22.30, mætt tvö kvöld í viku.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
■ Tölvuvísir - ókeypis fréttabréf um
tölvumál. Hringið og gerist áskrifendur.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
■ Tölvuvetrarskólinn fyrir böm og
unglinga. 24 klukkustunda námskeið
fyrir 10-16 ára á laugardögum í 12 vikur.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
■ Tölvuendurmenntun fyrir konur.
Windows, Word og bókhald á 36 klukku-
stunda námskeiði, sem stendur í 12 vik-
ur. Kennt föstudaga eða laugardaga.
Hefjast 29. janúar.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
Filemaker Pro 2. 15 klst. um gagna-
grunninn vinsæla fyrir Madntosh og
Windows notendur, 1.-5. febrúar kl.
16-19.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
Windows og PC grunnur. 9 klst. um
Windows og grunnatriði PC notkunar.
1.-8. febrúar kl. 19.30-22.30 eða 8.-10.
febrúar kL 16—19.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
Macintosh fyrir byrjendur. 15 klst.
um stýrikerfi, ritvinnslu, gagnasöfnun
og töflureikni. 180 bls. handbók fylgir.
2.-16. febrúar kl. 19.30-22.30 eða
8.-12. febrúar kl. 16-19.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
■ Excel tölfureiknirinn. 15 klst. ftar-
legt námskeið 8.-12. febrúar kl. 9-12
fyrir Macintosh og Windows notendur.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
■ Kennarabraut. Fjölbreytt námskeið
fyrir kennara í boði á vormisseri.
Leitið nánari upplýsinga og fáið senda
námsskrá.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
s. 688090.
Öll tölvunámskeið á PC og Macint-
osh. Fáðu senda námsskrá.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
Grensásvegi 16,
s. 688090.
■ Turbo Pascal forrrtun
Námskeið i þessu vinsæla forritunarmáli
hefst 1. febrúar. Kennt er 2 kvöld i viku.
Námskeiðið er 30 klst.
Tölvuskóli Stjórnunarfélags
íslands og Nýherja.
Símar 621066 og 697769.
■ Tölvuskóli í fararbroddi
Excel og Word námskeiðin á sérverðum.
OpusAIlt námskeiðin i samvinnu við fs-
lenska forritaþróun. Orval annarra nám-
skeiða. Fáðu senda námsskrá.
■ Bókhaldsnám
Bókfærsla fyrir byrjendur (16 klst.)
Bókhaldsnám fyrir þá sem starfa vilja
sjálfstætt við bókhald (72 klst.).
Með náminu fylgir skólaútgáfa af fjár-
hagsbókhaldi og 15.000 kr. ávísun til
kaupa á bókhaldshugbúnaði.
Boðið er upp á dag- og kvöldnámskeið.
Innritun stendur yfir.
Tölvuskóli Reykiavíkur
Ðorgartúni 28. simi 91-687590
■ Tölvubókhald
Kvöldnámskeið (35 klst.) sem hefst 26.
janúar. Hentar öllum sem vilja afla sér
hagnýtrar kunnáttu í tölvubókhaldi. Upp-
lagt fyrir þá sem eru með sjálfstæðan
rekstvnr. Notuð eru ÓpusAlit bókhalds-
forritin við kennsluna.
Tölvuskóli Stjórnunarfélags
íslands og Nýherja.
Símar 621066 og 697769.
■ Tölvunámskeið
Windows 3.1, 8 klst.
PC grunnnámskeið, 16 klst.
Word 2.0 fyrir Windows og Macintosh,
14 klst.
WordPerfect fyrir Windows, 14 klst.
PageMaker fyrir Windows og Macin-
tosh, 14 klst.
Excel 4.0 fyrir Windows og Macintosh,
14 klst.
Word og Excel framhaldsnámskeið,
12 klst.
Innifaldar eru nýjar íslenskar bækur.
TölvusKóli Reykiavíkur
Borgartúni 28. simi 91-687590
1642244
Vönduð nómskeið, 6 í hóp.
Við ábyrgjumst árangur:
1) Aðeins 6 í hverjum hóp.
2) Aukatímar aö kostnaðariausu þar til
skilgreindum markmiðum er náð.
3) Frir símatími í 6 vikur eftir að nám-
skeiði lýkur.
4) 6 upprifjunartímar í jafnmargar vikur
að námskeiði loknu.
Glæsilegri aðstaða fyrir lægra verð.
Friar veitingar.
tungumál
■ Útlendingar
Viijið þið læra íslensku?
Námskeiðin okkar eru að byrja.
Uppl. í sima 668143 frá kl. 19-20.
■ Esperanto. Námskeið:
— Fyrir byrjendur.
— Framhaldsnámskeið.
— Les- og samtalshópar.
Upplýsingar í síma 27288 kl. 16-18,
á laugardögum kl. 10-12.
Á kvöldin í súna 42810.
■ Enskuskóli nærri York
Alm. námskeið 2—20 vikur. Stöðupróf í
upphafi náms. Fámennir hópar (6-7).
Viðurkennd próf ef óskað er.
Upplýsingar gefa Marteinn eða
Ágústína, sími 32492.
Enska málstofan
■ Enskukennsla:
Við bjóðum túna í ensku f samræðuformi.
(Meginárhersla á þjálfun talmáls) frá og
með 25. janúar.
Einkatímar:
Enska, viðskiptaenska, stærðfræði
(á öllum skólastigum).
Allir kennarar eru sérmenntaðir í ensku-
kennslu.
Upplýsingar og skráning í síma
620699 milli kl. 8 -12 alla virka daga.
tómstundir
■ Ættfræðinámskeið.
5-6 vikna (20-24 kennslustundir) eða
helgamámskeið, einnig úti á landi, auk
framhaldsnámskeiða. Mikil verðlækkun.
Uppl. í s. 27100, 22275.
Ættfræðiþjónustan, Brautarholti 4.
ýmislegt
■ Barnfóstrunámskeið
+
1993
17., 18., 22. og 23. mars.
24., 25., 29. og 30. mars.
14., 15., 19. og 20 april.
26., 27., 28. og 29. aprfl.
3., 4., 5. og 6 maí.
24., 25., 26. og 27. maí.
2., 3., 7. og 8. júní.
9., 10., 14. og 15. júnL
Upplýsmgar og skráning: Súni 688 188
kL 8-16.
Reykjavíkurdeild RKÍ.
■ Keramiknámskeiðin, Hulduhólum
Námskeið í keramik hefjast 15. febrúar
að Hulduhólum, Mosfellsbæ.
Byrjenda- og framhaldsnámskeiö.
Upplýsingar í síma 666194.
Steinunn Marteinsdóttir.
■ Stafsetningarnámskeiðin
eftirsóttu eru að hefjast.
Nýjar aðferðir. Góður árangur.
Upplýsingar og innritun í síma
668143 milli kl. 19.00-20.00.
NÁMSAÐSTOÐ
■ Námsaðstoð við grunn-, framhalds-
og háskólanema. Flestar námsgreinar.
Einkatfmar - hópar.
Reyndír réttindakennarar.
Innritun í súna 79233 kl. 14.30-18.30.
Nemcruíajijónustan sf.
■ Grundvallaratriði Irfsins
úr Biblíunni
Biblíunámskeið sem kennt er á þver-
kirkjulegum grundvelli.
Fimmtudagskvöld kl. 20.00.
Upplýsingar í súnum 679406 og
682236.
Allir, sem vilja kynna sér boðskap Bibl-
iunnar, eru hjartanlega velkomnir.
Ikþys, pósthólf 4058,
124 Reykjavik.
Sálrækt
- styrking likama og sálar
JJody-therapy“ ★ „Gestalt" ★ Lífefli ★
Lfföndun ★ Dáleiðsla ★ Slökun m.m.
Námskeið aðjrefiast.
Sálfræðiþjónusta
Gunnars
Gunnarssonar,
s. 12077,641803. -*
■ Myndatökur með myndbandi
Grunnnámskeið 3. og 6. febrúar.
Upplýsingar og skráning í síma 40056.
MyndbandaskóG Myndmiðlunar.
■ Saga KRFÍ og kvennabaráttu á
Islandi. Fjármál I og II. Greinaskrif.
Upplýsingarís. 18156 kl. 13.00-15.00.
Kvenréttindafélag íslands.
Teikning, litameðferð, hstmálun með
myndbandi, bamanámskeið, skraut-
skrift, hýbýlafræði, úmanhússaridtektúr,
garðhúsagerð og hæfileflcapróf.
□ Við kynnum nýtt námskeið í
húsasótt
Fáðu sendar upplýsingar um skól-
ann með því að hringja í síma
627644 allan sólarhringinn.
■ Bréfanám er góður kostur
Þú sparar tíma og ferðakostnað
og raeður námshraðanum.
Við notum kennslubréf, hljóðbönd,
myndbönd, sima, símbréf og náms^*
ráðgjöf til að aðstoða þig.
Eriend tungumál, ísienska fyrir utlend-
mga, islensk stafsetnmg, starfsmenntun,
nám á framhaldsskólastigi, teiknmg, sál-
arffæði o.m.fl.
Sendum ókeypis kynningarefni um
alh land, súni 91-629750.
■ Þriggja ára afmælistilboð:
25% afsláttur!
GRUNNUR OG FRAMHALD
NÁMSKEIÐ OG NÁMSÁFANGAR '
Enska, enskt talmál, islensk stafsetn.,
isleaska f. útlendinga, sænska, danska,
norska, spænska, franska, þýska, ítalska,
grunnreikningur, stærðfræði, tölfræði,
bókhakl, tölvur, hagfræði, efnafræði og
eðlisfræði.
ATH.: Framhaldsskólaáfangar metnú til
eininga. EINNIG NÁMSAÐSTOÐ.
Fullorðinsfræðslan,
Laugavegi 163, 3. h., s. 1-11-70.