Morgunblaðið - 26.01.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993
35
Ágúst Pálsson
- Minningarorð
Er við fréttum andlát Ágústs
Pálssonar eða Gústa eins og hann
var oftast kallaður, urðum við
áþreifanlega vör við hversu ör-
skammt er milli líf og dauða. Gústi
lést af slysförum á vinnustað sínum
17. þessa mánaðar, aðeins 33 ára
að aldri.
Við kynntumst Gústa þegar
kynni tókust með honum og Elínu
vinkonu okkar er bæði voru ung
að árum.
Gústi var ávallt mjög hress og
skemmtilegur og gaman að um-
gangast hann. Það geislaði af hon-
um lífsgleðin og við fundum það
sterklega hve honum þótti gaman
9g vænt um að hitta vini sína frá
íslandi, hvort sem það var hér
heima eða úti í Danmörku.
Gústi var um margt fróður og
átti auðvelt með að halda upp
skemmtilegum samræðum. Var oft
setið tímunum saman við að skegg-
ræða hlutina.
Ekki vantaði þau ungu hjónin
kjarkinn er þau seldu glæsilega
nýuppgerða íbúð sína hér heima og
fluttust búferlum til Vejle á Jót-
landi fyrir tæplega fjórum árum.
Gaman var að koma þangað í heim-
sókn og njóta velvildar þeirra og
gestrisni og verða vitni að vel-
gengni þeirra og hamingju.
Gústi var einstaklega barngóð-
ur og kom það vel í ljós er þau
eignuðust hið langþráða bam,
Pétur Þór, sem nú er rúmlega
ársgamall. Það var ánægjulegt að
sjá hve stoltur og ánægður faðir
hann Gústi var er þau komu hing-
að til lands í byrjun árs 1992.
Já, það er sárt að hugsa til
þess að hann muni ekki fá að taka
þátt í uppeldi sonar síns lengur
og að Pétur Þór fái ekki að njóta
samveru við föður sinn í framtíð-
inni. En hann á yndislega móður
og skyldfólk sem við vitum að mun
reynast honum vel.
Við viljum þakka fyrir þann
allt of stutta tíma sem við fengum
að njóta nærveru Ágústs Pálsson-
ar. Það er stórt skarð sem hann
skilur eftir sig í þessari jarðvist,
en hann mun ávallt lifa í hugum
okkar.
Elsku Elín, Pétur Þór og aðrir
aðstandendur. Við eigum ekki til
nógu sterk orð til hughreystingar
á þessum erfiða tíma, en við treyst-
um á að góður guð gefí ykkur
allan þann stuðning sem þörf er á.
Innilegar samúðarkveðjur.
Sibba, Addi, Lísa, Bjössi, Sól-
ey, Bjarni og Katla.
Vinur þinn er þér ailt. Hann er akur sálarinn-
ar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín
uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur,
þú kemur til hans svangur og í leit að friði.
(Kahlil Gibran.)
í dag fer fram útför vinar míns
Ágústs Pálssonar skipasmíðameist-
ara, sem lést af slysförum hinn 17.
janúar, aðeins 33 ára að aldri. Þessi
hörmulegi atburður gerðist fjarri
heimahögunum eða í Fredericia í
Danmörku. Þegar mér barst sú
harmafregn seint að kveldi mánu-
dagsins 18. janúar að Gústi væri
látinn varð ég felmtri sleginn og
neitaði ég að trúa því að lífið gæti
verið svo miskunnarlaust.
Við hjónin munum svo vel þegar
Gústi og Elín kona hans komu með
son þeirra Pétur Þór í heimsókn í
fyrravor þá aðeins nokkurra mán-
aða gamlan. Þau ljómuðu öll af lífs-
gleði og hamingju og áttum við
ánægjulega kvöldstund saman.
Kynni okkar Gústa hófust sumar-
ið 1983 og frá fyrstu stundu sá ég
að þar fór þróttmikill dugnaðar-
drengur. Hann var þá nemi í skipa-
smíði hjá Bátalóni hf. Góður kunn-
ingsskapur tókst strax með okkur
og sambandið þróaðist í vináttu.
Störfuðum við nær óslitið saman
árin 1982 til 1988, fyrst í Bátalóni
hf., síðan í Vélsmiðjunni Seyði og
að lokum snerum við til Bátalóns
að nýju. Þar höfðu orðið eiganda-
skipti og var leitað eftir góðum
mönnum. Alla tíð var samstarf okk-
ar gott, enda prúðmennska hans
og verklagni til fyrirmyndar, þótt
skapmikill væri hann á stundum
vottaði' aldrei fyrir ósanngirni í fari
Gústa. Hann var hláturmildur og
hrókur alls fagnaðar á góðum
stundum. Verða margar þær stund-
ir sem við áttum saman mér minnis-
stæðar um langa framtíð.
Að lokum vil ég þakka fyrir góð
kynni og þrátt fyrir að sú ósk okk-
ar sem kom fram í jólakortum okk-
ar, að hittast á nýja árinu, komi
ekki til með að rætast, verður Gústi
ávallt í hjarta mínu og megi guð
blessa hann.
Guð blessi ykkur og styrki, Elín
og Pétur Þór, í ykkar miklu sorg.
Sendum öllu skyldfólki og vinum
samúðarkveðjur.
Salómon og Ingibjörg.
t
Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURBERG BENEDIKTSSON,
Hvassaleiti 56,
lést í Landakotsspítala hinn 24. janúar.
Jóhanna Guðjónsdóttir,
Hrafnhildur Sigurbergsdóttir, Steinn Lárusson,
Sigurdís Sigurbergsdóttir, Pétur H. Björnsson,
Dagbjört Sigurbergsdóttir,
Steinunn Sigurbergsdóttir, Jan T. Jörgensen,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HARALDUR SKÚLASON NORÐDAHL
fyrrverandi tollvörður,
Bergstaðastræti 66,
lést sunnudaginn 24. janúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. febrúar
kl. 10.30.
Skúli H. Norðdahl, Kristin Guðrún H. Norðdahl,
Guðmundur H. Norðdahl, Jón Bjarni H. Norðdahl,
Jóhannes Viðir Haraldsson.
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
BLbnFTLFaRir.n
Vesturgötu 4
Blóm, kransar,
skreytingar
sími 622707.
i
Blömmtoýa
Suðuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opiö öll kvöld
tilkl.22,-
Gjafavörur.
t
HALLFRÍÐUR ÞORKELSDÓTTIR
frá Bíldudal,
Kleppsvegi 22,
sem lést 19. janúar, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju þriðju-
daginn 26. janúar kl. 15.00.
Blóm og kransar afbeðnir, en þeir, sem vildu minnast hennar,
vinsamlega láti líknarstofnanir njóta þess.
Sigurður Runólfsson,
Gústa Sigurðardóttir,
Sverrir Sigurösson, Veronica Li,
Kristján Sigurðsson, Hulda Snorradóttir,
Tora Jóhanna Sigurðsson, Steinn Walter Sigurðsson,
Hallfríður Hrönn Kristjánsdóttir, Margrét Ásta Kristjánsdóttir,
Sigurður Kristjánsson, Hlynur Freyr Kristjánsson.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BJARNI TH. GUÐMUNDSSON
áður sjúkrahúsráðsmaður
á Akranesi,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 28. janúar nk. kl. 15.00.
Ingibergur Bjarnason, Sigurbjörg Viggósdóttir,
Páll Bjarnason, Álfheiður Sigurgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega samúö og vinarhug við fráfall móður minnar,
MARGRÉTAR JÓH ANNSDÓTTUR.
Kristín Jóhannesdóttir
og fjölskylda.
t
Öllum þeim, sem sýndu okkur samúð við andlát
JÓNS ÍSFELD GUÐMUNDSSONAR,
sendum við hjartanlegar kveðjur og þakkir.
Aðstandendur.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför bróður okkar,
ÞORSTEINS GUÐBERGS ÁSMUNDSSONAR
frá Kverná,
Grundarfirði.
Ásta Ásmundsdóttir,
Hallfríður Ásmundsdóttir
og aðrir vandamenn.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
KRISTJÁNS JÓSEFSSONAR,
Stafni.
Ólöf Helgadóttir,
Snorri Kristjánsson,
Gerður Kristjánsdóttir, Pálmi Erlingsson,
Jósef Örn Kristjánsson, Halla Grfmsdóttír,
Frfður Helga Kristjánsdóttir, Jón Fr. Einarsson
og barnabörn.
t
innilegar þakkir til allra, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför sonar okkar og barnabarns,
GUNNARS STEFÁNS.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
vökudeildar Landspítalans fyrir þeirra
mikla starf og stuðning á erfiðum tím-
um.
Elsa Gunnarsdóttir, Davfð Halldórsson,
Valgerður Stefánsdóttir, Gunnar Þorsteinsson,
Ester Hjartardóttir, Halldór Sigurðsson,
Ásta Finnbogadóttir.
t
Einlægar þakkir fyrir vinarhug og auðsýnda samúð við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
ERLINGS INGIMUNDARSONAR
plötu- og ketilsmiðs,
Nesvegi 62.
Guðrún Sigfúsdóttir Öfjörð,
Lára Erjingsdóttir,
Sigfús Öfjörð Erlingsson,
Auðbjörg Erlingsdóttir,
Inga Erlingsdóttir,
Erlingur Erlingsson,
og barnabörn.
Guðbjörg Gunnarsdóttir,
Halldór B. Kristjánsson,
Grétar Vilmundarson,
Harpa Ólafsdóttir
Lokað
í dag, þriðjudaginn 26. janúar, vegna jarðarfarar
JÓNS PÁLS SIGMARSSONAR.
GYM 80,
Suðurlandsbraut 6.
Lokað
í dag, þriðjudaginn 26. janúar, vegna jarðarfarar
JÓNS PÁLS SIGMARSSONAR.
S. Ármann Magnússon, heildverslun,
Skútuvogi 12.