Morgunblaðið - 26.01.1993, Side 36

Morgunblaðið - 26.01.1993, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993 Minning Hjörtur Hjartar framkvæmdasljóri Mánudaginn 25. janúar verður borinn til hinstu hvíldar Hjðrtur Hjartar fyrrverandi framkvæmda- stjóri, sem lést í Landspítalanum 14. þ.m. eftir löng og ströng veik- indi. Mín fyrstu kynni af Hirti voru í maímánuði 1966 er ég sótti um starf hjá Skipadeild Sambandsins, en Hjörtur var þar framkvæmdastjóri og hafði verið það fra stofnun deild- arinnar árið 1952. Ég minnist þess hve spumingar hans um mína hagi og áhugamál voru stuttar, hnitmið- aðar og afgerandi, en strax komist að kjarna málsins. Upp úr því hóf ég störf hjá Skipadeildinni undir handleiðslu Hjartar og naut hennar þar til hann lét af störfum í lok árs 1976. Ég kynnist Hirti sem mjög áberandi stjómanda sem gjörþekkti flestalla þætti kaupskipaútgerðar- innar. Hann gerði miklar kröfur til starfsfólks, stundum svo miklar að fólki þótti nóg um, en ætíð mestar til sjálfs sín. Úti á við fór af honum það orð að hann væri harður í hom að taka og á viðskipta- og samningasviðinu var hann fastur fyrir og fylginn sér þegar á því þurfti að halda. Margir höfðu á orði að á þeim vettvangi vildu þeir síst mæta Hirti, ekki síst þar sem hann þekkti alla þætti mála og spilaði út réttum spilum á réttum tíma. Innan fyrirtækis síns reyndist hann hins vegar stjórnandi sem ætíð var fús að leiðbeina þeim sem minna kunnu í fræðunum eða að skera úr um aðgerðir eða ákvarð- anir sem menn voru ekki á einu máli um hvemig skyldi haga. Hann stóð sem klettur að baki starfs- manna ef eitthvað bjátaði á og þar áttu þeir hauk í homi svo umtalað var. Ég mun ætíð minnast atviks er upp kom er undirritaður hafið stað- ist fast á meiningu gagnvart for- svarsmanni ákveðins fyrirtækis hér í borg, sem var gagnstæðrar skoð- unar. Endaði það með því að þessi ágæti forstjóri jós úr skálum reið- innar og skellti svo á mig símanum. Stuttu síðar biður Hjörtur mig að tala við sig og segir mér að viðkom- andi forstjóri hefði rétt í því verið að klaga mig. Útskýrir Hjörtur málið í smáatriðum og varð undirrit- uðum þá Ijóst að tvær hliðar væru á málinu og mín hlið væri veikari. Bjó ég mig nú undir ádrepu af hendi Hjartar. En Hjörtur hugsar sig að- eins um og spyr svo hvort ég hafí staðið fast á meiningu minni, sem ég játaði. Þá segir Hjörtur; Já, þá er ekki annað að gera en að keyra það áfram — tók málið að sér og hafði það í gegn. Þetta sýnir hve vel Hjörtur stóð að baki starfs- manna sinna og átti það bæði við í starfi sem og við persónulegar aðstæður. Hjörtur var ekki gefínn fyrir „slugs og slen“ í starfí og ennþá síður óreglu og tel ég að fyrirtækið búi enn að þeirri festu sem hann skóp í Skipadeildinni á starfsárun- um sínum þar. Hann var mikill vinnuþjarkur og ef á þurfti að halda vann hann sólarhringum saman án hvfldar. Hann ætlaðist til þess sama af starfsfólki sínu ef nauðsyn bar til, en hann gleymdi ekki slíkum atvikum og umbunaði sínu fólki fyr- ir. Þegar amstur dagsins var að baki gat Hjörtur verið hrókur alls fagnaðar og var ekki síður áhuga- vert að kynnast þeirri hlið hans. Ég minnist sérstaklega þess er ég og fjölskylda mín hittum Hjört og Guðrúnu á sólbjartri Ítalíuströnd árið 1979. Þá eitt síðdegi buðu þau hjónin okkur upp á mikla jarðar- beijaveislu. Þessa stuttu ánægju- stund hændust böm okkar svo að þeim hjónum að mörg næstu árin kölluðu þau Hjört og Guðrúnu ekki annað ef afa og ömmu. Hjartahlýjan rataði þama beint í bamssálina. Að öllum öðrum ólöstuðum er Hjörtur fmmkvöðull og uppbyggj- andi kaupskipaútgerðar samvinnu- manna, Skipadeildar Sambandsins, annarrar stærstu kaupskipaútgerð- ar landsmanna. Hann lagði allan sinn metnað og kraft í að byggja upp félagið og uppgangur þess var mikill þann tíma er hann stýrði því. Fyrir hans tilstilli skapaðist valkost- ur fyrir landsmenn í flutningum til og frá landinu sem varir enn þann dag í dag. Hjörtur Hjartar var minn lærifað- ur í kaupskipaútgerð og ég tel mig öðmm heppnari að fá að alast upp í oft hörðum heimi viðskiptanna undir handleiðslu þess afburða- og öðlingsmanns sem Hjörtur var. Slík- ir þyrftu að vera fleiri. Hann helgaði alla sína starfs- krafta Samvinnuhreyfingunni á ís- landi. Því miður gat hann ekki not- ið ævikvöldsins svo sem hann hefði átt skilið vegna alvarlegs sjúkdóms. Naut hann í veikindum sínum umönnunar og styrks barna sinna, en þó mest Guðrúnar konu siimar sem sýnt hefur aðdáunarverðan styrk og æðruleysi við þessar erfiðu aðstæður. Hefur Hjörtur efalaust kosið að þessi tími hefði verið öðm- visi og þau Guðrún gætu betur not- ið samfylgdarinnar í lokin. Frístund- ir þeirra saman hafa efalaust oft verið fáar í annasömu starfí þess áhugasama athafnamanns sem Hjörtur var. Ég þakka Hirti ánægjuríka sam- fylgd og færi Guðrúnu, bömum þeirra hjóna og öðmm ættingjum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Omar HI. Jóhannsson. Hinn 25. þ.m. verður til moldar borinn frá Neskirkju í Reykjavík Hjörtur Hjartar fyrmm fram- kvæmdastjóri, er lést 14. þ.m., þá nýorðinn 76 ára. Þar var mikið happaspor stigið árið 1952, þegar Hjörtur, þá kaupfé- lagsstjóri á Siglufírði, var fenginn af Vilhjálmi Þór, þá forstjóra Sam- bands ísl. samvinnufélaga, til að hafa forstöðu um farskipaútgerð Sambandsins sem þá var að slíta bamsskónum með fyrstu skipum þess, Hvassafelli og Amarfelli. Uppbygging skipastóls Sam- bandsins varð mjög ör á fyrstu áran- um eftir komu Hjartar að útgerð- inni: Dísarfellið 1953, Litlafellið og Helgafellið 1954, þijú skip talsins á tveimur ámm. Og svo eðlilegur þótti vöxturinn í umsjón Hjartar, að haft var á orði, er ekki bólaði á viðbótarskipi árið 1955, hveiju það sætti. En svo kom Hamrafellið 1956, olíuflutningaskipið, stærsta skip er íslendingar höfðu þá nokk- urn tímann eignast og rekið og mun svo enn vera. Kaup Sambandsins og Olíufélags- ins á Hamrafelli vora mikið átak og bám vott um stórhug og áræði þeirra, er um stjómvölinn héldu í þessum fyrirtækjum. Þar átti Hjört- ur stóran hlut að máli. Rekstur Hamrafells, sem var alfarið í hönd- um Sambandsins, var stór í sniðum á íslenskan mælikvarða, krafðist mikils en gaf dijúgar tekjur í hag- stæðum markaði. Rekstrarafkoma þessa skips var góð fyrstu árin og fór útgerðin ekki varhluta af að ofsjónum var séð yfír því. En svo hrakaði hinum almenna fragtmark- aði olíuflutningaskipa og Rússar buðu lág flutningsgjöld á olíu til íslands. Rekstur Hámrafells varð æ þyngri, tók sífellt meira til sín af afkomu útgerðar á öðrum sviðum og engan afgerandi utanaðkomandi velvilja að hafa. það kom því að því að selja varð skipið árið 1966, sem urðu Hirti sár vonbrigði. Þetta er í raun mikil saga og Sambandsmönn- um hugstæð, og rakin hér því rekst- ur Hamrafells mæddi fyrst og fremst á Hirti, hans úrræðum, dugn- aði og þrautseigju. Það má ef til vill halda því fram, að nokkur töf hafi orðið á útvegun skipa til útgerðar Sambandsins á Hamrafellsámnum. En þó var ótrautt haldið áfram, þótt fram- kvæmdir væm ekki eins tíðar og áður. Árið 1962 var nýtt olíuflutninga- skip byggt, Stapafellið, og árið 1964 var nýtt skip byggt í Noregi, Mæli- fellið, í skipasmíðastöð, sem þrátt fyrir takmarkaðan búnað til smíð- anna bauð mjög hagkvæm kjör í samkeppni við þróaðri stöðvar í öðr- um löndum. Þessi smíðasamningur bar áræði Hjartar og innsæi glöggt vitni. Þetta skip þjónaði útgerðinni í 20 ár. Á hinu erfíða ári, 1969, í íslensk- um þjóðarbúskap var samið um smíði á nýju frystiskipi, Skaftafelli, og ári síðar á nýju flutningaskipi, Hvassafelli. Bæði þessi skip vom afhent Sambandinu árið 1971, en það ár var síðara Litlafellið keypt. Þijú skip bættust því í Sambands- flotann það árið. Árið 1973 var Dís- arfellið síðara keypt og tveimur ámm síðar Jökulfellið síðara. Hjört- ur lét af störfum hjá Sambandinu í árslok 1976. Framangreindar skipasmíðar og -kaup em hér raktar til að minnast athafnasemi Hjartar. Þessu fylgdu að sjálfsögðu oft langar og strangar samningagerðir við erlenda aðila. Þeim, sem þetta ritar, er vel kunnugt um, að margir þessara aðila mátu Hjört mjög sem traustan og hreinskiptinn viðsemjanda, sem gott var að eiga viðskipti við, þótt stundum væri hart róið til að viðun- andi samningar næðust. En farskipaútgerð er ekki bara skipasmíðar og -kaup. Viðfangsefn- in em yfirgripsmikil og margvísleg. Ég veit að aðrir munu minnast ann- arra þátta í athöfnum Hjartar. Til- efnin em mörg. Einn er þó sá þátt- ur, sem ég vil leyfa mér að minnast á. Mannahald skipa var umfangs- meira hér áður fyrr en nú tíðkast. Áhafnir vom því meginuppistaðan í starfsliði útgerðarinnar. Á fram- kvæmdastjóraárum sínum hjá Sam- bandinu átti hann oft því láni að fagna að hafa á að skipa mörgum frábærlega hæfum skipsljómar- mönnum, vélstjómm og öðmm skip- veijum. Hjörtur rækti náin tengsl við þessa samstarfsmenn sem leit- uðu oft til hans með hin margvísleg- ustu málefni og fengu oftast fljót og afdráttarlaus svör. Þeir virtu álit hans og fyrirmæli, þótt fyrir kæmi að um mál væm skiptar skoðanir eins og gengur. Hans er oft minnst að góðu af eldri starfsmönnum útgerðar. Auk annarra mannkosta vora ósérhlífni, ábyrgðartilfínning og samviskusemi ríkir þættir í fari Hjartar. Hann sinnti sínum framkvæmdastjóra- störfum nánast vakandi og sofandi, ef svo má að orði kveða, og unni sér sjaldan hvfldar. Við hlið hans í annasömu starfí stóð eiginkona hans, Guðrún Hjart- ar, sem studdi hann og hvatti. Gift- ingardag þeirra hjóna mun hafa borið upp á 21. september, og mun Hjörtur hafa litið á þennan dag sem einn hinn mesta happadag í lífí sínu, og gjaman mátti meiriháttar at- burði á vegum útgerðar bera upp á þennan dag, því fylgdi farsæld. Þann er þetta ritar telur sig hafa borið gæfu til að hafa átt traust og vináttu Hjartar, þessa mannkosta- manns, og er af því stoltur. Fyrir það skulu honum hér færðar þakkir. Guðrúnu, bömum þeirra hjóna, öðmm afkomendum og venslafólki færi ég samúðarkveðjur mínar, Ingi- bjargar konu minnar og íjölskyldu. Ottar Karlsson. Maðurinn sem lagði gmnninn að næststærsta skipafélagi landsins er allur. Sá sem þessar línur ritar átti því láni að fagna að vinna undir hans stjóm í 15 ár og kynnast hon- um allnáið. Dugnaður hans, afköst og vinnuþrek vom með ólíkindum. Við sem unnum hjá honum kynnt- umst oft vinnuhörku hans, sem okk- ur fannst stundum jaðra við sann- gimismörk, en honum var alltaf fyrirgefið, því að við sáum og fund- um að hann gerði enn meiri kröfur til sjálfs sín. Hann gerði þá kröfu að allt hans fólk hefði sína hluti á hreinu. Viðsemjendum hans hefur sjálf- sagt fundist hann vera harður í hom að taka. Segði hann nei meinti hann nei, og var oft erfitt að fá aðra niðurstöðu. Segði hann hins- vegar við viðsemjendur sína: „Við skulum skoða þetta", kvað við ann- an tón. Viðsemjendur hans vissu það af langri reynslu að slíkur ádráttur frá Hirti jafngilti í þeirra huga skrif- legum samningi. Ritaðir minnis- punktar vom óþarfir. Slík vom kynni þeirra af áreiðanleik og orð- heldni þessa manns. Þegar hin ýmsu vandkvæði komu upp í sambandi við starfíð var gott að leita til Hjartar. Hann var eld- fljótur að skilja aukaatriði frá aðal- atriðum og fundvís á kjama hvers máls. Hollráð hans urðu mér dýr- mætt veganesti í oft mjög erfiðum og löngum kj arasamningaviðræð- um. í honum átt ég þann trausta bakhjarl sem öllum er nauðsynlegur á erfíðum stundum. Þótt Hjörtur léti af störfum sem framkvæmdastjóri Skipadeildar í árslok 1976 fór því fjarri að hann væri sestur í helgan stein, þótt hann hafí efalaust fundið að heilsan væri farin að bila. Honum vom falin hin ólíkustu sérverkefni fyrir samvinnu- hreyfinguna. Á þeim vettvangi kaus hann að skipa sér þar í fylkingu sem bardaginn var harðastur - og dugði vel sem ætíð fyrr. Nú er hann allur. íslenskir sam- vinnumenn sjá á bak einum af sínum traustustu foringjum. Um leið og ég votta eiginkonu hans og fjölskyldu mína dýpstu sam- úð, kveð ég minn gamla góða hús- bónda og velgjörðamann með virð- ingu og þökk. _ Óskar Einarsson. Nú hefurtengdafaðir minn, Hjört- ur Hjartar, fengið hvfldina. Hann hefur barist við erfíðan og síversn- andi sjúkdóm í mörg ár. Og hvemig hann brást við honum sýndi best hvem mann hann hafði að geyma, æðraðist aldrei og sýndi ávallt still- ingu. Tengdamóðir mín hefur staðið við hlið manns síns eins og klettur og vakað yfir líðan hans. Þó að vel sé hægt að unna honum þess að losna úr viðjum þessa heims, þá er eins og við séum aldrei fullkomlega búin undir kveðjustundina og að hjartanu sest sorg og söknuður. Ég kom inn á heimili tengdafor- eldra minna fyrir tuttugu og þremur ámm, þá ung stúlka. Og það sem ég hef lært af þeim er ótalmargt. Það sem einkenndi þeirra góða hjónaband var umhyggja hvors þeirra fyrir öðm og fyrir fjölskyldu sinni. Allt sem sagt var stóð eins og stafur á bók. A heimili þeirra fann ég öiyggi og festu en jafnframt hlýju. Á þessari kveðjustund er þakk- læti til Hjartar fyrir svo ótalmargt efst í huga mér. Þakklæti fyrir alian stuðninginn í gegnum árin, fyrir hjálpina og allar vinnustundimar sem hann lagði fram þegar við hjón- in byggðum húsið okkar, umhyggj- una fyrir dætmm okkar. Og fyrir þremur ámm þegar við komum með Iitla son okkar, sem við fengum frá íjarlægu landi, þá bundust þeir strax sterkum böndum og hann varð afa- strákur. Megi góður guð vera með tengda- föður mínum á ókunnum stigum og veita tengdamóður minni, Guðrúnu J. Hjartar, styrk. María J. Gunnarsdóttir Sífellt fækkar þeim forystumönn- um í íslensku athafnalífí, sem stóðu í stafni í hinni miklu uppbyggingu, sem átti sér stað í atvinnuháttum þjóðarinnar eftir sfðari heimsstyij- öldina, um miðja þessa öld. Einn af þeim mönnum var Hjörtur Hjart- ar framkvæmdastjóri Skipadeildar Sambandsins frá 1952 til 1976, sem lést 14. þ.m. Hjörtur Hjartar fæddist á Þing- eyri við Dýraijörð 9. janúar 1917, sonur Ólafs R. Hjartar jámsmiðs og konu hans Sigríðar Egilsdóttur. Eftir að hafa lokið námi í Samvinnu- skólanum 1937 var hann ráðinn kaupfélagsstjóri við Kaupfélag Ön- firðinga á Flateyri. Mun það vera einsdæmi að svo ungum manni hafi verið falið slíkt ábyrgðarstarf. Er það ljóst dæmi um hve fljótt hann ávann sér traust samferðamanna sinna. Á unglingsáram hafði hann vakið athygli fyrir dugnað og for- ystuhæfni. Þetta starf var vísir að því er síðar kom. Það var eðlileg afleiðing af lífskoðun hans og lífs- viðhorfí að lífsstarf hans var á veg- um Samvinnuhreyfingarinnar. Eftir að hann hafði starfað sem kaupfé- lagsstjóri á Flateyri frá 1937 til 1945 var til hans leitað að taka að sér kaupfélagsstjórastarf á Siglu- firði. Kaupfélagið þar átti þá í mikl- um erfíðleikum og var raunar til- vera félagsins í veði ef ekki fengist traustur maður til forstöðu. Hjörtur tók að sér þetta starf og gekk að verki af þeim dugnaði og hyggind- um sem hann var þekktur fyrir. Sjö áram síðar er hann var enn kvaddur til annarra vandaverka hjá Sam- vinnuhreyfíngunni skilaði hann kaupfélaginu frá sér, sem traustu og blómlegu fyrirtæki. Allt frá því að Samvinnuhreyfíng- in hóf að hasla sér völl á sviði versl- unar og viðskipta hér á landi hafði það verið á óskalista hjá forystu- mönnum að koma á stofn skipafé- lagi til þess að annast sem mest vömflutninga til og frá landinu fyr- ir samvinnufélögin. Þegar Vilhjálm- ur Þór varð forstjóri Sambandsins 1946 byijaði hann strax að undirbúa að þessir og ýmsir aðrir draumar samvinnumanna yrðu að veraleika. Til þess að taka við stjóm skipafé- lagsins og veita því forstöðu valdi Vilhjálmur Hjört. hann tók við þessu starfi árið 1952 og var fram- kvæmdastjóri Skipadeildar SÍS í 24 ár til 1976. Það kom því í hlut Hjart- ar að móta og skipuleggja starf þessa fyrirtækis þegar í upphafi og stýra því í vályndum veðram og kröppum sjó íslensks atvinnu- og efnahagslífs á þessum áram. Allir sem til þekktu viðurkenna að Hjört- ur gekk til allra starfa af mikilli einlægni og sérstökum dugnaði og sparaði aldrei krafta sína við að sigr- ast á erfiðleikum er að steðjuðu á hveijum tíma. Hann var einnig úr- ræðagóður og sá oft færa leið þar sem öðram sýndust sund lokuð. Þótt framkvæmdastjórastarf Skipadeildar SÍS væri mikið og krefjandi starf hlóðust þó ýmis önn- ur störf á vegum Samvinnuhreyf- ingarinnar á Hjört á löngum starfs- ferli. Hann sat í framkvæmdastjóm SÍS 1955 til 1976, í bankaráði Sam- vinnubankans frá stofnun 1963 til 1986 og formaður í stjórn Olíufé- lagsins hf. frá 1967 til 1987. Hér er aðeins fátt eitt nefnt af þeim stjórnarstörfum er hann annaðist fyrir samtök samvinnumanna. Hann skrifaði mikið af greinum um sam- vinnumál og var gefín út bók með greinum, sem hann skrifaði í Tím- ann á áranum 1977-1982. Þetta greinasafn bar heitið: Á líðandi stund — Nokkur rök samvinnu- manna. Hann var ágætlega ritfær og snarpur í sókn og vöm fyrir Samvinnuhreyfinguna eins og öll skrif hans bera vott um. Hjörtur var gæfumaður í einka- lífi. 21. september 1939 kvæntist hann Guðrúnu Jónsdóttur kennara, dóttur Jóns Jónssonar bónda og al- þingismanns í Stóradal í Húnavatns- sýslu og konu hans Sveinbjargar Brynjólfsdóttur. Var það honum mikill styrkur í annasömum og erfíð- um störfum að hafa svo ágæta konu sér við hlið. Börn þeirra eru: Jóna Björg, kennari, gift Paul van Buren háskólakennara, Sigríður Kristín, iyfjaftæðingur, gift Stefáni Guð- bergssyni, verkfræðingi, Elin, hjúkmnarfræðingur, gift Davíð Á. Gunnarssyni, verkfræðingi og fram- kvæmdastjóra, og Egill, raftækni- fræðingur, kvæntur Maríu J. Guð- mundsdóttur tæknifraaðingi. Ég sem þessar línur rita átti því láni að fagna að starfa all náið með Hirti Hjartar. Við sátum saman í stjóm Samvinnusparisjóðsins og síð- ar Samvinnubankans frá stofnun bankans til 1986 og í tuttugu ár 1967-1987 var hann formaður stjómar Olíufélagsins hf. Ég lærði fljótt að meta hin vönduðu vinnu- brögð Hjartar í hveiju máli. Hann sparaði aldrei vinnu til þess að kynna sér mál og að því loknu stóð ekki á honum að taka ákvarðanir. Tillögur hans til lausnar flóknum málum bára vott um rækilega at- hugun, raunsæi og hyggindi. Að leiðarlokum er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna með honum og njóta ráða hans og vinsemdar. Við hjónin vottum Guðrúnu og allri Qölskyldunni dýpstu samúð. VilhjáJmur Jónsson. Fleiri minningargreiitar um Hjört Hjartar bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.