Morgunblaðið - 26.01.1993, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993
AF INNLENDUM
VETTVANGI
PÉTUR GUNNARSSON
Iðnrekendur krefjast undirboðstolla ef keyptir verða
sænskir jakkar á íslenska lögreglu
Munar um 10 þúsund
krónum á íslenskum
jakka og sænskum
Ódýrari einkennisföt geta þýtt kjararýrnun fyrir lögreglumenn
FÉLAG íslenskra iðnrekenda segist munu krefjast þess að undir-
boðstollum verði beitt komi til þess að íslenska ríkið taki lægsta
tilboði í útboði sem nýlega fór fram á hluta einkennisfatnaðar
fyrir lögreglumenn. Um er að ræða vinnujakka og kuldaúlpur
lögreglumanna, sem fyrirtækið Max hefur átt þátt í að hanna og
hefur framleitt fyrir lögreglumenn undanfarin ár. Við opnun til-
boða, sem alls voru 13, kom í ljós að verðmunur á vinnujakka frá
Max og sænsku fyrirtæki, sem heildverslunin Hexa hefur umboð
hér á landi fyrir, er 10.200 krónur á hvern jakka; stykkið kostar
16.036 frá Max en 5.841 frá sænska fyrirtækinu. Tilboðin munu
þó ekki sambærileg að því leyti að í tilboði Max eru innifalin lög-
reglueinkenni, hnappar og axlaspælar, sem metin eru á u.þ.b.
2.600 krónur. Að sögn Guðmundar í. Guðmundssonar, skrifstofu-
stjóra Innkaupastofnunar ríkisins, fæst væntanlega niðurstaða í
málinu á stjórnarfundi stofnunarinnar í vikunni.
Stjórn Landssambands lögreglu-
manna hefur sent frá sér álykt-
un um þessi mál þar sem lýst er
yfir eindregnum stuðningi við Max
hf. og ráðuneytið hvatt til að taka
tilboði þess fyrirtækis. í ályktuninni
er annars vegar skírskotað til þess
að Max hafí veitt afar góða þjón-
ustu með vandaða vöru og hins
vegar til þess að ekki sæmi stjóm-
völdum að flytja vinnu úr landi á
atvinnuleysistímum hérlendis. Ein-
kennisföt lögreglumanna, eins og
annarra ríkisstarfsmanna sem
ganga í einkennisfatnaði, teljast til
skattskyldra hlunninda og eru því
skattskyldar tekjur lögreglu-
manna reiknaðar nokkru hærri
eftir því sem einkennisfötin eru
dýrari.
Ódýrari föt geta
þýtt minni tekjur
Einkennisjakka II, sem svo er
kallaður, fá lögreglumenn af-
hentan á 18 mánaða fresti en
kuldaúlpu á 3 ára fresti.
í útboði býður Max kr. 16.036
fyrir hvem jakka en 21.000-
23.600 kr. fyrir hveija úlpu en
Hexa býður 5.841 kr. fyrir hvern
jakka en 7.890 krónur fyrir úlp-
ur. Framleitt er fyrir um 650 lög-
reglumenn og er því um að ræða
ca. 400 jakka á ári og því er heild-
arfjárhæðin á bilinu 2-5 milljónir
króna eftir því hvort miðað er við
sænska eða íslenska tilboðið.
Varðandi framleiðslu á úlpunum,
en af þeim verða um 200 stk. af-
hent á ári, er um svipaðar upphæð-
ir að ræða. Fyrir lögreglumann
sem í ár á rétt á bæði kuldaúlpu
og jakka II nema viðskiptin því
allt að 40 þús. krónum í Max en
13-14 þúsundum verði sænska til-
boðinu tekið.
í samtali við Morgunblaðið
staðfesti Jónas Magnússon, for-
maður Landssambandsins, að þess
væm dæmi að lögreglumenn, sem
ekki þyrftu að endurnýja einkenn-
isfatnað sinn fengju afhentan ann-
an fatnað til eigin nota þess í stað
og því mætti segja að ódýrari ein-
kennisföt þýddu kjararýrnun fyrir
lögreglumenn.
í samtali við Jónas og Sævar
Kristinsson hjá Max kom fram að
ekki væri þó mikið um þetta, flest-
ir lögreglumenn þyrftu að end-
urnýja einkennisföt sín á þeim
tíma sem til sé ætlast. Jónas
Magnússon sagði þetta ekki hafa
ráðið því að Landssambandið hef-
ur látið málið til sín taka, heldur
ótti við að verið sé að kaupa verri
fatnað og mun lakari þjónustu en
menn búi nú við og auk þess sú
almenna skoðun lögreglumanna
að í erfiðu atvinnuástandi eigi að
styðja við bakið á íslenskum iðn-
aði og þar eigi hið opinbera að
sýna fordæmi.
í bréfí sem Sveinn Hannesson,
framkvæmdastjóri Félags ís-
lenskra iðnrekenda, hefur ritað
dómsmálaráðherra greinir hann
frá samanburði sem félagið hefur
látið gera með aðstoð íslenska
sendiráðsins í Svíþjóð á tilboði
sænska fyrirtækisins sem Hexa
hefur umboð fyrir, og verði á sam-
bærilegum jökkum fyrir lögreglu
í Svíþjóð og Noregi. Þar komi í
ljós að í Svíþjóð sé verð á lögreglu-
jakka, sambærilegum við jakka
sem svo er kallaður, hér á landi
12.266 krónur en í Noregi 13.138
krónur.
Refsitollur eyði verðmun
Síðan segir í bréfinu: „Sam-
kvæmt þessu er ljóst að í sænska
tilboðinu er greinilega um verulegt
undirboð að ræða. Sænska lög-
reglan kaupir sína jakka á rúm-
lega tvöföldu því verði sem boðið
er hér. Verði sænska tilboðinu
tekið mun Félag íslenskra iðnrek-
enda krefjast álagningar undir-
boðstolls [...] þannig að heildar-
verð jakkans hingað komið verði
sambærilegt við verð hans í Sví-
þjóð.“ Þá benda iðnrekendur á að
minni kröfur séu gerðar til er-
lendra tilboðsaðila hvað varðar
sundurliðum tilboða því erlendir
aðilar þurfi ekki að sundurliða sín
tilboð eins og innlendir.
Sævar Kristinsson fram-
kvæmdastjóri Max sagði við
Morgunblaðið að þegar tilboð
væru metin þyrfti að taka inn í
myndina þá vinnu sem fyrirtæki
sitt hefði lagt í að hanna og þróa
þessa vöru frá upphafi. Við þá
vinnu hefði verið lögð áhersla á
að verða við óskum notendanna
um þægindi, sníða við mál hvers
og eins og hafa afgreiðslufrest
sem stystan, sem skipti t.d. máli
þegar flíkur yrðu fyrir skemmd-
um. Vinna við einkennisfatnað
væri ákveðin kjölfesta í starfsemi
fyrirtækisins, sem hefur 60 starfs-
menn, og hefði verið lagður metn-
aður í að sinna því vel og gera
sífellt betur. Á þessum grundvelli
sem fyrirtækið hafí lagt undanfar-
in ár hafí útboðið verið byggt og
sér virðist að framlag þess í þenn-
an tíma sé lítils metið ef tekið
verði erlendu undirboði.
Jóhann Christiansen hjá Hexa
vísaði í samtali við Morgunblaðið
samanburði iðnrekenda á bug og
sagði að upplýsingar sem hann
hefði aflað sér frá Svíþjóð bentu
til að sambærileg vara við þá sem
fyrirtæki sitt byði á 5.841 krónu
kostaði um 260 sænskar krónur,
eða innan við 3.000 íslenskar, til
sænsku lögreglunnar og væri sá
jakki framleiddur í Noregi. Hann
sagðist bjóða gæðavöru frá
sænsku verksmiðjunum Fristads
sem framleidd yrði í einni af verk-
smiðjum þess fyrirtækis, sennilega
í Litháen. Lögfræðingar fyrirtæk-
isins væru að kanna aðdróttanir
sem heyrst hefðu opinberlega um
gæði vörunnar.
Verðlag of hátt
Aðspurður um þann mikla verð-
mun sem væri á sínu tilboði og
tilboði íslenskra framleiðenda sagði
Jóhann að hann væri einfaldlega
sá að verðlag væri of hátt hér á
landi. „íslenskir iðnrekendur ættu
að einbeita sér að því að fínna
hvar meinin liggja hjá þeim sjálfum
í stað þess að hanga í pilsinu hjá
ríkinu. Það er ekki að ástæðulausu
sem íslendingar fara í hópum í
verslunarleiðangra erlendis. Verð-
lag hér er of hátt og menn verða
að átta sig á því að það er kominn
tími til að hætta að láta skattgreið-
endur halda vemdarhendi yfír
okri,“ sagði Jóhann.
Tilbob í ríkisbréf
ii
ibvikudaginn 27.
januar
Um er að ræða 1. fl. 1993 í eftirfarandi verðgildum:
Kr. 2.000.000 Kr. 10.000.000 Kr. 50.000.000
Ríkisbréfin eru til 6 mánaða, með gjalddaga
30. júlí 1993. Þessi flokkur verður skráður á
Verðbréfaþingi íslands og er Seðlabanki íslands
viðskiptavaki ríkisbréfanna.
Sala nýrra ríkisbréfa fer fram með þeim hætti
að löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa-
miðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst
kostur á að gera tilboð í bréfin samkvæmt
tilteknu tilboðsverði. Lágmarkstilboð er
kr. 2.000.000 að nafnvirði.
Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í ríkisbréf eru
hvattir til að hafa samband við framangreinda
aðila sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og
veita nánari upplýsingar. Jafnframt er þeim
heimilt að bjóða í vegið meðalverð samþykktra
tilboða (meðalávöxtun vegin með fjárhæð).
Öll tilboð í ríkisbréfin þurfa að hafa borist
Lánasýslu ríkisins miðvikudaginn 27. janúar fyrir
kl. 14. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar
eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í
síma 62 60 40.
Athygli er vakin á því að þann 29. janúar nk. er gjalddagi á
3. fl. ríkisbréfa sem gefinn var út 31. júlí 1992.
LÁNASÝSLA RÍKISINS
Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40.