Morgunblaðið - 03.02.1993, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C
27. tbl. 81.árg.
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Yitzhak Rabin segir frekari eftirgjöf ekki koma til greina
Útlagarnir hafna
málamiðlun ísraela
Jerúsalem, Sameinuðu þjóðunum. Reuter og The Daily Telegraph.
PALESTÍNSKU útlagarnir í suðurhluta Líbanons höfnuðu
í gær tilboði Israelsstjórnar um að tæpur fjórðungur þeirra
fengi að snúa aftur til hernumdu svæðanna. Þeir fara hins
vegar fram á læknishjálp handa fjórum mönnum sem eru
fárveikir. Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, sagði
að þetta væri lokatilboð hans og ekki kæmi til greina að
semja um frekari eftirgjöf af hálfu ísraela.
Hundalíf
á Spáni
Madrid. Reuter.
BÆJARSTJÓRINN í Cebre-
ros á Norður-Spáni hyggst
koma umferðarmálum í betra
horf og hefur bannað öll hlaup
á götum borgarinnar — einnig
þótt um fjórfætta bæjarbúa
sé að ræða.
„Hundar mega aðeins vera á
hægri helmingi gangstéttarinn-
ar og ekki fara hraðar en fetið,"
segir í nýju reglunum. Ekki er
ljóst hver viðurlög eru við broti
ef hundarnir sjá kött — og
gleyma öllum reglum.
Rabin tilkynnti málamiðlunartil-
boð sitt eftir að hafa haft samráð
við bandaríska embættismenn. í
tilboðinu felst að um hundrað út-
lagar geta snúið aftur til her-
numdu svæðanna en útlegðardóm-
urinn yfir hinum útlögunum 296
verður styttur um helming, þannig
að þeir gætu snúið heim um næstu
áramót.
í samræmi við ályktun SÞ?
Warren Christopher, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði til-
boð Sameinuðu þjóðanna vera í
samræmi við ályktun Sameinuðu
þjóðanna sem kveður á um að ísra-
elar heimili öllum útlögunum að
snúa heim. „Við teljum að vegna
tillögu ísraela sé ekki þörf á frek-
ari aðgerðum af hálfu öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna og að þær
gætu jafnvel grafið undan þeim
sáttaumleitunum sem þegar eru
hafnar,“ sagði Christopher.
Viðræður í biðstöðu
Arabaríki hafa krafist þess að
öryggisráðið samþykki refsiað-
gerðir á hendur Israelum fallist
þeir ekki á að heimila öllum útlög-
unum að snúa þegar aftur til her-
numdu svæðanna. Rabin sagði að
stjórn Bills Clintons Bandaríkja-
forseta hefði lofað að beita neitun-
arvaldi sínu gegn tillögu um refsi-
aðgerðir gegn Israel. Bandaríkja-
menn myndu einnig aðstoða við
að fá annað ríki til að taka við
útlögunum. Arabaríkin hafa hins
vegar öll hafnað að taka við þeim
og stjórnvöld í Líbanon neita að
skipta sér af þeim.
Hanan Ashrawi, talsmaður
nefndar Palestínumanna í friðar-
viðræðum þjóða Miðausturlanda,
sagði að finna yrði lausn á út-
lagamálinu áður en hægt yrði að
hefja viðræður á ný. Talsmenn
Frelsissamtaka Palestínumanna
(PLO) höfnuðu tilboði Rabins og
sögðu það enga lausn á vandanum.
Reuter
Guð refsi þeim
Einn af palestínsku útlögunum í
Suður-Líbanon biður guð að „refsa
Israelum og Yitzhak Rabin forsæt-
isráðherra." Utlagarnir hafna boði
um að hundrað þeirra fái að fara
heim. Þeir segjast munu verða
áfram í útlegðinni þar til ísraelar
gefist upp og hlíti samþykktum SÞ.
Clinton sakaður
um að beita við-
skiptahótunum
Brussel. Reuter og The Daily Telegraph.
VIÐSKIPTARÁÐHERRAR Evrópubandalagsins (EB) gagnrýndu
harðlega í gær nýjustu viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar. Fram-
kvæmdastjórn EB segir að á fyrstu dögum stjórnar Bills Clintons
hafi tvisvar verið vegið mjög að Evrópubandalaginu í viðskiptamálum.
Ráðherrarnir lýstu þungum
áhyggjum vegna hótana Bandaríkja-
manna frá því á mánudag um að
banna verktökum í EB að bjóða í
verk á vegum alríkisstjórnarinnar
frá og með 22. mars næstkomandi.
Þessi hótun kemur í kjölfar árslangr-
ar viðleitni Bandaríkjastjórnar til að
hnekkja reglugerð innan EB sem
leyfir að verktakar í EB séu teknir
fram yfir aðra ef um verkefni er
varða viss svið er að ræða eins og
fjarskipti, orkuframleiðslu og flutn-
ingatæki. Fulltrúar EB hafa svarað
því til að Bandaríkjastjórn sjálf taki
bandaríska verktaka fram yfir aðra
t.d. þegar um fólksflutninga er að
ræða.
Clinton hættulegnr?
Ráðherrarnir fordæmdu einum
rómi refsitolla sem Bandaríkin settu
í síðustu viku á stálinnflutning frá
19 ríkjum, þar af sjö EB-ríkjum,
vegna meintra óleyfilegra niður-
greiðslna til stálframleiðenda. Niels
Helveg Petersen, utanríkisráðherra
Dana, sem nú eru í forsæti í ráð-
herraráði EB, sagðist óttast stefnu
Clintons og varla hefði verið um slys
að ræða á mánudag. „Þetta er ekki
smávægileg viðskiptadeila heldur er
verið að senda efnahagslífi heimsins
kolröng skilaboð“. ^
Mickey Kantor, samningamaður
Bandaríkjanna í viðskiptamálum,
segir að þessar aðgerðir séu teknar
í fullu samráði við Clinton og beri
vott um þá sannfæringu hans að
heimsverslun eigi að vera fijáls.
Alltaf beitt ógnunum
Bruno Durieux, utanríkisvið-
skiptaráðherra Frakklands, sagði í
gær að einu vopnin sem Bandaríkja-
menn þekktu í viðskiptaviðræðum
við erlend ríki væru ógnanir og ein-
hliða aðgerðir. Hann sagði að
ákvörðunina um refsitolla á stálinn-
flutning mætti e.t.v. rekja til stjórn-
ar George Bush en Clinton bæri
augljóslega ábyrgð á hótunum um
að setja verktaka í EB-ríkjum út í
kuldann.
Reuler
Þúsund fallnir í Zaire
AÐ MINNSTA kosti 1.000 manns hafa beðið bana að undanfömu í óeirð-
um í Kinshasa, höfuðborg Zaire, að sögn talsmanns Etienne Tshiseke-
dis, forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn landsins. Hann sagði einnig að
flestir þeirra sem féllu hefðu verið uppreisnarmenn innan hersins, sem
úrvalssveitir hollar Mobutu Sese Seko forseta hefðu drepið. Mobutu sak-
ar Tshisekedi um að hafa kynt undir óeirðunum með því að hvetja fólk til
að taka ekki við nýjum peningaseðlum sem forsetinn lét prenta, meðal
annars til að geta greitt hermönnum laun. Hermenn gengu berserksgang
um göturnar þegar þeir gátu ekki notað seðlana. A myndinni er lík It-
ala, sem beið bana í óeirðunum, borið úr ferju sem flutti erlenda ríkis-
borgara í Zaire til nágrannaríkisins Kongó.
Kúrdum
smyglað
frá Irak
Hclsinki. Reuter.
RÚMLEGA hundrað Kúrdar
komu til Helsinki í gær með
eistneskum togara eftir að hafa
verið laumað til Finnlands frá
Eistlandi.
Kúrdarnir, þeirra á meðal um
40 börn, voru við góða heilsu og
óskuðu eftir hæli í landinu. Þeir
segja að hver fullorðinn farþegi
hafi greitt 600 Bandaríkjadali, um
32.000 kr., fyrir ferðina. Þriggja
manna áhöfn togarans var færð til
yfirheyrslu.
Rússneska mafían
Um 500 Kúrdar komu til Sví-
þjóðar fyrir tveimur vikum með
skipi frá Lettlandi og skipverjarnir
voru rússneskir. Sænskir embætt-
ismenn hafa sagt að grunur leiki
á að rússneska mafían standi fyrir
smygli á flóttamönnum til Svíþjóð-
ar. Finnskir embættismenn vildu
ekki tjá sig um það hvort tengsl
væru á milli þessara atburða.
----» ♦ ♦
Færeyskur
þingmaður
Aðstoðin
munduga
skammt
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdótt-
ur og N, J. Bruun, fréttariturum Morgnn-
blaðsins.
í DANMÖRKU eru viðbrögðin
við danskri neyðarhjálp til
handa Færeyjum annars vegar
áhyggjur yfir að hún muni ekki
nægja og hins vegar vangavelt-
ur um hvort þar með sé ekki
búið að kippa fótunum undan
heimastjórninni. Óli Breck-
mann, annar fulltrúi Færeyja á
danska þinginu, segir í samtali
við Politiken að samkomulagið
sé „auðmýkjandi“ fyrir Færey-
inga. Auk þess muni aðstoðin
aðeins duga í nokkra mánuði.
Framfaraflokkurinn danski seg-
ir að fjárhagsaðstoðin sl. haust
hafi verið eins og að ausa fé í
botnlausa hít. Þegar danska stjórn-
in bjargaði Sjóvinnubankanum frá
gjaldþroti í haust var Alþjóða
gjaldeyrissjóðurinn beðinn um að
gera úttekt á fjárhag eyjanna.
Skýrslu hans er vænst eftir um
mánuð. í kjölfar hennar fylgir
hugsanlega meira atvinnuleysi og
ný bylgja gjaldþrota, sem gætu þá
kallað á frekari aðstoð.
Skattar varasamir
Af hálfu margra Dana þykir
varhugavert að skattleggja Færey-
inga frekar, því þá aukast líkurnar
á að enn fleiri flytji til Danmerkur
og íþyngi félagsmálakerfinu þar.