Morgunblaðið - 03.02.1993, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRUAR 1993
5
TAKTU ÖRLITLA ÁHÆTTU
OG ÞÚ GÆTIR ÁTT
MILLJONIRIVÆNDUM!
Nú þegar kreppir að í þjóðfélaginu verða draumar manna um betri tíð og
áhyggjulausa framtíð áleitnari en nokkru sinni fyrr. Með örlitlu áhættufé
getur þú haldið vakandi von um að draumamir rætist svo um munar.
Happdrætti Háskólans hefur komið fjármálum fjölmargra á réttan kjöl og
gott betur. Með eitt hæsta vinningshlutfall í heimi, stórglæsilega
peningavinninga og nú mestu vinningslíkur í happdrætti á Islandi, þar
sem annar hver miði getur unnið, hefur HHI algjöra sérstöðu.
Þú getur hagað þátttöku þinni eftir fjárhag og valið milli þess að spila á
EINFALDAN, TROMP eða NÍU. Þú leggur mismikið undir sem
áhættufé og vinningsupphæðin ræðst af því. Flestir hafa efni á að spila á
einfaldan, Trompið gefur fimmfaldan vinning og með Níuna á hendi
gœtir þú orðið með auðugri mönnum á Islandi. Komdu við hjá næsta
umboðsmanni HHI við fyrsta tækifæri og tryggðu þér miða.
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings
ARGUS / SlA