Morgunblaðið - 03.02.1993, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1993
9
Nú er rétti tíminn til að
hefja reglulegan sparnað með
áskrift að spariskírteinum
ríkissjóðs.
Notaðu símann núna,
hringdu í
62 60 40,
69 96 00
eða 99 66 99
sem er grænt númer.
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverflsgötu 6, sími 91- 626040
Kringlunni, sími 91- 689797
Kalkofnsvegi 1,
sími 91- 699600
Gore, Brundtland og
umhverfismálin
í nýjasta hefti tímaritsins Time er grein
eftir Eugene Linden, sem fjallar um klípu
Gro Harlem Brundtland, forsætisráð-
herra Noregs, í umhverfismálum og
hvernig sama hlutskipti gæti beðið um-
hverfismálapostulans Al Gore, varafor-
seta Bandaríkjanna.
Ásókn fram-
tíðarvofiinnar
í grein Lindens segin
„Einn fyrsti þjóðarleið-
toginn, sem bað um
áheyrn hjá varaforseta
Bandaríkjanna, Albert
Gore, er Gro Harlem
Brundtland, forsætisráð-
herra Noregs, - og það
er ekki nema eðlilegt.
Brundtland var formað-
ur nefndar Sameinuðu
þjóðanna um umhverfis-
mál og þróun. Ferð henn-
ar á fund Gores gæti á
hinn bóginn ekki verið
meira umhverfislega
öfugsnúin. Hún vill að
vinur hennar frá um-
hverfismálaráðstefnunni
í Ríó lofi henni þvi að
Bandarikin muni ekki
grípa til efnahagslegra
refsiaðgerða gegn Norð-
mönnum, sem hafa á
prjónunum að brjóta al-
þjóðlegt bann við hval-
veiðum.
Þetta auðmýkjandi
ferðalag Brundtlands er
eins og umhverfismálaút-
gáfa af ásókn vofu fram-
tiðarinnar; eftir fjögur
ár gæti svo farið að vara-
forseti Bandaríkjanna
yrði í álíka óþægilegri
aðstöðu og Brunddand
nú. Hann gæti þá þurft
að útskýra fyrir stuðn-
ingsmönnum sínum í
umhverfismálunum
hvers vegna hann efndi
ekki loforðin, sem gefin
voru í kosningabarátt-
unni. Rétt eins og dóm-
stólarnir og þingið komu
í tólf ár í veg fyrir að
hugmyndafræðingum
repúblikana tækist að
afnema ýmsar reglur um
vernd umhverfisins, sýn-
ir klípan, sem Brundt-
land er í, fram á það
hvemig starfshættir nú-
tímaiýðræðisríkis geta
reynzt dragbítur á að
hugsjónir æðstu valda-
mairna komist í fram-
kvæmd.
Þurfti stuðn-
ing fiskimanna
BrundUand komst i
þessa úlfakreppu vegna
þess að hún þurfti á póli-
tískum stuðningi fiski-
manna í Norður-Noregi
að halda. Sjómennirnir
standa frammi fyrir sí-
minnkandi afla og lita þvi
soltnum augum á hrefn-
umar í sjónum. Til þess
að halda þessum hópi inn-
an brotgjams hrings
stuðningsmanna sinna
varð Brundtiand að
gleyma mörgum brenn-
andi hugsjónum sínum.
Svo ekki sé á neinn
hallað, verður að geta
þess að á öðrum sviðum
er orðspor Norðmanna í
umhverfismálum gott.
Bandaríkjamenn mættu
til dæmis fylgja fordæmi
þeirra og koma á koltví-
sýringsskatti, sem hvetur
til betri nýtingar elds-
neytis og notkunar
hreinni orkugjafa. En
hvalamálið skiptir miklu
máli. Með þvi að ganga
framhjá Alþjóðahvalveið-
iráðinu með einhliða að-
gerðum, opna Norðmenn
möguleika á að aðrar
þjóðir svindli á hvalveiði-
banninu og stofni hvala-
stofnunum í hættu á ný.
Margir Norðmenn gera
sér grein fyrir þessu, en
fiskimennirnir, sem hafa
pólitísk áhrif, ráða stefn-
unnL
Lögmál hnign-
unar umhverf-
isins
Þetta er aðeins toppur-
inn á ísjakanum. Rétt eins
og norskir fiskimenn hafa
pólitisk áhrif, eru skógar-
höggsmenn í Bandaríkj-
unum áhrifamiklir í póli-
tik, að ekki sé minnzt á
skipuleggjendur mann-
virkja, búgarðseigendur,
bílaframleiðendur og alla
hina fjölskrúðugu flóru
niðun\jörvaðra sérhags-
munahópa, sem geta gert
umhverfiselskandi stjóm-
málamömium lifíð leitt,
jafnvel þótt þeir hafi
breiðan stuðning í samfé-
laginu. Þetta leiðir af sér
það sem kalla mætti
fyrsta lögmál hnignunar
umhverfisins; mikilvægi
ástands vistkerfisins til
lengri tíma litið minnkar,
þegar menn beijast um
aðgang að einstökum
auðlindum í þágu efna-
hagslegra skammtima-
hagsmuna sinna. Þetta
kemur ekki á óvart í landi
sem nær ekki tökum á
langtímavandamálum,
sem tengjast Qárlaga-
halla, og þar sem stórfyr-
irtækjum er stjórnað af
framkvæmdastjórum,
sem sjá aldrei lengra en
fram á næsta ársfjórð-
ung. Munurinn er að þótt
menn geti aðlagazt þess-
ari skammsýni, getur
náttúran það ekki. Afleið-
ingamar geta orðið
óbætanlegar og engin
pólitisk skrúðmælgi get-
ur falið þær.“
V^terkur og
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
►Abstoí) óskast
Kona óskast til að vera hjá lamaðri konu
4 nætur (eftir samkomulagi) í viku.
Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl.,
merktar: Þ — 1419", fyrir 9. febrúar.
RABBFUNDUR I VÍB-STOFUNNl
HVERNIG ER BEST AÐ SELJA
ERLENDUM FYRIRTÆKJUM ÍSLAND
SEM STÓRIÐJULAND?
Á morgun, fimmtudaginn 4. febrúar, verður Christian
Roth, forstjóri Islenzka Alfélagsins hf. í VIB-stofunni
og ræðir við gesti um möguleika Islands senr
staðsetningu fyrir stóriðju. Hverju leita erlendu
fyrirtækin eftir? Hvað, höfum við að bjóða? Hvernig er
best að kynna kosti Islands íyrir stóriðjufyrirtækjum?
Fundurinn fer fram á enskn.
Fundurinn hefst kl. 17:15 og er öllum opinn.
Ármúla 13a, 1. hæð.