Morgunblaðið - 03.02.1993, Side 12

Morgunblaðið - 03.02.1993, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1993 Leikfélag Húsavíkur frum- sýnir Ronju ræningjadóttur Hafliði Hallgrímsson tónskáld. Leifur Þórarinsson tónskáld. Myrkir músíkdagar á Skottís Reykjavíkurkvart- ettínn frumflytur tvo strengjakvartetta þær mæðgur Mira sem er 10 ára og af kóresku bergi brotin og móðir hennar Hann F. Knudsen sem er dönsk, auk Manfreðs Lemke leik- myndasmiðs, en hann er Svisslend- ingur, búsettur hér. Formaður LH er Ása Gísladóttir. (Fréttatilkynning) Síðustu sýningar á Drögum að svínasteik Æfingar standa yfir á næsta verkefni Þjóðleikhússins sem sett verður upp á Smíðaverkstæðinu og verða aðrar sýningar að víkja. Sýningum fer því fækkandi á leikritinu Drög að svínasteik sem Egg-Ieikhúsið stendur fyrir, og verða síðustu sýningar miðvikudaginn 3. febrúar, fimmtufaginn 4. febrúar og miðvikudaginn 10. febrúar. Drög að Svínasteik er eitt mest Viðar Eggertsson leikur svínið, Ing- leikna franska leikritið á síðustu árum, hefur verið þýtt á yfir 20 tungumál og leikið í a.m.k. 50 mis- munandi uppfærslum. Höfundurinn, Raymond Cousse, fékk margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir verkið sem segir frá svíni er bíður slátrunar og rekur lífshlaup sitt á meðan. Kristján Árnason íslenskaði, nnn Ásdísardóttir leikstýrir og hönn- un leikmyndar var í höndum Snorra Freys Hilmarssonar. í fréttatilkynn- ingu frá EGG-leikhúsinu segir að íslenskir gagnrýnendur hafi „sjaldn- ast verið eins ósammála um nokkra sýningu." Hafi sumir hlaðið hana lofi en öðrum fundist minna til koma. Kvöldnámskeið fyrir al- menning í Háskólanum Miðvikudagskvöldið 3. febrúar kl. 20.30 frumflytur Reykjavík- urkvartettinn tvo nýja strengja- kvartetta á Kjarvalsstöðum. Tón- leikarnir eru liður í Myrkum mús- ikdögum og skosk-íslensku lista- hátíðinni Skottís. Verkin sem frumflutt verða eru Strengjakvartett nr. 3 eftir Leif Þór- arinsson og Undirlýsi eftir Kristian Blak. í fréttatilkynningu segir að óþarfi sé að kynna Leif Þórarinsson, þar sem hann hafi um árabil verið í fremstu víglínu meðal íslenskra tón- skálda. Kristian Blak er fæddur í Dan- mörku, en hefur lengi verið búsettur í Færeyjum. Hann er fjölhæfur tón- listarmaður og afkastamikið tón- skáld. I tónlist hans má meðal ann- ars fínna greinileg áhrif þjóðlegrar tónlistar, Ijóðlistar og myndlistar. Verk hans Undirlýsi er samið sér- staklega fyrir þessa tónleika, nafnið er færeyskt og vísar til sérstakrar birtu undir skýjunum. Strengjakvartett 1990 verður leik- inn eftir skoska tónskáldið Judith Weir. Judith hefur hlotið mikla at- hygli hin síðari ár, einkum fyrir kam- meróperur sínar, en ein þeirra verður flutt í Listasafni íslands þann 11. febrúar. Loks leikur Reykjavíkur- kvartettinn Fjóra þætti fyrir strengjakvartett eftir Hafliða Hall- grímsson. Verkið var frumflutt í stytjtri útgáfu 3. desember 1990 í Quéen’s Hall í Edinborg af Mistry- kvartettinum, en er nú flutt í lengri og endanlegri útgáfu. Reykjavíkurkvartettinn var stofn- aður árið 1990. Kammersveit Nýlátinn er í Chislehurst í Englandi mikill vinur Islands, rithöfundurinn Ted Willis, 78 ára að aldri. Eftir því sem segir í Heimsmetabók Guinnes, var Ted Willis afkastamesti höfundur sjónvarpshandrita til þessa. Hann skrifaði handrit að 41 sjón- varpsmyndaflokki og hafa nokkrir þeirra verið sýndir í ís- lenska sjónvarpinu. Eitt vinsæl- asta sjónvarpsverk hans var sag- an af Dixon lögregluforingja, eða „Dixon of Dock Green“, en sá myndaflokkur var sýndur í BBC samfleytt í 26 ár, eða frá 1955 til 1976. Auk þessa skrifaði hann 39 kvikmyndahandrit, 37 leikrit og margar skáldsögur. Ted Willis var fæddur í mikilli fátækt í Tottenham-hverfinu í London. Hann hóf snemma afskipti af stjórnmálum og varð forseti æskulýðssamtaka Verkamanna- flokksins í Bretlandi. Hann var aðl- aður í forsætisráðherratíð Harolds Wilsons og tók sæti í lávarðadeild breska þingsins. Þá var hann orðinn frægur og efnaður maður af rit- störfum sínum. Reykjavíkur hafði lengi haft hug á að koma á fót strengjakvartett og það varð mögulegt með hjálp Reykja- víkurborgar 1990. Kvartettinn hefur síðan komið fram á ýmsum hátíðum, svo sem Listahátíð í Reykjavík, Kirkjulistahátíð í Reykjavík og Myrk- um múskikdögum. Hann spilaði á „Breaking the Iee“-hátíðinni í Skot- landi á síðastliðnu ári, fór í tónleika- ferð til Færeyja síðastliðið vor og hélt tónleika í Þórshöfn, Miðvági og Klakksvík. Kvartettinn hefur einnig haldið tónleika á hátíð strengjakvart- etta í Litháen og Listahátíðinni í Bergen í Noregi. HÁSKÓLATÓNLEIKAR í tengsl- um við Skottís-hátíðina og myrka músíkdaga verða miðvikudaginn 3. febrúar og 10. febrúar kl. 12.30 í Norræna húsinu. Nem- endur Tónlistarskólans í Reykja- vik munu leika bæði skosk og íslensk tónverk. Á tónleikunum 3. febrúar verða leikin verkin Apaspil og þjóðlög fyrir lágfiðlu og píanó eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Sporðdrekadans eftir Kjartan Ólafsson, þjóðlög fyrir Leikárin 1970-72 sýndi Leikfélag Reykjavíkur leikritið Hitabylgju eft- ir Ted Willis í leikstjórn Steindórs Hjörleifssonar. Leikendur voru Sig- ríður Hagalín, sem hlaut Silfur- lampann fyrir leik sinn, Jón Sigur- björnsson, Anna Kristín Arngríms- dóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Mar- grét Magnúsdóttir og Jón Hjartar- son. Leikmynd gerði Jón Þórisson. Sýning þessi fékk frábæra dóma og mikla aðsókn og var seinna sýnd í sjónvarpi. Leikfélagið bauð Willis lávarði til íslands og sá hann sýn- inguna. Þá var útfærsla landhelg- innar í 50 mílur ofarlega á baugi og mikið hitamál. Ted Willis fékk mikinn áhuga á málstað íslendinga, enda mikill baráttumaður fyrir málstað minnihlutahópa í sínu landi og fyallar t.d. Hitabylgja um jafn- rétti svartra. Leikfélagsmenn leiddu saman lávarðinn og marga alþingis- menn og þegar heim kom tók hann málstað íslendinga hvað eftir annað upp í lávarðadeildinni. Hann skrif- aði einnig til blaðanna um landhelg- ismálið og beitti áhrifum sínum í sjónvarpi og útvarpi, kom meðal annars fram í BBC og skýrði okkar FRUMSÝNING Leikfélags Húsa- víkur á leikritinu Ronju ræningja- dóttur eftir Astrid Lindgren í leik- stjórn Brynju Benediktsdóttur verður laugardaginn 6. febrúar. Tónlistin er eftir Helga Pétursson, tónskáld, sem búsettur er á Húsavík og kennir þar við tónlistárskólann en menntun sína i tónsmíðum hlaut hann í tónlistarskólanum í Reykjavík og i Reading háskóla í Englandi. Leikmynd er eftir leikstjórann og Manfred Lemke sem er kennari á Stóru Ijömum en fjöldi leikfélags- manna hefur unnið að smíði tjald- anna en búningar eru gerðir af Her- dísi Birgisdóttur, hinni góðkunnu leikkonu þeirra Húsvíkinga, en henni til aðstoðar hafa tíu leikfélagskonur staðið í ströngu við saumaskap. Brúður eru hannaðar af Helgu Arn- alds. Ljós og hljóðmynd eru í höndum Jóns Arnkelssonar og Einars H. Ein- arssonar. Fjöldi leikara kemur fram í sýning- unni, Ronju leikur 14 ára stúlka, Júlía Sigurðardóttir, en Birki leikur jafnaldri hennar Eiður Pétursson. Með hlutverk Matthíasar ræningja- foringja fer Ingimundur Jónsson, en hann á 40 ára leikafmæli í ár. Lo- vísu, móður Ronju, leikur Anna Ragnarsdóttir og í einu af söngatrið- um hennar í sýningunni er m.a. hið rammíslenska ókindarkvæði. Segja má að Leikfélag Húsavíkur sé vettvangur alþjóðlegra samskipta þessa stundina því auk grænlensku gestanna sem hjálpa til við sýning- una koma fram í henni kínversk söngkona, Natalía Sjú, sem leikur undirheimaveruna. Rassálfana leika selló og píanó eftir Hafliða Hall- grímsson og „Songs and Blessings" eftir Sally Beamish. Flytjendur eru Signý Sif Sigurð- ardóttir, Rúnar Óskarsson, Kristinn Öm Kristinsson, Sigurður Bjarki Gunnarsson, Sigríður Einarsdóttir, Gunnar Þorgeirsson, Guðrún H. Harðardóttir, Jónína A. Hilmars- dóttir, Halldór ísak Gylfason, Anrndís Björk Ásgeirsdóttir og Sig- rún Grendal Jóhannesdóttir. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. Ted Willis mál. Fullyrða má að almenningur hafi tekið mjög vel eftir því sem hann skrifaði og sagði, enda frægð hans og vinsældir miklar á þessum árum. Framlag hans hafði því geysimikla þýðingu í baráttunni fyrir málstað íslendinga og endan- legum sigri í þorskastríðinu. HEIMSPEKIDEILD Háskóla ís- lands og Endurmenntunarstofnun bjóða á vormisseri átta kvöldnám- skeið sem ætluð eru áhugafólki um bókmenntir, listir, tónlist, heimspeki og jarðfræði. Meðal námskeiða verður námskeið um sígilda tónlist þar sem Ingólfur Guðbrandsson mun í fyrirlestrum og með tóndæmum fjalla um vinsæl tónverk allt frá endurreisnartímabil- inu á Ítalíu yfir til klassíska og róm- antíska tímabilsins. Ólafur Gíslason, blaðamaður og listgagnrýnandi, mun á námskeiði um endurreisnartímann á Ítalíu 1400-1600 fjalla um samfé- lagsgerð, listir og hugmyndasögu þessa tímabils og enda með listskoð- unarferð til Flórens um páskana, ef næg þátttaka fæst. Guðmundur Andri Thorsson mun á námskeiðinu Líf, Ijóð og áhrif Jónasar Hallgríms- sonar huga að því umhverfi sem Jónas spratt úr, fjalla um verk hans, skoða skyld skáld og áhrif róman- tísku stefnunnar hér á landi. Mikael Karlsson dósent mun kenna nám- skeið um heimspeki og trúarbrögð, Ragnar Baldursson Asíufræðingur mun ásamt gestafyrirlesurum fjalla um Japan, bæði mannlíf og menn- ingu. Ari Trausti Guðmundsson jarð- fræðingur mun í námskeiðinu Hin hvikula jörð: Jarðfræði íslands og landrekskenningar kynna þá kenn- ingu og skoða eldvirkni og jarð- skjálfta heima og erlendis í ljósi hennar. íslenskum fomsögum verða einnig gerð skil og mun Jón Böðvars- son halda námskeið um Egils sögu, sem þegar hafa um tvö hundruð manns skráð sig á. Loks mun Jón Karl Helgason ásamt gestafyrirles- urum fyalla um Njálu og áhrif henn- ar á nútímann, bæði bókmenntir fyrr og nú, áhrif sögunnar í sjálfstæðis- baráttu Norðurlanda og áhrif hennar meðal enskumælandi þjóða. Námskeiðin heljast flest í næstu viku, en nánari upplýsingar fást hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Is- lands. Kvikmyndadagar Hvíta tjaldsins Utangarðsböm Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Regnboginn: Fylgsnið — „Möve og Funder“. Handritshöfundur og leiksfjóri Niels Graaböl. Tónlist Fuzzy. Aðalleikendur Kaspe Anderson, Allan Winther, Kristine Horn, Ditte Knudsen. Danmörk 1991. Fylgsnið - er fyrsta kvikmynd Danans Niels Graaböls í fullri lengd (þó hún sé rétt á mörkunum þar sem hún er óvenjustutt, eða 67 mín.) og ber þess nokkur merki. Handritið er ekki veigamikið en vekur áhorfandann þó til umhugs- unar um vandamál sem víða er til staðar — skeytingarleysi þeirra sem betur eiga að vita gagnvart þeim sem minna mega sín. Aðalsögupersónurnar eru tvær, drengurinn Martin (Anderson), sem er tólf ára gamall, og hinn hálfþrítugi smákrimmi Funder (Winther). Martin býr í niðurníddu hverfi í Kaupmannahöfn ásamt einstæðri móður sinni sem sinnir honum lítið og í upphafi myndar- innar svíkur faðir hans Martin um helgardvöl. En óvæntir atburðir gerast sem lífga upp á grámósku- lega tilveruna. Glæpamaðurinn Funder leggur á flótta undan lög- reglunni eftir slagsmál á hverfí- skránni og Martin litli skýtur yfir hann skjólshúsi í kjallaranum hjá sér og aðstoðar hann eftir fremsta megni. Vitaskuld er þessi kunning- skapur dauðadæmdur frá upphafí en hann gerir báðum gott. Þeir Martin og Funder eru báðir utan- garðsbörn, hvor á sinn hátt. Þrátt fyrir gagnkvæma ást á milli mæðginanna er Martin utanveltu og einstæðingur sem saknar föður síns og fær engan veginn næga athygli hjá móður sinni sem er annarra um elskhugann og útlitið. Ekki er betur komið fyrir Funder sem virðist hafa farið fyrir margt löngu útaf sporinu og er það einn gallinn við myndina að áhorfand- inn á að meðtaka hann sem glæpa- mann sem er vita vonlaust þó hann gumi af fjaðurhníf því til sönnunnar. Bæði gefur útlitið það til kynna að hér fer sauðmeinlaus ónytjungur, þar fyrir utan sýnir hann af sér helberan vesaldóm í einu og öllu. En þarna finna þess- ar einmana, guðsvoluðu sálir hlýju og vináttu um stund og Martin sér eftirsótta föðurímynd í ræflin- um. Er á meðan er þó máltækið „haltur leiðir blindan" komi upp í hugann. Skottís - Myrkir músíkdagar Háskólatónleikar í Norræna húsinu Ted Willis látinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.