Morgunblaðið - 03.02.1993, Síða 16

Morgunblaðið - 03.02.1993, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1993 Mál aldraðra 1993 eftirHrafn Pálsson Tilefnið Evrópuráðið hefur ákveðið að leggja áherslu á málefni aldraðra árið 1993, en EFTA-löndin hafa ákveðið að vinna ekki að öldrunar- málum í nafni þess fyrr en efna- hagssáttmáli Evrópu hefur gengið í gildi. Full ástæða er þó fyrir okkur hér á landi að staldra við og líta á hvem- ig okkar öldmnarmálum er háttað. Húsnæðismál aldraðra em sum- um óljós. Oft er t.a.m. ruglað saman íbúðum á fijálsum markaði sem lúta lögmálum framboðs og eftirspumar og öllum mögulegum búsetuformum aldraðra, sem lúta lögum þar um. Að sumu leyti er þetta eðlilegt, þar sem ráðamenn þjóðarinnar hafa ekki gengið frá fasteignasölureglu- gerðum sem skyldi. Betra væri að ekki mætti selja öldruðu fólki íbúð- ir, nema eftirlitsaðili húsnæðismála- stofnunar gætti þar hagsmuna kaupenda, en slíkt hefur ekki þótt hæfa sjálfstæðu fólki til þessa. Mál aldraðra taka svo miklum breytingum frá einum tíma til ann- ars, að það er nokkuð viðfangsefni hveijum og einum að fylgjast með þeirri þróun. Nægir að nefna þróun eins og vaxandi öldrun og breytta aldursskiptingu þegnanna, opinber- ar aðgerðir svo sem breytingar á reglugerðum almannatrygginga, og síðast en ekki síst ónægan undirbún- ing aldraðra og aðstandenda þeirra varðandi starfslok, eftirlaunamál og búsetuskipti. Þá orsaka niðurbrot fjölskyldunnar og verkefnaleysi oft einsemd og leiða. Vegna alls þessa verðum við að læra að lifa með breytingunum og laga okkur að þeim, ef vel á að vera. Nýjungar Tekið hefur verið upp þjónustu- og vistunarmat hjá öldrunarþjón- ustunni, en því er skipt í fjóra þætti sem taka til félagslegra aðstæðna, líkamlegs atgervis, andlegs atgervis og fæmi. Þessum þáttum er svo skipað niður í smærri einingar, sem stig eru gefin fyrir. Stigin ásamt umsögnum matsaðila segja svo þjónustuaðilum, hvaða þjónustu hver og einn. þarfnast. Með þessu frábæra tæki er nú hægt að koma í veg fyrir að fólk taki sig upp og fari á stofnanir fyrr en brýn þörf krefur. Þetta er ekki aðeins hag- kvæmt heldur nauðsynlegt, því talið er að um fimmtungur roskinna þoli ekki slíka flutninga og þeir verði þeim að aldurtila. Þá er í sjónmáli nýtt mælitæki á þjónustuþyngd og starfsmannaþörf stofnana, sem gæti, ef vel til tekst, tryggt betri nýtingu og skiptingu Blönduós mannafla og fjármagns, er fram líða stundir. Þama er um að ræða faglegt mat á hveijum skjólstæðingi fyrir sig, sem mælir umönnunarþörf þeirra og þar með þörf á vinnuafli og hver sé eðlilegur rekstrarkostnaður fyrir deildir þær, sem þá vista. Þjónustuúrræði fyrir aldraða í framtíðinni munu sæta strangara eftirliti og gæðamati en fyrr. Sveit- arfélögum og ríki ber lagaleg og siðferðileg skylda til að sjá til þess, að þar sé farið að lögum og reglum. Oft hefur verið byggt af meira kappi en forsjá í öldrunarþjónustunni, en nú ættum við að vera komin til þess þroska, að slíkt endurtaki sig ekki. Þjóðarbúskapurinn hefur ekki ráð á öðm. Þjónustan Opinber þjónusta við aldraða hlýt- ur að takmarkast við brýnustu þarf- ir þeirra. Eftir því sem fjölskyldan hefur sótt meira út af heimilinu til náms og vinnu hefur orðið erfíðara að sinna gamla fólkinu innan heimil- isins. Við þetta myndaðist togstreita um athygli og störf innan heimil- anna og úrvinda, útivinnandi fólk tapar oft áttum og hættir að ná utan um heimilishaldið. Stofnanir taka því stundum of snemma við og eftir situr fólk í sámm fyrir kunnáttuleysi og mis- skilning. Þennan misskilning þarf að uppræta með fræðslu, því aðstoð aðstandenda er eðlilegri en aðkeypt þjónusta sé unnt að koma henni við. Þetta er vert að hafa í huga, því aukið fé til stofnana felur ekki endilega í sér aukin gæði þjón- ustunnar. Stofnanir geta verið hlið- hollari sjálfum sér en skjólstæðing- um sínum. í þeim sveitarfélögum, þar sem ekki er búið að setja á stofn virka og samstillta heimaþjónustu kemur oft til ótímabærra vistana á stofn- anir. Ástæðan hefur ósjaldan verið sú, að félagslega þjónustan er lögum samkvæmt á könnu sveitarfélags- inSj en hjúkrun á vegum ríkisins. I stað þess að setja þessi mál undir sama hatt hafa þessir tveir aðilar reynt að koma kostnaðinum yfír hvor á annan. Við þetta hefur þjónustan orðið slakari og það kom- ið niður á skjólstæðingunum, sem því miður virðast hafa minni áhrif á eigin mál en skyldi og verða einn- ig að lúta ákvörðunum þeirra sem borga. v Þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða eru nauðsynlegur vettvangur fyrir margvíslega starfsemi til að spoma gegn hrömun og stöðnun. Líkamleg hreyfing, spil, spjall, handavinna og föndur skila almennt tilætluðum árangri. Án nauðsynlegrar hreyf- ingar og örvunar getur fólk orðið Hrafn Pálsson „Leggjum því áherslu á þjónustumiðstöðvar, fé- lagsstarf aldraðra og aukna heimaþjónustu. En eflum umfram allt frumkvæði aldraðra í málum sínum og leggj- um áherslu á ábyrgð fullorðinna á eigin lífi.“ sinnulaust, órólegt, friðlaust og sjálfmiðað, sem allt flýtir fyrir and- legum og líkamlegum hrörnunar- sjúkdómum. Það er kallað eftir sér- úrræðum eins og deildum fyrir blinda, heyrnarlausa, heilabilaða og þannig mætti Iengi telja, en vistun- armatið ætti að koma þar að gagni og meta þörf á viðeigandi úrræðum. Við verðum að hafa í huga, að þarfir einstaklingsins breytast, þannig að honum getur bæði farið fram og hrakað. Þess vegna verðum við að opna þjónustuna betur og sporna gegn því að flokka aldraða inn á endanlegt þjónustustig. Sé þetta ekki gert eykst þjónustuþyngd hans óþarflega fljótt. Fram til þessa hefur helmingi fólks verið komið inn á stofnanir af félagslegum ástæðum en ekki læknisfræðilegum og er það um- hugsunarvert. Spyija má, hvort vægi félagsþjónustunnar og hjúkr- unar sé í réttu hlutfalli við þörf. Aðstæður í fjölskyldum hafa breyst mikið í nútímanum, þannig að margir eru einstæðingar er ald- urinn færist yfir, þ.e. ekki í hjú- skap, fráskildir, ekkjur eða ekklar. Vegna þessa þýðir áframhaldandi búseta aldraðra á heimilum þeirra oft einangrun, þannig að heimaþjón- hefðu innheimt hærra holræsagjald en Blönduós. Á móti þessum hækk- unum kæmi lækkun fasteigna- skatta sem bæjarstjórn hefði ákveð- ið hjá ellilífeyrisþegum og öryrkjum og öðrum tekjulágum íbúum um allt að 21.000 krónur, en sú breyt- ing olli 7% lækkun á heildarálagn- ingu fasteignaskatta á Blönduósi á síðasta ári. Ástæða hækkunar sorphirðu- gjalds um 500 kr. á milli ára er sú að sögn Ófeigs að nú er allt sorp urðað en ekki brennt af umhverfisá- stæðum, sem hefur haft verulega aukinn kostnað í för með sér. Loks sagði hann að hækkun álagningar- hlutfalls lóðarleigu af íbúðarhús- næði væri gerð til samræmis við innheimtu lóðarleigu í öðrum bæjar- félögum sem hefði víða verið hærri en á Blönduósi. ustan verður eini tengiliður þeirra við umhverfið. Maðurinn lifir ekki á brauðinu einu saman, heldur verða félagsleg tengsl að vera nægileg og bera uppi ýmsa þætti tilverunnar. Markviss öldrunarþjónusta er því það sem legja verður- áherslu á. Til þess verða allir að leggja sitt af mörkum. Það dugar ekki að aldrað- ir sjálfir og aðstandendur þeirra láti reka á reiðanum og ætli yfirvöldum einum að sjá fyrir fólki á efri árum. Heima er best Heimilið er þýðingarmesti punkturinn í tilveru fólks. Andlegt og líkamlegt heilsufar manna fer mikið eftir því hvernig hýbýli þeirra og nánasta umhverfi er. Bætt heimaþjónusta, þar sem saman fara heimilishjálp og heimahjúkrun, er ein aðalforsenda þess að aldraðir séu áfram heima. Þar er þjónustan færð heim til fólksins, þegar það kemst ekki til þjónustunnar. Auðvitað verður alltaf örðugara að koma þessari skipan á í dreifbýl- inu. Þar verður því dvalarheimilið ennþá nauðsynlegt, en margt gam- alt fólk til sveita hefur séð af öllum sínum til þéttbýlisins og hefur því engan stuðning þegar halla tekur undan fæti. Þá hefur líka stundum reynst nauðsynlegt að leyfa hjúkr- unarrými fyrir léttari sjúklinga í þessum dvalarheimilum. Það er spá þeirra sem gerst þekkja á Norðurlöndum, að dvalar- og hjúkrunarrými aldraðra muni taka miklum breytingum á kom- andi árum, en til þess þurfa hæfi- legar vistarverur að taka við af því. En breytingar verða að vera með þeim hætti, að umönnunar- störfin gangi greiðlega. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu hafa borgaryfirvöld í 'Reykjavívk m.a. gert vel með því að byggja glæsi- legar þjónustumiðstöðvar, þar sem koma má fyrir umönnunarþjónustu við aldraða í nágrenni þeirra. Þetta er alveg frábært, nema fyrir þá sem þurfa á fullri hjúkrunarþjónustu að halda. Þar er ekki verið að tala um öldrunarlækningadeildir sem aldr- að fólk fer á um stundarsakir held- ur hjúkrunarþjónustudeild fyrir þá sem orðnir eru of lasburða til að vera lengur heima eða á dvalar- heimilum (þjónustuhúsnæði). Höf- uðborgin verður að taka sig á hvað varðar heimilisleg hjúkrunarrými sem hinir sjúku öldruðu þarfnast svo mjög þegar öldrunarlækninga- deildir spítalanna megna ekki meira fyrir þá. Mönnun Vert er að hafa hugfast að upp úr aldamótum eru spár uppi um að hlutfall aldraðra muni hækka, sér- staklega sé litið þil áranna 2005 til 2015. Það er því ljóst að færri hend- ur verða til að vinna störfin í þjóðfé- laginu og greiða kostnaðinn af rekstri þess. Með þetta í huga er enn þýðingarmeira fyrir ráðamenn að gera ráð fyrir að mennta þurfí starfsmenn til umönnunarþjónustu við aldraða í framtíðinni, því aðeins með aukinni menntun, endurmennt- un og þjálfun starfstéttanna er Iík- legt að nægilegt, hæft starfslið sé til taks þegar þörf krefur. Slíkar ráðstafanir myndu eflaust skila sér í betri afköstum, sem ekki er van- þörf á, þar sem háaldraðir verða fleiri á komandi árum. Uppi eru hugmyndir í heilbrigðisráðuneytinu um verulegar úrbætur í þjálfun og menntun starfsmanna í öldrunar- þjónustu. Tengsl Tengsl milli kynslóða eru mjög þýðingarmikil og verði þar brestur á einangrast hópar og einstakling- ar, þannig að sami skilningur á málum ríkir ekki lengur. Það er rétt, að þeim mun eldra sem fólk verður því líklegra má telja, að þjóð- félagið komi því fyrir á einhverri stofnun. Á sama tíma er öruggt að hinir eldri vilja vera þar sem grósku og hreyfingu er að finna. Þeir vilja búa þar sem útsýnið úr gluggum þess sýnir daglegt líf, s.s. við höfn- ina, bamaheimilin eða verslunar- húsin í grenndinni. Félagsleg tengsl em auðvitað betri, þar sem menn ná að kynnast. Þetta er vert að hafa í huga þegar fólk flytur af landsbyggðinni til höfuðborgarinnar og í íbúðarkytmr íjarri sínu eðlilega umhverfi. Kunn- áttu- og andvaraleysi gerir það að fólk kaupir íbúðir sem em ekki tengdar þjónustumiðstöðvum og það er jafnvel ver sett en áður, félags- lega og þjónustulega. Það gleymdi að undirbúa líf sitt eftir starfslokin og hugsa fyrir mörgu því, sem fylg- ir nýju hlutverki. Allur sá undirbúningur getur haft áhrif á, hvernig fólk hefur það í ellinni og hvemig heilsa þess verð- ur. Fólk glatar við starfslok því hlut- verki, sem það hafði á vinnustað. Fyrrum starfsfélagar og jafnvel sameiginleg tómstundaiðja er ekki lengur til staðar. Eftirlaunamaður- inn verður að fínna sér nýja ímynd en halda tengslum við annað fólk. Mikilsvert er að hafa gestaíbúðir fyrir vini og ættingja í tengslum við stærri öldrunarþjónustuhús til að halda við vina- og venslaböndum vistmanna. Þetta brúar kynslóðabil- in og eykur möguleika ættingja til að taka þátt í lífí hinna eldri. Framtíðin Langlegudeildirnar munu von- andi hverfa eftir því sem nýtísku- legri hjúkmnarheimili verða til. Ekki má ragla þeim vistarverum saman við öldmnarlækningadeildir, sem eru í eðli sínu sjúkrahús og því aðeins til lækninga og skemmri dvalar. Við munum sjá margar stofnanir lagðar niður eftir því sem okkur tekst að skapa nýrri og hent- ugri bústaði fyrir eldra fólk. Þessi þróun mun halda áfram, því breyt- ingar á þörfum og viðhorfum í þjóð- félaginu öllu kalla á slíkt. Lög um málefni aldraðra og fram- kvæmdasjóð aldraðra munu áfram hafa lykilhlutverki að gegna eigi eðlileg þróun á að verða í málefnum aldraðra. Áætlanir í ljósi reynslunnar Öldrunarmálin tóku ekki veraleg- um framförum hér á landi fyrr en með tilkomu laganna um málefni aldraðra og framkvæmdasjóðs aldr- aðra. Þá var tekið að veita peningum til öldrunarmála á kerfísbundinn hátt. Menn áttu margt ólært og þá ekki síst í að veita stuðning þeim aðilum sem undirbúa ævikvöldið. Þar eiga í dag þjónustumiðstöðvarn- ar og félagsstarf eldra fólks hvað stærstan þátt ásamt þjónustu- og vistunarmati, sem byggir á brýnustu þörf, svo frumkvæðið verði sem lengst hjá þeim öldmðu sjálfum. Að mati virtra öldmnarfræðinga geta allflestir búið áfram í eigin húsnæði fram á efstu ár og notið þar þjónustu, ef það hefur verið valið tímanlega með það fyrir aug- um að nýtast eigendum sínum til langframa. Það er einnig mikilvægt að flytja fólk ekki úr grónu um- hverfi, því það getur rofið nauðsyn- leg tengsl þess við umheiminn, kom- ið því úr jafnvægi og orsakað heilsu- brest. Það er því þýðingarmikið að aldraðir einstaklingar geti sem mest áhrif haft á kringumstæður sínar og valið sé í þeirra höndum. Slíkt á ekki síst við, þegar aldraðir velja sér_ bústað. Áætlanir margra stjómenda í öldmnarþjónustu hafa einkennst af skammsýni og lítið tillit verið tekið til krafna komandi eftirlaunakyn- slóða, sem verða eflaust kröfuharð- ari eftir því sem fram líða stundir. Þær hafa oft aðeins byggst á því að flikka upp á stofnanir sem fyrir eru í stað þess að leita bestu lausna, sem oft em fremur fólgnar í fjöl- þættum þjónustuúrræðum en stofn- anaþjónustu einni sér. Leggjum því áherslu á þjón- ustumiðstöðvar, félagsstarf aldr- aðra og aukna heimaþjónustu. En eflum umfram allt fmmkvæði aldr- aðra í málum sínum og leggjum áherslu á ábyrgð fullorðinna á eigin lífi. Höfundur er deildarstjóri öldrunormála heilbrigðisráðuneytis. Fasteignagjöld hækka Álagningarhlutfall fasteignaskatts af atvinnuhúsnæði hækkar á þessu ári á Blönduósi úr 1,06% af álagningarstofni í 1,15%. Einnig hækkar álagning vatnsskatts úr 0,15% í 0,20% og holræsagjald úr 0,15% í 0,18%. Sorphirðugjald á Blönduósi hækkar úr 5.000 kr. á síðasta ári í 5.500 kr. á hverja íbúð og loks hækkar álagningarpró- senta lóðarleigu af íbúðarhúsnæði úr 1,5% í 2% af lóðarmati. Ófeig- ur Gestsson bæjarstjóri segir að þessar hækkanir eigi sér eðlilegar skýringar. Ófeigur sagði þrjár ástæður fyrir hækkun álagningarprósentu fast- eignaskattsins. Hlutfallið hefði ver- ið talsvert lægra á Blönduósi en í mörgum öðmm sveitarfélögum sem sum hver nýttu sér hámarksálagn- ingu skattsins. Blönduóssbær hefði staðið í miklum framkvæmdum á síðasta ári, einkum vegna bygging- ar íþróttamiðstöðvar, auk þess sem létt hefði verið af fyrirtækjum þeg- ar aðstöðugjaldið var afnumið. Álagning fasteignaskatts á íbúðar- húsnæði á Blönduósi er aftur á móti óbreytt frá síðasta ári. Hærri vatnsskattur vegna breytinga á gjaldskrá RARIK Ófeigur sagði að ástæðu hækk- unar vatnsskatts mætti rekja tii breytinga sem urðu á gjaldskrá RARIK um áramótin og hafði í för með sér að raforkukostnaður vegna vatnsdælingar hækkaði um 15%. Auk þess sagði hann að vatnsveitan væri að Ijúka við að greiða niður stórt lán á þessu ári. Hann sagði að ákveðið hefði ver- ið að hækka holræsagjald til sam- ræmis við önnur sveitarfélög sem

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.