Morgunblaðið - 03.02.1993, Síða 26

Morgunblaðið - 03.02.1993, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRUAR 1993 Arni hf. fær greiðslu- stöðvun Héraðsdómur _ Norðurlands eystra veitti í gær Árna hf. í Ólafs- firði heimild til greiðslustöðvunar til 23. febrúar næstkomandi. Árni hf. hefur m.a. gert út 80 tonna bát, Áma ÓF, sem undanfarið hefur verið á rækjuveiðum. Hreinn Pálsson lögmaður á Akur- eyri hefur verið skipaður aðstoðar- maður á meðan á greiðslustöðvunar- tímabiiinu stendur. -..-..4---------- Sorppokar Lægstainn- lenda til- boði tekið SJÖ tilboð bárust í útboði sem Akureyrarbær efndi til í sorppoka fyrir bæinn. Alls er um að ræða 330 þúsund stykki og var sam- þykkt að taka lægsta innlenda til- boðinu. Sigurður J. Sigurðsson, formaður bæjarráðs, sagði að þrjú erlend tilboð hefðu verið lægri en hið lægsta ís- lenska. Lægsta tilboð var upp á um 4,1 milljón, en þar var um að ræða danska plastpoka. Lægsta íslenska tilboðið var frá Plastos og hljóðaði upp á um 4,3 milljónir. Tilboð AKO-poka á Akureyri var upp á tæpar 5 milljónir króna, eða um 20% hærra en lægsta útlenda tilboðið. Sigurður sagði að það sjón- armið hefði komið fram á fundi bæj- arráðs hvort taka bæri akureysku tilboði, en niðurstaðan orðið sú að verðmunur væri of mikill. „Það var ákveðið að taka lægsta innlenda til- boðinu, sem var um 5% hærra en lægsta erlenda. Við erum að hvetja fólk til að kaupa íslenskt og það var samstaða um það í bæjarráði að taka íslensku tilboði,“ sagði Sigurður. ---------------- Sjómannafélag , Eyjafjarðar Rangir út- reikningar Sjómannafélag Eyjafjarðar hef- ur beðið Morgunblaðið að birta leiðréttingu við útreikning á af- leiðingum þess ef fækkað er í áhöfn skipa úr 15 mönnum í 13, en í ályktun frá félaginu sem birt- ist fyrir nokkru í blaðinu var út- reikningurinn rangur. Dæmi var tekið af togara þar sem .fækkað var í áhöfn úr 15 mönnum í 13 og aflaverðmæti miðað við 190 milljónir á ári. Sagt var að ráðstöfun- artekjur skipstjóra ykjust um hálfa milljón, en hið rétta er 557 þúsund krónur, fyrsta stýrimanns um 418 þúsund krónur, en ekki 400 þúsund og tekjur háseta myndu aukast um 278 þúsund, en ekki 136 þúsund eins og fram kom í ályktuninni. Leikfélag Akureyrar æfir Leðurblökuna eftir Jóhann Strauss Ópera hjá LA eftir 30 ára hlé ÆFINGAR á einu viðamesta verkefni sem Leikfélag Akur- eyrar hefur ráðist í eru nú hafn- ar, en þar er um að ræða ópe- rettuna Leðurblökuna eftir Jó- hann Strauss. Fyrsti samlestur var á mánudagskvöld, en ein- söngvarar og kór hafa verið að æfa í allan vetur. Frumsýning er áætluð 26. mars næstkom- andi. Frá Amsterdam og Ítalíu Leikstjóri Leðurblökunnar er Kolbrún Halldórsdóttir, en tónlist- arstjóri er Roar Kvam. Jón Þor- steinsson tenór var fenginn frá Amsterdam til að túlka hlutverk Eisensteins og Ingibjörg Marteins- dóttir sópran kemur frá Reykjavík til að syngja hlutverk konu hans, Rósalindu. Guðrún Jónsdóttir sópran, sem verið hefur í fram- haldsnámi á Ítalíu undanfarið, kemur þaðan til að syngja og leika hlutverk Adele. Ljósmynd/Benni Söngur í samkomuhúsi Hópurinn sem tekur þátt í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Leðurblökunni. Þau Jón Þorsteinsson og Ingi- björg Marteinsdóttir sem fara með aðalhlutverkin í verkinu sitja á fremsta bekk ásamt tónlistarstjóranum Roar Kvam og Kolbrúnu Halldórsdóttur leikstjóra. Guðrún Jónsdóttir er á öðrum bekk milli Jóns og Ingbjargar. í öðrum hlutverkum eru ýmist lærðir söngvarar eða atvinnu- leikarar, Þuríður Baldursdóttir, alt, Steinþór Þráinsson, barítón, Michael Jón Clarke, barítón, Aðal- steinn Bergdal, Már Magnússon, Þráinn Karlsson, Bryndís Petra Bragadótir og Siguijón Albert Heimisson. Roar Kvam hefur unnið nýja útsetningu á tónlist fyrir 10 manna hljómsveit og 14 manna kór, Karl Aspelund hannar leik- mynd og búninga, Ingvar Björns- son sér um lýsingu. Böðvar Guð- mundsson þýddi verkið. Sviðsett 20 þúsund sinnum Leikurinn gerist í Vínarborg í kringum 1880 og er efnið upphaf- lega sótt í þýska skemmtileikinn Fangelsið. Frá því Leðurblakan var frumflutt árið 1874 og til árs- ins 1940 hafði verkið verið svið- sett víða um heim yfir 20 þúsund sinnum. Hér á landi hefur verkið verið sýnt við metaðsókn í Þjóð- leikhúsinu, fyrst 1951-1953 og síðan 1973-1974 og þá sýndi ís- lenska óperan Leðurblökuna árið 1985. Leikfélag Akureyrar hefur ekki ráðist í að sviðsetja óperu í tæp 30 ár eða síðan Nitouche var leik- in á Akureyri við fádæma vinsæld- ir vorið 1965. Tíu keppendur Morgunblaðið/Rúnar Þór Þátttakendur í Fegurðarsamkeppni Norðurlands 1993. I efri röð frá vinstri eru Anna Soffia Vatnsdal, Petra Halldórsdóttir, Andrea Ásgríms- dóttir, Pálína Stefanía Sigurðardóttir og Margrét Sonja Viðarsdóttir. í neðri röð frá vinstri eru Elva Eir Þórólfsdóttir, Karen Ingimarsdóttir, Þórunn Halldórsdóttir, Kristín Steindórsdóttir og María Bragadóttir. Tíu stúlkur taka þátt í Feg- urðarsamkeppni Norðurlands TÍIJ STÚLKUR taka þátt í Fegurðarsam- keppni Norðurlands 1993 sem haldin verð- ur í Sjallanum á Akureyri föstudagskvöld- ið 12. febrúar næstkomandi. Sú stúlka sem sigrar í keppninni verður fulltrúi Norður- lands í Fegurðarsamkeppni íslands. Kolbeinn Gíslason framkvæmdastjóri Sjall- ans sagði að stúlkurnar tíu hefðu verið í stöð- ugri þjálfun fyrir keppnina allan síðasta mán- uð undir stjórn Þorgerðar Jónsdóttur og þá hafa þær stundað líkamsrækt í Vaxtarrækt- inni undir stjórn Sigurðar Gestssonar. Úrslitakvöldið verður sem fyrr segir á föstudagskvöld í næstu viku, 12. febrúar og verður boðið upp á ijölbreytt skemmtiatriði, m.a. mun Rut Reginalds syngja nokkur lög og Magnús Scheving sýna þolfimi. Kynnir kvöldsins verður Hermann Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.