Morgunblaðið - 03.02.1993, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1993
27
• •
Athugasemd við grein Onnu
Elísabetar Olafsdóttur
eftirMaríu
Ásgeirsdóttur
Þetta er sá tími, sem flest okkar
huga hvað mest að holdafarinu.
Þeir sem helst eru á verði drífa sig
nú eftir jólin til að ná af sér þeim
kílóum sem þeir bættu á sig við
hátíðarborðið. Það er ekki eingöngu
útlitsins vegna sem fólk vill léttast,
því engum er hollt að bera fleiri
kíló en þörf krefur.
Mikið hefur verið rætt um megrun
nú undanfarið m.a. birtar amerískar
niðurstöður, sem segja okkur að við
séum fædd með þetta sem erfðaþátt
og verðum því að sætta okkur við
það. Ég ætla ekki að hafa fleiri orð
um þær umræður, enda ekki kynnt
mér málið nægilega vel.
Þann 4. des. sl. birtist hér í blað-
ipu ágæt grein eftir Önnu Elísabetu
Ólafsdóttur sem hún kallar: Er megr-
un söluvara?
Það má ef til vill segja, að svo sé.
í boði eru m.a. megrunamámskeið
byggð á ýmsum misjöfnum kenning-
um, fitubrennslunámskeið á líkams-
ræktarstöðvum, dvöl á heilsuhæli
NLFÍ með sérstöku matarræði ásamt
fræðslu. Fyrir allt þetta er greitt
annað hvort beint úr eigin vasa eða
að tryggingarkerfið greiðir fyrir fólk.
Það að byrgja brunninn áður en
bamið dettur ofan í hann er auðvitað
besta lausnin á offituvandamálinu,
sem og öðm og þá á ég við fyrir-
byggjandi aðgerðir. Ég sé t.d. fólgna
lausn í því að fara með fræðslu um
næringar- og hitaeiningagildi fæð-
unnar inn í skólana, þar sem mark-
visst væri unnið að næringarlegu
uppeldi, til að koma í veg fyrir offítu
og um leið væri gerð nákvæm grein
fyrir þeim sjúkdómum sem offíta
getur haft í för með sér. Þá er einn-
ig hægt að nýta þessa fræðslu til
að koma í veg fyrir lystarstol, sem
hrjáir allt of margar stúlkur á við-
kvæmum aldri.
En það þarf einnig að hjálpa þeim
sem þegar hafa fallið í bmnninn,
hafa safnað á sig aukakílóum, mis-
jafnlega mörgum, og þrá að losna
við þau, en hafa oft haft erfiði án
árangurs.
Þar sem ég hef nú undanfarið
unnið við kynningu á Nupo-létt nær-
ingarduftinu, sem flutt er inn af
lyfjafyrirtækinu Lyf hf., hef ég
kynnst mjög mörgum vandamálum
og áhyggjum þeirra sem eru umfram
kjörþyngd, en hefur ekki tekist að
losna vð aukakílóin. Því langar mig
til þess að fjalla nánar um ýmislegt
sem birtist í grein Önnu Elísabetar.
Ennfremur langar mig til að taka til
umfjöllunar ýmislegt sem er á boð-
stólum núna til megranar, því segja
má að við séum öll að róa á sömu
mið, þ.e. að hjálpa þeim sem em of
þungir til að léttast, en auðvitað
þurfa allir að borga fyrir það sem
þeir kaupa. Það er aðeins spumingin
um hvort þetta sé áhættulaust og
hvort það henti til varanlegs árang-
urs.
Því miður hafa ýmsir óprúttnir
aðilar skotið upp kollinum hérlendis
og erlendis sem segja má að geri sér
vandamál þeira sem eiga við offitu
að stríða að féþúfu. Sumir þeirra
nota sér trúgimi fólks á þann hátt
að sakhæft mætti telja.
Þama er um að ræða undirmáls-
næringu, þar sem fólki er vísvitandi
talið trú um að með því að gleypa
viðkomandi töflur, eða drekka við-
komandi te eða safa, léttist einstakl-
ingurinn um ótrúlega mörg kíló í
hverri viku og jafnvel um 15 kg á
mánuði! Fólk sem á við veruleg of-
fituvandamál að stríða grípur þessa
lausn fegins hendi, því það ætlar að
ná af sér aukakílóunum með hraði.
Þetta þekkjum við sem höfum átt
vð þennan vanda að stríða. Einnig
em boðin ýmis tæki eða belti sem
þú setur á þig og fitan fýkur burt!
Það vita flestir í dag að þetta er
ekki leiðin, eins og Anna Elísabet
segir í sinni ágætu grein. Þama er
um að ræða sveltikúra, sem innihalda
mjög ófullkomið magn næringar-
efna. í allflestum tilfellum em þetta
lífshættulegar aðferðir. Sem betur
fer hefur líkaminn sitt vamarkerfi,
þar sem ýmis einkenni vanlíðunar
koma fljótlega fram og einstakling-
urinn gefst upp áður en vemlegt tjón
hlýst af. Þá kemur fram vonleysi og
uppgjöf hjá viðkomandi. Einstakling-
urinn fellur í gamla farið og fitnar
jafnvel enn meir, vegna áhrifa sem
slíkir sveltikúrar hafa á brennsluna.
Þá er sú aðferð sem auðvitað er
best og vænlegust til langvarandi
árangurs, en það er að gjörbreyta
um mataræði og auðvitað minnka
hitaeininganeyslu. Eins og fram
kemur hjá Önnu Elísabetu þá eru
fræðslunámskeið haldin fyrir fólk um
þessi mál hjá NLF, sem er alveg
nauðsynlegt. Það er því miður erfítt
að stökkva algjörle'ga úr gamla far-
inu yfir í matarræði sem bannar allt
sem áður var eftirsóknarvert.
Þótt við getum að vissu leyti litið
á offitu sem ofneyslusjúkdóm, sbr.
áfengissýki og reykningar, ofneyslu
sem þarf að venja sig af, þá er mun-
urinn sá að við verðum að borða til
að lifa og því er aldrei hægt að snið-
ganga matinn, en reykingum og
áfengisnotkun má hætta. Það er
gott og heilsusamlegt að setja upp
hollan, næringarríkan matseðil sem
inniheldur 1.000-1.200 hitaeiningar,
en þá er eiginlega nauðsynlegt að
hafa næringarfræðing með í ráðum
til að tryggja að rétt fæðuhlutföll séu
valin. Þessi matseðill kemur til með
að innihalda aðeins prótín og trefja-
ríka fæðu, en allt sem flestum okkar
hefur hingað til fundist gott verður
samstundis bannað.
Lyf hf. hefur hafið innflutning á
Nupo-létt næringarduftinu til megr-
unar. Um að ræða hitaeiningalágt
næringarduft, þar sem öll næringar-
efni sem líkaminn þarfnast era í
dagsskammtinum. Auk þess fylgir
með tafla þar sem fæðunni er skipt
niður f flokka eftir innihaldi og ein-
ingar eftir hitaeiningagildi fæðunn-
ar.
f dagsskammtinum af duftinu em
aðeins 444 hitaeiningar fyrir konur
en 534 fyrir karla. Úr þessum dags-
skammti fær fólk alla lífsnauðsyn-
lega næringu, en mjög fáar hitaein-
ingar eins og hér kemur fram. Þess
vegna er einingakerfið byggt upp.
Fólk þarf að borða til viðbótar duft-
inu, því það er nauðsynlegt að neyta
ekki færri en 1.000-1.200 hitaein-
inga á dag, til þess að bijóta ekki
niður vöðva líkamans. Með aðstoð
einingakerfisins er fólki gert að
stjórna sínu eigin mataræði og læra
María Ásgeirsdóttir
„Þótt við getum að
vissu leyti litið á offitu
sem ofneyslusjúkdóm,
sbr. áfengissýki og
reykingar, ofneyslu,
sem þarf að venja sig
af, þá er munurinn sá
að við verðum að borða
til að lifa og því er
aldrei hægt að snið-
ganga matinn, en reyk-
ingum og áfengisnotk-
un má hætta.“
smám saman hvað á að borða. Þar
sem næringarduftið sér um næring-
arhlið málanna, jafnvel betur en fólk
getur gert sjálft, er því leyfilegt að
láta eitthvað eftir sér, sem annars
væri bannað án þess að fara upp
fyrir ca. 1.000 hitaeiningar yfir dag-
inn. Þetta kerfi kennir fólki að bera
ábyrgð á sjálfu sér um leið og það
Sextíu og átta nem-
endur brautskráðir
frá Tækniskólanum
BRAUTSKRÁNING frá Tækniskóla íslands fór fram fyrir
skömmu. Að þessu sinni voru afhent 68 prófskírteini og er skipt-
ing eftir greinum sú að átta luku raungreinadeildarprófi, sex
luku byggingariðnfræði, tveir luku rafiðnfræði, þrír luku bygg-
ingartæknifræði og 49 luku iðnrekstrarfræði.
Nemendur Tækniskólans em nú
um 460 og hefur fækkað um 50
frá haustönn. Slík fækkun milli
anna hefur ekki orðið áður í sögu
skólans og er talið að leita megi
a.m.k. hluta skýringar á því í
breyttum reglum um námslán, en
nám í frumgreinadeild skólans er
ólánshæft frá síðustu áramótum,
en umsóknum í þá deild hefur
fækkað um nálega 60% milli ár-
anna 1991 og 1992.
í ávarpi sínu kom rektor inn á
nokkur atriði sem snerta starfsemi
skólans í nánustu framtíð og skal
nokkurra þeira getið hér.
Nú er tekin til starfa nefnd sem
á að gera tillögur um endurskoðun
laga um Tæknideild íslands frá
1972.
Skólinn er nú aðili að þrem
samkiptanetum við erlenda há-
skóla, tveim innan Nordplus-áætl-
unar Norðurlandaráðs og einu inn-
an Erasmus-áætlunar EB og
EFTA. Innan þessara samskipta-
neta bjóðast möguleikar á nem-
endaskiptum, kennaraskiptum og
annarri sameiginlegri starfsemi.
Alþjóðleg tengsl munu væntanlega
aukast í framtíðinni og fleiri leiðir
opnast til samstarfs við erlenda
skóla.
Á árinu 1993 verður veruleg
aukning og endurnýjun á tækja-
búnaði skólans. Einkum mun verða
lögð áhersla á tölvubúnað, m.a. að
fullgera teikni- og hönnunarverk
með þeim búnaði sem tryggi að
nemendur og kennarar hafi að-
gang að nýjum tækjum á því sviði.
Rektor taldi rétt að líta björtum
augum til ársins 1993 og stefna
að eflingu Tækniskólans. Það hefði
sýnt sig á undanförnu árum að
nám við Tækniskóla íslands stæð-
ist vel samanburð við það sem í
boði er hjá hliðstæðum skólum
erlendis og tryggja þyrfti að svo
yrði framvegis. Efnahagsleg áföll
og sparnaðaraðgerðir stjórnvalda
bæri að líta á sem áskoran um að
gera hlutina betur og með minni
tilkostnaði. (Fréttatilkynning)
Nýútskrifaðir iðnrekstrarfræðingar frá Tækniskóla íslands.
MH og MR með sam-
eiginlega skemmtun
Listafélag MH og Skólafélag MR gangast fyrir „stórlistakvöldi“
í Tónabíói fimmtudaginn 4. febrúar klukkan 20. Heiðursgestur
verður Sveinbjörn Beinteinsson allshaijargoði, sem les úr eigin
verkum.
Ýmislegt verður þar til skemmt-
unar, m.a. les Hrafn Jökulsson úr
eigin verkum, svo og Óttar Proppé,
Sverrir Stormsker, Páll óskar
Hjálmtýsson frumflytur splatter-
myndir í máli og myndum, Vigdís
Grímsdóttir les úr eigin vekum ó.
fl. Þá verða sýndar kvikmyndir.
Kynnir kvöldsins er Bogomil Font,
Sigtryggur Baldursson.
gerir sér Ijóst næringargildi fæðunn-
ar. Engin boð eða bönn, og einstakl-
ingurinn ræður sjálfur ferðinni. Á
þessum aðlögunartíma á meðan fólk
neytir Nupo-létt næringarduftsins
tileinkar fólk sér því nýjan lífsstíl.
Við sem höfum unnið með Nupo-
létt höfum valið þá aðferð að hafa
miklar kynningar í apótekunum um
næringarduftið, bæði innihald og
hvernig staðið skuli að kúmum. Þar
hefur fólk sýnt mikinn áhuga á því -
að vita sem mest um, hvað það er
að fara útí áður en það byijar, því
mjög neikvæð umfjöllun hefur verið
um megranarkúra nú upp á síðkast-
ið, sem við erum tilbúin til að taka
undir. Því höfum við talið brýnt að
fræða fólk um að megrun með Nupo-
létt er engin venjuleg megmn, aðeins
hjálp til þess að breyta um lífsstíl
án þess að valda næringarskorti.
Það hefur ennfremur verið ákveðið
að Nupo-létt verði eingöngu fáanlegt
í apótekum þar sem starfsfólk hefur
verið upplýst og hefur auk þess
meiri tíma og þekkingu en af-
greiðslufólk í stórmörkuðum til að
veita viðskiptavinum ráðleggingar.
Þá hefur einnig tekist mjög jákvæð
samvinna milli lækna og næringar-
fræðinga í sambandi við notkun
Nupo-Iétt til megranar.
Érlendis er Nupo-létt ekki ein-
göngu notað I megmn, því komið
hefur í Ijós að það er góð næring
fyrir sjúklinga með meltingarsjúk-
dóma, þar sem það er fullkomin
næring með miklu treflainnihaldi, en
mjög auðmeltanlegt. Éf viðkomandi
þarf ekki að léttast má hrista duftið
upp í mjólk eða jafnvel ijómablandi.
Nupo-létt er eini megmnarkúrinn
sem hefur verið vísindalega kannað-
ur og reyndur á sjúklingum undir
yfirstjórn lækna og næringarfræð-
inga.
Það sem við viljum hvetja fólk til
að kynna sér sérstaklega er að nota
einingakerfið áfram til þess að halda
þyngdinni í skefjum þegar það hefur
náð sér niður í kjörþyngd. Eftir að
hafa notað Nupo-létt og einingakerf- _
ið kemst fólk fljótlega inn í eininga-
kerfið og þarf ekki stöðugt að fletta
upp í blöðum og beinast neysluvenjur
þess sjálfkrafa inn á nýjar og hollar
brautir án vanlíðunar og mikillar
sjálfsafneitunar.
Ég vil því nota orð Önnu Elísabet-
ar sem mín lokaorð: „Venjum ein-
staklinga sem þeir hafa skapað sér
frá bamsaldri verður ekki kollvarpað
á einni nóttu" — en það gerist með
Nupo-létt.
Höfundur er lyfjafræðingur hjá
Lyfjum hf.
Fjölskyldu-
kvöld í
Hólmaseli
í VETUR hefur félagsmið-
stöðin Hólmasel í Seljahverfi
staðið fyrir svokölluðum fjöl-
skyldukvöldum á fimmtudags-
kvöldum þar sem foreldrar
hafa komið með börnum sín-
um og spilað billjard og borð-
tennis. Ennfremur hefur verið
boðið upp á stutt tómstundan-
ámskeið fyrir foreldra og
börn þeirra m.a. keramiknám-
skeið, bridsnámskeið og nám-
skeið í mótun trölladeigs.
Markmiðið með þessum
kvöldum er að gefa foreldmm
tækifæri á að koma með börnum
sínum í félagsmiðstöð hverfisins
og nýta þá aðstöðu sem þar er
og bjóða þeim þannig upp á sam-
eiginlegar samverastundir við
skemmtilega tómstundaiðju.
Vegna forfalla era nokkur
pláss laus á fjórða og síðasta
námskeiðið í mótun trölladeigs
en innritun stendur jafnframt
yfir á næsta námskeið sem verð-'
ur námskeið í leikbrúðu- og leik-
fangagerð. Unnið verður með
leir og pappamassa undir stjóm
fóstranna Hrannar Valentínus-
ardóttur og Margrétar Jónsdótt-
ur. Um er að ræða fjögur
fimmtudagskvöld og hefst nám-
skeiðið 11. febrúar. Þátttakend-
ur greiða eingöngu fyrir efnis-
gjald. (Úr fréttatilkynningu)