Morgunblaðið - 03.02.1993, Síða 29

Morgunblaðið - 03.02.1993, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1993 29 Stefán Viktor Guð- mundsson - Minning Fæddur 3. febrúar 1912 Dáinn 25. janúar 1993 Ástkær afi og langafi okkar lést í Landspítalanum aðfaranótt mánu- dagsins 25. janúar sl. Hann verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 3. febrúar, á 81. afmælisdegi sínum. Foreldrar hans voru Guðmundur Kristján Bjarnason skipstjóri frá Dalshúsum í Önundarfirði, fæddur 12. desember 1872, og Sólveig Steinunn Stefánsdóttir, ættuð úr Mýrdal, fædd 29. mars 1887. Systkini afa voruj Tvíburar sem létust ungir; Axel Óskar, sjómaður, látinn; Guðmundur Linnar, skip- stjóri, látinn; Jens sem dó ungur að árum; Njáll, skólastjóri, látinn; Bjarni, fyrrverandi yfirumsjónar- maður hjá Pósti og síma, einn eftir- lifandi þeirra systkina. Hann kvæntist ömmu, Jónu Erl- ingsdóttur úr Reykjavík, árið 1936, eins og hann var sjálfur, en hún var ættuð úr Borgarfirði. Foreldrar hennar voru Kristín Erlendsdóttir og Erlingur Jóhannsson. Þeim varð fímm barna auðið: Sólveig Helga, f. 15. apríl 1933, gift Friðgeiri Gunnarssyni; Stella, f. 22.júlí 1936, gift Aðalsteini J. Þorbergssyni; Guðmundur Kristján, f. 1. maí 1943; Erlingur Kristinn, f. 17. ág- úst 1946, kvæntur Erlu Ottósdótt- ur; Albert, f. 9. apríl 1949, kvænt- ur Vigdísi Björnsdóttur. Það var mikil sorgarfrétt að heyra að afi og langafi okkar væri látinn. Margar minningar koma upp í hugann. Hann var af þeirri kynslóð Islendinga sem þurfti að vinna hörðum höndum til að sjá sér og sínum farborða, og fór til sjós strax á unglingsárum, þá 16 ára gamall. Sjómennsku stundaði hann í rúmlega 40 ár, eða allt til ársins 1969. I okkar augum var hann sveipaður þeim ævintýraljóma sjó- mennskunnar að sigla um heimsins höf, ýmist til að draga fisk úr sjó eða færa þjóðinni lífsins nauðsynjar frá fjarlægari löndum. Minnisstæð- ar eru hendur þessa aldna sjó- manns, kröftugar og þrútnar. Það var auðséð að oft þurfti að taka á með báðum fyrir lífsbjörginni. Oft- ar en ekki er fyrirmanna minnst þegar afrek eru unnin og gleymist oft að geta þeirra, sem verkin, og oft í raun, afrekin vinna. í okkar huga tilheyrði afi þeim síðarnefndu, afreksmönnum sjómennskunnar. Hann upplifði kreppuárin fyrir síð- ari heimsstyijöld þegar fólk hafði lítið á milli handa, og mættu seinni tíma kynslóðir mikið læra af manni, sem aldrei upplifði munað nútímans í sama mæli og margur gerir í dag. En aldrei nokkurn tímann heyrðum við afa tala um erfitt líf á þessum árum. Fyrir mann eins og hann var það eðlilegt að hafa fyrir hlutunum og erfiða. Með blik hafsins í augum virtist hann telja þetta hlutskipti sitt í lífínu. Þótt hann ætti hrós skilið sóttist hann ekki eftir því. Þegar við rifjum upp æviskeið hans vildum við vita meira. Það lýsti honum vel að hann var ekki að tíunda við okkur barna- börnin og barnabarnabörnin mót- vind og stundum þann storm í fang- ið, sem hann mætti á lífsleiðinni. Hann gat lýst atburðum dagsins, en sagði ekki frá erfiðleikum lífsins. Við bárum mikla virðingu fyrir honum þó við létum það alltof sjald- an í ljós. Æðruleysi hans munum við ekki gleyma. Á fyrri tímum þegar hann stundaði sjómennsku þurftu menn að fara á sjó hvað sem á bjátaði. Settu menn þá ekki fyrir sig óhöpp eða krankleika. Afi upp- lifði þessa tíma ólíkt mörgum þá og nú. Þetta fréttum við meira af afspurn en lýsingu hans. Þannig var hann. Undirstaða þjóðarbúsins, fiskurinn í sjónum, var veiddur og komið með hann í land, punktur. Af þessu höfum við barnabörnin mikið lært. Við erum stolt af því að vera afkomendur hans og vera af því fólki sem háð hefur harða lífsbaráttu. Við höfum lært að sýna æðruleysi þegar erfiðleikar blasa við. Það er mikill arfur. Þegar afí fór í siglingar kom í ljós annar þáttur í eðlisfari hans, gjafmildin. Alltaf fengum við eitt- hvað sem gladdi ung hjörtu. Seinna þegar hann hætti sjómennsku og fór að vinna í landi kynntumst við honum betur. Kom þá í ljós sá áhugi sem hann hafði á íþróttum, sérstaklega ensku knattspyrnunni. Þar var hann með á nótunum og var alltaf gaman að horfa á leiki í sjónvarpi með honum, því að þá komu greinilega í ljós eiginleikar hans, lífs- og leikgleðin. Hlátras- köllin voru þá ófá auk skýringa á gangi leiksins, og var miklu líflegra og skemmtilegra að horfa á leikinn með honum en að fara á völlinn. Hann var þaulkunnugur knatt- spyrnunni enda hafði hann oft siglt á hafnarborgir í Bretlandi og Þýskalandi. Iþróttaáhuganum skil- aði hann í arf því margir afkomend- anna stunda íþróttir og nokkrir eru landsþekktir íþróttamenn. Hlátur- inn og gleðin var alltaf til staðar hjá afa, þrátt fyrir að lífið og lífs- baráttan hafi tekið sinn toll. Ævi hans var eins og sjórinn, stundum lygn, stundum ólgusjór. í veður- barða andlitinu og höndunum mátti lesa margar línur úr lífsbaráttunni. Ófáar ökuferðir með honum eru minnisstæðar fyrir þær sakir að fram á síðustu ár ók hann bíl og gerði vel, þótt stundum færi hann eins og skip á auðum sjó. En þrátt fyrir aldur hafði hann kraft og þrek til þess arna. Ekki þurftum við að ná í hann til að koma í heim- sókn, eins og oft gerist með fólk honum yngra og eldra. Eins og á hafinu gat verið öldugangur þegar lund afa var annars vegar. Þó var hann seinþreyttur til vandræða, eins og gerist oft í harðri lífsbar- áttu, en aidrei lét hann styggðar- yrði frá sér fara þegar við barna- börnin áttum í hlut og vonandi var hann stoltur af okkur öllum. Á seinni hluta starfsævinnar var hann um nokkurra ára skeið gangavörður í Hagaskóla. Átti hann þar mikil samskipti við yngri kynslóðina, og þótt sum reyndust óstýrilát, eins og gengur og gerist, þá átti hann alltaf auðvelt með að __________Brids_____________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Tvímenningur á Bridshátíð Nú hafa verið valin 44 pör í tví- menning Bridshátíðar Bridssambands íslands og Flugleiða, sem spilaður verður 12. og 13. febrúr nk. Alls verða 48 pör í tvímenningskeppninni og keppt verður um 4. sæti í vetrarmitch- ell föstudaginn 5. febrúar. Spila- mennska hefst kl. 19. Þau pör sem þegar hafa verið valin eru eftirfarandi: Jan Trollvik - Peter Marstrander Símon Símonarson — Jón Ásbjörnsson Enri Leufkens — Berry Westra Örn Arnþórsson - Guðlaugur R- Jóhannsson Amar G. Hinriksson — Einar V. Kristjánsson Sveinn R. Eiríksson - Hrannar Erlingsson Jón Baldursson - Sævar Þorbjömsson Wubbo de Boer - Bauke Miiller Ib Lundby - Inge K. Hansen Valgarð Blöndal — Rúnar Magnússon Guðm. Páll Amarson - Þorlákur Jónsson Eiríkur Hjaltason — Ragnar Hermannsson Hjördis Eyþórsdóttir - Ásmundur Pálsson Þráinn Sigurðsson — Vilþjilmur Sigurðsson Thor Hoeyland — Even Ulfen Zia Mahmood - Larry Cohen Jakob Kristinsson - Pétur Guðjónsson Bjöm Theódórsson - Gísli Hafliðason Bjöm Eysteinsson — Aðalsteinn Jörgensen Andy Robson — Munir Ata-Ullah Jón Hjaltason - Steingr. Gautur Pétursson Oddur Hjaltason - Jónas P. Erlingsson Sigurður Siguijónsson - Júlíus Snorrason Þröstur Ingimarsson — Þórður Bjömsson Páll Valdimarsson - Karl Sigurhjartarson Belladonna — Forquet Sigurður Vilhjálmsson - Hrólfur Hjaltason Helgi Jóhannsson — Guðm. Sv. Hermannsson Þórir Sigursteinsson — Ómar Jónsson Jón Þorvarðarson — Friðjón Þórhallsson Helgi Jónsson — Helgi Sigurðsson Gylfi Baldursson - Haukur Ingason Ólafur Lárusson - Hermann Lárusson Marietta Ivanova - Esther Jakobsdóttir Sigurður Sverrisson - Kristján Blöndal vinna þau á sitt band. Þessi sam- skipti voru honum mikils virði og ánægjuleg. Þegar eitt okkar lauk háskóla- prófi sl. haust ákvað sá í samein- ingu við Sólveigu Helgu yngri og Þóru Halldóru, barnabarnabörn, að láta hann vita af áfanganum, því að þær vildu gleðja afa sinn. Við, sem höfum verið svo lánsöm að ganga menntaveginn, vildum sýna honum þakklætisvott, því hann að átti líka sinn hlut í þessum áfanga þótt önnur „menntun" væri en hann hafði. Kynslóðir dagsins í dag mega þakka fyrir svona máttarstólpa, kynslóðina, sem færði okkur tæki- færin til þess að vinna úr, og byggði þetta þjóðfélag upp. Barnabama- börn hans, þær Sólveig Helga og Þóra Halldóra, minntust þess oft við okkur fullorðna fólkið að hugsa vel um afa, eins og þær kölluðu hann, þótt hann væri í raun lang- afí þeirra. Hann á þar ástkæra vini, ásamt Stephen James sem syrgir langafa sinn í Englandi. Seinna nafn ástkærs afa okkar, þ.e. Viktor, merkir sigurvegari. Er það orð að sönnu því að hann var sannarlega sigurvegari í stormi og ólgusjó lífs síns. Gunnar yfirvél- stjóri mun halda merki afa síns á lofti á heimsins höfum með stolti og minnast hans á gömlum slóðum, sjónum. Við vottum ömmu og böm- um þeirra okkar dýpstu samúð og við biðjum góðan Guð að vemda og fylgja ástkæra afa og langafa okkar. Blessuð sé minning hans. Barnabörn, barnabarna- börn og tengdabörn. Zia Mahmood er fastagestur á Bridshátíð. Að þessu sinni spilar hann við Larry Cohen Sigtryggur Sigurðsson - Bragi Hauksson Mauren Dennison - Jacqui McGreal Sverrir Ármannsson - Matthlas Þorvaldsson Dag Jensen — Alf Jensen Hjalti Ellasson - Páll Hjaltason Bernódus Kristinsson — Georg Sverrisson Guðmundur Eiríksson — Björgvin Þorsteinsson Sigurður B. Þorsteinsson - ísak Örn Sigurðsson Guðmundur Sveinsson - Júlíus Siguijónsson Bridsfélag Reykjavíkur Miðvikudaginn 3. febrúar hefst að- alsveitakeppni Bridsfélags Reykjavík- ur kl. 19.30. Spilaður verður sex Egill Ormar Krist- insson - Kveðja Samfélagið um borð í togara er um margt óhrjálegt fyrir hvem venjulegan mann. Það er ekki hlaup- ið að því að ná tökum á kaldrana- legri kímninni sem stýrir flestum samræðum í þessum menningark- ima; þar sem helsta íþrótt manna er að kýta um ólíklegustu hluti og ef ekki vill betur að gera sér upp skoðanir, því kræsilegri sem þær em öfgakenndari, til þess eins að geta stælt við náungann. „Togaralógík" er það kallað þegar sigur hefst í kappræðum með því að slá andstæð- inginn gersamlega út af laginu með yfirdrifinni rökfærslu sem oft bygg- ist á vafasömum heimildum og jafn- vel upplognum, til að skerpa á um- ræðunum. Allt fer þó fram í góðu og er til þess fallið að drepa tímann, en gefur að skilja að togaralíf er ekki fyrir hvern sem er og þá síst af öllu þegar um er að ræða heima- vana rakka sem hafa jafnvel verið í áratug eða lengur á sama skipinu. Inn í okkar menningarkima á tog- aranum Ögra kom Egill Kristinsson sem smyijari í vélina. Hann var furð- anlega borubrattur þessi karl, sem ekki var mikill að burðum, þar sem hann sat hinn rólegasti á fyrsta úts- tíminu og brosti við togarajöxlunum, sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar að hafa einhvern til að atast í í túrn- um. Það kom þó snemma í ljós að Egill hafði roð við öllum helstu kjaft- öskunum um borð; ævinlega var hann til í tuskið, ekki síður en hann var til í að slá á létta strengi. Ekk- ert virtist geta komið honum úr jafn- vægi, því alltaf var stutt í brosið og ekki annað að merkja en hann kynni mætavel við sig þegar hnúturnar flugu manna á milli í messanum, þegar menn voru að leysa vanda þjóðarinnar með stóru sleggjunni. Þegar lygndi var Egill svo alltaf til- búinn að segja sögur af annarskonar veiði en trolleríi og ekki virtist vera það ævintýri sem hann hafði ekki lent í við ár og vötn landsins. Fram- an af þótti mönnum ekki mikið til koma veiðiskapar sem fólst í því að landa kanski innan við tug fiska á dag, en þegar fram leið kveikti hann í mörgum veiðiáhugann, enda sagði hann einkar lifandi og skemmtilega frá. Það var alltaf gaman að fá Egil um borð að hausti og heyra nýjustu veiðisögurnar, ekki síður en rifja upp gamlar deilur um keisarans skegg, og ævinlega lyfti það deginum að hitta hann á fömum vegi í landi þegar hann var hættur að róa með okkur. Því miður verða þau skipti ekki fleiri og við minnumst vinar þar sem Egill er. Aðstandendum vottum við samúð. Fyrrum skipsfélagar af Ögra. í dag er til moldar borinn frændi minn og vinur Egill 0. Kristinsson.' Hans verður sárt saknað af öllum er til hans þekktu. Langar mig að minnast hans með nokkmm orðum. Fráfall Egils kom mjög á óvart, því hann hafði verið mjög hress upp á síðkastið, og það var gaman að vera með honum, eins og ævinlega, af því að hann var skemmtilegur og sérstaklega orðheppinn. Þær vom skemmtilegar veiðisög- umar hans Egils. Hann var mjög goður veiðimaður, kominn á topp- inn, því að hann veiddi aðeins á flug- ur, sem hann að sjálfsögðu hnýtti sjálfur. Hann var mjög áhugasamur við veiðar og þeir sem vom með honum höfðu ekki roð við honum þegar ganga þurfti milli veiðisvæða. Egill var á yngri ámm nokkuð óreglusamur að því er varðaði vín, en ákaflega reglusamur á allt ann- að. Það var allt 100% sem hann sagði og gerði. Fyrir 15-20 ámm hætti Egill að nota áfengi, og þá fór hann aldeilis að njóta lífsins. Hann lifði fyrir systurdóttur sína, Soffíu Hrafnkelsdóttur, og þegar hún eignaðist son sinn, sem skírður var Egill í höfuðið á frænda sínum, varð nú minn maður ánægður. Hanr. var einnig mjög hjálpsamur systur, * sinni, Guðrúnu (Gúm'). Gúrrí og Sigurður, eiginmaður hennar, heim- sóttu Soffíu til Bandaríkjanna um síðustu jól, þar sem Soffía er við nám, og var Egill frekar einmana þennan mánuð. Hann kom í heim- sókn til mín og þá sá maður, hvað hugur hans snerist mikið um Gúrrí og fjölskyldu hennar. Hann leit á klukkuna og sagði: Jæja, þá fer ég bráðum að sækja Gúrrí út á flug- völl. — Ekki er hún að koma núna, sagði ég. — Nei, hún kemur 15. janúar og þá fer ég til Keflavíkur að sækja hana. Elsku Gúrrí, Soffía og Egill litli. Ég votta ykkur samúð mína. Ulfar Sveinbjörnsson. í_. kvölda Monrad og keppnisstjóri verður Agnar Jörgensen. Skráning verður í síma 689360 hjá BSÍ eftir kl. 14. Hámarksfjöldi sveita er 26. Bridsfélag Hornafjarðar Lokið er 6 umferðum af 9 í aðalsveita- keppninni og beijast 10 sveitir um þátttökurétt í 8 liða úrslitum. Sveit Gunnars Páls hefir tryggt sér rétt í úrslitin með 96% skor, hefir hlotið 144 stig. Nesjamenn hafa 111 stig, Eskey hf 105 stig, Hótel Höfn 90 stig, Ingólf- ur Baldvinsson 80 stig, Bjöm Gíslason og Jón Axelsson 79 stig og Tveir á landi/5 á sjó 78 stig. Sparisjóðsmótið á Suðurnesjum Pjórða umferðin í Sparisjóðsmótinu var spiluð sl. mánudag en keppni þessi er aðalsveitakeppni vetrarins. Sveit Torfa S. Gíslasonar er i efsta sæti með 94 stig. Sveitin Ringuireið tapaði sínum fyrsta leik en heldur samt öðru sætinu, er með 75 stig. Sveit Gunnars Guðbjömssonar er þriðja með 72 stig en síðan koma sveitir Gunnars Sigur- jónssonar og Garðars Garðarssonar með 61 stig. Sveit Jóhannesar Ellerts- sonar er með 54 stig en á óspilaðan leik úr 3. umferð. Fimmta umferðin verður spiluð í Hótel Kristínu nk. mánudagskvöld kl. 19.45. Vetrar-mitchell BSÍ Föstudagskvöldið 29. jan. var spil- aður Vetrar-mitchell í Sigtúni 9. 24 pör spiiuðu og urðu úrslit eftirfarandi: N/S riðill Guðný Guðjónsdóttir - AmgunnurJónsdóttir 323 ÞórðurBjömsson-Þrösturlngimarsson 319 LeifurKristjánsson-HeimirTryggvason 315 " Rúnar Einarsson - Björgvin Sigurðsson 302 A/V riðill JóhannesÁgústsson-FriðrikFriðriksson 335 Elín Jónsdóttir - Lilja Guðnadóttir 300 Guðlaugur Sveinsson - Erlendur Jónsson 289 Geirlaug Magnúsdóttir - Torfi Axelsson 287 Vetrar-mitchell er alltaf spilaður á föstudagskvöldum 1 Sigtúni 9 og hefst kl. 19. Næsta föstudag, 5 feb., verður í Vetrar-mitchell keppt um sæti í tví- menningi Bridshátíðar sem er á dag- skrá 12.-15. feb. nk. í tvímenningi Bridshátíðar taka þátt 48 pör en 44 hafa verið valin og keppt er um 4 síð- ustu sætin. Skráning er á staðnum. og munið að spilamennska hefst kl. 19. Bridsdeild Barðstrendingafélagsins Þegar lokið er 10 umferðum í Aðal- sveitakeppni deildarinnar er staða efstu sveita þessi: Þórarinn Ámason 192 Hannes Guðnason 187 ÁmiMagnússon 183 Kristján Jóhannsson 177 Vilhelm H. Lúðvíksson 158 Ragnar Björnsson 158 Bridsfélag Sauðárkróks Úrslit í annarri umferð sveitakeppn- innar urðu eftirfarandi: ÓlöfHartmannsd.-GunnarÞórðarson 16-14 Bjami Brynjólfss. - Biigir Rafnsson 25-4 JónS.Tryggvason-EiðurM. Arason 25-5 Tveimur leikjum varð að fresta vegna Inflúensu og óveðurs. Staða efstu sveita: Jón S. Tryggvason 47 Ólöf Hartmannsdóttir 40 Gunnar Þórðarson 36

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.