Morgunblaðið - 03.02.1993, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1993
Minning
Sigurður Eiríksson
Fæddur 16. nóvember 1930
Dáinn 23. janúar 1993
Hann Sigurður Eiríksson er dáinn.
Svona barst mér þessi frétt þegar
ég mætti í vinnuna á mánudags-
morguninn. Ég hafði ekki einu sinni
vitað að hann hefði verið veikur. Þó
var ég alltaf að mæta honum af og
til á fömum vegi og oft í fyrrasum-
ar. Hann var þá á leiðinni í sundlaug-
amar, eða að fá sér göngutúr. Hann
staldraði þá við og við spjölluðum
saman um stund.
- Síðast þegar ég hitti hann kvaddi
hann mig með þessum orðum: „Haltu
þínu striki, Drífa mín.“ Þá var Siggi
víst kominn með krabbamein sem
leiddi til þess að nú er hann dáinn
rétt liðlega sextugur. En það var nú
líkt Sigga að vera ekki að tala um
neikvæða hluti eins og veikindi því
að ekki var hann kvartsár maður og
hafði þann einstaka hæfileika að líta
á jákvæðu hliðamar í lífínu.
Kynni mín af Sigga hófust þegar
ég hóf störf hjá Landsbanka íslands
fyrir tuttugu og þrem ámm. Þegar
ég var búin að vinna í bankanum í
um það bil tvö ár fór ég að vinna í
gjaldkeradeildinni á Laugavegi 77,
en þar var Siggi aðalféhirðir og þar
- með yfirmaður minn. Hann varð
einnig mikill vinur minn.
Siggi var sérlega rólegur maður
og góður. Hann reyndi aldrei að
trana sér fram, en allir tóku samt
eftir honum. Hann var mikill jafningi
fólks og reyndi aldrei að sýnast meiri
eða stærri en aðrir. Ef fólki varð á,
hvort heldur í vinnu eða í lífinu, gaf
hann þvi alltaf tækifæri og dæmdi
það aldrei. Siggi hallmælti ekki fólki,
en talaði óspart um góðu hliðamar
á því.
Á þessum ámm vom ekki tölvur
- - •eða sú tækni sem léttir okkur störfin
í dag í bankanum. Nei, vinnudag-
urinn var langt frá því að vera búinn
klukkutíma eftir lokun, sérstaklega
fyrstu tíu dagana í mánuðinum. Og
í þá daga var ekki borguð yfirvinna.
Á þessum annadögum sáum við oft
ekki fram á að verða nokkum tíma
búin og létum þetta fara ógurlega í
taugamar á okkur. En ekki hann
Siggi. Hann tók þessu öllu með jafn-
aðargeði, hélt sínu striki og brosti í
gegnum allt bijálæðið. Ég gat orðið
alveg gáttuð á öllu þessu jafnaðar-
geði og spurði einu sinni einn vinnu-
félaga minn hvemig hann gæti alltaf
verið svona rólegur í öliu þessu argi.
Fæddur 15. september 1902
Dáinn 24. janúar 1993
Afi í Dalsmynni er dáinn.
Þegar ég fékk fregnina um að
afi í Dalsmynni væri dáinn, fannst
mér allar undirstöður lífsins vera
að hiynja, eins og ég hengi í lausu
lofti. Þá fyrst gerði ég mér fulla
grein fyrir því að allt er hverfult
í þessum heimi. Afi var fastur
punktur í tilvemnni. Hann var allt-
af eins, hægur, hlýr, traustur og
lét sér svo annt um allt líf í kring-
um sig.
Ég á yndislegar minningar frá
því ég var krakki hjá afa og ömmu
í Dalsmynni. Þar var alltaf líf og
flör og húsið fullt af bömum sem
vom þeim ýmist skyld eða óskyld.
Það virtist alltaf vera hægt að
bæta einum við.
Amma lagði okkur lífsreglumar
með dæmisögum og ljóðalestri, en
► afi fór með okkur á hestbak, kenndi
okkur að umgangast dýrin af alúð
og tala ekki Ijótt. Það var alveg
sama hvað á gekk í kringum hann,
aldrei haggaðist afí, heldur brosti
kankvís á svip. Á morgnana, þegar
afi var búinn að fara út í dyr og
signa sig, fórum við stelpumar í röð
til að láta hann flétta okkur. Hann
var svo blíður og nærgætinn og
gætti þess vel að hvergi togaðist
í hárið. Þannig var það um allt sem
Og hún svaraði: „Það er út af því,
Drífa mín, að hann Siggi er löngu
búinn að læra að þetta hefst allt
saman.“
Áður en ég fór að vinna í deild-
inni hjá Sigga var ég að vinna í póst-
inum í bankanum. Þetta voru mikil
hlaup um allan bankann að sækja
póst og koma út pósti. Oft þurfti
undirskriftir yfirmanna og ef ég kom
í deildina til Sigga með bunka af
bréfum gaf hann sér alltaf tíma til
að spjalla við mig, hvort ég hefði það
ekki gott, hvemig mér líkaði í bank-
anum o.s.frv. Það var eins og hann
vildi segja: „Hvað liggur þér á, njóttu
félagsskaparins í kringum þig og
leyfðu öðmm að njóta návistar þinn-
ar. Vertu ekki að flýta þér um of.“
Nú kveð ég góðan vin minn, þó
að mér finnist það nokkuð snemmt,
en með þakklæti fyrir að hafa feng-
ið að kynnast svona góðum manni.
Ég votta fjölskyldu hans og öðmm
aðstandendum mína dýpstu samúð.
Guð blessi minningu Sigurðar Eiríks-
sonar.
Drífa Jónsdóttir.
í dag, 3. febrúar, verður borinn
til grafar vinur okkar og samstarfs-
maður til margra ára, Sigurður Ei-
ríksson, fýrrverandi forstöðumaður í
Landsbanka íslands. Sigurður fædd-
ist 16. nóvember 1930 á Krossi í
Fellahreppi, N-Múlasýslu, sonur
hjónanna Eiríks Sigurðssonar, bónda
og kennara, og konu hans, Kristínar
Sigbjömsdóttur frá Breiðavaði í
Eiðaþinghá. Sigurður ólst upp á
Krossi og á Reyðarfirði og áttu æsku-
stöðvamar mikil ítök í honum alla
tíð. Sigurður aflaði sér góðrar mennt-
unar, fyrst við Alþýðuskólann á Eið-
um og síðan í Samvinnuskólanum
er þá var staðsettur í Reykjavík og
lauk þaðan prófí 1949.
Að loknu námi í Samvinnuskólan-
um hóf hann störf í Landsbankanum
og starfaði þar nánast upp frá því,
eða í liðlega 41 ár. í bankanum vora
Sigurði falin fjölbreytt verkefni því
að fljótt kom í Ijós að hann hafði til
að bera mikla mannkosti og var hvers
manns hugljúfi. Fyrstu árin vann
Sigurður í gjaldeyriseftirliti bankans,
síðan tóku við gjaldkerastörf í útibú-
unum í Austurbæ og Vesturbæ, en
hin síðari ár var hann forstöðumaður
í afgreiðslusal bankans í Austur-
stræti.
afi gerði, hann passaði upp á að
það kæmi ekki illa við neinn og
aldrei heyrði ég hann segja
styggðaryrði við nokkum mann.
Þegar manni varð kalt var svo
gott að stinga höndunum i stóra
heita lófana á afa og oft tók hann
okkur á hnéð og kvað við okkur
vísur. Svona hefur hann verið frá
því ég man eftir mér og manni
fannst að svona yrði hann alltaf.
Eins og klettur í hafínu sem ekk-
ert vinnur á, hann myndi koma til
dyra í Dalsmynni rólegur með
glettnislegt bros á vömm og rétta
manni stóra hlýja hönd.
En það er víst þannig að það líf
sem guð gefur, tekur hann til sín
aftur. Afí var orðinn rúmlega ní-
ræður, hafði alla tíð verið hraustur
og glaður og fékk að deyja drottni
sínum á sársaukalausan hátt, sæll
með lífshlaup sitt. Hann gat verið
heima við leiki og störf fram und-
ir það síðasta og þannig vildi hann
hafa það.
Ég þakka fyrir þær stundir sem
ég fékk að vera með afa. Það
gefur Iífmu aukið gildi að kynnast
mönnum eins og honum.
Elsku amma, þú átt margt eftir
ógert. Guð geymi þig, alla afkom-
endur, ættingja og tengdafólk um
ókomin ár.
Ykkar dótturdóttir,
Margrét Björk.
Við sem áttum því láni að fagna
að starfa með Sigurði minnumst
hans fyrir margra hluta sakir, hann
var hjálpsamur og vildi hvers manns
götu greiða ef þess var nokkur kost-
ur. Eftirtektarvert var hve nærgæt-
inn og liðlegur hann var við gamla
fólkið er kom í bankann að sinna
viðskiptum. Við minnumst margra
góðra stunda er gengið var í hádeg-
inu umhverfís Tjömina á góðum
sumardögum. í þessum gönguferð-
um naut Sigurður sín vel og kom
með margar tillögur til lausnar á lífs-
gátunni er við vomm svo oft að glíma
við.
Fyrir um 15 ámm fóm stjómar-
menn Félags starfsmanna Lands-
banka íslands að huga að landakaup-
um á Austurlandi fyrir orlofshús til
handa starfsmönnum bankans. Sig-
urður kom með góða hugmynd um
staðarval, en það var að kaupa skyldi
land undir sumarhús í landi Ketils-
staða við Lagarfljót. Það varð og
raunin og em nú risin í Stómvík
glæsileg hús fyrir starfsmenn bank-
ans. í þakklætisskyni var Sigurði
boðið að vera heiðursgestur ásamt
fjölskyldu sinni þegar húsin vora
opnuð fyrir um tveimur ámm og
gladdi það hann mjög.
Á afmælisdaginn er hann varð 33
ára steig hann þau heilladijúgu spor
að kvænast Elínu Davíðsdóttur úr
Reykjavík. Heimili þeirra var fyrst í
stað á Kaplaskjólsvegi 31 en árið
1974 fluttist fjölskyldan í nýtt og
glæsilegt hús er þau höfðu byggt í
Vesturbergi 151. Elín hefur starfað
í Búnaðarbanka íslands frá 1976 og
er nú deildarstjóri póstdeildar. Þeim
Sigurði og Elínu varð þriggja bama
auðið, en þau em: Svava Ásdís, fædd
1963, nú starfsmaður hjá Síldarút-
vegsnefnd, maki Oddur Oddsson,
starfsmaður íslandsbanka; Kristín
Ragnhildur, fædd 1968, er við nám
í Söngskóla Reykjavíkur, maki Jón
Isleifsson verslunarmaður og em
börn þeirra Sigurður Rúnar, fæddur
1990, og ísleifur Unnar, fæddur
1991; Að síðustu skal telja soninn
Davíð Loga en hann er fæddur 1972
og stundar nú nám í sagnfræði við
Háskóla íslands.
Þegar Sigurður varð sextugur tók
hann þá ákvörðun að hætta störfum
í Landsbankanum og breyta til. Hann
tók við starfi gæslumanns við hið
nýja íþróttahús Fjölbrautaskólans í
Breiðholti. Ekki átti það þó fyrir
honum að liggja að starfa þar nema
skamma hríð því að á síðasta ári
veiktist hann af erfiðum sjúkdómi
sem að lokum hafði yfírhöndina þrátt
fyrir hetjulega baráttu. Sigurður lést
langt um aldur fram og mun hans
verða sárt saknað.
Að leiðarlokum viljum við þakka
allar góðu samvemstundirnar, en
minningin um mikinn drengskapar-
mann mun lifa í hjörtum okkar.
Elínu, bömum hans og ástvinum
öllum sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Guðbrandur Guðjónsson,
Guðmundur Guðmundsson,
Sveinbjörn Guðbjarnason.
Ég lít í anda liðna tíð
er leynt í hjarta geymi.
Sú ljúfa minning - létt og hljótt
hún læðist til mín dag og nótt,
svo aldrei, aidrei gleymi.
(H.E.)
Það em orð að sönnu að þetta
kvæði á hug okkar systra í dag, er
við kveðjum Sigga.
Við vomm ekki háar í loftinu þeg-
ar við misstum föður okkar, en eftir
þau tímamót skipuðu þau Ella móð-
ursystir okkar og Siggi eiginmaður
hennar háan sess í lífí okkar. Siggi
studdi okkur þegar mest á reyndi
og var ávallt til staðar þegar við
þurftum á að halda. Því gleymum
við aldrei.
Heimili þeirra Ellu og Sigga stóð
okkur ávallt opið og alltaf var jafn
gott að koma þangað. Góðvilji og
stuðningur þeirra var okkur og móð-
ur okkar ómetanlegur. Við sendum
Ellu, Svövu Ásdísi, Kristínu og Dav-
íð Loga okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum góðan Guð að
styrkja þau í sorginni.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Guðrún og Inga Jóna Þórsdætur.
Stuttum en ánægjulegum kynnum
af Signrði Eiríkssyni er lokið. Sigurð-
ur var þekktur bankastarfsmaður í
Landsbankanum í mörg ár. Hann
hafði tekið þá ákvörðun að hætta
bankastörfum þegar aldursmörkum
var náð og breyta til í starfi. Sótti
hann þá um starf þar sem viðfangs-
efnið var böm og unglingar. Fljótlega
kom á daginn eftir að hann hóf störf
við Iþróttahúsið í Austurbergi að þar
var góður maður á ferð. Bömin
hændust að honum og urðu vinir
hans. Kom það vel í ljós er hann var
á gangi í og úr vinnu, þá fékk hann
margar kveðjumar frá þessum ungu
vinum sínum. Hann vann sín verk
vel og samviskusamlega og af mik-
illi nákvæmni. Þar mátti greina ná-
kvæmni bankamannsins. Átti hann
stóran þátt í þeim góða starfsanda
sem í íþróttahúsinu ríkir.
Eins og fyrr er getið var Sigurður
þekktur bankamaður úr Landsbank-
anum. Margir komu að máli við mig
þegar þeir fréttu að Sigurður ynni í
íþróttahúsinu. Bar öllum saman um
hversu ljúfmennska hans og lipurð
hefði verið mikil í starfi hans við
bankann.
Kynni okkar Sigurðar voru ekki
löng, u.þ.b. 2 ár. Á þessum stutta
tíma tókst góður kunningsskapur
sem ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að njóta. Allir sem unnu með
Sigurði í íþróttahúsinu, bæði starfs-
menn hússins og íþróttakennarar, sjá
á bak ljúfum og góðum félaga og
samstarfsmanni.
Aðstandendum öllum er vottuð
samúð við fráfall góðs manns. Bless-
uð sé minning Sigurðar Eiríkssonar.
Gunnar Hauksson.
Mig langar í fáum orðum að minn-
ast Sigurðar og þakka fyrir þau ár
sem ég fékk að njóta samvistar við
hann. Mín fyrstu kynni af honum
urðu er ég var fimm ára að aldri og
kynntist minni elstu vinkonu, Krist-
ínu, dóCtur Sigurðar. í mörg ár var
heimili Elínar og Sigurðar mitt annað
heimili. Strax í upphafi fékk ég að
kynnast hversu rólyndur og léttlynd-
ur hann var. Nú er ég sé á eftir Sig-
urði vil ég þakka fyrir þann tíma er
ég fékk með honum. Eiginkonu hans,
Elínu, og aðstandendum vil ég senda
mínar innilegastar samúðarkveðjur.
Guð blessi ykkur öll.
Sesselja Björk Barðdal.
í dag kveðjum við elskulegan vin
okkar, mág og svila, Sigurð Eiríks-
son, Vesturbergi 151, Reykjavík, en
hann lést Iaugardaginn 23. janúar
sl. eftir stutta en snarpa baráttu við
erfiðan sjúkdóm.
Sigurður fæddist 16. nóvember
1930 og var því 62 ára þegar hann
lést. Foreldrar hans vom hjónin
Kristín Sigbjömsdóttir húsmóðir og
Eiríkur Sigurðsson kennari, bæði
Austfirðingar, hún frá Ekkjufelli,
Fellahreppi, en hann frá Hjartarstöð-
um, Eiðahreppi.
Eftir að Sigurður hafði lokið prófi
frá Héraðsskólanum á Eiðum fór
hann til Reykjavíkur og settist í Sam-
vinnuskólann. Lauk hann prófi þaðan
árið 1949. Sama ár hóf hann störf
hjá Landsbanka Islands. Vann hann
ýmis störf á vegum bankans, síðast
sem forstöðumaður gjaldeyrisdeildar
í afgreiðslu bankans í Austurstræti.
Sigurður vann hjá Landsbankanum
í rúm fjömtíu ár. Það er langur tími
hjá sama vinnuveitanda og raunar
langur tími í ævi manns. A þessum
ámm kynntist hann í starfi sínu
fjölda fólks, bæði samstarfsmönnum
og viðskiptavinum. Meðal samstarfs-
manna eignaðist hann fjölda vina og
kunningja í gegnum árin. Ég veit
að þetta fólk minnist hans nú með
hlýhug á þessari kveðjustund.
Þegar Sigurður varð sextugur fyr-
ir rúmum tveimur ámm ákvað hann
að hætta hjá bankanum og breyta
til. Þó að ákvörðun þessi hafi ekki
verið auðveld var hún ekki tekin í
skyndi. Hafði hann velt þessum
möguleika fyrir sér nokkuð lengi og
þegar kom að þessum tímamótum
gat hann látið verða af þessu. Hann
hóf störf við nýreist íþróttahús í
Breiðholti. Þar kynntist hann nýju
umhverfi og nýjum starfsfélögum.
Lét hann vel af hinu nýja starfi. Því
miður varð viðdvöl hans þar styttri
en til stóð.
Sigurður var gæfumaður í einka-
lífi. Hann kvæntist eftirlifandi konu
sinni, Elínu Davíðsdóttur banka-
starfsmanni, 16. nóvember 1963.
Eignuðust þau þijú mannvænleg og
elskuleg böm sem nú kveðja föður
sinn. Þau em: Svava Ásdís, fædd 27.
desember 1963, Kristín Ragnhildur,
fædd 3. febrúar 1968, og Davíð Logi,
fæddur 8. mars 1972. Bamabömin
era tveir snáðar, Sigurður Rúnar,
tæplega þriggja ára, og ísleifur Unn-
ar, eins árs, augasteinar afa síns.
Ella og Siggi reistu sér hús í Vest-
urbergi 151 hér í borg og þar stóð
heimili þeirra síðustu árin. Ást og
vinátta var milli þeirra hjóna. Ótíma-
bært fráfall eiginmanns og föður
veldur meiri sorg en orð fá lýst.
Siggi var ekki aðeins mágur okkar
og svili. Eftir að hann kom inn í fjöl-
skylduna varð hann góður vinur okk-
ar og félagi. Sá vinskapur óx eftir
því sem árin liðu og við kynntumst
honum nánar. Bömin okkar tóku
honum sérstaklega vel og þótt
óskyldur væri var hann í þeirra huga
uppáhaldsfrændi. Hann var alla tíð
hreinn og beinn, falslaus og drengur
góður í bestu merkingu þess orðs.
Viðhorf barna okkar til hans segja
meira en mörg orð.
Marga kvöldstundina áttum við
saman í Vesturberginu eða á Mela-
brautinni. Vildi þá stundum dragast
að farið yrði heim, enda var þá ýmist
verið að leysa lífsgátuna eða efna-
hagsvanda þjóðarinnar. En alltaf var
eitthvað sungið og þá var byijað á
lagi Inga T. við texta Páls Ólafsson-
ar:
Ó, blessuð vertu sumarsól,
er sveipar gulli dali og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðavötnin blá.
Nú fossar, lækir, unnir, ár
sér una við þitt gyllta hár.
Nú fellur heitur haddur þinn
um hvíta jökulkinn.
I okkar huga var þetta lagið hans
Sigga.
Við minnumst margra ánægju-
legra ferða um landið með þeim hjón-
um og þökkum fyrir það. Höfum við
dvalið saman á mörgum fallegustu
stöðum landsins og kynnst saman
íslenskum vor- og sumarnóttum.
Siggi var áhugamaður um tijárækt,
kunni nöfn jurta og tijátegunda og
naut þess að vera úti í náttúrunni.
Hann kenndi okkur að tína sveppi
og verka þá löngu áður en sveppat-
ínsla varð almenn.
Ferðin, sem festa varð í vor, verð-
ur nú ekki farin. Við höfðum hlakkað
til þeirrar ferðar þegar fresta varð
henni vegna veikinda Sigurðar. Þessi
veikindi urðu erfiðaðri en nokkum
gmnaði.
Þegar við í dag kveðjum Sigurð
er minningin ein eftir. En þessi minn-
ing um góðan dreng mun létta okkur
þá staðreynd að hann er horfinn og
við munum ekki lengur hafa sam-
band, eins og við sögðum svo oft
þegar við kvöddumst, eins og ekkert
væri sjálfsagðara. Við áttum margt
ógert saman og hefðum þegið nokk-
ur ár til viðbótar.
Elsku Ella, Svava, Kristín og Dav-
íð. í ykkar miklu sorg eru orð fátæk-
leg. Við biðjum Guð að létta harm
ykkar og sorg og að minningin um
góðan eiginmann, föður og félaga
megi verða ykkur huggun í harmi.
Sísí og Kolli.
^Minning
Guðmundur Guðmunds-
son bóndi íDalsmynni