Morgunblaðið - 03.02.1993, Page 31

Morgunblaðið - 03.02.1993, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1993 31 Minning Guðmunda Jóna Pét- ursdóttir frá Isafwði Fædd 5. apríl 1901 Dáin 23. janúar 1993 Hún amma mín, Munda Péturs, var aldrei rík að efnislegum gæðum. Hún var hins vegar rík að mann- gæsku og gjafmildi. Eins og flestir af aldamótakynslóðinni þekkti amma ekki annað en mikla vinnu. Hún heyrðist aldrei kvarta og vann verk sín af mikilli kostgæfni. Þegar ég var barn á ísafirði bjó amma á Bökkunum og þangað var alltaf gott að koma. Stærstan hluta starfsævinnar vann hún við að gefa öðru fólki mat. Hún sá meðal ann- ars um mötuneyti í Reykjanesskóla við ísafjarðardjúp, eldhús Fjórð- ungssjúkrahússins á ísafirði og hún eldaði mat fyrir verkamenn hér og þar um landið. Frá því ég komst til vits og ára og fór að rekja ættir við menn sem ég þekki mismikið og suma ekkert, hef ég svo oft hitt fólk sem Munda Péturs hefur gefið að borða eða þekkt fólks sem hún gaf að borða, að halda mætti að sú fjölskylda sér varla ti! í landinu sem ekki á að minnsta kosti einn sem Munda hefur lagt á diskinn fyrir. Það eru ljúfar æskuminningar að hafa heimsótt ömmu í vinnuskúr byggingarverkamanna sem hún eld- aði fyrir þegar Túngötublokkin á ísafirði var byggð. Við systkinin höfum öll hangið í svuntunni á ömmu og hlustað á hana segja sögur og fara með vísur. Minni hennar var alla tíð gott og hún hafði unun af því að segja sögur. Þannig fékk ég, sem fæddist árið sem Bítlarnir voru að byija, innsýn í líf alþýðufólks á íslandi á fyrstu áratugum þessarar aldar. Amma mundi atvik allt aftur til fjögurra ára aldurs, eða til ársins 1905, þegar íslenskir og útlenskir skútukarlar heimsóttu langafa að Dvergasteini fyrir innan Súðavík. Þegar hún var orðin öldruð kona á Hrafnistu gat hún enn farið með vafasamar drykkjuvísur norskra sjó- manna, sem hún sagði að Pétur lang- afi hefði ekkert verið allt of ánægð- ur með að barnið skyldi læra. En þannig var nú það. Hún þurfti bara að heyra góða vísu einu sinni til að muna hana. Munda Péturs kunni líka sögur af hröfnum sem hændust að henni og hún gaf að borða eins og mann- fólkinu. Ég er heldur ekki frá því að hún hafi kunnað að lesa sögur úr steinum, sem hún safnaði og geymdi í körfum sem hún heklaði úr mjólkurpokum. Hún var svo nýtin að allt varð henni að verðmæti, en Fædd 7. febrúar 1913 Dáin 23. janúar 1993 Ég ætla að minnast hér með nokkrum orðum ömmu minnar sem lést á Dvalarheimilinu í Hulduhlíð laugardaginn 23. janúar síðastliðinn. Amma fæddist á Eskifirði og var þriðja elst af sex systkinum. Foreldr- ar hennar voru Guðni Jónsson og Natalia Maria Krogh. Fjögurra ára gömul var hún sett í fóstur að Sellátr- um til Páls Jónssonar og Sigríðar Björnsdóttur. Þar ólst hún upp til fullorðinsaldurs eða þar til hún gift- ist afa mínum, Helga Pálssyni, sem lést 1980. Afi og amma bjuggu allan sinn aldur á Eskifirði. Þau eignuðust sjö börn. Þau eru Haukur Helgi fæddur 1933, dáinn 1992; Rafn fæddur 1935; Erna Sigríður fædd 1938; Guðni fæddur 1940; Páll fædd- ur 1941; Hörðurfæddur 1945; Krist- björg María fædd 1949. Barnabörnin eru 19 og barnabarnabömin 17. Ég ólst upp hjá ömmu minni til 7 ára aldurs og var mikið hjá henni eftir það. níska var ekki til í hennar huga. Oft var fimm króna seðli, vandlega brotnum saman, laumað í barnslófa, og ekki hlustað á mótbárur. Reynar var hún gefandi allt fram á síðustu stundu. Það besta sem amma gaf ástvin- um sínum var þó hjartagæskan. Hún var skapstór kona og lá aldrei á skoðunum sínum, en var alltaf réttl- át. Það var líka alltaf stutt í hlátur- inn hjá ömmu og hún hló háum og smitandi hlátri. Hún sagði mér margar sögur af pabba, Pétri Geir Helgasyni, þegar hann var barn. Pabbi var sérstakt barn í augum ömmu. Hann var sonur systur henn- ar Mundu, Jónínu, sem lést fyrir nokkrum árum. Amma ól hann upp af sömu ástúðinni og hún ól upp dóttur sína, Fanneyju. Þau voru miklir vinir og pabbi fór með Mundu ömmu á dansleiki langt fram yfir unglingsárin, þar til hann hitti mömmu, Ósk Norðfjörð Óskarsdótt- ur. Mamma, og allar konur sem þekktu Mundu Péturs, þekktu og kunn að meta, meira en karlmenn, handíðir Mundu Péturs. Hún fyllti heimili okkar af fallegum púðum, dúkum, mottum og körfum, sem voru haglega unnin á oft mjög frum- legan hátt. Og vettlingarnir, peys- urnar og treflamir komu oftar en ekki frá henni. Vegna þess hvað Munda amma var ern, var hún með okkur nánast fram á síðustu stundu, þó að hún hafí dvalið á Hrafnistu í sautján ár og hefði orðið níutíu og tveggja ára í apríl næstkomandi. Hún þekkti sögu fjölskyldunnar, barnanna sina, barnabarnanna og barnabarnabarn- anna betur og í meira samhengi en nokkur annar í fjölskyldunni. Fjöl- skyldumeðlimir grínuðust jafnvel með að minni hennar væri hættulegt á köflum, þar sem hún mundi vel hluti sem margir vildu ef til vill gleyma. En minni Mundu ömmu skaðaði þó aldrei nokkurn mann. Með andláti Mundu Péturs hverf- ur mikil og merkileg kona. Hún sá ísland sautján ára gömul fá eigin stjórnarskrá og hún var fjörutíu og þriggja ára gömul þegar ísland varð sjálfstætt lýðveldi árið 1944. Hún þekkti drauma þeirra sem sáu sjálf- stætt ísland fæðast á ný. Munda Péturs trúði á þetta land og þessa þjóð og hún þekkti þá menn og kon- ur sem voru undirstaða þess að við búum í dag við hvað mestu hagsæld sem þekkist í veröldinni. Hún fór aldrei út fyrir landsteinana og lang- aði aldrei til þess, svo að ég viti. Amma var afar hæglát og góð kona sem þægilegt var að umgang- ast. Það kom enginn að tómum kofan- um sem kom til ömmu á Gerði, þar var allt svo fullkomið, nýbakaðar kökur og kræsingar. Amma og afi bjuggu Iengst af sín- um hjúskap á Gerði, en síðustu fjög- ur árin bjó amma á Dvalarheimilinu í Hulduhlíð. Þangað heimsótti ég ömmu oft þegar ég hafði tíma. Það fór ekki framhjá neinum hvað hún fylgdist vel með fram á síðustu daga. Þegar ég kom til ömmu í Huldu- hlíð sátum við saman við gluggann hennar og horfðum yfir höfnina og töluðum um aflabrögð bátanna og mannlífið í heild sinni. Elsku amma, nú ert þú farin yfir móðuna miklu. Ég vil þakka þér fýr- ir allar góðu samverustundirnar sem við áttum saman. Guð blessi minningu ömmu minnar. Grétar Rögnvarsson. Þegar við afkomendur hennar fórum til útlanda, hvort sem var í sólar- landaferð eða eitthvað annað í vina- heimsókn, bað hún okkur að fara varlega. Útlönd voru hörmungar- fréttir úr Ríkisútvarpinu og vissara að hafa augun hjá sér. Hún hafði þó ekkert á móti útlöndum. Fyrir Mundu Péturs voru til góðir og verri menn alls staðar. Ég kveð Mundu ömmu mína með söknuði. Með henni kemur lykkja á þráðinn. Það er stundum sagt um trúað fólk að það sé „guðhrætt“. Munda Péturs var trúuð kona, en hún var aldrei hrædd við guð. Guðs vilji var aldrei dreginn í efa og hún óttaðist því ekki lokastundina. Hún hafði gert upp sín mál og trúði á miskunn drottins. Hún skilur því eftir hugrekki og afl lífsreynslu sinn- ar hjá okkur sem elskuðum hana. Ég færi föður mfnum og Fanneyju systur hans sérstaklega mínar sam- úðarkveðjur. Þau hafa misst elsta vin sinn. Minning ömmu minnar er fögur og lifir á meðan við sem þekkt- um hana drögum andann. Heimir Már Pétursson. Hinn 23. janúar sl. lést Guð- munda Jóna Pétursdóttir á Hrafn- Mig langar til að minnast bróður- dóttur minnar, Sædísar Hrefnu, með nokkrum orðum. Það var síðastliðinn þriðjudag, 19. janúar, að ég var vakin kl. átta að morgni með símhringingu. í síman- um var bróðir minn, sem býr í Ástral- íu, og sagði hann mér, að elsta dótt- ir hans, Sædís, og fjölskylda hennar hefðu lent í bílslysi þá um morgun- inn. Ég spurði strax: Og hvað, missti hún barnið? — Það var enn verra, hún lést einnig samstundis, var svar- ið, sem ég fékk. Ég sat sem lömuð, áður en ég gat spurt meira um, hvað gerst hefði og fékk þá að vita, að Sædís hefði verið á leið frá Brisbane til Sidney með eiginmanni sínum, Clive Nor- man, og tveimur börnum, Deanne, 18 ára, og Matthew Clive, 14 ára, er bíll hefði ekið í veg fyrir þau á hraðbraut. Bfl þeirra hefði hvolft og Sædís látist samstundis, en Deanne mjaðmagrindarbrotnað og Clive meiðst eitthvað líka. Væru þau bæði á spítala, en Matthew hefði sloppið alveg. Mér varð hugsað til síðasta sam- tals, sem ég átti við Sædísi, en það var fyrir rúmum mánuði, um miðjan desember. Þá sagði hún mér, að þau væru að klára húsið sitt, en fjölskyld- an fluttist fyrir nokkru síðan frá Sidney til Brisbane. Hún vonaðist jafnvel til, að þau gætu flutt inn fyrir jól, og það stæði líka fyrir dyr- um Qölgun í fjölskyldunni, því að hún ætti von á barni eftir þrjá mán- uði eða svo. Hún hló við og sagði: Hugsaðu þér að láta sér detta þetta í hug á mínum aldri. Það segja líka allir, að barnið fái tvær mömmur og tvo pabba, því að hin börnin eru orðin svo stór. istu í Reykjavík. Útför hennar verð- ur gerð í dag, miðvikudaginn 3. febrúar, frá Fossvogskirkju kl. 13.30. Guðmunda fæddist á Skeiði í Álftafirði og ólst þar upp með for- eldrum sínum og systkinum og síðar á Isafirði er foreldrar hennar flutt- ust þangað, þar sem þau bjuggu siðan. Foreldrar Guðmundu voru Friðgerður Samúelsdóttir og Pétur Friðgeir Jónsson. Þau eignuðust í allt átta böm, en þijú dóu bamung. Auk Guðmundu, sem var elst systk- inanna, vom þau er á legg komust: Jón Beóný, Jónína María, Kristján Karl og Hrólfur. Þau eru öll látin fyrir nokkrum árum. Miklir kærleik- ar vom alltaf með þeim systkinum og ættartengsl sterk. Guðmunda eignaðist eina dóttur, Fanneyju Halldórsdóttur, sem gift var Maríasi Kristjánssyni, en hann lést 4. nóvember 1990. Þau eignuð- ust sjö börn. Faðir Fanneyjar var Haldór Bjarnason en hann fórst með mótorbátnum Rask þegar Fanney var aðeins átta mánaða, árið 1924. Guðmunda giftist nokkmm árum seinna Pétri Janusi Oddssyni og saman tóku þau í fóstur, af systur Guðmundu, Jónínu Maríu, son henn- ar Pétur, nokkurra mánaða gamlan. Guðmunda og Pétur janus slitu sam- vistir 1943 og eftir það annaðist hún uppeldi fóstursonarins að mestu ein og vann fyrir sér og honum hörðum höndum við alls konar störf. Pétur Geir, fóstursonur Guðmundu og sá er þetta ritar, er kvæntur Ósk Norðfjörð Óskarsdóttur. Börn þeirra em fjögur. Allt til ársins 1970 vann Guð- munda alls konar störf, s.s. við fisk- vinnslu, sem ráðskona í verbúðum, jafnt á vetrarvertíðum sem í síld á sumrin þegar síldarævintýrið stóð sem hæst, í mörg ár sem ráðskona við héraðsskólann í Reykjanesi og síðar ráðskona við sjúkrahúsið á Isafirði. í nokkur ár átti hún og rak veitinga- og matsöluna Pólinn á Isafirði. Segja má að oft hafi kjörin verið kröpp, en aldrei svo að ekki hafi verið nóg að borða og af gjaf- mildi og hjartahlýju var ætíð nóg hjá þessari stórbrotnu og skapríku gæðakonu. Allt til hinstu stundar sat gjafmildin í fyrirrúmi og þrátt En það rætast ekki allir okkar draumar. Þau fluttust ekki inn í nýja húsið fyrir jól, heldur síðasta dag ársins, gamlársdag. Og tæpum þremur vikum seinna kom stóra kallið, þetta sem allir verða að hlíta þegar það kemur. Við eigum oft svo erfítt með að skilja hvers vegna ungu fólki er kippt í burtu í fullu fjöri, á meðan gamalt fólk, sjúkt og þjáð, sem óskar einsk- is frekar en að fá hvíldina, fær ekki að fara. Hugurinn reikar til baka til þess tíma, er Sædís fæddist, en það var 26. september 1954. Hún var elsta barn hjónanna Lilju Snæbjörnsdótt- ur og Gunnlaugs Oddsen Gunnlaugs- sonar, sem bjuggu í Sandgerði. Mér er minnisstætt, hve mikil dúkka hún var fyrstu árin með ljós- brúnu lokkana sína. En Sædís stækkaði og dafnaði eins og önnur börn, og haustið eftir að hún fermd- ist var lagt af stað í langa ferð á vit ævintýranna, því að þá fluttist hún til Ástralíu með foreldrum sínum og þremur yngri systkinum, þeim Ingu, Erlu og Gulla Pálma. Næstu árin sá ég ekkert þeirra, en með bréfaskriftum og myndum var fylgst náið með gangi mála. Ég kom svo í heimsókn til þeirra fjórum árum seinna og var Sædís þá orðin 18 ára dama og kynnti mig fyrir unnusta sínum, Clive, og við end- urnýjuðum kunningsskapinn á þeim tíma sem ég dvaldist þar. Enn liðu fjögur ár til næstu heim- sóknar. Þá voru Sædís og Clive gift og höfðu keypt sér lítið einbýlishús í Sidney. Þau voru búin að eignast dóttur, sem komin var á þriðja ár. Mér fannst ég vera komin tuttugu ár aftur í tímann, þegar ég horfði á Minning Mekkín Krístjana Guðna- dóttir frá Eskifírði Minning Sædís Hrefna Gunn- laugsdóttir Norman fyrir háa elli komu alltaf jólagjafír frá ömmu á Hrafnistu til yngstu langömmu- og langalangömmu- barnanna. Þetta gat hún aðeins hin seinni ár með aðstoð sinnar góðu dóttur, F'anneyjar, sem annaðist móður sína af einstakri elsku og umhyggju hin síðari ár eftir að ellin fór að heija á fyrir alvöru og sjónin hvarf smám saman að mestu. Sl. 17 ár hefur Guðmunda dvalist á Hrafnistu í Reykjavík og notið þar góðrar aðhlynningar. Hún talaði ætíð með hlýhug og þakklæti um starfsfólkið og stjórnendur á DAS. Öllum áföllum, s.s. sárum ástvina- missi og vaxandi hrörnun sem óhjá- kvæmilega eru fylgifiskur ellinar, tók hún með stöku jafnaðargeði og hafði sína sterku guðstrú að leiðar- ljósi og sofnaði síðan sinn síðasta blund södd lífdaga í faðmi dóttur sinnar í herberginu sem hún var búin að dvelja sem lengst í hin seinni ár. Guðmunda hélt andlegri reisn sinni allt til þess síðasta. Var fá- dæma minnug á menn og málefni, fylgdist vel með atburðum líðandi stundar í útvarpi, var sem hafsjór af fróðleik um liðna tíma og mundi allt til hins síðasta alla afmælisdaga sinna nánustu. Hún var vinmörg og naut þess í ellinni að fá heimsóknir og símhringingar frá tryggum vin- um og ættingjum sem reyndust henni frábærlega vel. Með Guðmundu er gengin góð kona, móðir og amma, sem unni öllum sínum af heilum hug og göf- ugu hjarta, sem allt sitt líf gaf allt sem hún átti og eignaðist, og oft meira en það. Hennar skarð verður ekki fyllt, en minning hennar mun lifa í hugum allra sem henni kynnt- ust. Hún var stórbrotin alþýðukona sem aldrei mátti vamm sitt vita og , hvergi neitt aumt sjá, gæti hún nokkuð að gert. Megi mín kæra mamma fara í friði á fund frelsara síns, og hvílast þar á grænum grundum og hitta þar alla gengna ástvini. Hafí hún þökk fyrir allt og allt. Góður Guð geymi hana um alla eilífð. Pétur Geir Helgason. Deanne, því að hún var nákvæmlega saman dúkkan og Sædís hafði verið. Tíminn flaug hratt þessar sam- verustundir og áður en varði var komið að heimferð. Nú liðu ein sjö ár til næstu heim- sóknar, og þá sá ég Matthew í fyrsta sinn, en hann var orðinn fimm ára pattaralegur strákur og nauðalíkur mömmu sinni, en Deanne hafði breyst þó nokkuð og líktist nú pab- banum meira en mömmunni. Það var eins og venjulega, að tíminn var fljótur að fljúga frá manrii við alls konar heimsóknir og skoðun- arferðir. Oft var rætt um það, að þau ætluðu nú einhvern tíma að heimsækja gamla landið sitt og ætt- ingjana. En Sædís kemur ekki aftur til okkar hérna heima — kannski koma einhveijir aðrir úr fjölskyldunni. Foreldrar Sædísar komu fyrir tæp- um fjórum árum til að endurnýja kynnin við landið og fjölskylduna. Þó að langt hafi verið á milli okk- ar Sædísar og við ekki sést síðustu níu árin, fékk ég alltaf allar fréttir af henni, systkinum hennar og fjöl- skyldunni frá mömmu hennar og pabba, ásamt myndum af börnunum, svo að hægt væri að fylgjast með þroska þeirra og uppvexti. Það er kannski svolítið skrýtið, að þegar fólk er svona langt í burtu frá manni, þá er einhvem veginn erfiðara að gera sér grein fyrir, að það sé raunverulega dáið. Ég er svo vön að hugsa til þeirra í fjarska, að í huganum finnst mér eins og Sædís sé enn þá hjá fjölskyldu sinni þarna langt í burtu. Söknuðurinn er auðvitað mestur hjá Clive og börnunum — að hafa hana ekki hjá sér lengur. Ég bið algóðan Guð að blessa Clive, De- anne, Matthew og foreldra hennar og aðra aðstandendur, sem henni voru kærir, og gefa þeim styrk í þeirra miklu sorg. Megi fagrar minn- ingar um Sædísi lifa í hugum þeirra allra um ókomin ár. Dagtnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.