Morgunblaðið - 03.02.1993, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAG UR 3. FEBRÚAR 1993
Minning
Hrefna Jóhannsdótt-
ir frá Sauðárkróki
Fáedd 17. desember 1905
Dáin 3. janúar 1993
Með þessum fátæklegu orðum
langar mig að minnast hennar
Hrefnu ömmu minnar. Hún var
fædd á Kjartansstöðum í Staðar-
hreppi 17. desember 1905. Foreldr-
ar hennar voru þau Ingibjörg Jóns-
dóttir, ljósmóðir frá Botnastöðum í
Svartárdal, og Jóhann Sigurðsson,
bóndi frá Sæunnarstöðum í Hall-
árdal. Var Hrefna amma yngst tíu
systkina.
Amma giftist afa, Jóni Frið-
bjömssyni frá Rauðuskriðu í Aðal-
dal, árið 1933. Þau settust að á
Sauðárkróki og bjuggu lengst af á
Freyjugötu 23, í húsi sem þau reistu
og kölluðu Víkingvatn. Amma og
afi eignuðust tvo syni, Ólaf föður
minn og Friðbjöm. Við bamabömin
emm sjö og bamabarnabömin em
orðin ellefu.
Amma var 88 ára er hún kvaddi
þessi heimkynni 3. janúar síðastlið-
inn og hafði hún þá dvalist á Sjúkra-
húsi Skagfírðinga frá því í ágúst á
síðasta áriv er heilsan gaf sig.
Við systurnar þijár áttum því
láni að fagna að alast upp í sama
húsi og amma og afi bjuggu í og
reyndist það okkur gott veganesti
út í lífíð.
A kveðjustund er margs að minn-
ast. Nú em jólin nýliðin og þá hugs-
um við oft til baka. Það em ljúfar
minningar sem við systur eigum frá
okkar bernskujólum og undirbún-
ingi undir þau, m.a. þegar amma
og mamma bökuðu smákökur og
öll fjölskyldan stóð í laufabrauðs-
bakstri.
Á aðfangadag var oft erfitt að
bíða eftir að jólahátíðin gengi í
garð, lét þá afí okkur systumar
syngja með sér jólasálma með út-
varpsmessunni til að stytta okkur
biðina. Og ekki var amalegt að
vakna á jóladagsmorgun og læðast
niður til ömmu og afa sem biðu
með heitt súkkulaði og kökur. Þau
vom alveg sérstaklega gestrisin,
þó að efni væm aldrei mikil og
höfðu gaman af að fá gesti, enda
komu margir til þeirra, sumir til
lengri eða skemmri tíma.
Amma og afi vom miklir dýravin-
ir og áttu kindur í félagi við for-
eldra mína. Nutu þau þess að hugsa
um þær eða þar til heilsa afa gaf
sig. Hann dó í október 1975, 78
ára að aldri, og hafði þá átt við
vanheilsu að stríða í nokkur ár.
Þegar amma var komin yfír sjö-
tugt fór hún að ferðast um landið
með orlofskonum úr Skagafirði.
Vora þessar ferðir henni ógleyman-
leg ánægja og ævintýri. I þessum
ferðum eignaðist hún margar mjög
góðar vinkoonur.
Hún amma var mikil jafnréttis-
og kvenréttindakona og eftir að
Kvennalistinn kom til sögunnar
studdi hún hann af heilum hug.
Ekki er mér gmnlaust um að henni
+
Ástkær sonur, faðir og bróðir,
SIGTRYGGUR VILHJÁLMSSON
frá Þórshöfn,
lést 1. febrúar.
Kristrún Jóhannsdóttir,
Selma Rut Sigtryggsdóttir
og systkini hins látna.
t
Systir okkar og mágkona,
JÓHANNA LAURENSE HELGASON,
lést í Borgarspítalanum mánudaginn 1. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Kristbjörg Jónsdóttir,
Paula Jónsdóttir,
Eli'se Larsen,
Sigurður Jónsson,
Jón Jónsson
og aðrir aðstandendur.
+
Hjartkaer móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR
kennari,
áður Holtsgötu 11,
Hafnarfirði,
andaðist á Sólvangi mánudaginn 1. febrúar.
Jón Bergson, Þórdís S. Sveinsdóttir,
Örn Bergsson, Svala Jónsdóttir,
Ólafur B. Bergsson, Ragna G. Þórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Útför ástkærrar móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
MARGRÉTAR SIGRÍÐAR
MAGNÚSDÓTTUR,
áður Njarðargötu 61,
Reykjavík,
verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 4. febrúar nk. kl. 15.00.
Magnea J. Þorsteinsdóttir, Þór V. Steingrímsson,
Sigurður H. Þorsteinsson, Erna Sigurbaldursdóttir,
Hjördís Magnúsdóttir, Kristmann Magnússon,
Guðmundur Þorsteinsson, Ásthildur Þorkelsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
hafí fundist við systur heldur linar
í kvenréttindamálunum.
Amma var mjög vel gefin kona
og víðlesin og hafði ætíð frá mörgu
að segja. Hún kom oft í heimsókn
til mín til Skagastrandar, eftir að
ég fluttist þangað árið 1973. Vom
það oft skemmtilegar stundir sem
við áttum við eldhúsborðið og
fræddi hún mig um margt frá gam-
alli tíð.
Elsku amma mín, nú er komið
að leiðarlokum og vil ég þakka þér
samfylgdina.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guðbjörg Ólafsdóttir.
Sífellt tifar tímans hjól. Kynslóð-
imar koma og fara. Eg var bæði
hryggur og glaður í senn er vinkona
mín og heimilisvinur kvaddi sitt
jarðneska líf. 87 ár vom að baki.
Þó varð Hrefna aldrei gömul í
venjulegum skilningi þess orðs.
Síung og fersk í hugsun fram á
síðustu misseri er heilsunni hrakaði
ört. Hrefna var einn þeirra einstak-
linga er setti svip á mannlífíð á
Sauðárkróki með sinni ljúfu og
hæglátu framkomu í nærri sex ára-
tugi. Árið 1935 fluttist hún ásamt
manni sínum, Jóni Friðbjamarsyni,
framan úr sveitinni og á Krókinn,
en fyrstu tvö hjúskaparárin bjuggu
þau á Kjartansstöðum á Langholti
á föðurleifð Hrefnu í sambýli við
Þórð bróður hennar. Skamma hríð
bjuggu þau í „Heimi“, Skagfírð-
ingabraut 1, og síðan í „Skúmum",
Freyjugötu 13, í sama húsi og Pét-
ur Laxdal bjó með fjölskyldu sinni,
faðir Siguijóns, fyrrverandi forseta
borgarstjómar Reykjavíkur. Jón og
Hrefna byggðu húsið Freyjugötu
23 á móti Eiríki frá Djúpadal og
fluttust þau 1938 í nýbyggt hús
sitt og bjuggu þar síðan allan sinn
búskap. Jón Friðbjörnsson lést 1.
október 1975, en hann fæddist 27.
júlí 1897.
Hrefna og Jón eignuðust tvo syni,
Ólaf, sem kvæntur er Bám Svavars-
dóttur, og Friðbjörn, sem kvæntur
er Sigrúnu Ámundadóttur. Ólafur
býr á Sauðárkróki, en Friðbjöm í
Reykjavík. Báðir eigá marga af-
komendur, Ólafur þijú börn og átta
bamaböm, Friðbjörn fímm börn og
sex barnabörn. Eg kom stöku sinn-
um á heimili Jóns og Hrefnu á
æskuárum mínum, enda stutt milli
húsanna í sömu götu. Jón rækti
félagsmál af mikilli samviskusemi
og starfaði mikið að verkalýðsmál-
um, var lengi gjaldkeri V.m.f. Fram.
Faðir minn og hann áttu samleið
hjá Fram og var ég oft fenginn til
ýmissa snúninga því viðkomandi.
Jón var afar vel gerður maður og
vinsæll og átti bágt með að neita
fólki, á hann hlóðust því margvís-
legustu störf.
í áranna rás fór það svo að þau
hjónin bæði deildu með sér verkefn-
um og þegar heilsu Jóns tók að
hraka tók Hrefna að sér hin ýmsu
verkefni á félagslega sviðinu jafn-
hliða daglegum önnum. Hrefna og
Jón vom sérlega samhent hjón.
Heimilislífið kærleiksríkt og ákaf-
lega notalegt að sækja þau heim.
Um áratugi áttu þau búpening, sem
lengi var í húsum niðri á Kambin-
um, síðar uppi á Móum.
Bæði vom þau hjón mikið fyrir
skepnur, enda fædd og uppalin í
sveit, komin af traustu og rótgrónu
bændafólki. Þau höfðu margt fé,
mjólkurkú og fjöldann allan af
hænum um tíma. Krókurinn var
eins og lítið landbúnaðarþorp á
þessum ámm. Fólk komst vart af
nema hafa nokkurt skepnuhald,
sjálfsþurftarbúskapurinn skipti
sköpum. Jón og Hrefna hugsuðu
afar vel um sinn búsmala, áttu fal-
legt fé. Magnús heitinn Konráðs-
son, sem í mörg ár átti heimili hjá
foreldmm mínum, var mikill heim-
ilisvinur hjá Jóni og Hrefnu. Þau
hjón vom afar hjálpleg við Magga
sem var mikið fatláður síðari hluta
ævinnar, sem vom afleiðingar byltu
af hesti, þegar hann var tólf ára
gamall. Maggi sá oft um gjöfína
fyrir þau hjón þegar þannig stóð
á. Það var mikið og gott sálufélag
milli þessara vina minna.
Ekki veit ég hvað réð, en Ólafur
sonur Jóns og Hrefnu og Valdimar
sonur Magga gerðu lengi út saman.
Fyrst trillur og síðan dekkbátinn
Sigurvon SK 8. Svo vildi til að síð-
sumars 1959 og fram undir áramót-
in það ár reri ég með Óla og Valda,
fyrst á handfæri og síðan á net og
línu. Það var gott að róa með þeim
félögum. Þetta efldi kunningsskap-
inn við Jón og Hrefnu.
Nú liðu árin við nám og vinnu,
og tengslin við fólkið í heimahögun-
um minnkuðu. Þáttaskil urðu 1970
er fjölskylda mín fluttist í Smára-
gmndina. Parmes Siguijónsson, afí
konu minnar, leiddi okkur Jón og
Hrefnu saman á ný. Parmes og Jón
vom gamlir sveitungar úr Keldu-
hverfí. Leiðir þessara föllnu heið-
ursmanna lágu saman á heimili
mínu í fáein ár og þeir auðguðu svo
sannarlega heimilislífið, og Jón varð
heimilisvinur allt til dauðadags.
Hrefna tengdist smátt og smátt
heimili mínu, og hnýtti bönd mikill-
ar vináttu við fjöískylduna, ekki
síst konu mína sem varð tveggja
áratuga órofa vinátta. Þær vom
notalegar stundimar þegar Hrefna
sat við eldhúsborðið og var stundum
dálítið hugsi. Strauk hendinni yfír
borðbrúnina og fallega hlýja brosið
hennar breiddist eins og sólargeisli
yfír okkur hin. Umhyggja Hrefnu
fyrir fjölskyldu minni var mikil. Á
sinn hægláta og kærleiksríka hátt
gaf hún af sér allt sitt besta til
samferðafólksins. Jón og Hrefna
vom lengi í sambýli við fjölskyldu
Guðjóns Ingimundarsonar sem bjó
á efri hæð Freyjugötu 23. Sambýlið
var til fyrirmyndar og kærleikar
með fjölskyldunum. Birgir sonur
Guðjóns átti við vanheilsu að stríða
í bemsku. Hrefna varð Birgi sem
önnur móðir á þessum ámm, enda
sótti hann mjög til Jóns og Hrefnu
á neðri hæðinni. Þessi vinátta entist
ævilangt, og lýsir vel hjartalagi
Hrefnu, en oft nefndi hún Birgi sinn
Verð kr. 800,-
Hallargarðurinn
Húsi verslunar,
sími 678555.
Erfidrykkjur
Glæsileg kafli-
hlaöborö íaJlegir
salir og mjög
góð þjónusta.
Upplýsingar
ísíma22322
FLUGLEIDIR
HÍTEL LIFTLEIIIK
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
VIKAR ÁRNASON
fyrrverandi sjómaður,
Sólvallagötu 28,
Keflavík,
lést mánudaginn 1. febrúar.
Árni Vikarsson, Sigurjón Vikarsson,
Hólmbert Friðjónsson,
tengdadœtur, barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐMUNDA JÓNA PÉTURSDÓTTIR
frá Isafirði,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. febrúar
kl. 13.30.
Fanney Halldórsdóttir,
Pétur Geir Helgason, Ósk Norðfjörð Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
ÓLAFUR MAGNÚSSON
húsasmíðameistari,
Dalbraut 20,
lést í Landspítalanum 2. febrúar.
Helga Á. Guðmundsdóttir,
Ólafur A. Ólafsson,
Katrín Ólafsdóttir,
Sólveig Ólafsdóttir,
Marfa Ólafsdóttir.
+
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
PETREA ANDRÉSDÓTTIR,
til heimilis á Skólastíg 14A,
Stykkishólmi,
sem iést í Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 29. janúar sl., verður jarð-
sungin frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 6. febrúar kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á dvalarheimili aldraðra,
Stykkishólmi.
Fyrir hönd vandamanna,
Elsa Valentínusdóttir, Guðni Friðriksson
og börn.