Morgunblaðið - 03.02.1993, Page 33

Morgunblaðið - 03.02.1993, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1993 33 Minning Sigmar Kristjánsson frá Eldjámsstöðum er fyrri dagar bárust í tal. Oft sagði hún okkur af ferðum sínum til ættingjanna syðra, ferð- anna til Guðbjargar sonardóttur sinnar á Skagaströnd, og dvaldist hún þar jafnan nokkurn tíma í senn. Ferðir Hrefnu yfir að Rip til Hebbu sinnar voru henni sífellt tilhlökkun- arefni, þar gekk hún á vit sveitalífs- ins, sem hún tók ástfóstri við í æsku þó aðstæður höguðu því svo að hún byggi í kaupstað. Síðustu tvo áratugina tók Hrefna þátt í ýmsum fundum kvenfélaganna og ferðalögum vítt og breitt um land- ið. Hún naut þessara ferða vel og var sem jafnan áður vinsæl og nærri ómissandi ferðafélagi, ekki síst yngri konunum. Hrefna vann lengi að málefnum Sjálfsbjargar sem var mikið starf, en furðu fljótt fennir í slík spor. Hrefna var mikill verkalýðssinni fyrr á árum og vann þeim málum vel. Hrefna var kona kvenfrelsis og jafnréttis og léði þeim málum lið er því varð við komið. Hrefna var líkamlega fötluð mestan hluta ævi sinnar og bar það af miklu æðru- leysi. Við samferðafólkið merktum þetta ekki, svo sterkan persónuleika hafði Hrefna. Við Hrefna erum greinar af stór- um og sterkum ættstofni hér í Skagafirði. Finnbogi á Kirkjubóli, langafi hennar, og Sigurlaug á Ing- veldarstöðum, langamma pabba, voru systkin. Eitt sinn á góðri stund með Hrefnu og Valtý á Geirmund- arstöðum voru rifjaðar upp fyrstu bemskuminningar Valtýs, er hann fimm ára gamall var reiddur fram í Glaumbæ, að giftingu Jórunnar og Snorra í Stóru-Gröf og Boga Gíslasonar afa míns og Þorbjargar Olafsdóttur, Syðra-Skörðugili. Bogi og Jórunn voru frændsystkin. Svaramenn við þessar giftingar vom foreldrar Hrefnu, Jóhann, frændi Jórunnar og Boga, og Ingi- björg á Kjartansstöðum. Athöfnin fór fram 27. júlí 1907. Það getur teygst úr vináttunni innan sömu ætta þó það sé nú fátíð- ara en áður. Vináttan við Hrefnu er gott dæmi um það. Ég átti því láni að fagna að sitja í bæjarstjórn í tólf ár. Margt eldra fólkið í bænum studdi mig með ráðum og dáð. Hrefna var í þeim hópi. Fylgdist grannt með og var síhvetjandi. Meðan heilsan leyfði kom hún reglulega í verslun okkar og kvaddi okkur alltaf með blessunarorðum um gott gengi. Það fór jafnan eft- ir. Hrefna átti því láni að fagna að vera alla tíð hluti af gömlu ættar- fjölskyldunni. Fyrst í föðurhúsum, síðan í sambýli með Þórði bróður sínum, og síðan þá á Sauðárkróki. Ólafur sonur hennar og Bára bjuggu sér heimili á efri hæð Freyjugötu 23, eftir að fjölskylda Guðjóns Ingimundarsonar flutti suður á Bárustíginn. Hrefna fluttist með íjölskyldunni úr Freyjugötunni 8. desember 1979 að Víðigrund 24. Þar naut hún útsýnisins yfir fjörð- inn, „Nesið“ og austurfjöllin í rösk- an áratug. Sambýlið við Óla og Báru var til mikillar fyrirmyndar og hélst óslitið alla tíð, eða þar til að Hrefna fór á sjúkrahúsið sl. haust. Þrír til fjórir ættliðir voru því oftast á heimili Hrefnu. Þetta heyrir til undantekninga í dag. Það þarf mikið umburðarlyndi nú á tím- um svo slíkt geti gengið. Hrefna undirbjó vistaskiptin úr þessum heimi af mikilli kostgæfni, séð var fyrir öllu. Hún bað mig að bera sig til grafar fyrir mörgum árum og ítrekaði það nokkrum sinn- um og skriflega til ástvina sinna. Hinn 9. janúr sl. bárum við hana síðsutu sporin í fegursta vetrar- veðri. Það var bjart og stillt í Skaga- firði. Daginn fyrir dýpstu lægð sem mælst hefur á norðanverðu Atlants- hafi, sem olli stórviðri og töfum í samgöngum, og fjölskylda Hrefnu naut óvæntrar samveru, umfram það sem áformað var. Að ósk Hrefnu fór erfidrykkjan fram á heimili Óla og Báru. Það var góður og fjölmennur mannfagnaður. Hrefna er gengin á vit feðra sinna og formæðra. Farsælu lífi er lokið. Guðs blessun fylgi minningu henn- ar. Hörður Ingimarsson og fjölskylda. Fæddur 17. maí 1912 Dáinn 9. janúar 1993 Við lát góðs vinar er margs að minnast. Á hugann leita minningar frá bemsku- og unglingsárum þegar ég var að alast upp á Eldjámsstöð- um. Hver sækir nú lengur hesta út á Hliðarstekk uppi í flóa eða smalar kvíaánum kvölds og morgna? Hver fer nú með heybandslest af engjum og heim í hlað? Hver þvær nú lengur ull úti við læk? Ullarlest fer ekki leng- ur í kaupstað, ekki sjást lengur rekstrar milli bæja á haustin og sil- ungur ekki veiddur undir fossinum. Eg hef brugðið upp mynd þess tíma er ég var drengur og kom í Eldjámsstaði. Ábúendur þar voru Matthildur Jóhannesdóttir og Krist- ján Jónsson ásamt sonum sínum Guðjóni og Sigmari. Ég var hjá þessu fólki í sex ár og var strax eins og einn af fjölskyldunni. Þarna vandist ég þeim störfum sem krakkar á þeim tíma gátu leyst af hendi við ýmsa snúninga. Aldrei varð ég var við að þreytu gætti á spurulum dreng, þvert á móti var leitast við að skýra út og leiðbeina piltinum í hvívetna. Guðjón hafði lært við Eiðaskóla og stundað barnauppfræðslu, enda kenndi hann mér heima á vetrum með þeim árangri sem ég hef búið að æ síðan. Sigmar var lærður söðlasmiður, lærði í Skógum í Vopnafírði. Stund- aði hann þá iðn aðallega á vetrum. Hann var mjög vandvirkur og var gaman að fylgjast með þegar hann var að smíða spaðahnakka og önnur reiðtygi. Voru þau áhaldstögl alltaf til fyrirmyndar svo að eftir var tek- ið. Gjarðir voru brugðnar úr hross- hári og kunna nú fái þá iðn. Þeir bræður spiluðu mjög vel á harmonikku og spiluðu oft fyrir dans- leikjum, enda félagslyndir. Þeir voru mjög listfengir og eftir þá liggja margir fágætir hlutir. Kristján and- aðist 1955 og bjuggu þeir áfram til 1959, en fluttust þá til Þórshafnar í hús sem þeir byggðu og bjuggu þar með móður sinni þar til hún lést 1969. Eftir það bjuggu þeir einir, en nú síðustu árin voru þeir á Nausti, húsi aldraðra á Þórshöfn. Þaðan lagði Sigmar upp í ferðina löngu. Með þessum fátæklegu minning- um vil ég kveðja góðan vin og það fólk sem reyndist mér svo vel á upp- vaxtarárum mínum og æ síðan. Guð blessi Sigmar Kristjánsson. Guðjón, ég votta þér mína dýpstu samúð, hafðu þökk fyrir allt. Guð gefí þér styrk. Hann leggur ávallt líkn með þraut. ívar Þórhallsson. t Ástkær eiginkona mín, BJÖRK JÓNASDÓTTIR, verður jarðsungin frá Þjóökirkjunni Hafnarfirði fimmtudaginn 4. febrúar kl. 13.30. Stefán Jónsson. t Móðir mín, amma okkar og langamma, GUÐRÚIM ÞÓRÐARDÓTTIR frá Ranakoti, Stokkseyri, lést 30. janúar. Útförin fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 6. febrúar kl. 14.00. Valdimar Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t KRISTMUNDUR GUÐMUNDSSON fyrrverandi bifreiðastjóri á Hótel Borg, lést á elliheimilinu Grund 2. febrúar. t Kveðjuathöfn um móður okkar, DAÐÍNU JÓNASDÓTTUR frá Auðkúlu, Arnarfirði, verður í Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. febrúar kl. 10.30. Jarðsett verður að Hrafnseyri, Arnarfirði, laugardaginn 6. febúar. Börn hinnar látnu. t Útför fóstursonar míns, SIGMUNDAR EGGERTS EGGERTSSONAR, fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 6. febrúar kl. 13.30. Verður hann lagður til hinstu hvílu í Hagakirkjugarði í Holtum. Fyrir hönd systkina og annarra aðstandenda, Margrét Eyjólfsdóttir. t Þakka innilega samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR frá Dalsmynni. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Guðjónsdóttir. t Útför eiginmanns míns, föður, tengda- föður og afa, GUÐJÓNS MAGNÚSSONAR frá Kjörvogi, Furugerði 1, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 4. febrúar kl. 13.30. Guðmunda Þ. Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður og ömmu, SIGRÍÐAR HAGALÍN leikkonu. Sérstakar þakkir færum við Leikfélagi Reykjavíkur og starfsmönnum þess. Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Björn Vignir Sigurpálsson, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Kolbeinn Atli Björnsson. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför HJARTAR HJARTAR fyrrv. framkvæmdastjóra, Flyðrugranda 8. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks deildar 32A á Landspítalanum. Guðrún J. Hjartar, Jóna Björg Hjartar, Páll van Buren, Sigriður Hjartar, Stefán Guðbergsson, Elín Hjartar, Davíð Á. Gunnarsson, Egill Hjartar, Marfa Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Öllum þeim, er sýndu okkur hlýhug og heiðruðu minningu elsku legs föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR, Bjarkarbraut 1, Dalvík, sendum við hjartanlegar kveðjur og þakkir. Nanna Jónasdóttir, Jónatan Sveinsson, Halla S. Jónasdóttir, Anton Angantýsson, Júlfus Jónasson, Mjöll Hólm og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR JÚLÍUSDÓTTUR, Atlastöðum í Fljótavík. Atli Smári Ingvarsson, Ásta Grfmsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR PÁLI'NU JÓNSDÓTTUR, Spftalavegi 16, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Fjóðrungssjúkrahússins á Akureyri fyrir frábæra hjúkrun og umönnun í veikindum hennar. Guð blessi ykur öll. Haraldur Sigurgeirsson og fjölskylda. t Innilegustu þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGURBJARGAR HELGADÓTTUR, Stokkseyri. Guð blessi ykkur öll. Valdimar Jónsson, Sigrún Helga Valdimarsdóttir, Guðrún Jóna Valdimarsdóttir, Steinar Ingi Valdimarsson, tengdasynir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.