Morgunblaðið - 03.02.1993, Síða 36

Morgunblaðið - 03.02.1993, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) V* Varaðu þig á slóttugum sölumönnum. Sumir eru með hugann við væntanlegt brúðkaup. Einhver í fjöl- skyldunni þarfnast um- hyggju. Naut (20. aprfl - 20. maí) Líttu ekki við gallaðri vöru. Þér gæti verið boðið nýtt starf eða nýtt viðfangsefni í dag. Draumamir eru að rætast. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Dagurinn gæti falið í sér upphaf á nýju ástarsam- bandi eða fært þér tilboð um ferðalag. Gættu hófs í pen- ingamálum. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Forðastu að móðga mislynd- an yfirmann. Láttu fortölur ekki á þig fá. Heppnin virð- ist vera með þér í fjármálum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Brúðkaup er á næstu grös- um hjá sumum. Einhver ættingi gæti verið örlítið fúllyndur. Kvöldið verður rólegt. Meyja (23. ágúst - 22. september) Einhver viðskiptavinur er ekki allur þar sem hann er séður. Þú færð frábært tæki- færi til að auka tekjurnar eða bæta stöðu þína. Vog (23. sept. - 22. október) Sértu í ferðahugleiðingum er betra að kanna kostnað- inn. Einhver nákominn er miður sín. Þú skemmtir þér vel í kvöld. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Samstarfsmaður virðist óþarflega hörundsár. Heppnin eltir íjölskylduna í dag. Sinntu heimilinu í kvöld. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) m Vinsældir þínar fara vaxandi og þú nýtur þín í hópi góðra vina. En þú verður að varast óhóflega eyðslusemi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) m Vinur gæti verið með óþarfa afskiptasemi. Láttu ekkert koma í veg fyrir að þú getir nýtt þér tækifæri sem gefast í dag. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Einhver gæti boðið þér í skemmtilegt ferðalag. Þú nýtur góðs af ættingja. Af- köstin í vinnunni mættu vera meiri. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) «£( Þú þarft að einbeita þér að því að eyða ekki of miklu þegar þú ferð út að skemmta þér. Haltu þig heima í kvöld. Stjömusþána á aó lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staóreynda. DYRAGLENS T hefvr&u see LÍFLfiUSARJ LEHC ’fi /EUf þtNAJ/, GO&St? ©1992 Tnbune Media Services. Inc. GRETTIR þ&TTfi BR SÚ SpeKSIA TBVGfT BYSSA sefit és H&rséÐ TOMMI OG JENNI FERDINAND Hvað áttu við, að við séum uppiskroppa með forrétti?! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sagnvenjur eru iðulega kenndar við höfunda sína. Þær frægustu eru vitaskuld Blackwood og Stayman, sem allir bridsspilarar kannast við. Hitt vita kannski ekki allir, að á bak við þessi nöfn eru banda- rískir spilarar, Easley Blackwo- od, sem nýlega er látinn, og Samuel Stayman, sem er enn í fullu fjöri, þrátt fyrir háan ald- ur. Minna þekkt sagnvenja heit- ir Smolen. Hún er notuð eftir opnun á grandi og Stayman. Ef opnari neitar hálit með tveimur tíglum, segir svarhönd tvö hjörtu eða tvo spaða til að sýna 5-4 í hálitunum með fimm spil í ósagða litnum. Þannig er tryggt að sterka höndin spili hálitinn í 5-3-samlegu. Höfundur þessar- ar sagnvenju er Michael Smolen, bandarískur spilari, sem lést fyr- ir skömmu, aðeins 52 ára gam- all. Hér er hann í austur, vörn gegn þremur gröndum: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ ÁD4 TK3 ♦ 984 ♦ G10985 Vestur Austur ♦ 1083 ... ♦ G965 ¥ G106 ¥98752 ♦ KDG105 ♦ 73 ♦ D6 +K4 Suður ♦ K72 ¥ ÁD4 ♦ Á62 ♦ Á732 Sagnir voru stuttar og ein- faldar: Suður opnaði á grandi og norður hækkaði í þrjú. Vestur kom út með tígul, sem suður dúkkaði tvívegis. Það voru slæm mistök, sem Smolen nýtti sér til hins ítrasta: Hann henti lauf- kóng í þriðja tígulinn! Þannig kom hann í veg fyrir að sagn- hafí gæti fríspilað laufið án þess að hleypa vestri inn. Spilið tap- aðist því. Ef suður drepur tígulinn í öðrum slag, getur hann stjórnað íferðinni í laufið á þann hátt að vestur komist ekki inn. Hann efr inn á blindan og spilar út laufgosa. Ef austur leggur kóng- inn á, fær hann að eiga slaginn. Annars drepur suður á ás og spilar meira laufi. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Groningen í Hollandi um áramótin kom þessi staða upp í opna flokknum í viður- eign þeirra Peelens (2.370), Hol- landi og alþjóðlega meistarans Tsjútsjelovs (2.500), Rússlandi, sem hafði svart og átti leik. Veikleiki á fyrstu reitaröðinni segir til sín með nokkuð óvæntum hætti: 36: — Hbl+! og hvítur gafst upp, því hann er óveijandi mát: 37. Hxbl - Hxbl, 38. Rxbl — Dfl mát. Franski stórmeistar- inn Olivier Renet sigraði á stigum í opna flokknum, hlaut 7 v. af 9 mögulegum, eins og þeir Dvoiris, Rússlandi, Kuczynski, Póllandi, Savtsjenko, Úkraínu, Brennik- meijer, Hollandi og Rotstein, Úkraínu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.