Morgunblaðið - 03.02.1993, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1993
41
Astúðleg
umhyggju-
semi
Frá Steingerði Steinarsdóttur
Eg vil bytja að þakka Þorláki Karls-
syni umhyggju hans í minn garð sem
hann lýsir svo vel í grein sinni hér
í Morgunblaðinu 30. janúar síðastlið-
inn. Það eru sennilega ekki margir
háskólakennarar sem hafa svo mikl-
ar áhyggjur af hvort nemendunum
tekst að tileinka sér námsefnið og
hvort það sé þá þeirra sök ef svo
er ekki.
Þorlákur misskilur hins vegar al-
gjörlega greinina sem ég skrifaði og
varð honum tilefni vangaveltna um
hæfni sína í starfi. Ég er ekki að
gagnrýna aðferðafræði Þórólfs Þór-
lindssonar né hans rannsóknir. Ég
er að gagnrýna ummæli hans í
blaðaviðtali í Morgunblaðinu þar
sem hann kynnir þær niðurstöður
Isínar að ákveðinn hópur manna sé
duglegri, áræðnari, athugulli og
framsæknari en aðrir í sömu grein.
Ég held því fram að eðliskostir sem
þessir séu einfaldlega of huglægir
og teygjanlegir til að nokkuð megi
fullyrða um slíkt. Réttlætiskennd
mín segir mér að það sé einfaldlega
ekki sanngjamt. Menn eru almennt
ekki einu sinni sammála um hvað
slíkir kostir fela í sér hvað þá að
þeir geti verið sammála um hvernig
mæla eigi magn þeirra. Ég tel mig
ekki snilling í aðferðafræði eins og
Þorlákur veit manna best og mundi
því aldrei reyna að gagnrýna aðra
á þeim forsendum. Hins vegar veit
ég að hægt er að túlka sömu gögn
á mismunandi vegu.
I því sambandi er ekki úr vegi
að rifja upp að þegar vökulögin voru
samþykkt á sínum tíma voru það
ekki hvað síst margir aflaskipstjórar
sem stóðu hatrammir á móti af-
» greiðslu frumvarpsins á þingi. Marg-
’ ir meðalskipstjórar voru hins vegar
meðmæltir þeim og börðust með
undirmönnum sínum. Þá er ekki úr
vegi að spyrja hvor hafi í þessu til-
liti sýnt meiri framsækni og áræði,
meðalmaðurinn eða aflamaðurinn?
Hvort ber meiri vott um framsækni
að vera fljótur að tileinka sér nýjung-
ar í búnaði sem getur aukið efnalega
velferð manns sjálfs eða að grípa
fljótt nýjan boðskap um bættan að-
búnað verkafólks?
Þorlákur talar líka um getgátur
mínar og að ég geri Þórólfi ugp skoð-
anir sem hann hafi ekki. Ég þarf
ekki að giska á neitt, orð Þórólfs
standa svört á hvítu og ef þetta eru
ekki hans skoðanir er ég satt að
segja mjög undrandi á að hann skuli
samþykkja að þær séu lagðar honum
í munn í víðlesnasta blaði landsins.
Það gleður mig að fréttá að hlutur
áhafnar er ekki fýrir borð borinn í
rannsóknum Þórólfs en það breytir
því ekki að hann kýs að láta hjá líða
að nefna hann þegar hann kynnir
þjóðinni rannsóknir sínar.
Þorlákur talar líka um dylgjur frá
minni hendi, en einu dylgjurnar sem
ég kem auga á er tilraun hans til
að gera lítið úr hæfni minni í starfi.
Það tel ég^ bæði ómaklegt og mjög
óréttlátt. Ég hef fullan rétt til að
lýsa persónulegum skoðunum mín-
um á prenti án þess að það hafi
neitt með starf mitt að gera. Ég
hefði allt eins getað kallað mig hús-
móður, en því starfi gegni ég einnig.
Hefði Þorlákur þá talið nauðsynlegt
að gera að umtalsefni hversu
misliprir menn væru með ryksug-
una?
Ég geri mér fulla grein fyrir að
menn ná misgóðum árangri í starfi,
en að hægt sé að sanna að það stafí
af miklu magni af ákveðnum eðlis-
kostum er ég ekki tilbúin að skrifa
undir. Þorlákur hefur á engan hátt
hrakið það sem ég sagði í grein
minni að undanskildum hinum neyð-
arlega ruglingi milli Sikileyjar og
Korsíku og kann ég honum þakkir
fyrir það.
STEINGERÐUR
STEINARSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 54,
Reykjavík.
I
I
VELVAKANDI
I
I
I
>
LEIÐRÉTTING
Fjölmiðlaglaðir nágrannar
heimilis íjögurra einhverfra
unglinga að Sæbraut, Seltjarn-
arnesi, sendu yfírlýsingu í öll
blöð og ljósvakamiðla á dögun-
um vegna dóms sem kveðinn
var upp í Héraðsdómi Reykja-
víkur hinn 14. janúar sl., þar
sem þeim var gert skylt að
þola búsetu fatlaðra í hverfínu.
Yfirlýsingin birtist m.a. hér í
Bréfi til blaðsins. Þar var sagt
að í dómnum hefði í raun verið
staðfest sáttatillaga stefnenda
frá í haust, en henni var þá
hafnað. í tillögunni var boðið
upp á að málssókn yrði hætt
gegn ákveðnum skilyrðum um
rekstur heimilisins og ef allur
málskostnaður yrði greiddur.
Skemmst er frá því að segja að
í dómnum eru heimilinu engin
skilyrði sett um rekstur eins
og gert var ráð fyrir í sáttatil-
lögunni. Þá er ríkinu aðeins
gert að greiða hluta málskostn-
aðar. Að frádregnum hluta rík-
isins þurfa stefnendur að greiða
eina milljón þijúhundruð og
fjörutíu þúsund sjöhundruð
fimmtíu og átta krónur í máls-
kostnað skv. framlögðum
reikningum fýrir rétti.
Svo að afdrif kröfugerðar
stefnenda fyrir dómi séu rifjuð
upp þá var aðalkrafan sú að
hvers konar starfsemi fyrir alla
þroskahefta yrði bönnuð á
Sæbrautinni. Það stóð nefni-
lega til á tímabili að ungling-
arnir flyttu annað vegna ná-
grannavandamála og að þama
yrði stofnað sambýli fyrir full-
orðna þroskahefta einstakl-
inga. Þessum hugmyndum
mótmæltu nágrannamir einnig
svo að ekkert varð úr.
Aðalkröfu nágranna um að
banna búsetu þroskaheftra á
Sæbraut 2 var vísað frá dómi.
Og varakröfu um að flytja
heimili einhverfra burt var
hafnað. í samræmi við þennan
dóm geta nú fatlaðir jafnt og
aðrir flutt heimili sitt á Sel-
tjarnames (eða annað)( án þess
að spyija nágranna eða bæjar-
stjórn leyfís. Það er mergurinn
málsins.
H.G. 280952-4869.
SVEIATTAN!
Mig langaði til að benda
hundaeigendum á þann óþverra
sem liggur eftir hundana þeirra
um allar götur og fólk verður
vart við nú _þegar snjóa er farið
að leysa. Eg bý ofarlega við
Lokastíg og á sjálf einn hund.
Ég fer aldrei með hann út úr
húsi öðruvísi en taka með mér
plastpoka til að hirða upp eftir
hann en því miður virðast ekki
allir gera það. Ekki er ósenni-
legt að íbúar við götuna eigni
mínum hundi úrganginn sem
liggur á Lokastígnum, þar eð
þeir vita að ég á hund.
Mér finnst það alveg forkast-
anlegt að fólk skuli ekki þrífa
upp eftir hunda sína svo fólk
þurfi ekki að vaða í úrgangi
eftir þá.
Inga
Rafmagnsverð til
garðyrkj ubænda
Frá Þorsteini Hilmarssyni:
Kjartan Ólafsson formaður Sam-
bands garðyrkjubænda héfur ekki
rétt fyrir sér í Morgunblaðinu 31.
janúar sl. þegar haft er eftir honum
að kaupendur þurfi að auka raf-
magnsnotkun sína strax um 300
megawattsstundir til þess að njóta
umframrafmagns á afsláttarkjömm
sem Landsvirkjun hefur boðið frá
og með síðustu áramótum og næst
fimm árin. Uppfylli menn þau skil-
yrði sem sett eru fyrir kaupum á
umframrafmagni fæst afsláttur á
allri aukningu í rafmagnsnotkun
og er þeim þá frjálst að auka notk-
un sína smátt og smátt gagnstætt
því sem haft er eftir Kjartani.
Eitt skilyrði fyrir kaupum á um-
framrafmagni með afslætti er að
kaupandi hafi notað a.m.k. 300
megawattstundir undangengið ár.
Nú eru ekki allir garðyrkjubændur
í Hveragerði svo stórir að þeir upp-
fylli þetta skilyrði. Þess vegna er
ætlunin að koma til móts við þá
með því að heimila þeim að mynda
orkusamlag til sameiginlegra inn-
kaupa á rafmagni sem gerir það
að verkum að þeir munu njóta af-
sláttarins. Til þess að fá aðgang
að samlaginu þarf hver bóndi m.a.
að nota a.m.k. 50 magawattsstund-
ir á ári. Með þessu móti vill Lands-
virkjun gera sitt til þess að flýta
fyrir aukinni rafmagnsnotkun.
Kjartan talar enn fremur um
„afarkosti" í því sambandi að raf-
magn er rofið hjá bændum á mestu
álagstímum nema þeir greiði hærra
verð fyrir rafmagn sem annars
hefði verið rofið. Með því að sæta
rofi á ákveðnum tímum fá bændur
rafmagn á mun lægra verði en ella,
þeir greiða rúmlega helmingi lægra
verð en eftir almennum taxta. Jafn-
vel með kaupum á dýru rafmagni
á roftímum sem eru ekki nema um
2-300 klst. á ári er þetta fyrir-
komulag þeim mun hagstæðara en
kaup á forgangsrafmagni sem ekki
hefur neitt rof í för með sér. Garð-
yrkjubóndi sem kaupir sig undan
öllu rofi hækkar ekki meðalraforku-
verð hjá sér nema um 5-10% en
hafa verður í huga að oft er í lagi
að ijúfa lýsingu á plöntur í gróður-
húsum og því ekki nauðsynlegt að
kaupa sig undan öllu rofínu. Það
er óneitanlega undarlegt að þeir
sem hyggja á samkeppni við erlenda
aðila á fijálsum markaði skuli kalla
það „afarkosti" að þurfa að greiða
Pennavinir
Frá Ghana skrifar 22 ára stúlka
með áhuga á póstkortum og pen-
ingaseðlum:
P.O. Box 172,
Cape Coast,
Ghana.
LEIÐRÉTTING
Málsgrein féll
niður
Þau mistök urðu við vinnslu á
gagnrýni Ragnars Bjömssonar um
tónleika Auðar Hafsteinsdóttur,
sem birtist í blaðinu í gær, að kafli
féll brott. Því verður öll sú máls-
grein birt hér á eftir:
„Auður byijaði tónleikana með
verki eftir Færeying, Sunleif Ras-
mussen, „Echoes of the past“, gott
verk og gaf flytjandanum engin
grið frá fyrstu nótu. Edward Mc-
Guire, skoskur, átti næsta verk,
„Rant for solo violin", eins konar
dansar, vel skrifaðir fyrir fíðluna,
enda verðlaunaverk. „In vultu solis“
eftir Karólínu Eiríksdóttur, þrettán
ára gamalt verk. Þrátt fyrir eðlilega
og fallega framrás finnst mér höf-
undur of hræddur við að bijóta sé
leið út úr viðjum rammans. Síðasta
verk fyrir hlé var „Variations for
solo violin" eftir Lyel Gresswell,
sem búsettur eþ í Skotlandi, —
fæddur á Nýja-Sjálandi.“
hærra verð en ella fyrir vöru eins
og rafmagn þegar eftirspurn eftir
henni er í hámarki á álagstímum
en lægra verð þegar eftirspumin
minnkar. Enda þótt umframraf-
magn sé til staðar á íslandi nú þá
kostar meira að afhenda það á
álagstímum en utan þeirra. Um
rafmagn og gúrkur gilda í raun
svipuð markaðslögmál. Þeir bændur
sem nú rækta gúrkur við ljós, kosta
meiru til og komast þar með fyrst-
ir á markað með sína vöru þegar
eftirspum er mest. Þeir selja hana
varla á sama verði og þegar eftir-
spurn minnkar.
Á meðan umframnotkun er til
staðar í landinu vill Landsvirkjun
hvetja til aukningar í rafmagns-
notkun og gera þá jafnframt sitt
til þess að örva atvinnulífíð. Lands-
virkjun getur hins vegar ekki boðið
verðlækkun á rafmagni almennt
eða til einstakra greina án þess að
um viðbótamotkun sé að ræða.
Annað ylli tekjulækkun hjá Lands-
virkjun sem af kostnaðarástæðum
leiddi til verðhækkunar á rafmagni
þegar til lengri tíma er litið og
væri slík ráðstöfun rafmagnskaup-
endum ekki til hagsbóta.
ÞORSTEINN HILMARSSON,
upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar,
Háaleitisbraut 68,
Reykjavík.
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E |
v/Reykjanesbraufy
Kopavogi, sími
671800
Talsverð hreyfing
Vantar góða bfla á
sýningarsvæðið
Opið sunnud. kl. 14 - 18.
HII8GAGM-
ÍTSALA
Seljum næstu daga mikið úrval af
húsgögnum með allt að
50% afslætti,
t.d. sófasett m/leðri og áklæði -
borðstofuhúsgögn - sófaborð -
vatnsrúm - vegghúsgögn -
hvíldarstóla - eldhússtóla.
Visa - Euro raðgreiðslur.
HUSGAGNAVERSLUN
REYKJAVÍKURVEGI 66, HAFNARFIRÐI,
SÍMI654100.
Við vorum 3 ódýrastir og bestir
í fyrra og erum það enn
Pantaðu fermingarmyndatökuna
tímanlega
Ljósmyndastofurnar:
Barna- og fjölskylduljósmyndir, sími 677 644
Ljósmyndastofan Mynd, sími 65 42 07
Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 4 30 20