Morgunblaðið - 05.02.1993, Blaðsíða 2
2 B
-C4 »y. ..líBJTa yt ras
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1993
Á myndinni eru f.v.: Vífíll Oddsson, formaður Verkfræðingafé-
lags Islands; Gestur Ólafsson, arkitekt, útgefandi og ritstjóri tíma-
ritsins og Eiríkur Þorbjörnsson, formaður Tæknifræðingafélags
íslands.
Verkfræðíngar
og arldtektar
gefa út timarit
VERKFRÆÐINGAFÉLAG íslands (VFÍ) og Tæknifræð-
ingafélag íslands (TFÍ) hafa nýlega gert með sér samkomu-
lag um sameiningu tímaritsins Verktækni, sem VFÍ og TFÍ
hafa gefið út og tímaritsins Arkitektúr og skipulag sem
SAV hefur gefið út undanfarin ár.
Heiti tímaritsins mun hér eft-
ir verða Arkitektúr, verk-
tækni og skipulag og mun útlit
þess og yfírbragð verða áþekkt
því og verið hefur hjá Arkitektúr
og skipulag. Tímaritið verður
gefíð út á kostnað og ábyrgð
SAV, en með þátttöku ofan-
greindra félaga í ritstjórn.
Með samruma þessara tíma-
rita bætast á þriðja þúsund
áskrifenda við áskrifendahóp
Arkitektúrs og skipulags og von-
ast er til að þannig verði þetta
tímarit einn öflugasti vettvangur
fyrir kynningu, umfjöllun og
skoðanaskipti um mannvirkja-
gerð, tækni, hönnun, umhverfís-
mál og skipulag hér á landi.
Tímaritið mun fást í öllum helstu
bókabúðum.
I\ýr IraniliakKskóli
■ Borgarholtshverfl
NÆSTA haust verður fyrsti áfangi nýs framhaldsskóla með fjölbrauta-
sniði tekinn í notkun. Skólinn verður í Borgarholtshverfi II í Reylga-
vík. Samningur um þessa skólastofnum var undirritaður síðastliðinn
fimmtudag milli menntamálaráðuneytisins, fjármálaráðuneytisins,
Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar.
Samningurinn var undirritaður
af Ólafí G. Einarssyni mennta-
málaráðherra, Friðriki Sophussyni
fjármálaráðherra, Markúsi Emi Ant-
onssyni, borgarstjóra Reykjavíkur,
og Róberti Agnarssyni, bæjarstjóra
Mosfellsbæjar.
Skipulag væntanlegs skóla verður
þannig að hann greinist í tvö aðal-
svið: Bóknámssvið og verknámssvið
sem síðan skiptast í námsbrautir.
Skólastarfíð mun miðast við að unnt
verði að útskrifa nemendur eftir mi-
slangan námsferil og með mismun-
andi réttindum.
Samingsaðilar eru sammála um
að framvegis hafí framhaldsskóla-
nemar úr Mosfellsbæ sama rétt til
náms í framhaldsskólum í Reykjavík
og nemar með lögheimili í Reykjavík.
Gert er ráð fyrir að samtök laun-
þega og/eða atvinnurekenda geti
gerst aðilar að stofnun eða rekstri
skólans eða hluta hans. Skal þá gerð-
ur samningur sem kveði á um fram-
lög slíkra aðila og hvemig hátta skuli
afnotum þeirra af húsnæði og tækj-
um og hver skuli vera aðild þeirra
að stjómun og rekstri þeirra kennslu-
éininga sem um yrði að ræða. Ekki
er gert ráð fyrir að slíkir aðilar yrðu
eignaraðilar að fasteignum skólans.
Eignarhlutfóll í fasteignum skólans
skulu vera hin sömu og skipting
stofnframlaga sem skiptast þannig
að ríkissjóður greiðir 60%, Reykja-
víkurborg 28% og Mosfellsbær 12%.
Áætlað er að væntanlegur skóli
verði 10.500 fermetrar að grunnflat-
armáli og framkvæmdatími verði sjö
ár en fyrsti áfangi verði tekinn í
notkun haustið 1993. Samningsaðil-
ar lýsa því yfír að lagt verði fram
fjármagn er í heild nemi allt að eitt
þúsund milljónum króna, miðað við
byggingarkostnað í nóvember 1991
þar til framkvæmdum lýkur. Fram-
kvæmdaáætlun gerir ráð fyrir 170
milljónum króna vegna áranna
1992-93 en síðan 200 milljónum
árlega fram til 1998 en það ár er
gert ráð fyrir 30 milljónum.
Sérstök byggingamefnd skipuð
tveimur fulltrúum tilnefndum af
menntamálaráðherra, einum til-
nefndum af fjármálaráðherra, tveim-
ur tilnefndum af borgarstjóra
Reykj avíkurborgar og einum til-
nefndum af bæjarstjóra Mosfellsbæj-
ar mun fara með stjóm allra verk-
legra framkvæmda. Byggingar-
nefndinni er einnig ætlað að semja
húsrýmisáætlun fyrir skólann í heild
og leggja fyrir eignaraðila til sam-
þykktar. Innan samþykktar húsrým-
isáætlunar ákveður byggingamefnd
áfangaskiptingu og byggingarhraða
á grundvelli fjárframlaga aðila. Um
aðrar forsendur eða þörf fyrir bygg-
ingu nýs framhaldsskóla er vísað til
sérstakrar greinargerðar mennta-
málaráðuneytis um aðsókn nemenda
næsta áratug. Samkvæmt þeim upp-
lýsingum er t.d. áætlað að árið 1996
muni vanta 1.447 nemendapláss í
Reykjavík og 339 í nágrannasveitar-
félögum.
Stofnsamnmgur um nýjan skóla undirritaður. Sitjandi með samning á borði, f.v. Robert Agnarsson,
bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Friðrik Sophusson fjármálaráðherra, Markús Örn Antonsson, borgarstjóri
Reylgavíkur, og Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra.
Markaðurinn
Greidslinnatió og brcyttar aðstæóur
Nokkrar umræður voru í fjöl-
miðlum skömmu eftir áramótin
um hvemig lánastofnanir standa
að svokölluðu greiðslumati í hús-
bréfakerfínu. Fram kom í blaða-
viðtali við forstöðumann hús-
bréfadeildar Húsnæðisstofnunar
rikisins, að fyrir hefði komið að
lánastofnanir, sem sjá um
greiðslumat í húsbréfakerfinu,
gæfu væntanlegum umsækjend-
um um húsbréfalán það greiðslu-
mat sem þeir færu fram á. Þetta
var blásið meira upp en ástæða
var til. Lánastofnanir hafa í öll-
um megin atriðum staðið vel að
greiðslumatinu og það fer ekki
á milli mála, að árangurinn af
Vettvangur
húsbréfaviðskipta
Kaupum og seljum húsbréf.
önnumst vörslu og eftirlit með útdrætti
húsbréfa.
Veitum faglega rágjöf um húsbréfaviðskipti.
Onnumst greiðslumat.
LANDSBRÉFHF.
Landsbankinn stendur með okkur
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavlk, slmi 91-679200, fax 91-678598
Lðggilt verðbréfafyrirtæki. AOilí að Veröbréfaþingi Islands.
því að fela lánastofnunum að sjá
um þennan þátt húsbréfakerfis-
ins hefur orðið sá sem að var
stefnt.
Byrjunarörðugleikar
að hefur komið fyrir að lána-
stofnanir hafi gefið umsækj-
endum það greiðslumat sem líklegt
er að þeir hafi óskað eftir, án þess
að fyrir lægju gögn sem sýndu að
viðkomandi gæti
staðið undir kaup-
um á það dýrri
íbúð sem þar var
kveðið á um. Þetta
verður að flokka
sem byijunarörð-
ugleika. Greiðslu-
eftir Grétar J. matið í húsbréfa-
Guómundsson kerfínu krefst
nýrra vinnubragða við lánveitingar.
Það kom strax fram, þegar
greiðslumatið hófst hjá lánastofn-
unum, að þær tóku öllu vinnubrögð
við greiðslumatið föstum tökum.
Þó einstaka dæmi séu til um að
ekki hafí verið staðið rétt að að
öllu leyti, er engin ástæða til að
ætla annað en vel hafí tekist til.
Tilgangurinn
Eins og áður hefur verið bent á
á þessum vettvangi, er greiðslumat-
ið í húsbréfakerfinu leiðbeinandi og
segir til um hámarksverð íbúðar,
sem umsækjandi getur hugsanlega
keypt eða byggt. Hér er því um
að ræða ráðgjöf. Ef einhveijir vilja
ekki þiggja þá ráðgjöf og gefa rang-
ar upplýsingar varðandi atriði sem
eru undirstaða greiðslumatsins, þá
verða þeir hinir sömu að eiga það
við sig.
Hverjir tapa?
Þeir sem leggja fram rangar
upplýsingar í þeim tilgangi að fá
hærra greiðslumat en rétt er, fara
algjörlega á mis við tilgang þess
og plata enga aðra en sjálfa sig.
Húsnæðisstofnunin hefur allt sitt á
hreinu. Veðsetning í húsbréfakerf-
inu er ekki umfram 65% af mats-
verði íbúðar, þannig að ef íbúðar-
kaupandi getur ekki staðið í skilum
með afborganir af húsbréfaláni, fær
stofnunin sitt til baka. Öðru máli
getur hins vegar gegnt með kaup-
andann.
Það eru þekkt dæmi um að um-
sækjendur, sem hafa fengið hærra
greiðslumat en rétt hefði verið,
hafí orðið að losa sig við þá íbúð
sem keypt var á þeim grunni. Út-
koman í slíkum dæmum er oftast
mikill aukakostnaður fyrir viðkom-
andi.
Breyttar aðstæður
Greiðslumatið í húsbréfakerfínu
miðast við að greiðslubyrði umsækj-
anda fyrstu árin eftir íbúðarkaup
fari að jafnaði ekki yfír 20% af
heildarlaunum hans, að teknu tilliti
til vaxtabóta. Frá því þessi regla
var innleidd, hafa ýmsar breytingar
átt sér stað. Beinir skattar hafa
hækkað, lögum um vaxtabætur
hefur verið breytt og launatekjur
margra hafa lækkað. Áhrif þessara
breytinga koma fram í möguleikum
íbúðakaupenda. Húsnæðisstofnunin
hefur hins vegar ekki séð ástæðu
til að breyta forsendum greiðslu-
matsins í húsbréfakerfínu. Það á
sér ákveðnar skýringar.
Nákvæmni greiðslumatsins
Sveigjanleikinn í húsbréfakerfinu
er svo mikill, að engin ástæða er
til að breyta forsendum þess vegna
þeirra breyttu aðstæðna sem hér
hafa verið nefndar. Það sem skiptir
mestu máli fyrir íbúðakaupendur
er hvað tekur við þegar greiðslu-
matinu sleppir. Þegar umsækjandi
hefur fundið íbúð sem er í samræmi
við greiðslumatið, er ástæða til að
skoða greiðslubyrðina vel og bera
hana saman við greiðslugetuna. Á
því stigi eru ákvarðanir teknar sem
skipta flesta miklu máli.
Tilgangnum náð?
Sú óvissa sem er framundan er
farin að segja til sín. Fjöldi um-
sókna um húsbréfalán í janúar var
ekki meiri en ráð hafði verið fyrir
gert. Það út af fyrir sig er góðs
viti, og bendir til þess að íbúðakaup-
endur skoði aðstæður vel áður en
ákvarðanir eru teknar og íhugi alla
kosti vandlega. Það er einmitt til-
gangurinn með greiðslumatinu.
Höfundur er þjónustuforsljóri
Húsnæðisstofnunar ríkisins.