Morgunblaðið - 05.02.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.02.1993, Blaðsíða 16
16 6 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1993 Verslun - skrifstofu- húsnæði - lager Útgáfufyrirtæki óskar eftir 100-200 fm verslunarhús- næði ásamt tengdu lagerhúsnæði (ótiltekin stærð) með innkeyrsludyrum. Á sömu eða næstu hæð(um) ca 350-400 fm skrifstofu- húsnæði. Æskilegast að innangengt væri milli allra eininga. Ofangreint óskast til leigu, kaup kæmu þó til greina. Þeir, sem hafa í boði húsnæði er nálgast tilgreindar þarf- ir, vinsamlegast sendi nánari upplýsingar hið fyrsta til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „Útgáfufyrirtæki - 8256“. EigrtaHöllin Suóurlandsbraut 20, 3. hæó. Sími 68 Opið kl. 9-17 virka daga Opið laugardag 11-14 Faxnr. 91-680443 Einbýli - raðhús FUÓTASEL Gott 235,1 fm rafih. á góðum 8tað. Tvær hæðir. Góðar stofur, arinn, hátt til lofts. 3 herb. í kj., hentugt að leigja út. Ca 25 fm bilskúr. KJARRMÓAR Gott 85 fm raðhús. Parket á stofu. Ný innr. og flísar á baði. Áhv. 3,5 millj. byggsj. Verð 8.4 millj. AUSTURBÆR V. KLEPPSV. 163 fm 5 herb. hús m. 2ja herb. íb. í kj. Parket á stofum, suöursv. Stór lóð. Stór 38.4 fm bílsk. Ahv. 2,5 millj. Verð 13,5 millj. RAÐHÚS - BAKKAR Rúmg. 192,7 fm raðh. m. tveimur baðherb. + gestasnyrt. Gott sjónv- herb. Skjólgóðar svalir + suðurver- önd. Innb. bílskúr. Áhv. 4,0 millj. Sérhæð HLÍÐAVEGUR Góð 96,4 fm íb. á jarðhæð. Allt sér. 3 svefnherb. Rafm. og hiti endurn. Góður suöurgaröur. Verð kr. 8,6 m. DIGRANESVEGUR Rúmg. 130 fm góð sérhæð. Flísar á holi. 4 svefnherb. Svalir í suður og vestur. Mjög gott útsýni. Bílsk. ca 24 fm. Laus. SÉRHÆÐ ÓSKAST á Reykjavíkursvæðinu fyrir öruggan aðila. BORGARHOLTSBR. Ca 90 fm sórhæð mikið endurn. Góðar innr. Góður garður. 35 fm bílsk. Áhv. ca 1,0 millj. veödeild. Mögul. á eignask. SJAFNARGATA 106 fm + 19 fm bllsk. Ahv. 3,8 millj. Verð 9,8 millj. 4ra-5 herb. GRANDAVEGUR 3ja-4ra herb. björt endalb. ca 119 f m haeð og ria í nýju og fallegu fjölb. Smekkl. Innr. Suðursvalír. Ahv. 6,2 mlllj. byggsj. VESTURBORGIN Ca 104 fm endalb. I fallegu og vönd- uðu fjölbhúsi. Á innrstigi. Áhv. ca 6 mlllj. góð lán. Útb. ca 3 millj. VALLARÁS - SKIPTI í HVERAGERÐI Góð 125,5 fm „penthouse"-íb. á 6. hæð. Gott húsn. Vandaöar innr. Áhv. ca 5,2 millj. byggingarsj. FLÚÐASEL Ca 100 fm íb. á 2. hæð m. rúmg. herb. og baöi. Góðar innr. Parket. Mögul. er ó lítilli útborgun. Góð greiðslukjör. Áhv. góð lán. 4RA HERB. ÓSKAST [ Fossvogi, Háaleiti eða Safamýri. Stað- greiösla í boði. 00 57 ÍRABAKKI Ca. 77 fm góö endaib. á 2. hœð. svalir moófram ib. Áhv. 4,5 millj. bygglngarsj. Verí 7 mlllj. Útb. 2,5 millj. ENGIHJALLI Vel skipul. 97.4 fm íb. á 4. hœö. Tvennar svalir. Nýl. flisar á baði og forstofu. Góöar Innr. Parket. Ahv. 4,5 millj. byggsj. og húsbréf. Verð 7,0 m. FOSSVOGUR 80 fm. Áhv. 2,6 millj. byggsj. Verð 8,0 millj. REYKÁS 90,8 fm. Áhv. 1,7 millj. byggsj. V. 8,0 m. 3ja herb. ENGIHJALLI Björt og rúmg. 90 fm Ib. á 4. hæö. Parket é stofu og holi, flisar á for- stofu og baöi. Góðar innr. Ahv. 900 veödeild. SÓLVALLAGATA Góð 62 fm íb. sór á efstu hæð. Áhv. 3,1 millj. Verö 5,8 millj. VESTURBORGIN - NÝTT Glæsil. 90 fm íb. á 2. hæð I nýju fal- legu húsí. Nýtt parkot og flísar. Stór- ar suðursv.. sérþvottah. og sér- geymsla innan íb. Áhv. 3,4 millj. ÁRKVÖRN 84fm endaíb. á 1. hæð í litlu fjölb. Sérinng. Tilb. til innr. í dag. Teikn. á skrifst. Útb. 35%. V/FOSSVOG - KÓP. Góö 73,7 fm endaíb. á 2. hæö í lítilli sameign á rólegum staö. Suðursv. Aukaherb. í kj. Áhv. ca 4,0 millj. veðd. HRAUNBÆR 82 fm íb. á 3. hæö. Góð sameign. V. 6,9 m. 3JA HERB. ÓSKAST í Reykjavík með góöu húsnstjláni fyrir fjár- sterkan kaupanda. Allt greitt út. 2ja herb. HAGAMELUR Rúmg. 64,3 fm Ib. I góðum kj. Sér- inng. Mikið endurn. flísar á eldh. Park- et á herb. Rúmg. baö. Áhv. 1,6 m. ÁRKVÖRN 64 fm íb. á 1. hæö. Tilb. til innr. í dag. Sór- inng. Hentug fyrir fatlaða. KRUMMAHÓLAR 43.2 fm íb. á 1. hæö. Sérgaröur. Gott út- sýni á Esju. Parket. 23 fm stæöi i bílskýli. Áhv. 1,5 millj. byggsj. Verö 4,5 millj. LAUGAVEGUR 40.2 fm íb. Áhv. 1,850 þús. byggsj. AUSTURSTRÖND Góö 50,8 fm íb. á 3. hæö. Parket og gott skápapláss. Stæöi í bílskýli. Áhv. 1.700 þús. veðdeild. 2JA HERB. ÓSKAST í Reykjavík eða annars staðar m. góðu húsnláni f. fjárst. kaupanda. Allt greitt út. Fagmenn - örugg viðskipti Finnbogi Kristjánsson, sölustj., Hilmar Victorsson, viðskfr., lögg. fastsali. Símon Ólason, hdl., Kristín Höskuldsd. og Sigrfður Arna Sigurðard. ritarar. Nýjasti skáli Ferðafélagsins er Múlaskáli á Lónsöræfum sem stendur nánar tiltekið í Nesi undir Kollu- múla, skammt frá brúnni yfir Jökulsá. Ferðafélag Austur-Skaftfellinga hafði forgöngu um byggingu hússins. Höskuldur segir þennan skála stolt Ferðafélagsins, glæsilegt hús með 30 til 40 svefnplássum og rúmgóðu eldhúsi. Arni Kjartansson arkitekt teiknaði skálann. Fcróafclag islands i framkvæmdahug l ndirhýi' bygg- ingu gönguskála víða um landió Ferðafélag íslands hefur með starfsemi sinni í 65 ár staðið fyrir því að íslendingar kynnist eigin landi með því að bjóða upp á ferð- ir um það þvert og endilangt, með myndakvöldum og útgáfu- starfi. Þá er ótalinn sá þáttur sem ekki er fyrirferðaminnstur og á ekki minnstan þátt í að auðvelda okkur að skoða landið en það er bygging og rekstur fjallaskálanna og á síðari árum göngubrúa sem greiða leið yfir torsóttar ár og fljót. í dag eru skálarnir 31 að tölu og eru þá meðtaldir skálar sem deildirnar víða um land eiga og reka. Elsti skálinn er í Hvítanesi, yfir 6 áratuga gamall, sá nýjasti er á Lónsöræfum og var tekinn í notkun síðastliðið haust og einn skálinn bíður flutnings frá Egilsstöðum að Kollumúla- vatni. Ferðafélag fslands sér um tvo þriðju skálanna og er bók- fært verð þeirra í reikningum kringum 80 milljónir króna. Deildir félagsins gæta hinna. Og félagið er aldeilis ekki af baki dottið hvað varðar skálana: Nú eru uppi hugmyndir um að fjölga mjög svokölluðum göngnskálum, þ.e. skálunum sem varða áhugaverðar gönguleiðir í óbyggðunum og jafnvel að kalla til aukinnar sam- vinnu fleiri áhugamanna um slíkar skálabyggingar. Höskuldur Jónsson forseti Ferðafélags íslands greinir hér á eftir nánar frá þessum byggingaáformum félagsins. Stjóm Ferðafélagsins og full- trúar deilda þess hafa undan- farið rætt hugmyndir um að reisa nýja gönguskála á nokkrum stöð- um á iandinu í því skyni að varða betur nokkrar áhugaverðar gönguleiðir, leiðir sem hver og einn ætti auðveldlega að geta farið um, segir Höskuldur Jónsson og minnir á Laugaveginn, þ.e. leiðina milli Landmannalauga og Þórsmerkur þar sem eru þrír slíkir skálar auk skálanna í Landmannalaugum og Þórsmörk. Önnur leið sem nýtur vaxandi vinsæida er milli Hvíta- ness og Hveravalla og geta menn áð í Þverbrekknamúla og Þjófadöl- um á þeirri ferð. Viljum þjóna göngumönnum -Við viljum leggja meiri áherslu á að þjóna göngufólki í framtíðinni og má segja að byggingaáætlun félagsins næstu árin muni taki mið af því. Er félagið með þessu að draga sig svolítið út úr þeirri ferðaþjónustu og því yfirbragði fjöldatúrisma, ef svo má að orði komast, sem einkennt hefur Land- mannalaugar og þó sérstaklega Þórsmörk. Því miður er nú svo komið fyrir Þórsmörk að Ferðafé- lagið sem hefur haft aðsetur þar allt frá árinu 1954 og staðið fyrir ferðum þangað er í vöm. Þangað safnast stórir hópar af drukknu fólki nokkrar helgar á sumrin og lætur ófriðlega og á enga samleið með þeim sem þar dvelja til að njóta samvista við náttúruna. En við skulum ekki dvelja við þessi vandamál sem taka verður upp á öðrum vettvangi heldur huga að því sem framundan er. Höskuldur nefnir nokkur dæmi um gönguleiðir sem leggja mætti rækt við í framtíðinni. Nærtækast væri að benda á leiðina frá Snæ- felli suður á Lónsöræfi. Nýi skálinn við Kollumúiavatn býður uppá tækifæri til útúrdúra, t.d. í Geit- hellnadal, þar sem deildin á Djúpa- vogi á lítið hús. -Annað áhugavert dæmi um þetta eru Hornstrandir. Nú geta menn farið frá Hesteyri, um Aðal- vík, Hlöðuvík, Homvík og girt í húsum. A þessari leið hefur Ferða- félagið fengið inni fyrir félags- menn sína í sumarferðunum og notið gestrisni og samstarfs við eigendur húsa á þessum slóðum, bæði félagásamtök og einstak- linga. Hugmynd okkar er sú að ganga til samstarfs við þessa að- ila, aðstoða við lagfæringar og uppbyggingu húsnæðis sem gegnt getur hlutverki gönguskála. Til þess að komast frá Horni í Reykj- arfjörð með þægilegu móti þyrfti hús, t.d. í Bolungarvík. Ferðafé- lagið gæti aðstoðað við byggingu húss þar. Ferðafélag Húsavíkur hefur bent á gönguleið um Þeysta- reykjabungu og norður í Oskju sem fýsilegan kost. Sleðamenn þar nyrðra hafa unnið að viðgerð gangnamannahúss sem gæti verið áfangastaður á þeirri leið. Það er ekki kappsmál Ferðafé- lagsins að eiga eða reka þessa skála. Það væri miklu nær að heimamenn og aðrir sem búa ná- lægt þessum slóðum taki skálana að sér. Við viljum gjaman stofna til samvinnu við bændur, eigendur afréttahúsa og félagsamtök eins og Útivist eða Ferðaklúbbinn 4x4 svo dæmi séu tekin. Til að undirbúa þetta mál hefur Ferðafélagið látið teikna drög að gönguskála og hafa Anna Pála Pálsdóttir arkitekt og Finnur P. Fróðason innanhússarkitekt unnið að þeim en Finnur var lengi meðal fararstjóra Ferðafélagsins og þekkir því gjörla þarfir göngu- manna sem leita gistingar í slíkum skálum. -Hugmynd okkar er sú að láta hanna eins konar módelskála eða fyrirmynd að gönguskála, segir Höskuldur. -Teikningin sem við erum að skoða núna gerir ráð fyr- ir timburskála sem fallið getur vel inní umhverfið. Hann verður 50 fermetrar að grunnfleti með svefn- rými fýrir 26 til 28 manns í kojum í sal og flatsæng á svefnlofti. Þarna er gert ráð fyrir rúmgóðri forstofu þar sem menn geta hengt af sér skjólfatnað og skó og við gerum einnig ráð fyrir að innan- gengt sé í útikamarinn. Skálamir verða byggðir úr 1,20 metra breið- um einangruðum einingum úr timbri sem þýðir að ýmist er hægt að flytja þá tilbúna á staðinn eða setja einingarnar saman á bygg- ingarstað. Þakið yrði síðan jám- klætt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.