Morgunblaðið - 05.02.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.02.1993, Blaðsíða 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR ■ EÖSTUDAUUR 5. FEBRÚAR 1993 Smiðjan Iknn byggðu hús HVAÐ vilt þú verða þegar þú verður stór? Þannig var oft spurt er rætt var við börn og unglinga fyrir 20 til 30 árum. Mig grunar að spurningin hafi breytt um áherslu og að hin gamla spurning sé orðin gamaldags og hæfi ekki skólakerfinu og nútíma þjóðar okkar. Ungt fólk sem kom til bæjanna úr sveitunum fyrrum hafði nokkuð ákveðin markmið til þess að keppa að. Fyrir nokkru átti ég viðræður við mann sem býr nú á Droplaugarstöð- um. Hann er nú blindur orðinn og verður 89 ára á þessu ári. 19 ára gamall kom hann til Reykjavíkur til eftir Bjarno Ólafsson Þess að *æra tre‘ smiði. Hann lang- aði til að verða húsasmiður. Sá háttur var á námi iðnsveina að fyrstu þrír mánuðir námstímans voru reynslutími og gátu meistari eða lærlingur slitið samning á því tímabili án þess að geta um ástæðu þess. Ungi maður- inn sem kom langa leið vestan frá ísafirði var ekki sáttur við kjörin sem hann fékk hjá meistara er hann hugðist læra húsasmíðina hjá og varð námstími hans þar aðeins þrír mánuðir. Nám í fjögur ár Þessi maður heitir Ingibjartur Amórsson. Hann var svo lánsamur að komast í nám hjá öðram meist- ara er hét Geir Pálsson. Hjá honum stundaði hann nám í fjögur ár og tók sveinspróf í apríl 1929, tuttugu og fímm ára gamall. Að námi loknu mátti hinn ungi smiður leita sér að vinnu annars staðar. Hann var ein- arður og hugmaður við störf og munu þeir eiginleikar hafa greitt götu hans til að fá störf hjá Komel- íusi Sigmundssyni múrarameistara. Kornelíus var þá og á næstu áram einn af stærstu byggingaverktökum í Reykjavík. Hafði hann með hönd- um byggingu margra stórhýsa svo sem fyrir Vélsmiðjuna Héðin, Sjó- klæðagerðina og MR svo eitthvað sé nefnt. Komelíus hefur fljótt fundið að töggur var í þessum unga smið og réð hann Ingibjart til þess að vera yfirsmiður hjá sér við ýmsar fram- kvæmdir. Það tíðkaðist almennt að verktakar gerðu tilboð í bygginga- framkvæmdir á þessum tíma. Enda þótt slíkt fyrirkomulag hafi ýmsa annmarka þá hefur það einnig marga kosti og enginn vafí leikur á að það reynir á kjark og útsjónar- semi, samfara stærðfræðiþekkingu. Sj ómannaskólinn Árið 1940 var auglýst eftir til- boðum í byggingu Sjómannaskól- ans. Um var að ræða óvenju um- fangsmikið verkefni. Hús Sjó- mannaskólans er eitt þeirra húsa er setja áberandi svip á Reykjavík, bæði fyrir það hve stórt húsið er og einnig fyrir það hve hátt það gnæfír. Komelíus Sigmundsson bauð í þetta stóra verk og var sam- ið við hann um bygginguna. Tré- smíðaverktaki og meistari með hon- um var Ingibjartur sem ég sagði frá hér á undan. Það er sjálfsagt umdeilanlegt hversu fagur byggingarstíll Sjó- mannaskólahússins er en hitt verð- ur ekki deilt um að þetta hús setur svip á bæinn og að stærri turnspír- an gnæfír hátt og sést víða að. Þegar ég ræddi við Ingibjart spurði ég hann hvort það hafí ekki verið erfítt verk að byggja hærri turninn og að koma spírunni fyrir á sínum stað. Jú, að vísu voru aðrar aðstæð- ur við að byggja slíkar byggingar í þá daga. Byggingakranar era nú mikið notaðir við háar sem lágar byggingar. Við byggingu Sjómannaskólans var unnið á vinnupöllum, bæði steypuvinna, járnalögn og tréverk sem og aðrir þættir verksins. Turnspíran á stærri tuminum er um 15 m há, áttstrend. Þak hennar er eirklætt. Að neðan er þvermál hennar 2,5-2,8 m. Hvernig voru vinnuaðferðir Það er skemmtilegt að takast á við nýtt verkefni, að hefja byggingu nýs húss. Það væri vissulega skemmtilegt að eiga þess kost að sjá kvikmynd er sýnir vinnubrögð bygginga- manna eins og þau vora á áram áður. Ingibjartur sagði mér t.d. að á námsáram sínum hafí gluggar í húsin verið smíðaðir þannig að efni í gluggana var handheflað úr óhefl- uðum plönkum og fölsin vora einn- ig handhefluð. Þetta var mikil vinna og afar erfíð. Þegar búið var að smíða gluggana á þennan hátt voru þeir oftast settir í húsveggina eftir að lokið var við að steypa veggina upp undir gluggana. Þegar hafíst var handa við að smíða mót nýrrar hæðar voru reistar tvöfaldar uppi- stöður á gólfplötunni, þ.e. ytri og innri uppistöður reistar saman. Klætt var á ytri uppistöðurnar rúm- lega upp fyrir efri brún glugga, en á innri uppistöðurnar var klætt upp að gluggunum og steypu hellt í mótin upp að neðri brún glugga- nna. Að þessu loknu var gluggunum komið fyrir í mótunum og síðan var klæðningin hækkuð um þijú til fjög- ur borð í einu og steypu hellt í þá hæð áður en aftur var klætt hærra. Þessi vinnubrögð tilheyra tíman- um er steypan var borin í fötum að mótunum og hellt úr þeim í mótin. Þétting glugga Það er og hefur ávallt verið vandamál að þétta með gluggum svo að vatn þrengi sér ekki inn með gluggum er snúa mót mestu rign- ingarátt. Frá upphafí steinsteyptra húsa hefur það tíðkast jöfnum höndum að steypa glugga fasta við uppsteypun veggjanna eða í öðra lagi að smíða fleka í mótin til þess að hafa hæfileg op í veggnum fyrir gluggakarmana sem settir verða eftir á í veggina. Þá var notuð sama aðferð og tíðkast hefur lengi við þéttingu útihurðakarma að troða tjöruhampi milli steins og karms. í flestum tilvikum hefur þessi þétt- iaðferð gefíst allvel en það verður að segjast um báðar aðferðimar að í einstöku tilvikum lekur inn vatn milli steinsins og karmsins. 1940-1949 Eg gat þess hér að framan að bygging Sjómannaskólans hófst 1940. Bygging hússins tók langan tíma og tafðist af ýmsum orsökum, m.a. hafði hemám landsins töluverð áhrif á málið, og má geta þess að hemámsliðið hafði hluta hússins til afnota um nokkurt skeið. Múrara- meistarinn og verktakinn Kornelíus Sigmundsson hætti störfum um 1949 við bygginguna. Hann lést fáum árum síðar. Steypustöðvar vora ekki teknar til starfa þegar þetta stóra hús var steypt upp en notaðar vora tvær rafdrifnar hræri- vélar og mótorar hrærivélanna hífðu steypuna einnig upp eins og þá tíðkaðist hér. Var sterkum gálga komið fyrir hæfílega hátt fyrir ofan loftplötu þeirrar hæðar sem var verið að steypa. Gálginn var festur á sterkan staur eða súlu. í gálgan- um vora þijú hjól, eða trissur er vora með húlkýlda rauf í kantinum og rann stálvír á þessum hjólum. Stálvírinn náði svo niður með staurnum og lék í hjóli niður undir jörðinni og þaðan að dráttarspili hrærivélarinnar. Steypuvinna var erfiðisvinna. Áður en hafíst var handa við að steypa höfðu vörubílar ekið miklu magni af möl og sandi í hauga sem næst þeim stað sem hrærivélin stóð á. Oftast þurfti að aka efninu í hjól- börum frá efnishaugnum að efn- isskúffu hrærivélarinnar, nema ef haugurinn náði alveg að vélinni. Sement var ýmist úti undir yfir- breiðslu eða inni í sérstökum geymsluskúr. Fjárskortur tafði fyrir Það hefur lengi viljað fylgja byggingarframkvæmdum sem rík- issjóður kostar að tafir verða af því að fjárveitingar eru of naumar á hveiju ári. Þannig var því einnig farið um framhald við Sjómanna- skólann. Eftir að húsið var orðið fokhelt skorti mikið á að fé væri veitt til þess að ljúka mætti bygg- ingunni sem hraðast. Allir vita þó að það er einmitt ódýrasti og besti kosturinn. Eftir að skólahúsið var tekið í notkun voru ýmsir skólar þar til húsa, m.a. gagnfræðaskóli, síðar hafa þær stéttir sem tengjast sjóferðum og sjósókn haft húsið til afnota. Hönnuðir Eg hefi nefnt byggingu hússins og tvo iðnmeistara en mér er sagt að aðalhönnuður hússins hafí verið Sigurður Guðmundsson. Verkfræði- hönnun hafi Þorvaldur Helgason teiknað. Akranes Stofhun Hagsmunasamtiika orkunotenda undirbúln Megn óánægja meó verðlagningu og hitastig Akranesi. Á FJÖLMENNUM borgarafundi á Akranesi nýlega var samþykkt að kjósa undirbúningsnefnd um stofnun hagsmunasamtaka notenda orku til húshitunar á Akranesi, en mikil óánægja hefur verið með- al bæjarbúa vegna sölukerfisbreytingar Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. í máli fundarmanna kom fram að óánægjan stafaði einkum af verðlagningu veitunnar og hitastigi til notenda. Um- ræða um þessi mál hefur verið mikil manna á milli á Akranesi undanfarna mánuði og ríkir megn óánægja með það hvernig mál- um er komið og þessi fjölmenni fundur segir mikið til um hug fólks. Frummælendur á fundinum vora þeir Jón Frímannsson og Pét- ur Ottesen. í máli þeirra kom fram að ástæða þess að tii fundarins hafl verið boðað væri hin mikla óánægja bæjarbáa með sohikerfi hitaveitunnar sem breytt var fyrr í vetur. Þá væri einnig sú krafa gerð að opinber aðili gerði úttekt á sölukerfí hitaveitunnar og hafa óskir um það komið fram í bæjar- stjóm, sem ekki hefur séð ástæðu til að afgreiða tillöguna. Óánægja fólks stafar af mörgum ástæðum, en þó einkanlega af verðlagningu vatnsins og hitastigi þess. Mörgum hefur brugðið í brún að fá reikning fyrir einn mánuð jafn haan eða hærri en fyrir tvo mánuði áður og margir kvarta undan því að vatnshiti sé lágur og mun meira vatn þurfí til að hita húsakynni sín en eðlilegt er. Dæmi sé um fólk sem neyðst hafí til að draga svo úr kyndingu á húsum sínum vegna kostnaðar að þau liggi jafnvel undir skemmdum. Jón Frímannsson sagði það sína skoð- un að ástæða þess hve kyndingar- kostnaður væri hár um þessar mundir stafaði af því fyrst og fremst að verðlagning á heita vatn- inu væri röng og sölukerfið gallað. Hann nefndi mismun á hitastigi í bænum og það misrétti og rang- læti sem fælist í þeim hitamælum sem settir vora í hús á síðasta ári. Þessir mælar væra ekki af réttri gerð og gætu í besta falli verið til viðmiðunar. Þeir taka ekk- ert tiltít til vatnshitans og mæla bara vatnamagnið sem í gegnum þá reunur burtséð frá því hvaða hitaorku það hefur, og það sem verra er að það er rætt um það í bænum að auðvelt sé að ragla þá. Báðir frummælendur lögðu áherslu á í máli sínu hve þetta hagsmuna- mál skipti bæjarbúa miklu og hvöttu þeir fólk til að leggjast á eitt í áskorun til ráðamanna að endurskoða þessi vinnubrögð bæði fjárhagslega og tæknilega öllum notendum til hagsbóta. Ekki væri ætlunin að stofna félag til höfuðs hitaveitunni. Óskað væri eftir góðu samstarfi við forráðamenn hennar og væru þeir sannfærðir um að hægt væri að ná sátt í þessu hags- munamáli. Sátt sem báðir aðilar gætu unað við og með heppni orð- ið til sóma. Þá væri ekki síður at- riði að eyða þeirri andúð sem marg- ir hafa á hitaveitunni um þessar mundir. Pétur Ottesen nefndi að helsta umræðuefni bæjarbúa á Akranesi á undanförnum vikum væra orku- reikningar og hitastig. Hvar sem komið væri bærist þetta í tal og allir hefðu einhveija sögu að segja, ef ekki frá sjálfum sér þá frá ætt- ingjum og vinum. Pétur býr í fjölbýlishúsi þar sem íbúarnir ákváðu að breyta til og setja upp gömlu olíukyndinguna að nýju. Hann rakti í máli sínu ástæður þess að íbúamir fóru þessa leið og nefndi einkum að olíukyndingin væri ódýrari og mun meiri hiti fengist í hverri íbúð. Pétur hvað það jákvæðast í sínum huga í aðgerðum íbúa fjölbýlis- hússins, að í fyrsta skipti í langan tíma væri hægt að ná upp því hita- stigi sem þörf er á þegar kaldast er í veðri. I máli frummælenda var lögð áhersla á að hitaveitan væri þjónustufyrirtæki sem þyrfti á því að halda að bæjarbúar stæðu með því en ekki á móti. Til þess að það gæti tekist yrði að ríkja gagn- kvæmt traust milli neytenda og ráðamanna hitaveitunnar. Það væri neytendum í hag og skapaði fyrirtækinu góð starfsskilyrði. Fjölmargir tóku til máls og í þeim hópi vora fulltrúar í stjórn Hitaveitu Akraness og Borgar- fjarðar, hitaveitustjóri, bæjarfull- trúar, alþingismaður og fleiri. Góð- ur rómur var gerður að máli þeirra og allir reyndu að skýra sín sjónar- mið sem best. Að sögn Jóhannesar Finns Halldórssonar fundarstjóra sýndi fundarsóknin hve gífurlega mikla áherslu íbúarnir leggja á þetta einstaka mál. Við erum með kjörna fulltrúa til að sinna hags- munamálum íbúanna og ég vona að það þurfí ekki að fara að stofna hagsmunasamtök í hvert skipti sem nýtt mál kemur upp heldur að yfírvöld hugi að hagsmunum íbúanna og það er von mín að hægt verði að leggja þessi samtök niður sem fyrst þegar þau hafa skilað þeim árangri sem vænst er. Jóhannes sagði það ekkj mega koma fyrir að bæjaryfirvöld bregð- ist trúnaði umbjóðenda sinna og fundur á þriðja hundrað manna staðfestir að einhverra úrbóta er þörf í þessu mikla og brýna hags- munamáli bæjarbúa, sagði Jóhann- es Finnur að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.