Morgunblaðið - 12.02.1993, Page 11

Morgunblaðið - 12.02.1993, Page 11
MOR(jUiNljjAI)II) FÖSTUDAGyR l^, jæ^JAU ^9^3 iál Vestmamiaeyjar fyrir gos FIMMTA Eyjaskinnan er efnismikil og fróðleg, þó að hún láti ekki mikið yfir sér hið ytra. SÖGURIT VESTMANNAEYJA Bókmenntir Sigurjón Björnsson Eyjaskinna Rit Sögufélags Vestmannaeyja, 5. rit. Sögufélag Vestmannaeyja 1992, 103 bls. Sögufélag Vestmannaeyja hóf út- gáfustarfsemi árið 1982. Þá kom út 1. hefti af Eyjaskinnu. Hún birt- ist nú í fimmta sinn, en auk þess hafa komið út tvö myndarleg fylgi- rit í sama broti, Sóknarlýsingar Vestmannaeyja (1988) og merk rit- gerð Kristjáns Eiríkssonar um Bjargnytjar í Vestmannaeyjum (1990). Frétt hef ég að von sé á þriðja fylgiritinu innan tíðar með verulega áhugaverðu efni. Eyjaskinna hin fimmta flytur flöl- breytilegt og áhugavert efni eins og forverar hennar. Forystugreinin er Brot úr sögu kvenfélagsins Líknar eftir fyrrverandi formann félagsins Önnu Þorsteinsdóttur. Er greinin skrifuð í tilefni af áttatíu ára af- mæli félagsins. Þetta félag hefur vissulega borið nafn sitt með réttu, svo mörgum sem það hefur rétt líkn- andi hönd og stutt að heilbrigðismál- um og öðrum velferðarmálum. Hrafnhildur Schram listfræðingur á hér greinina Sjálfsmyndir Júlíönu Sveinsdóttur. Fylgja greininni fjórar litprentanir af sjálfsmyndum henn- ar. Júlíana var Vestmanneyingur og Eyjarnar fylgdu henni alla tíð eða eins og Hrafnhildur segir: „Eyjarnar urðu er fram leið leiðarstef og mikil- vægur kafli listar hennar og má þar segja að hún hafi samsamað sig myndefni sínu.“ Þessi stutta grein (3 bls.) þar sem rýnt er í sjálfsmynd- irnar er mæta vel skrifuð og af þeirri næmni og tilfinningu fyrir innra lífi listamanns sem Hrafnhildur er kunn fyrir af öðrum ritgerðum. Ritgerð eftir Margréti Hermanns- Auðardóttur fornleifafræðing nefn- ist Hagsmunaátök í Eyjum á ofan- verðum miðöldum? Aldur manna- beina er fundust í Eyjum 1953 og 1978. Er skýrt vandlega frá þessum beinafundum eftir skýrslum sem þá voru gerðar. Bein þessi voru aldurs- greind með geislakolsaðferð og virð- ast þau vera frá 14.-15. öld. Höfund- ur ræðir síðan um af hverjum þessi bein kunni að hafa verið. Þetta er vönduð ritgerð með skýringarmynd- um, athugagreinum og heimilda- skrá. Þess má geta að Margrét vann um árabil að fomleifarannsóknum í Hetjólfsdal og birti um þær merka ritgerð í 1. hefti Eyjaskinnu. Hafsvala í Bjarnarey nefnist rit- gerð eftir Jóhann Óla Hilmarsson og Erp Snæ Hansen. Þeir félagar dvöldust í nokkra daga við fuglaat- huganir í Bjarnarey sumarið 1988. Eina nóttina kom hafsvala (Ocean- ites ocenicus) í net þeirra og er það í fyrsta sinn sem sá fugl finnst á íslandi. Greinin er lýsing á fuglinum og háttum hans og fylgja nokkrar myndir. Þessari grein fylgir heim- ildaskrá og útdráttur á ensku. Har- aldur Guðnason segir í stuttri grein sögu Norræna félagsins í Eyjum. Það var stofnað árið 1957, en mun nú vera andað. Heldur er það dapur- leg saga. Hermann Einarsson kenn- ari hefur hér tekið saman þátt um Ása í Bæ, þann merka og litríka Eyjamann. Var sá þáttur fluttur á minningarkvöldi 12. maí 1989, en þá hefði Ási orðið 75 ára. Þessi þátt- ur er vel gerður og bregður upp lif- andi mynd af þessum sérstæða manni. Lokaritgerðin nefnist Versl- un í Vestmannaeyjum í lok 19. ald- ar. Grein þessi er eftir Sigurð Sigurf- innsson (d. 1916) og birtist upphaf- lega árið 1894. Greinin ber með sér að hún er blaðagrein, rituð í ákveðn- um tilgangi, þeim að bæti verslunar- hætti sem höfundur telur ekki van- þörf á. Eins og af framangreindu sést er þessi fimmta Eyjaskinna efnismikil og fróðleg, þó að hún láti ekki mik- ið yfir sér hið ytra. Talsvert er af myndum í ritinu. Það er prentað á góðan pappír. Nokkrar prentvillur rakst ég á t.a.m. hafa ártöl brengl- ast á tveimur stöðum að ég held. Þrjár íslenskar myndlistarkonur Frá Hol- landi til New York ÍSLENSKAR myndlistarkonur sýna um þessar mundir verk sín í Hollandi og Bandaríkjun- um. í hollensku borginni Drac- hten er nýlokið mánaðarlangri sýningu á verkum Borghildar Oskarsdóttur og Guðrúnar Kristjánsdóttur. I New York stendur yfir sýning á verkum þeirra beggja og Guðnýjar Magnúsdóttur, sem lýkur þann 27 þessa mánaðar. Hún er í Frank Bustamente Gallery, á 560 Broaday. Sýningin í Hol- landi hlaut góða dóma í blöðum og fer útdráttur eins þeirra hér á eftir. Galleríið “van de Lawei“ hóf árið með sýningum tveggja erlendra myndlistarmanna: Borghildur Ósk- arsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir komu með verk frá íslandi til Drac- hten og settu sjálfar upp sýningu. Útkoman er áhrifarík. Báðar stund- uðu þær nám við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík. Borg- hildur hélt áfram námi í Skotlandi en Guðrún í Suður-Frakklandi. Þær starfa nú báðar í Reykjavík og list þeirra hefur norrænt yfirbragð svo ekki verður um villst. Keramikverk Borghildar, á gólfinu, minna á akur með forsögulegum gripum. Dökkir litir eins og gamall steinn og bein form sem ekki verður skipað í flokk eins og fornar rúnir. Hrjúft yfirborð líkt og gamlar áletranir sem orðnar eru ólæsar. I málverkum Guðrúnar Kristjánsdóttur sést viðlíka blanda af hörku, ákveðnum formum og nákvæmri afstöðu hluta. Hún skapar stílfærða mynd af íslensku landslagi í brúnu, gráu og ísbláu, lífgar fín- lega upp á tilbreytingarlausar sléttur með smágerðu og kerfisbundnu málverki. Verkin á sýningunni hafa sterkan svip einfaldleika, agaðra forma og lita, og fyrirkomulags þessa. (Leeuwarder Courant, 16/1) UM HELGINA Myndlist Á morgun, laugardaginn 13. febrúar, opna tvær listsýningar að Kjarvals- stöðum. Sýningin í vestursal nefnist „Hvað náttúran gefur,“ og er sam- norræn farandsýning, en í austursal sýnir Guðrún Einarsdóttir málverk. Sýningamar standa til 7. mars. Norræna farandsýningin hefur ver- ið á ferð um öll Norðurlönd frá 15. ágúst 1991, og eru Kjarvalsstaðir endastöð hennar. Á sýningunni gefur að líta verk eftir tug norrænna lista- manna, þá Annette Holdsen og John Olsen frá Danmörku, Kain Tapper og Jukka Mákelá frá Finnlandi, Jóhann Eyfells og Gunnar Örn frá Islandi, B?rd Breivik og Kjell Nupen frá Nor- egi og Laris Strunke og hans Wigert frá Svíþjóð. Allir sýna listamennirnir náttúr- una og afurðir hennar á umhugsunarverðan og aðlaðandi hátt, seg- ir í fréttatilkynningu frá Kjarvalsstöðum. Norrænu bændasam- tökin ásamt fimm listasöfnum á Norður- löndum standa fyrir sýningunni. Guðrún Einarsdótt- ir, sem sýnir í austur- sal Kjarvalsstaða, er fædd árið 1957, og hefur bæði haldið einkasýningar á mál- verkum sínum og tekið þátt í samsýningum. Hún hefur tileinkað sér óhlutbundið myndmál, sem er fyrir löngu orð- ið viðurkenndur hluti af íslenskri listasögu, og hefur vakið tals- verða athygli fyrir myndir sínar. Magnús Pálsson opn- ar sýningu á raddsk- úlptúr í Gallerí 11 á morgun laugardag kl. 15.99. Nafn sýningarinnar er Enginn gleypir sólina 2. ijóður. Hér er um að ræða raddskúlptur sem settur er framt með 8 hátölurum en texti verks- ins byggist á íslenskum orðatiltækjum og húsgöngum. Magnús sýndi fyrst árið 1967 og hefur síðan verið virkur þáttakandi í róttækri endurskoðun á aðferðum og hugsunarhætti innan ís- lenskrar myndlistar, m.a. með SÚM, Nýlistasafninu og í fjöltæknideild Myndlistar-og handíðaskólans. Sýn- ingu Magnúsar lýkur 25. febrúar. Bragi Ásgeirsson gestaiistamaður í Listhúsi í Laugardal. Bragi Ásgeirsson málari er gestal- istamaður í miðrými Listhúss í Laugardal um þessar mundir, og sýn- ir hann mestmegnis málverk sem sýnd voru á kynningarsýningu í borgúnum Osaka og Tokyo í Japan í mars og desember á síðasta ári. Hafa sum þessara myndverka aldrei verið sýnd á íslandi. Sýningunni lýkur 18. febr- úar næstkomandi. Kolbrún Kjarval opnar sýningu á verkum sínum í Stöðlakoti við Bók- hlöðustíg á morgun, laugardag. Á sýningunni eru leirmunir unnir úr jarð-og steinleir. Kolbrún hefur starfað að leirmunagerð frá 1968 og er þetta fimmta einkasýning hennar, en auk þess hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis. Sýningunni í Stöðlakoti lýkur 28. feb. Ásgeir Smári Einarsson opnar sýn- ingu á olíuverkum sínum í Gallerí Fold á morgun, laugardag 13. feb. Ásgeir Smári er fæddur árið 1956 og stundaði nám hér heima og í Þýskalandi. Hann hefur haldið 11 einkasýningar hérlendis og erlendis, auk þáttöku í fjölda samsýninga. Sýn- ingu hans lýkur 27. feb. Ljóðasöngvar Margrétar og Krístíns Margrét Bóasdóttir, sópransöngkona, og Kristinn Örn Krist- insson, píanóleikari, halda fimm ljóðatónleika á Norðurlandi og í Reykjavík í febrúarmánuði. A efnisskránni eru verk eft- ir m.a. Jón Laxdal, Schubert, Schumann, Mendelssohn, Hugo Wolf og þingeysk tónskáld. Fyrstu tónleikarnir eru í Safna- húsi Húsavíkur í kvöld föstudaginn 12.'febrúar kl. 20.30, aðrir á rnorg- un, laugardaginn 13. feb. kl. 17.00 í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, og hinir þriðju verða haldnir að Breiðumýri í Reykjadal, Suður-Þin- geyjarsýslu sunnudaginn 12. febr- úar kl. 16.00. Fjórðu tónleikarnir verða síðan laugardaginn 20. febr- úar í Listasafni Sigurjóns Ólafsson- ar og hefjast kl. 17.00, og þeir fimmtu þriðjudaginn 23. febrúar kl. 20.30, einnig í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar. Á efnisskrá tón- leikanna eru Ijóðasöngvar um konur og ástina: Lagaflokkurinn „Helga fagra“ eftir Jón Laxdal, ljóð Suleiku og Philine úr kvæðasafni Goethes við tónverk Schuberts, Schumanns, Mendelssohns og Hugos Wolf, söngvar um Maríu Guðsmóður eftir Áskel Jónsson og Karl O. Runólfs- son, auk laga eftir þingeysk tón- skáld. ÚTSALAN í FULLUM GANGI Ath: Tökum upp nýjarvörur á hverjum degi. Toppáórinn VELTUSUNDI • SÍMI 21212

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.