Morgunblaðið - 12.02.1993, Page 12

Morgunblaðið - 12.02.1993, Page 12
12 , JVlOKjQUNsBLAiDlÐ FÖSXUDAGUR 12, FBBRÚAK '1993 Litlir karlar með vonda samvisku Eftirmáli við afgreiðslu sjávarútvegssamnings við EB eftir Steingrím J. Sigfússon Þegar sjávarútvegsnefnd og ut- anríkismálanefnd Alþingis höfðu lokið umfjöllun sinni um tvíhliða sjávarútvegssamning íslands við Evópubandalagið og málið kom til seinni umræðu á Alþingi, tók um- ræða um það að nokkru leyti óvænta stefnu. Svo var komið að helstu veijend- ur samningsins sem eftir stóðu við síðari umræðu málsins, sjávarút- vegsráðherra, Þorsteinn Pálsson, og formaður þingflokks Alþýðu- flokksins, Össur Skarphéðinsson, sáu að málið var tapað af hinum efnislegu forsendum þess í áróð- urslegu tilliti, gripu þeir til annars og öllu lúalegra ráðs í vörn sinni. Sem sagt þeirrar gamalkunnu að- ferðar að kenna öðrum glæpinn. Til að bijótast út úr þeirri sjálf- heldu sem þeir voru komnir í og ugglaust einnig til að. reyna að friða vonda samvisku, reið Þor- steinn Pálsson á vaðið og sakaði • fyrrverandi ríkisstjórn og þó eink- um forsætisráðherra hennar, Steingrím Hermannsson, um að hafa í raun og veru boðið Evrópu- bandalaginu það sem samningur- inn núna innihéldi. Skjaldsveinn hans, Össur Skaprhéðinsson, sem hefur fyrir einhvem misskilning upp á síðkastið orðið helsti tals- maður Alþýðuflokksins i sjávarút- vegsmálum, fylgdi í kjölfarið og fýlgdi fast að baki riddara síns eins og góðum skjaldsveini ber samkvæmt sögum. í ræðu sem Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hélt við aðra umræðu málsins á Alþingi gekk hann svo langt að fullyrða að á fundi þáverandi forsætis- og utan- ríkisráðherra íslands með forystu- mönnum Evrópubandalagsins í apríl 1990 hefðu þeir „lýst sig reiðubúna" til að semja um skipti á veiðiheimildum. Talaði sjávarút- vegsráðherra ítrekað um „tilboð eða samningstilboð" af hálfu ís- lands í þessum viðræðum. Hér er um hreina fölsun að ræða eins og glöggt kom fram þegar fyrrver- andi forsætisráðherra svaraði þessum áburði Þorsteins og með ólíkindum að núverandi sjávarút- vegsráðherra sem alls ekki sat þessa fundi skuli leyfa sér að fjalla af slíku ábyrgðarleysi um málin. Hið rétta er að Evrópubandalagið ítrekaði á þessum fundi eins og oft áður óskir sínar um að gerður yrði sá samskiptasamningur milli Islands og Evrópubandalagsins um sjávarútvegsmál sem af og til hafði verið minnst á allt frá árinu 1976 og einnig yrði þar gengið frá skipt- um á veiðiheimildum. Því var þá svarað af forsætisráðherra, að Is- lendingar væru tilbúnir til við- ræðna um þessi mál eins og þeir hefðu jafnan verið og í þeim við- ræðum væri hægt að ræða mögu- leg skipti á gagnkvæmum veiði- heimildum, en það var jafnframt tekið skýrt fram að þar gætu ein- ungis orðið um að ræða af íslands hálfu vannýtta stofna og einungis kolmunna sem hægt væri að nefna til. Að sjálfsögðu yrði Evrópu- bandalagið að bjóða þá á móti full- komlega jafngildar heimildir innan sinnar lögsögu. í framhaldinu kom svo í ljós að staðan var í raun og veru óbreytt og nákvæmlega eins og hún hafði verið frá árinu 1976. Það sem íslendingar voru tilbúnir að bjóða taldi Evrópubandalagið ekki grundvöll til samninga og frá sinni hlið hafði Evrópubandalagið væntanlega ekki heldur neitt að bjóða. Niðurstaða þessa fundar var því nákvæmlega sú sama og fyrri samskipta íslendinga og Evrópu- bandalagsins allt frá árinu 1976. Manuel Marin kom aldrei í heim- sókn til íslands. Engar viðræður komust á um sjávarútvegssamning né skipti á veiðiheimildum. Fund- urinn með Evrópubandalaginu í apríl 1990 markaði því á engan hátt tímamót né þáttaskil í þessu máli heldur staðfesti í raun óbreytt ástand. Tilburðir Þorsteins Páls- sonar og Össurar Skarphéðinsson- ar til þess að draga athygli frá hinu eiginlega efnisinnihaldi sjáv- arútvegssamningsins sem þeir bera ábyrgð á við Evrópubandalag- ið og kenna öðrum um upphaf málsins er því fyrst og fremst til marks um að þar fara litlir karlar með vonda samvisku, menn sem eru að reyna að veija og réttlæta þann vonda málstað að hafa hörfað frá einni mikilvægustu grundvall- arvíglínu íslenskra utanríkissam- skipta á sviði sjávarútvegs, að veija íslensku landhelgina og láta útlendinga aldrei fá hér einhliða réttindi, hvorki í stað viðskiptaív- ilnana né af öðrum ástæðum. Landhelgin opnuð Eitt af því sem talsmenn sjávar- útvegssamningsins hafa fært fram sér til málsbóta til að reyna að forðast þá staðreynd umræðunnar að með samningnum nú er flota Evrópubandalagsins opnuð leið inn í íslensku lögsöguna er að hafna því að í samningnum felist nokkur tímamót vegna þess að hér hafi belgískir togarar fengið að veiða allt frá sérsamningi við Belga í landhelgisdeilunni á áttunda ára- tugnum. Þetta er auðvitað fráleitur málflutningur sem afsannast um leið og farið er yfir efni málsins. Staðreyndin er sú að samningurinn við Belga var afmarkaður samn- ingur með sólarlags ákvæðum, sökum þess að hann var bundinn við tiltekin skip, skip sem voru hér að veiðum fyrir. Samningurinn er 'ekki við Evrópubandalagið. Hann er ekki opinn fyrir skipum alls stað- ar að, sem Evrópubandalaginu þóknast að tilnefna hingað til veiða. Nú lítur út fyrir að aðeins tvö skip eðli málsins samkvæmt gömul og afkastalítil verði hér við veiðar á þessu ári og afli þeirra orðinn hverfandi. Þessi tímabundni samningur, sem reyndar hefur orð- ið lífseigari en menn ef til vill áttu von á, sökum þess að Belgar hafa reynst dijúgir að halda þessum gömlu tappatogurum sínum við, er því með öllu ósambærilegur við EB-samninginn. Hann gerir ráð fyrir árlegum veiðiheimildum Evr- ópubandalagsflota hér sem semja þarf um hveiju sinni og sem opnar skipum hvaðanæva að úr Evrópu- bandalaginu, eftir því sem því þóknast að tilnefna, leiðir hingað inn. Menn venjast veiðum á Is- landsmiðum og Ioks hefur samn- ingurinn óhjákvæmilega í för með sér stóraukna hættu á þrýstingi af hálfu Evrópubandalagsins til að sækja á um meira. Reynslan af Evrópubandalaginu og ryksugu- flotum þess er vægast sagt skelfi- leg frá öðrum miðum, nægir þar að nefna framferði þeirra á miðun- um við Kanada, í Noregshafi, Bar- entshafi og víðar. Talað er um að allt upp í fjórfalt til fimmfalt það magn sem gefið er upp og fram kemur í opinberum aflaskýrslum hafi verið veitt og nýleg dæmi um leynilestir þar sem hluta aflans er komið fyrir og hann falinn bak við skilrúm í leynilestum sýnir að menn eru enn við sama heygarðs- homið. Einhliða réttindi i stað gagnkvæmra veiðiheimilda Rækilega hefur verið sýnt fram á að í skiptum þeim á veiðiheimild- um sem sjávarútvegssamningurinn gerir ráð fyrir fyrirfinnst engin gagnkvæmni. Fyrir það fyrsta er ljóst að fallið var frá kröfu Íslands um að raun- vemleg gagnkvæmni í formi afla á móti afla yrði tryggð í útfærslu samningsins. Evrópubandalagið hafnaði þessari kröfu, sagðist ekki geta tekið ábyrgð á því að íslend- ingar næðu að veiða loðnu sem þeir hefðu framselt íslendingum. Það yrði að hafa sinn gang. Að vísu er inni í samningnum ákvæði sem heimilar íslendingum náðar- samlegast að óska eftir fundum fari eitthvað úrskeiðis í þessum efnum en enga aðra tryggingu er þar að hafa. Skiptin eru síðan þannig að Evrópubandalagið fær hér þijú þúsund tonn af karfa, sem er lang- lífur og stöðugur stofn og veiddur í miklum mæli hér við land og veiðin tiltölulega trygg. Á móti eiga Islendingar að fá rétt til að veiða 30 þúsund tonn af loðnu sem Steingrímur J. Sigfússon „Enginn hagsmunaaðili í sjávarútvegi hefur fengist til að lýsa þeirri skoðun að sjávarút- vegssamningurinn sé íslendingum svo hag- stæður í sjálfu sér vegna eigin ágætis að hann sé rétt að sam- þykkja burtséð frá EES.“ Evrópubandalagið hefur keypt af veiðirétti Grænlendinga. Þessa loðnu er hugmyndin að veiða í lok vertíðar þegar Islendingar hafa lokið veiðum á sínum kvóta. Nú háttar þannig til að undanfarin ár hafa íslendingar, ef þeir á annað borð hafa náð að veiða meira en sinn kvóta, yfirleitt veitt í veruleg- um mæli hvort sem er kvóta Græn- lendinga og jafnvel hluta af kvóta Norðmanna vegna þess að ákvæði samnings íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga er þess efnis að íslendingum ber að reyna að nýta þann kvóta sem enn er eftir óveidd- ur í lok vertíðar. í reynd erum við því að láta þennan karfa í staðinn fyrir loðnukvóta sem við höfum að verulegu leyti haft til ráðstöfun- ar hvort sem er, ef hann á annað borð hefur verið veiðanlegur. Öll veiðin bæði Evrópubandalagsins og okkar mun væntanlega ef af verður fara fram innan íslensku lögsögunnar. Þetta er eina dæmið sem þekkt er, svo ég viti til, um að gagnkvæm skipti veiðiheimilda fari þannig fram að öll veiðin sé innan lögsögu annars aðilans. Sýnt hefur verið fram á miðað við lík- lega verðmætasköpun út úr þess- um veiðum er karfakvótinn mun verðmætari, m.a. vegna þess að í lok vertíðar, í lok mars eða byijun apríl, er loðnan orðin afar mögur og verðmæti hennar mun minna heldur en fyrri hluta vertíðarinnar. En bætist það svo við að af ís- lands hálfu er lagður fram til skipt- anna karfi sem er að flestra dómi fullnýttur stofn og íslendingar hafa sjálfir orðið að takmarka sókn sína í undanfarin ár. EES í óvissu — sjávarútvegs- samningur í gildi Staða málsins er nú sú, að EES- samningurinn er í fullkominni óvissu. Hann tekur í fyrsta lagi gildi um mitt þetta ár þó þegar líti út fyrir að á því verð seinkun, m.a. vegna andstöðu Spánveija. Einnig eru þær raddir komnar á loft að það sé tímasóun að vera að. koma á fót þessu Evrópska efnahagssvæði yfirleitt og nær- tækara sé að hraða inngöngu þeirra EFTA-ríkja í Evrópubanda- lagið sem þangað vilja fara og eyða orkunni í það. Aðildarviðræð- ur EFTA-ríkjanna, annarra en ís- lands, eru ýmist þegar hafnar eða að hefjast í tilviki Noregs og EFTA-ríkin munu því verða æ uppteknari af þeim eftir því serti á tímann líður. Við þessar aðstæður ákvað ríkfs- stjórnin og atkvæði hennar á Al- þingi engu að síður að knýja í gegn sjávarútvegssamninginn við Evrópubandalagið burtséð frá göll- um_ samningsins og því að hann er íslendingum bersýnilega óhag- stæður. Enginn hagsmunaaðili í sjávarútvegi hefur fengist til að lýsa þeirri skoðun að sjávarútvegs- samningurinn sé íslendingum svo hagstæður í sjálfu sér vegna eigin ágætis að hann sé rétt að sam- þykkja burtséð frá EES. Eftir sem áður knúði ríkisstjórnin í gegnum Alþingi staðfestingartillögu um samninginn og er væntanlega þessa dagana að vinna að endan- legri fullgildingu hans með skjala- skiptum. Ef nú Evrópska efna- hagssvæðið frestast út þetta ár eða langleiðina út þetta ár verður stað- an sú, að íslendingar sjá ekkert af þeim tollalækkunum sem helst má telja EES-samningnum til tekna, en Evrópubandalagið fær hins vegar sín þijú þúsund tonn af karfa hvað sem tautar og raul- ar. Þegar svo horft er til þess að loðnuvertíðin hefur farið illa af stað eftir áramót, sáralítil eða nán- ast engin veiði er enn komin á land þó í dag sé 23. janúar og lítið út- lit fyrir, eins og nú horfir, að veið- ar hefjist að neinu marki í þessum mánuði, að þá má heita að það sé þegar borin von að nokkuð nýtist okkur íslendingum af því sem af- gangs yrði 15. febrúar af norska eða grærilenska kvótanum. Miklu meiri ástæða er til að óttast og hafa áhyggjur af að reynslan frá því í fyrra endurtaki sig og við Islendingar náum ekki einu sinni að nýta okkar eigin veiðiheimildir. Hver er þá orðinn tilgangurinn með því að knýja fram þennan gallaða samning í gegn? Að því er best verður séð sá einn, að tryggja að Evrópubandaiagið fái sín þijú þúsund tonn af karfa á þessu ári á hveiju sem gengur. Burtséð frá því hver verði örlög EES og burtséð frá því hvort ís- lendingar hafi nokkur minnstu not af því sem þeim á að falla í skaut samkvæmt samningnum þó reynd- ar skipti ekki máli hvort lóðnuvert- íð gengi vel eða illa því að loðnan hefði fallið okkur í skaut hvort sem er eins og áður sagði. Niðurlag Niðurstaðan í þessu máli er í raun og veru alveg skýr. Niðurlæg- ing sjávarútvegsráðherra, Þor- steins Pálssonar, sem utanríkisráð- herra hefur skilið eftir einan með málið er mikil. Hann verður til þess fyrstur íslenskra sjávarút- vegsráðherra að standa að því að stigið er skref aftur á bak í rétt- indabaráttu okkar íslendinga á sviði landhelgismála og réttinda yfir auðlindinni. Þorsteinn Pálsson mun fara á spjöld sögunnar sem sá sjávarútvegsráðherra íslenskur sem braut í blað og stóð að því að opna erlendum flota leið inn í íslenska fiskveiðilögsögu á nýjan leik á meðan forverar hans ýmsir, menn eins og Lúðvík Jósepsson og Matthías Bjarnason reistu sér óbrotgjarna minnisvarða af öðrum toga með orðstír sínum sem for- ystumenn okkar íslendinga á þeim tímum þegar sótt var fram. Þetta dapurlega hlutskipti veld- ur Þorsteini Pálssyni ugglaust hugarangri, en ekki bætir sjávarút- vegsráðherra fyrir sér með því að fara fram með rangfærslum og lúalegum bakstungum af því tagi sem hann brúkaði á dögunum. Meðreiðarsveinn hans eða skjald- sveinn úr Alþýðuflokknum virðist hins vegar sjálfviljugur hafa valið sér þetta hlutskipti að deila þján- ingunum með ráðherranum og draga dám af honum í málflutn- ingi. Þannig sannast hið fom- kveðna að sjálfskaparvítin eru verst. Höfundur er varaformaður Alþýðubandalagsins og situr í sjávarútvegs-, efnahags- og viðskiptanefndum Alþingis. SJALFST/EOISFLOKKURINN Sauókrækingar og nágrannar! Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Safna- húsinu á Sauðárkróki sunnudaginn 14. febrúar nk. kl. 16.00. Frummælandi verður formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, forsætisráðherra. Almennar umræður og fyrirspurnir. Allir velkomnir. Sjálfstæðisflokkurinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.