Morgunblaðið - 12.02.1993, Síða 13

Morgunblaðið - 12.02.1993, Síða 13
' MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1993 13 Samband rík- isogkirkju eftirséra Sigurð Sigurðarson Að undanförnu hafa fjölmiðlar gert sambandi ríkis og kirkju hér á landi nokkur skil. Kveikja þess er yfirlýsing áhugamanns um að- skilnað ríkis og kirkju þess efnis, að nú standi fyrir dyrum að stofna samtök til að beita sér fyrir þeim aðskilnaði. Þó að samband ríkis og kirkju á íslandi hafi verið allnáið og viður- kennt allar aldir kristni í landinu, er umræðuefnið ekki alveg nýtt. Fyrir og um síðustu aldamót urðu líflegar umræður um hugsanlegan aðskilnað ríkis og kirkju, t.d. í Kirkjublaðinu gamla. Vöknuðu þær umræður m.a. vegna mikilla breyt- inga, sem þá voru að gerast í kirkju- málum. Sett voru lög um sóknar- nefndir, afhendingu kirkna til safn- aða, sölu kirkjujarða og laun presta, svo eitthvað sé nefnt. Lögin, sem gerðu ráð fyrir því, að prestar yrðu launamenn ríkisins, mættu and- stöðu ýmissa presta. Þau lög fólu það í sér, svo mikilli einföldun sé nú beitt, að ríki og sveitarfélög tóku að sér að varðveita og ávaxta eign- ir kirknanna og greiða í staðinn prestunum laun. Prestarnir hættu þá að taka umbun sína og lífsviður- væri beint af afrakstri kirkjueign- anna, en héldu áfram að lifa af þeim fyrir milligöngu ríkisvaldsins. Sumum þótti þetta til hagræðis, en öðrum þótti til mikils hætt um hag kirkjunnar. Þar má t.d. nefna til menn eins og hefðarklerkinn séra Þorkel á Staðarstað, sem vildi að kirkjan tæki í sína umsjá allar eig- ur sínar og hefði upp frá því ekk- ert fjárlag með ríkinu. Ofan á varð það fyrirkomulag, sem við nú búum við, að ríkið varð- veitir eigur kirkjunnar og kostar þess vegna þjónustu hennar. Hvern- ig mátti það verða? spyrja menn. Mitt álit er, að skýringin sé fólgin í því, að um þetta leyti var komin á stokkana ný bændastefna, sem gekk út á það að gera alla bændur að jarðeigendum. Menn voru að losa um verulegar jarðeignir með þess- um ráðstöfunum. Þeir, sem um það hafa hugsað og fylgst með, vita að varðveisla og ávöxtun kirkjueigna hefur ekki ávallt farist ríkisvaldinu vel úr hendi. Um það allt liggja fyrir gögn, sem óyggjandi eru. Hins vegar skul- um við ekki gleyma því, að Alþingi hefur ávallt í löggjöf sinni um ráð- stöfun kirkjueigna til veraldlegra aðila, skilja samhengið og lagt and- virði kirkjueigna til þeirra sjóða, er styrkja eiga kirkjulega þjónustu. Við eigum því fyrst og fremst við framkvæmdavaldið að sakast um þá óvönduðu meðferð kirkjueigna, sem viðgengist hefur. Nú starfa nefndir ríkis og kirkju að því, að fara yfir stöðu eigna- mála kirkjunnar og nefnd presta- stefnu um sama efni, og starfa þær auðvitað á grunni þeim er kirkju- eignanefndin lagði, en hún hefur ekki að fullu lokið störfum sínum. Allt þetta starf stefnir að því að skýra það, hvernig greiða megi úr þessum eignamálum til þess að gera kirkjuna óháðari og sjálfbær- ari fjárhagslega, og leysa ríkið úr þeim kröggum að eiga óuppgert við kirkjuna og eiga yfir höfði sér hættu á sársaukafullri togstreitu um veru- lega hagsmuni. Á kirkjan eigur sínar með réttu? Þessarar spurningar get ég hér vegna þess, að þegar rætt er um kirkjueignir minnast margir sög- unnar um prestinn, sem laut yfir deyjandi manneskju og sagði „og gefur hún enn“. Sagan er ótrúlega lífseig og hefur þannig áhrif, að á grundvelli hennar finnst mörgum þeir hafa fundið út, að kirkjueignir séu nú ekki vel fengnar. Slík álykt- un er auðvitað hin mesta fjarstæða. Kirkjum hafa safnast eignir frá kristnitöku og allt til þessa dags. Við skulum líka vara okkur á því, að ef við vefengjum eignarrétt kirkna erum við að vefengja eignar- rétt yfirleitt. Þegar ég kom til Ungveijalands 1989 predikaði ég þar í lúterskri kirkju. Það fyrsta sem staðarprest- ur þar vakti athygli mína á var mikil bygging áföst kirkjunni. Hann sagði mér að þarna hefðu þeir rek- ið skóla þangað til kommúnista- stjórnin tók hann af þeim. Nú var búið að afhenda þeim skólann aftur og þeir ætluðu að hefja rekstur á ný. í nóvember síðastliðnum fékk ég tækifæri til að fara til Lettlands á ráðstefnu, sem haldin var í Riga. Þar prédikaði ég í kirkju í Sloga. Fjöldi skráðra safnaðarmanna hafði ijórfaldast á einu ári. Nú vantaði þá sárlega húsakynni, sem kirkjan hafði lengi átt. Ríkið var búið að skila byggingunni formlega. í því húsi búa rússneskir herforingjar og leigusamningur þeirra er ekki runn- inn út. Þeir vita það samt að það er kirkjan í Sloga en ekki ríkið sem leigir þeim. Þannig telja þessar þjóðir það sjálfsagðan þátt í lýðræð- isþróuninni að virða eignarétt kirkj- unnar. Þær eignir urðu ekki til með neinum öðrum hætti en eignir okk- ar kirkju. Ef einhver munur er á viðhorfi til eignarréttar þessara lút- ersku kirkna þar og hjá okkur, er það mikið umhugsunar- og rann- sóknarefni, er varðar bæði þjóð- menningu og réttarfar. Sigpirður Sigurðarson „Hugtakið þjóðkirkja felur fyrst og fremst í sér, að það sé kirkja þjóðar, sem deilt hefur kjörum með heilli þjóð og lagt sitt fram við uppbyggingu þjóð- menningar. Oumdeilan- legt er, að íslenska þjóðkirkjan hefur verið og er enn slík kirkja.“ Þjóðkirkja eða ríkiskirkja Fyrr gat ég um, að allar aldir kristni á íslandi hefði samband rík- is og kirkju verið nokkuð náið. Um þá fullyrðingu verður varla deilt. Hitt má fremur um deila hvort kirkjan hefur hér fremur verið ríkis- kirkja en þjóðkirkja. Hugtakið þjóðkirkja felur fyrst og fremst í sér, að það sé kirkja þjóðar, sem deilt hefur kjörum með heilli þjóð og lagt sitt fram við upp- byggingu þjóðmenningar. Óumdeil- anlegt er, að íslenska þjóðkirkjan hefur verið og er enn slík kirkja. Því verður ekki breytt með einhveij- um yfirlýsingum um aðskilnað ríkis og kirkju, né með stjórnarskrár- breytingu. Hitt skal svo viðurkennt, að með ýmissi löggjöf um kirkjumál í heila öld, hefur nokkuð sótt í það far, að þjóðkirkjan yrði meiri ríkiskirkja en áður var. Þau atriði þarf auðvit- að að endurskoða. Slík endurskoðun snýst ekkert endilega um aðskilnað ríkis og kirkju, heldur um sambúð ríkis og kirkju. Sú sambúð hlýtur ávallt að vera til umræðu um allan heim. Sambúð ríkis og kirkju í stjórnarskrá Bandaríkjanna er ákvæði um aðskilnað ríkis og kirkju. Þar deila menn um hvort því ákvæði sé hlítt í ljósi þeirra miklu skattfríð- inda, sem kirkjur og prestar njóta þar. Einnig er deilt um hvort þessi aðskilnaður sé æskilegur vegna þess hve ósnertanleg trúfélög eru í skjóli stjórnarskrárinnar. Af þeim sökum reyndist erfitt að koma lög- um yfir vafasama starfsemi ýmissa framandlegra trúfélaga. í stjórnarskrá fyrrverandi Sovét- ríkja var hliðstætt ákvæði. Þar komust menn að þeirri niðurstöðu, að ríkinu bæri að vernda þjóðina fyrir kirkjunni með því að frysta sjóði hennar og leggja hömlur á boðun hennar. Af þessum dæmum og fleirum, sem rekja mætti, sjáum við, að yfir- lýstur aðskilnaður ríkis og kirkju leysir menn ekki úr þeim vanda að þurfa að taka afstöðu til sambúðar ríkis og kirkju. Sú sambúð er og verður með ýmsu móti, og hana hljótum við að móta fyrir okkur á grundvelli sögunnar og reynslunnar í landinu. Stjórnarskrárgreinin um þjóð- kirkjuna fellur ekki ein sé hún felld úr gildi. Hún er sjálfsagt framhald þess sáttmála, sem til varð milli ríkis og kirkju á siðaskiptatímanum og skýrast kemur fram í kirkjuskip- an eða ordinatíu Kristjáns III. Hún var samþykkt á Alþingi. Ekki varð kirkjan að ríkiskirkju við siðaskipt- in, en konungur tók sér ákveðið vald innan kirkjunnar og hét í stað- inn vernd sinni. Þetta samstarf rík- is og kirkju stóð svo óbreytt þegar stjórnarskráin var samin og stendur að miklu leyti enn. Enn hefur ríkis- valdið nokkurt vald í ytri málefnum kirkjunnar og enn eru eigur kirkj- unnar í vörslu ríkisins. Enn sinnir kirkjan í þjónustu sinni ákveðnum almennum samfélagslegum þáttum fyrir ríkisvaldið. Ef við nú fellum stjórnarskrárgreinina um þjóðkirkj- una úr gildi, fellur allt þetta úr gildi. Þá skilar ríkið eigum kirkjunnar og hættir að hafa nokkur áhrif á starf hennar og þiggja þjónustu hennar. Ríkið mundi hætta að innheimta sóknargjöldin fyrir þjóðkirkjuna og öll trúfélögin, sem ríkið þjónar að þessu leyti núna. Endurskoða þyrfti alla löggjöf, er snertir trúfélög í landinu, og ekki er víst að hin nýja löggjöf yrði öðrum trúfélögum eins hagkvæm og hún er nú. Þetta yrði afdrifaríkt, og skyldi engan undra, því að það á við um allar greinar stjórnarskrárinnar, að þegar við viljum þar einhveiju breyta, erum við komin að innstu kviku stjórn- skipunarinnar í landinu. Ekki ætla ég að hafa þessi orð fleiri nú, en tel að þetta nægi til þess, að sýna fram á, að ef menn vilja aðskilnað ríkis og kirkju þurfa að liggja til þess gildari rök en þau, að þar sé fundin einföld leið til að spara ríkissjóði peninga. Ef einhveijir láta sér detta í hug, að ekki þurfi að virða réttindi kirkjunn- ar, þá stofna þeir til átaka, því að þeir verða líka til, sem miklu vilja til kosta að veija réttindi þjóðkirkj- unnar. Höfundur er sóknarprestur á Selfossi. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E rCTl v/Reykjanesbraut. -fryr-t Kopavogi, sími 671800 OPIÐ SUNNUDAGA KL. 14 - 18. Toyota Corolla Touring XL 16v 4 x 4 ’91, hvítur, ek. 41 þ. V. 1190 þús. stgr. Waagoneer Limited ’86, brúnsans, m/við- arkl., 6 cyl. (2.8), sjálfsk., ek. 89 þ., leður- innrétting, rafm. i rúðum o.fl. V. 1190 þús. stgr., sk. á ód. V.W. Golf GL 1.8 sport ’92, grænsans, 5 g., ek. 8 þ., vökvast. o.fl. V. 1090 þús. stgr. MMC Lancer GLXi 4x4 Hlaðbakur ’91, vínrauður, 5 g., ek. 18 þ., rafm. í öllu, þjófav.kerfi, fjarst.læsingar o.fl. V. 1130 þús. Bein sala Jaguar XJ6 ’81, sjálfsk., m/öllu, álfelgur, sóllúga o.fl. Óvenju gott eintak. V. 970 þús., sk. mögul. á t.d. jeppa. BMW 518i ’88, 4ra dyra, 5 g., ek. 52 þ., sóllúga, álfelgur o.fl. Toppeintak. V. 1290 þús., sk. á ód. Fiat X1/9 Bertone Spider '80, 5 g., ek. 55 þ. Allur endurnýjaður. V. 430 þús. Nissan King Cap SE V-6 (USA) ’92, rauð- ur, sjálfsk., ek. 16 þ., álfelgur, sóllúga, ABS, rafm. rúður o.fl. V. 1750 þús. stgr. Toyota Hilux Ex Cap SR5 '91, m/húsi, 5 g., ek. 33 þ., álfelgur o.fl. Gott eintak. V. 1490 þús. Nissan Sunny 1600 SLX '92, 4ra dyra, sjálfsk., ek. 13 þ., vökvast., álfelgur o.fl. V. 950 þús. stgr. MMC Lancer EXE hlaðbakur '92, sjálfsk., ek. 15 þ. V. 1080 þús. stgr. Toyota Hilux Douple Cap diesel '89, 5 g., ek. 109 þ. V. 1150 þús., sk. á ód. Cherokee Jeep 2.5L '84, 5 dyra, 4 g., uppt. vél. Gott útlit. V. 850 þús. Ford Bronco 8 cyl. (302) ’74, sjálfsk., mikið endurnýjaður. Gott ástand. V. 480 þús. V.W. Transporter 9 manna '87, ek. 93 þ. V. 550 þús., sk. á ód. MMC Galant GLSi hlaðbakur '92, sjálfsk., ek. 32 þ., sóllúga, álfelgur, ABS o.fl. V. 1550 þús. Ford Ranger Ex Cap XLT 4x4 '92, sjálfsk., 6 cyl., ek. 12 þ. V. 1690 þús., sk. á ód. Honda Civic GL 16v '90, 5 g., ek. 30 þ. V. 750 þús. Honda Accord EXi '90, 5 g., ek. 43 þ., sóllúga o.fl. V. 1280 þús. MMC Lancer GLX '86, 5 g., ek. 82 þ. V. 320 þús. stgr. Volvo 760 GLT station '91, blásans, 5 g., ek. 20 þ., ABS bremsur o.fl. V. 1950 þús., sk. á ód. Höfdar til .fólks í öllum starfsgreinum! I Útsölunni lýki ir á moiminjaugardag 1 | 1 Við lækkum 1 í dag Tískuverslunin O O O 1 um 15% til viðbótar 1 og á morgun 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.