Morgunblaðið - 12.02.1993, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.02.1993, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1993 SYNDASELIRII eftir Einar Júlíusson í fréttafrásögn í Verinu, sjávar- útvegsblaði Morgunblaðsins (9. sept 1992) var haft eftir Erlingi Haukssyni að selir hafi étið 300 þús. tonn af nytjafiski við Island árið 1979. Og þótt þetta sé tekið fremur sem áhrif selaátsins en beint át á nytjafiski tel ég þetta alveg fráleitt. Hvaða máli skiptir aldur selabráðarinnar? í frétt í Morgunblaðinu 21. marz 1992 var haft eftir Erlingi, án nán- ari rökstuðnings, að át selsins á 3658 tonnum af ungþorski þýddi 146 þús. tonna minni afla (af stórþorski) fyrir togarana. Með því að gefa sér ákveðnar forsendur er hægt að fá út svona niðurstöður. Það er t.d. hægt að segja: 1: Selurinn étur ung- þorsk sem er 40 grömm að þyngd. 2. Eini dauðdagi þorska fram að þriggja ára aldri er að lenda í sels- kjafti. 3. Sjómenn ná 1600 grömm- um út úr hverjum þriggja ára nýl- iða. ERGÓ: Áhrif selátsins fertug- faldast og 3658 tonn verða að 146 þús tonnum. En aðeins þriðja for- sendan er rétt. I hinum er lítið vit og því ekki heldur í útkomunni þótt hún sé reikningslega rétt miðað við gefnar forsendur. Það má vel vera að selir hámi í sig 40 gramma ung- þorska en þeir eru ekki einir um það né heldur taka þeir slík smákríli ein- göngu. Þótt þorskarnir vaxi í sjón- um, fækkar þeim einnig og það er alveg óvíst hvort eitt kg af eins árs þorski jafngildir meira eða minna en einu kg af 5 ára þorski. Það er mitt mat, að margfeldis- áhrif vegna stærðar selabráðarinnar séu lítil ef nokkur og að fiskát sel- anna svari tæpast nema 3-5 þús þorskígildistonnum. Hvað gæti þorskseiðastofninn verið stór? Færri en eitt af hveijum 100 þús- und þorskeggjum nær veiðanlegum aldri og ef verulegur hluti af þessum afföllum er eftir 1 árs aldur, eða eftir að selurinn byijar að éta þorsk- inn, þá er sá fiskur sem selurinn tekur hluti af fæðufiskastofninum fremur en nytjafiskastofninum og hvert kg af eins árs físki jafngildir þá aðeins broti úr kg af 5 ára físki. Ef seiðin drepast t.d. ekkert fyrr en þau hafa náð eins gramma þunga gæti ungþorska eða þorskseiða- stofninn náð hundrað milljón tonn- um, miðað við hrygninguna hér áður fyrr, og þá hefur það auðvitað ekki minnstu áhrif á nýliðunina þótt sel- eftir Valdimar K. Guðlaugsson Undirritaður getur ekki orða bundist yfir ábyrgðarleysi af hálfu forráðamanna KKI vegna framkomu þeirra fyrir leik sl. föstudag (5. febr.). Þá um kvöldið kl. 20.30 átti að fara fram leikur milli íþróttafélags Stúd- enta (ÍS) og íþróttabandalags Akra- ness (ÍA) í 1. deild karla í körfuknatt- leik. Eins og menn rekur minni til skall á upp úr hádegi eitt mesta óveður sem gengið hefur yfír hér suðvestan- lands með miklu hvassviðri, skaf- renningi og ófærð sem því fylgdi. Um kl. 16 kom tilkynning í útvarpi um að Hvalfjörður værí orðinn ófær og fólki ráðlagt af lögreglu að halda kyrru heima fyrir enda höfðu fjöl- margir árekstrar orðið yfír daginn, m.a. á Vesturlandsvegi sem og í borginni. Leikmenn IS höfðu kvöldið áður ákveðið að leggja af stað akandi frá Reykjavík um kl. 17 en strax eftir urinn gæði sér á 3.658 þeirra. Frá- leitt er árgangsstærð þorskins á ein- hveiju æviskeiði hundrað milljón tonn en það er samt alls ekki ólík- legt að þessi eggjamergð, se'm nú er minna en tíundi hluti þess er áður var, geti skipti sköpum varðandi nýtingu á ákveðnu fæðuframboði sumarsins, sem þau gætu þá a.m.k. geymt fram á veturinn þó að þau verði aldrei að fullvöxnum þorskum. Það er ömurlegt ef átan á þessum auðugustu fískimiðum heims verður einungis að grút sem ógnar æðar- fugli og öðru lífríki vegna þess að síld og loðnu og’ e.t.v. aðra físka eins og þorskseiði vantar til að breyta henni í önnur verðmæti. Hvað kostar þá að fæða selinn? En hvert þorsktonn er mikils virði og skiljanlega sér LÍÚ eftir hveiju því fisktonni sem fer í selskjaft. 3-5 þús. tonna þorskígildiskvóta mætti leigja fyrir 120-200 milljónir á ári eða selja fyrir 600-900 milljónir. Ég býst við að flestum sé það einskis virði hvort á íslandi séu selir eða ekki. Þeir eru að mati íslendinga kolruglaðir grænfriðungarnir sem leggja sig í lífshættu til að bjarga fáeinum selum. íslendingar gætu látið sér detta í hug að kaupa upp- stoppaðan geirfugl fyrir stórfé en þeir færu ekki að eyða mörg hund- ruð milljónum króna í það að auðga land sitt af fáeinum spendýrateg- undum. Hringormanefnd áætlar í staðinn að greiða yfir 20 milljónir fyrir selaveiðar í ár. Selurinn er ekki nýttur en hringormanefnd, þ.e. hagsmunaaðilar í sjávarútvegi virð- ast s.s. hafa varið hundruðum millj- óna króna í að reyna að útrýma honum. En það er alls ekki sjálfgefið að það mætti auka kvótann þó að selum væri útrýmt. Ég gef ekki mikið fyr- ir þær grisjunarkenningar sem sum- ir, t.d. °sjómannablaðið Víkingur halda hátt á lofti en hver veit nema rétt eða a.m.k. óhætt sé að grisja 40 gramma þorska og því verður ekki móti mælt að selurinn er kjör- inn grisjari. Hann tekur eins og öll rándýr fyrst og fremst þann sjúka og svifaseina sem ekki er duglegur að bjarga sér. Rándýrin gegna þann- ig lykilhlutverki við að halda stofni bráðarinnar sem heilbrigðustum og þróa tegundina. Veiðimenn eru hins- vegar vargar í véum. Þeir sækjast eftir bestu einstaklingunum og eyði- leggja og ' úrkynja þannig smám saman stofninn með veiðum sínum. Að friðunarlögjöf um villt íslensk spendýr skuli vera með þeim hætti að einn félagsskapur manna geti bara ákveðið að útrýma eða a.m.k. að óveðrið skali á um hádegi fóru að renna á leikmenn tvær grímur um að fresta yrði leiknum sökum ófærðar. Því var afráðið að hafa samband við KKÍ. Þar fengust þau svör að leikurinn skyldi spilaður og að Akraborgin færi kl. 18.30 til Akraness. Eftir orðastympingar og strögl við KKÍ var ákveðið að taka Akraborgina þó svo enginn vissa væri fyrir því að veðrið myndi lagast seinna um kvöldið og fært yfír fyrir bíla í bæinn. Ekki var heldur hægt að taka Akraborgina til Reykjavíkur eftir leikinn og því hefðu leikmenn ÍS þurft að gista ef um ófærð yrði að ræða. Fordæmi fyrir slíku eru hins vegar ekki til þótt finna megi þar í bæ ákjósanlega gististaði hafí ráðstafanir um slíkt verið gerðar í tíma. Safnast var saman við afgreiðslu Akraborgar og menn undirbjuggu sig fyrir erfið sjóferð því Faxaflóinn leit ekki vel út. Þá kom í Ijós að feijan var orðin full og ekki rými fyrir fleiri ökutæki. Nú voru góð ráð dýr. Hvað skyldi stórfækka öllum selategundum ber menningarstigi þjóðarinnar ófagurt vitni. Ég hef enga trú á því að grisj- un selsins á nytjafískum okkar sé til skaða eða að það mundi auka afrakstursgetu þeirra þó að selum væri útrýmt. Ég held því að fæða selsins kosti í raun ekki nokkurn skapaðan hlut. Sel hefur margoft og margstaðar verið fækkað en aldr- ei hefur verið sýnt fram á neina aflaaukningu við það. Nú hefur landsel verið fækkað um meira en helming hér og á sama tíma hefur nýliðun þorsks ekki batnað við það heldur stórlega versnað. Hver er að útrýma þorskinum? Útgerðarmenn ættu ekki að leita sér að syndasel í þeim sjávarspen- dýrum er lifað hafa á íslandi í sátt við náttúru þess um milljónir ára. Þeim væri nær að harma það að þeir hafa sjálfir minnkað þorskstofn- inn um milljónir tonna og skert af- rakstursgetu hans um fieiri hundruð þúsund tonn á ári. Með stanslausum innflutningi á fiskiskipum og frysti- togurum sem flestir eru enn ógreidd- ir hafa þeir að engu gert vonir ungra íslendinga um bjarta framtíð. Sjálf- ráðir mundu útgerðarmenn örugg- Iega útrýma strax þorskinum eða hvenær hafa menn heyrt LÍÚ kvarta yfír of stórum kvótum? Fremur reyna þeir og þá einkum og sér í lagi hið nýja félag um breytta sjávar- útvegsstefnu að rægja störf físki- fræðinganna á Hafró eftir mætti. Þeir hafa ekkert við fískifræðinga og hafrannsóknir að gera því eina lögmálið sem þeir telja rétt er eins og formaður þeirra orðaði það ný- lega í Morgunblaðsgrein um rangar kenningar í fiskifræði: „Það hlýtur að vera sjálfgefið að veiðar hafa örvandi áhrif og auka afrakstur miðanna sem nemur því magni sem tekið er.“ Þeir heimta á næsta ári næstum helmingi stærri þorskkvóta en Alþjóðahafrannsóknaráðið lagði til, og jafngilti hann þó hálfu meira en kjörsókn. Þann kvótajuku reynd- ar Hafró og sjávarútvegsráðherra um næstum 40% upp í tvöfalda kjör- sókn. Sóknina í fískinn munu svo sjómenn enn auka því „þeir hirða af honum sem best er og henda hinu“ (Árni Gíslason, skipstjóri DV 22. apríl 1992). Það eykur enn sóknina að líklega ofmetur Hafró stærð þorskstofnsins verulega. Að auki, eða einmitt þessvegna náðu útgerð- armenn ekki nærri því þeim þor- skafla sem þeir máttu veiða á þessu ári og flytja um 26 þús tonna þorsk- kvóta yfir á næsta ár. Ekki minnkar sóknin við það og þegar upp er stað- ið verður hún e.t.v. þreföld kjörsókn, * „Því er spurt: A ekki að taka aðvaranir lög- reglu og tilkynningar um ófærð alvarlega?“ til bragðs taka? Akraborgin fór á réttum tíma en leikmenn ÍS ekki með. Eftir nokkrar mínútur komu báðir dómaramir niður á bryggju en þeir höfðu þá tafíst á Reykjanes- brautinni á leið sinni frá Keflavík. Nú var um ein og hálf klukku- stund í leik og menn töldu sig fallna á tíma enda tvísýnt um færð og ástand vega eftir allt það sem á undan var gengið í samgöngumálum. Haft var samband við KKI. Á þeim bæ högguðust menn ekki. Leikurinn átti að fara fram hvemig svo sem því skyldi komið við. Menn trúðu varla eigin eyrum. Þótt ótrúlegt megi virðast var lagt af stað akandi upp á Kjalames en þaðan þurfti frá að hverfa, vegna ófærðar. í mínum huga er hér um alvarlega Einar Júlíusson „Utgerðarmenn ættu ekki að leita sér að syndasel í þeim sjávar- spendýrum er lifað hafa á Islandi í sátt við náttúru þess um millj- ónir ára. Þeim væri nær að harma það að þeir hafa sjálfir minnkað þorskstofninn um millj- ónir tonna og skert af- rakstursgetu hans um fleiri hundruð þúsund tonn á ári.“ enda flotinn fjór til fimmföld kjör- stærð miðað við stofninn í dag. Slík sókn mun ekki byggja þorskstofninn upp og hrun hans eða minnkun um meira en 100 þús. tonn á ári síðan ég spáði hruni hans 1989 heldur vafalaust áfram, en ekki er selnum um að kenna. Því er horft til fortíðar? Þá komum við aftur að því sem fyrst var nefnt, úrvinnsluhraðanum. Áf hveiju er verið að velta vöngum yfír því í dag hvað selurinn hafi étið mörg þorskígildistonn af nytjafiski árið 1979. Væri ekki nær að líta á stöðuna í dag? Ástæðan er augljós. Erlingur Hauksson sem hefur síðustu ár haft umsjón með þeim kafla skýrslu Hafró sem fyallar um seli er starfs- maður hringormanefndar. Hlutverk hennar er ekki svo mjög að rann- saka sel heldur öllu fremur að út- rýma honum. Aðferðirnar mundu Valdimar K. Guðlaugsson hluti að ræða og ábyrgðarleysi af hálfu KKÍ, þegar mönnum er beinlín- is att út í algjöra ævintýramennsku þegar sýnt er að veðurlag og ófærð er með slíkum hætti sem raun bar vitni. Því er spurt: Á ekki að taka aðvar- anir lögreglu og tilkynningar um ófærð alvarlega? Höfundur er leikmaður íþróttafélags stúdentu. vekja viðbjóð og harðar aðgerðir gegn íslenskum sjávarafurðum hvar sem er í heiminum ef þær væru al- mennt þekktar. Hluti selanna mun hafa verið nýttur í minka og refafóð- ur áður fyrr en oft er hann bara skotinn og látinn rotna á staðnum eða skilinn eftir deyjandi í sjónum. Hringormanefnd greiðir fyrst og fremst fyrir vígtennur, maga og kynfæri sem hátt verð fæst fyrir í Japan. Annað er því oft ekki hirt og þetta minnir á vísundaveiðarnar miklu í Norður Ameríku á síðustu öld þegar í mesta lagi tungan ein var hirt eða bjarna og nashyrninga- veiðar nútímans til þess eins að ná í gallblöðruna eða hornið handa nátt- úrulausum Austurlandabúum. Viðkoma sela er lítil, hann verður seint kynþroska og á aðeins einn kóp á ári og svo vasklega hefur hringormanefnd gengið að þessu hlutverki sínu að meira en helmingn- um af landselastofninum hefur nú verið eytt. Landselafárið hefur þar hugsanlega hjálpað til en óvíst er þó að það hafí borist til íslands. Ver gengur þeim með útselinn sem er mjög mannstyggur og heldur sig aðeins á afskekktustu stöðum. Stofn hans virðist hafa stækkað um 2.500 dýr síðan 1979 þótt á síðustu 10 árum hafí verið veidd yfir 10 þús. fullorðin dýr og yfir 10 þús. kópar. Selategundum eins og vöðusel, blöðrusel, kampsel og hringanóra eru engin grið gefin og hringorma- nefnd setur fé til höfuðs þeim öllum þó að þessi dýr séu afar sjaldséð á Islandi, éti því lítinn fisk og hafi nákvæmlega alls ekki neitt með hringormavandamálið að gera. Þess vegna er verið að tala um fiskát selanna fyrir 13 árum, eða áður en útrýmingarherferðin hófst. Útselur er íokahýsill fyrir hringorm þann er miklum skaða veldur í fiskvinnslunni svo skiljanlegt er að hringormanefnd vilji halda honum í skefjum. Landsel ber þó tvímælalaust að alfriða, líka fyrir „vísindaveiðum," þar til stofn- inn hefur rétt við aftur. Flestum rannsóknum ber saman um að land- selur hýsi ekki hringorm í mæli sem neinu máli skiptir. Landselafárið í Norðursjó hefur gengið mjög nærri stofninum svo að þrátt fyrir meira en helmingsfækkun hér er nú við ísland stór hluti þess stofns sem eftir er í Atlantshafi af þessu vina- lega dýri. Vita menn annars hvað selir éta? Það mat mitt að selirnir hafi étið 3-5 þús. þorskígildistonn af nytja- físki 1979 og éti þá innan við 3 þús. þorskígildistonn í dag gæti vissulega verið talsvert ónákvæmt og þetta er auðvitað ekkert loka- svar. Skýrsla Hafró hefur boðað að nú skuli tekið til hendinni og athug- að hvað selirnir éta. I þeim tilgangi var ætlunin að veiða 1000 fullorðna landseli og 1500 fullorðna útseli á árinu 1992 og væntanlega verður þeim rannsóknum haldið áfram næstu árin. Auðvitað eru þessar „rannsóknir“ aðeins skálkaskjól til að halda útrýmingarherferðinni áfram. Fyrirfram mundi ég ekki taka neitt meira mark á niðurstöðum slíkra rannsókna en þeim fullyrðing- um Erlings, sem Morgunblaðið hafði eftir honum, að selurinn hafi étið 300 þús. tonn af nytjafiski 1979. Fyrst er líka að birta niðurstöður þeirra rannsókna sem ætti að vera búið að gera en hringormanefnd hefur þegar greitt fyrir þúsundir selsmaga undir þessu rannsóknar yfírskini. Hugsanlegt er þó að hring- ormanefnd muni ekki standa ein að þessum rannsóknum og að einhveij- ir á Hafró ætli sér að stunda þær af heilindum. Þær eru allavega sagð- ar hluti af fjölstofna rannsóknum Hafrannsóknastofnunar. Ég mun sækja um aðild að þessum rannsókn- um til að fylgjast með því að þessir selsmagar sem svo miklu er kostað til að ná í séu raunverulega rannsak- aðir. Fæðusamsetning sela er merki- legt rannsóknarefni þó auðvitað rétt- læti það ekki dráp þúsunda sela á ári. Sérstaklega ekki selategunda eins og landsela sem þrátt fyrir hin enska nafn sitt „common seal“ eru nú að hverfa í Atlantshafi enda virð- ist þeir viðkvæmir fyrir sjávarmeng- un og sýkingum. Höfundur er eðlisfræðingur og varaformaður Lífs oglands. Opið bréf til Körfuknatt- leikssambands Islands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.