Morgunblaðið - 12.02.1993, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 12. FEBRUAR 1993
hans að undirskriftasöfnunin og
áskoranir á hendur forsetanum hafi
verið til þess fallnar að grafa undan
þeim samhug sem ríki_ um embætt-
ið. „Embætti forseta íslands er og
á að vera sameiningartákn lýðveld-
isins. Stjómmálamenn eiga að
standa í flokkadeilum. Það fer alls
ekki vel á því að draga embætti
forseta íslands inn í slíkar deilur,“
sagði Björn. Hann sagðist ekki sjá
betur en að forsetinn væri sjálfur
þessarar skoðunar og vitnaði í því
sambandi til yfirlýsingarinnar sem
forseti íslands gaf út 13. janúar sl.
Björn vék að því í lok framsögu-
ræðu sinnar að rökrétt væri í ljósi
reynslunar að hugað væri að því
að afnema þennan synjunarrétt for-
setans eða takmarka hann, t.d.
þannig að forsetinn gæti ekki beitt
ákvæðinu nema að tillögu ráðherra.
„Ég tel að okkur íslendingum sé
nauðsynlegt eins og öðrum þjóðum
að eiga þjóðhöfðingja sem er tákn
sameiningar inn á við og þjóðarinn-
ar út á við. Ég er þeirrar skoðunar
að slíkur embættismaður geti starf-
að af fullri reisn án þess að geta
gripið fram fyrir hendumar á lög-
gjafarvaldinu," sagði Björn.
26. greinin veitir
þinginu eðlilegt aðhald
Sigurður Lindal prófessor sagði
nauðsynlegt að menn hefðu í huga
þegar rætt vasri um stjórnskipulega
stöðu forseta íslands, að hann væri
annar handhafi löggjafarvaldsins.
Það kæmi fram í 2. grein stjómar-
skrárinnar og ef eitthvað væri hrófl-
að við 26. greininni þyrfti jafnframt
að lagfæra 2. greinina. Sigurður
sagði að í núverandi mynd væri
samræmi milli þessara greina. Það
aðhald sem 26. greinin veitti þing-
inu væri eðlilegt og nauðsynlegt og
þrátt fyrir þetta aðhald þekktist það
varla að löggjafarþing gæti leikið
eins lausum hala og það gerði hér
á íslandi. Þessi regla sem kæmi
fram í 26. grein væri því síður en
svo guðlast.
Sigurður sagði að enga almenna
reglu væri hægt að gefa um það
hvaða afleiðingar synjun staðfest-
ingar hefði. Það færi eftir því um
hvaða mál væri að ræða. „Auðvitað
getur allt farið í bál og brand og
auðvitað getur það leitt til allskonar
vandræða, en ég sé ekki að það
þurfi að gera það undir öllum kring-
umstæðum. Mér sýnist að það gæti
jafnvel haft æskilegar hliðar að
forseti hefði slíkt vald,“ sagði Sig-
urður.
Synjunarvald í einhverri mynd
Sigurður sagðist alveg geta verið
sammála því að fyrirkomulag 26.
gr. væri ekki að öllu leyti heppi-
legt. „En ég er hins vegar eindreg-
ið þeirrar skoðunar að forseti eigi
að hafa visst stjórnskipulegt vald,
meðal annars synjunarvald í ein-
hverri mynd. Mér finnst menn alltof
viðkvæmir gagnvart slíku,“ sagði
Sigurður. Hann vék að áliti stjórn-
arskrárnefndar frá 1983 og sagðist
geta fallist á að það væri að sumu
leyti heppilegri aðferð sem þar
kæmi fram. „Hitt er annað mál að
ég sé ekki neinn grundvallarmun á
þessu. Það má segja að það sé nokk-
uð mildari aðferð, en í bæði skiptin
vill forseti ekki staðfesta lögin og
því finnst mér menn gera of mikið
úr þessum mun.“
Aukið vald þingsins
ekki heppileg þróun
Sigurður vék síðan að þeirri
spumingu hvort sú stefna að draga
úr valdi þjóðhöfðingjans væri heppi-
leg. Hann sagði að stjómskipunar-
þróun á íslandi væri komin í það
horf að til nokkurs háska stefndi.
Það birtist m.a. í óhóflegu framsali
löggjafarvalds og óhóflegum af-
skiptum löggjafarvalds af fram-
kvæmdavaldinu. „Þessi þróun, sem
menn kalla þingræði og hefur leitt
til þess að vald þingsins hefur vax-
ið, er að mínum dómi ekki heppi-
leg. Það er alveg nauðsynlegt að
skapa eitthvert mótvægi við þetta,“
sagði Sigurður.
Morgunblaðið/Kristinn
Hlustað af áhuga
MIKILL fjöldi mætti á fræðafund Orators, félags laganema, um réttarstöðu forseta íslands samkvæmt
stjórnarskránni.
leyti frá forsetanum. Hún vildi
koma í veg fyrir að forsetinn yrði
I settur í jafn erfíða stöðu og kom á
" daginn níu ámm síðar,“ sagði
Gunnar. „Þetta er að mínu mati
mun betri leið, mun æskilegra
ákvæði en það sem við höfum nú
í stjómlögum."
Gunnar velti því líka upp hvort
menn stæðu ekki frammi fyrir
ásjónu fortíðar í þessu ákvæði og
kannski væri ástæða til þess að
afnema það með öllu úr stjórnlög-
um, eins og t.d. Svíar hefðu gert.
Það kæmi til greina, en þá þyrfti
einnig að huga að öðmm úrræðum,
svo sem stjómlagaráði sem hægt
væri að vísa deilumálum til eða að
taka upp í stjómarskrána ákvæði
sem heimilaði t.a.m. ijórðungi kjós-
enda að kreíjast þjóðaratkvæða-
greiðslu um tiltekin mál með undir-
skriftasöfnun.
Efnisleg andstaða
forsenda synjunar
Bjöm Bjarnason alþingismaður
gerði að umtalsefni það mál sem
kom upp í síðasta mánuði í kringum
staðfestingu forseta íslands á fmm-
varpi til laga um EES. Hann rakti
í stuttu máli aðdraganda málsins
og kom fram í máli hans að hann
hefði aldrei verið í vafa um að for-
seti íslands myndi staðfesta frum-
varpið. Hann vék síðan að 26. grein-
inni og sagði að forsendan fyrir því
að forseti beitti því valdi, sem hann
hefði samkvæmt henni, væri að
hann væri andvígur því máli sem
Alþingi hefði samþykkt og tæki þá
efnislegu afstöðu að hafna málinu.
„Það er ekki um það að ræða að
forseti standi í þeirri stöðu að hann
geti tekið ákvörðun um að vísa
málinu til þjóðarinnar, heldur verð-
ur hann að vera efnislega ósam-
þykkur málinu og vera reiðubúinn
til að taka þátt í opinberum umræð-
um um málið á vettvangi stjórn-
málabaráttunnar og knýja fram í
atkvæðagreiðslunni þá efnislegu
niðurstöðu sem er í samræmi við
þá skoðun að viðkomandi mál eigi
ekki að ná fram að ganga,“ sagði
Bjöm.
Rökrétt að afnema
synjunarvaldið
Björn sagði að það væri skoðun
1» " ÚTSUbUl.^K
Wýnu»mj> ***’
iöwiwm«'*n
lX - gatan mín '
föstudag frá kl. 10 - 19, lauqardag frá kl. 10-16 [