Morgunblaðið - 12.02.1993, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 12.02.1993, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1993 23 Bill Clinton hefur í hótunum við Evrópubandalagið Styrkið ekki Airbus Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagði í sjónvarpsumræðum í fyrrakvöld að hættu Evrópuríkin ekki strax að niðurgreiða þotu- smíði Airbus-verksmiðjanna myndi hann grípa til sinna ráða. Clinton sagði að Airbus, sem er sameign nokkurra ríkja Evrópu- bandalagsins (EB), hefði fengið sem næmi um 26 milljörðum dollara í ríkisstyrki á síðustu tuttugu árum og náð um 30% hlutdeild í flugvéla- markaðinum. Á þetta hefðu banda- rísk yfirvöld horft aðgerðarlaust. Það kæmi ekki til greina lengur. Stjórnmálaskýrendur sögðu forset- ann aldrei hafa veriðjafn harðorðan og þóttu ummæli hans benda til þess að hann myndi ekki hika við að hefja viðskiptastríð gegn EB. Þrjár vikur eru frá því Clinton tók við embætti og ferðin til Detro- it var fyrsta ferð hans út fyrir Kveðjur Reuter BANDARISKU forsetahjónin hittust og kvöddust í anddyri Hvíta hússins í gærmorgun. Hillary Clinton var að fara í dagsferð til Pennsylvaníu en forsetinn að koma úr morgunskokki. Washington á þeim tíma. Sagðist hann hafa áttað sig á því á þessum skamma tíma hversu auðveldlega forseti gæti komist úr tengslum við samfélagið. Clinton notaði tækifærið til að búa þjóð sína undir skattahækkarn- ir og samdrátt ríkisútgjalda en hann mun gera grein fyrir aðgerðum í efnahagsmálum er hann ávarpar báðar deildir þingsins á sameigin- legum fundi þeirra á 17. febrúar nk. Boðaði hann hærri skatta á fyrirtæki og hátekjuskatt. Sagði hann að ekki yrði heldur hjá því komist að miðstéttirnar yrðu látnar taka þátt í að reisa efnahag lands- manna við. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna Einhleyp lík- leg í embættið Washington. The Daily Telegraph. BILL Clinton Bandaríkjaforseti leitar nú logandi Ijósi að nýjum frambjóðanda í embætti dómsmálaráðherra. Þær tvær konur sem hann hefur tilnefnt til þessa, Zoe Baird og Kimba Wood, hafa báðar orðið að draga sig í hlé eftir að í Ijós kom að þær höfðu á sinum tíma ráðið ólöglega innflytjendur sem barnfóstrur. Forset- inn er nú sagður íhuga að skipa Janet Reno, saksóknara frá Flórída, í embættið. Talið er víst að hún sé ekki með neina barn- fóstrudrauga í farteskinu, enda einhleyp. Reno, sem er 54 ára gömul, hefur verið aðalsaksóknari Dade- sýslu í Flórída í fimmtán ár og hefur orð á sér fyrir að beijast hart gegn spillingu af öllu tagi. Hún nam lög við Harvard-háskóla og hefur verið gallharður stuðn- ingsmaður Demókrataflokksins alla tíð. Þá er það líka talið auka líkurnar á að hún verði tilnefnd að hún er sögð vera í þeim hópi sem nefndur er „vinir Hillary", en eiginkona forsetans er sögð láta mikið að sér kveða við ákvarðanatöku í Hvíta húsinu. Clinton naut mikils stuðnings þeirra sem vilja auka hlut kvenna o g ýmissa minhihlutahópa í bandarískum stjórnmálum. Hann hefur lagt mikla áherslu á að næsti dómsmálaráðherra Banda- ríkjanna verði kona. Einn karl- maður er þó einnig nefndur til sögunnar þegar embætti dóms- málaráðherra ber á góma, Gerald Bailes, fyrrum ríkisstjóri Virgi- níu. Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir dagblaðið USA Today telja 75% Bandaríkja- manna að þeir sem hafi ráðið ólöglega innflytjendur til starfa komi ekki til greina í æðstu emb- ætti landsins. Michael Jackson í opinskáu viðtali Var misþyrmt af föður sínum New York. Reuter. ÚTLIT og að margra mati undarleg hegðun hins þekkta söngvara Michaels Jacksons hefur orðið tilefni margra sögusagna. í fyrra- kvöld var sýnt í Bandarikjunum viðtal sem bandariska sjónvarpskon- an Oprah Winfrey tók við Jackson á búgarði hans í Kaliforniu og er það fyrsta viðtalið sem hann veitir í fjórtán ár. Sagði Jackson, sem nú er 34 ára gamall, að hann hefði sem barn sætt misþyrming- um af hendi föður síns og hræðst hann svo injög, að stundum hefði hann kastað upp þegar faðirinn, Joe Jackson, birtist. hefði stundum Michael Jack- son vísaði í við- talinu á bug öll- um orðrómi þess efnis að hann hefði farið í fjöl- margar skurð- aðgerðir til að breyta útliti sínu og þar að auki upplitað húð sína. Jackson sagði að hin dökka húð hans hefði orðið ljósari með árunum þar sem hann þjáðist af sjúkdómi sem eyðilegði litar- efni húðarinnar. Hann harðneitaði því að skammast sín fyrir að vera svertingi. „Ég er stoltur af því að vera svartur Bandaríkjamaður. Ég er stoltur af kynþætti mínum,“ sagði söngvar- inn. Húðvandamál þessi hefðu farið að gera vart við sig árið 1983 skömmu eftir að hann lauk upptök- um á plötunni „Thriller". í þættinum var einnig sýnt við- tal við LaToya, systur Michaels, þar sem hún staðfesti að Michael Michael Jackson. kastað upp þegar faðir hans var í nánd. Sagði hún að faðirinn hefði misþyrmt bömunum og misnotað kyn- ferðislega. Mich- ael Jackson var einnig spurður um ástarlíf sitt og sagðist hann vera ástfanginn af leikkonunni Brooke Shields. Aðspurður um hvort hann hefði einhvem tímann notið ásta með konu roðnaði söngvarinn og sagðist vera heiðursmaður sem ekki ræddi slíkt á opinberum vettvangi. Hann játaði því að hafa farið í minnihátt- ar aðgerðir hjá lýtalæknum, aðal- lega til að breyta nefi sínu. Þetta væri þó ekkert einsdæmi. „Ef allir þeir íbúar Hollywood, sem einhvem tíma hafa farið til lýtalæknis, fæm í sumarfrí á sama tíma yrðu ekki margir eftir," sagði Michael Jack- son. Tölvunotkun flugfar- þega undir smásjánni Washington. Reuter. BANDARÍSKA flugmálastjórnin (FAA) hefur óskað eftir þvi við flug- félög að fylgst verði með notkun rafeindatækja í farþegaklefa með- an á flugi stendur til þess að kanna hvort og hvernig þau hafi áhrif á sljórntæki og fjarskiptabúnað flugvéla. Talsmaður FAA sagði að ekki væri hægt að rekja nein flugslys til notkunar rafeindatækja í far- þegaklefa. í nokkmm tilvikum hefðu flugmenn þó tilkynnt um óeðlilega svömn og óvenjulega hegðan stjómtækja sem engin rök- rétt skýring hefði fundist á. Athygli FAA beinist fyrst og fremst að ferðatölvum en einnig segulbands- og útvarpstækjum. Tæki þessi em talin hafa mismun- andi áhrif vegna mismunandi geisl- unar sem þau senda frá sér og því verða flugfélög beðin um að ákveða sjálf hvaða tæki megi nota um borð og hvenær. . vN \\\ .v\>X SKATABUÐIN ÚTSÖLUSTAÐIR: VERSLUNIN ÓÐINN, AKRANESI SPORTHLAÐAN, ÍSAFIRÐI SKÍÐAÞJÓNUSTAN, AKUREYRI SPORTVÍK, DALVÍK SPORTV.VERSL. HÁKONAR, ESKIFIRÐI LYKILL, REYÐARFIRÐI STÁLBÚÐIN, SEYÐISFIRÐI S.Ú.N., NESKAUPSTAÐ SPORTBÆR, SELFOSSI -SKATWK FRAMÚK SNORRABRAUT 60 • 105 REYKJAVÍK SIMAR: 1 20 45 og 62 41 45 ÓRKIN 2025-64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.