Morgunblaðið - 12.02.1993, Síða 36
>36
MORGUNBLAÐLÐ FÖSTUDAGUR 10.! FEBRÚAR 1993
Minning
Haraldur Sigurjóns
son frá Hvanneyri
Fæddur 24. desember 1916
Dáinn 24. janúar 1993
Fyrirvaralaust var í þorrabyrjun
burtu kvaddur heiðursmaðurinn
Haraldur Sigurjónsson trésmiður
frá Hvanneyri. Ég átti þess ekki
kost að vera viðstaddur útför hans
og því langar mig til þess að minn-
ast hans með nokkrum orðum.
Aðrir hafa þegar greint frá helstu
æviatriðum Haralds, svo að þau
verða ekki rakin hér. Haraldur var
Dýrftrðingur að uppruna, fæddur
að Granda og kominn af kjammiklu
fólki. Sem ungur maður nam hann
við Hvanneyrarskóla og þar á stað
átti hann síðan mörg og starfsöm
ár.
Bein kynni mín af Haraldi hófust
fyrir liðlega þrjátíu árum, er ég fór
fyrst til náms að Hvanneyri. Þar
sem ég var öllu ókunnugur þar á
bæ, þótti móður minni ráð að biðja
Harald, fermingarbróður sinn, að
taka á móti piltinum. Leiðin suður
var óhemju löng, kvöldsett orðið og
myrkvað er rútan stoppar við
Hvanneyrarvegamót. Bíll bíður þar
— Haraldur mættur, hress og glað-
ur í bragði, og kom mér í öruggt
skjól. Mér fannst ég ekki hafa lent
á ókunnum stað.
Fljótlega varð mér Ijóst að Har-
aldur var einn af föstu punktunum
þar á skólastaðnum. Sífellt að störf-
um; að endurbæta, að lagfæra og
að hjálpa — fasmikill og vígreifur
til orðs og æðis hvar sem hann fór.
Hagleikur Haralds var einstakur.
Datt mér oft í hug lýsing einnar
persónu Stefáns Jónssonar í Hjalta-
bókunum þekktu, á hagleiksmann-
inum, sem gat smíðað allt nema
lampaglös. Hún fannst mér eiga vel
við Harald. Margs þarf skólabú við
— og mörgu bjargaði Haraldur á
þessum árum; nýsmíði á tré og jám,
málun, dúkalögn, múverki, pípu-
lögnum, vélvikjun; já, nefndu það
bara — Haraldur kunni á öllu skil,
og var jafnan snar í vendingunni.
Fáir báru sæmdarheitið smiður bet-
ur en Haraldur Siguijónsson.
Árið 1963 var reist mikið hús á
Hvanneyri, sem lagt var undir verk-
kennslu og búvélaprófanir. í miðju
þess fékk Haraldur ágæta aðstöðu
fýrir verkstæði sitt. Af mörgum
ástæðum varð það miðpunktur dag-
legs umgangs margra á skólastaðn-
um. Þama var Haraldur sem kóng-
ur í ríki sínu. Margir urðu smáfund-
irnir þar, bæði með heimamönnum
og gestum. Haraldur var sérlega
vel máli farinn, hafði mergjað
tungutak, sem unun var á að hlýða,
einkum ef hitnaði undir. Hann hafði
gott lag á því að magna umræður,
talaði þá gjarnan eilítið um hug
sinn til þess eins að skara upp
stemmninguna — en rak svo upp
hraustlegan hlátur þegar honum
þótti hæfilega langt komið málum.
Við sem unnum hinum megin við
þilin sátum okkur helzt ekki úr
færi að njóta stundarinnar. En
meðan á öllu þessu stóð hélt Harald-
ur verkum sínum áfram á óbreytt-
um hraða.
Ég efast um að hjálpsamari
mann en Harald hafi getið. Á marg-
mennum stað, þar sem allir þekkt-
ust, gat það ekki endað nema á
einn veg: Allir leituðu til Haralds.
Hann var alltaf að — undantekning-
arlítið fyrir aðra. Mér er minnis-
stætt laugardagssíðdegi á hásumri
frá þessum árum. Einn af starfs-
mönnum skólans hafði ætlað sér í
helgarferð. Fjölskyldan stór hafði
komið sér fyrir í bílnum, sem nokk-
uð var lúinn. Verður þá vart bilunar
í bílnum, sem við athugun reyndist
alvarleg. Haraldur hugðist bregða
sér af bæ með sínu fólki þennan
dag, en til hans var leitað. Bílinn
dreif hann inn á verkstæði, reif
sundur, lagfærði og setti saman.
Fjölskyldan stóra komst af stað í
helgarferðina sína undir kvöldið —
Haraldur fór ekki.
Engum sem til þekkti duldist hve
mikill fjölskyldufaðir Haraldur var.
Af mörgum dæmum væri að taka,
en minnisstætt verður sumar eitt
frá þessum árum, er Brynjar, elsti
sonur hans, hóf að smíða sér bíl.
Haraldur stóð þétt að baki honum,
hvatti með ráðum og gerðum og
sparaði hvergi fyrirhöfn sína. Dag
einn er bíllinn tilbúinn, draumajeppi
þeirrar tíðar. Brynjar býður konu-
efni sínu og okkur hjónaleysunum
með í reisu vestur á firði. Ber okk-
ur hratt áfram á gegnum morgun-
kyrrð og kúahóp vestur í Reykhóla-
sveit. Nokkru vestar kemur upp
vélarbilun í jeppanum. Nutum vð
nú Haralds enn, því kunningi hans
frá Hvanneyrarskóla — einn af
mörgum — bjó þar á nálægum bæ.
Brynjar hafði lært snör og örugg
smiðstök af föður sínum og lag-
kl. 14.00.
Guðlaug Marteinsdóttir,
Magnús Marteinsson,
Sigurbjörg Marteinsdóttir,
Kristín Marteinsdóttir,
Halldóra Marteinsdóttir,
Unnur Marteinsdóttir,
Sigríður Marteinsdóttir,
Erna A. Marteinsdóttir.
færði bilunina við frumstæðar að-
stæður. Ferðin fékk góðan endi.
Þótt starfsdagur Haralds væri
langur, urðu hvíldarstundirnar þó
skemmri en ætla mætti, því félags-
lífi sinnti hann með sama þrótti og
ósérhlífni og öðrum verkum. Ófá
voru verkin fyrir Ungmennafélagið
íslending, en Haraldur var formað-
ur þess um skeið. Fyrir þau verk
var hann kjörinn heiðursfélagi þess.
Skemmtanir voru haldnar, leikrit
æfð og sýnd meðal annars. Einhver
sagði mér að Haraldur hefði meira
að segja sótt áhorfendurna líka á
bíl sínum, þegar svo bar undir —
málum fylgt eftir af dugnaði og
einurð.
Árið 1968 fluttist Haraldur með
fjölskyldu sinni til Reykjavíkur.
Éftir varð skarð og nokkur tóm-
leiki, þótti okkur mörgum. Á
Hvanneyri bar fundum okkar síðast
saman á aldarafmæli Bændaskól-
ans vorið 1989. Hátíð var haldin. í
morgunblíðunni árla vorum við
nokkrir að ljúka undirbúningi með
því að koma fyrir skiltum hátíðar-
gestum til glöggvunar. Harald bar
þar að, glaðbeittan að vanda og þó
fremur, því hann hafði átt Jóns-
messunótt með góðum vinum á
gömlum slóðum. Oðar en varði var
hann farinn að leggja okkur lið,
þótt gestur væri, klæddur spariföt-
um — hjálpsemin var honum inn-
gróin og eðlislæg.
Á Hvanneyri átti Haraldur smið-
ur mörg verkin. Við leiðaskil er
þeirra minnst með virðingu og
djúpu þakklæti. Hressandi stundir
með samferðarmanni, sem auðgaði
umhverfið, rifjast upp og vekja yl.
Fyrir þær er ekki síður þakkað. Við
hjónin sendum eftirlifandi eigin-
konu hans, Eygló Gísladóttur, börn-
um þeirra og fjölskyldum, einlægar
samúðarkveðjur.
Óli S. Jónsson,
Sólveig S. Óskarsdóttir,
Jóhann K. Sigurðsson,
Guðgeir Jónsson,
Friðjón Ástráðsson,
Blessuð sé minning Haralds Sig-
uijónssonar frá Hvanneyri.
Bjarni Guðmundsson.
Sem heimilismaður frá Hvann-
eyri langar mig til að minnast Har-
alds Siguijónssonar, sem kom til
Hvannéyrar 1941 og var þar í tæp
30 ár smiður staðarins og þó svo
miklu meira.
Lífskóróna hans var fólkið í
kringum hann og síðan starfið sem
hann naut að inna af hendi. Fólkið
var fyrst ijölskylda hans, vinir og
ættingjar, eiginkonan Eygló, sem
hann umgekkst þannig að maður
fann alltaf í nálægð þeirra, ástina,
þessa óskiljanlegu strauma sem eru
milli tveggja aðila. Þessi tilfinning
var svo sterk að manni leið alltaf
vel heima hjá þeim á Garði, húsinu
sem stóð þá svo fjarri byggðar-
kjarnanum á Hvanneyri, en stóð á
bjargi sem haggaðist ekki með út-
sýni yfir Fitina og Hvítá og allt að
Kistuhöfða og þaðan yfir til Borgar-
ness.
Ég fór ungur einn langa ferð frá
Svíra að Garði að fá klippingu hjá
Halla. Það var alltaf að kveldi og
oftast var Halli við að lagfæra
dráttarvélar, bíla eða eitthvað ann-
að í bílskúrnum og þar varð ég í
einu vettvangi fullorðinn, því að við
mig var rætt áf skilningi og hvatn-
ingu. Og síðar þegar starfsár byrj-
uðu á Hvanneyri, fyrst í hlutverki
kúsks og eftir því sem þroski varð
meiri við ýmis störf, var það alltaf
Halli sem leiðbeindi þannig að ekki
gleymist. Það var ekki skipað held-
ur örvað til verksins, að vinna sjálf-
stætt og skilja þá ábyrgð sem hvert
starf kallaði á.
Haraldur var ómissandi á Hvann-
eyri á þessum árum. Allt vann hann
af trúnaði og allir virtust eiga vin-
áttu hans. Það var þessi lýsandi lífs-
kóróna sem geislaði frá honum. Ef
til vill var það í brosinu sem lýsti
mikilli hlýju í augum og glettni í
munnvikum. Eða var það í viðmóti
hans, stundum gusti í orðum, en
þó með brosi, ákafa sem var smit-
andi, hvort sem það var í ung-
mennafélagsstörfum eða öðru fé-
lagsstarfi til heilla og gleði, ein-
lægni, sem fannst í handtaki hans
og því sem hann gerði, sem flestir
aðrir létu ógert, en hugsuðu um að
gera, þegar þurfti að styrkja, hugga
og gleðja.
Foreldrar mínir áttu Harald á
sitt hvom máta að kærum vini sem
lýsir að hluta þessari segulmögnuðu
lífskórónu sem Haraldur bar. Fyrir
hönd fjölskyldunnar í Svíra og síðar
í Álfhól eru honum og eftirlifandi
eiginkonu, Eyglóu og börnum
þeirra, Brynjari, Þóri og Guðrúnu
færðar þakkir fyrir allt það sem þau
lögðu af mörkum í þágu annarra á
Hvanneyri og síðar. Trúarorð Heil-
agrar ritningar fylgja honum með
fyrirheitinu sem hann fékk svo ríku-
lega að reyna með fjölskyldu sinni,
vinum og ættingjum: „Vertu trúr
allt til dauða og ég mun gefa þér
lífsins kórónu."
Halldór Gunnarsson.
Það var með þó nokkurri skelf-
ingu að ég beið fyrsta fundar míns
við Harald Siguijónsson.
Ég og einkadóttirin, Guðrún Sig-
ríður, höfðum í einhveiju dularfullu
bjargarleysi verið að dragast hvort
að öðru um allnokkra hríð en höfð-
um sleppt öllum opinberunum
gagnvart ættingjum, ekki síst
vegna þess að bæði höfðum við
Sérfræðingar
í hióinaskroyiiiigiini
vió öll la'Uila'ri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 19090
t
J
Maðurinn minn og faðir okkar,
JÓN JÓNSSON,
Söndu,
Stokkseyri,
verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 13. febrúar
kj. 14.00.
Sesselja Hróbjartsdóttir og börn.
t
Elskuleg móðir mfn, tengdamóðir, amma og langamma,
ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Flateyrarkirkju laugardaginn 13. febrúar
kl. 14.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Erla Ragnarsdóttir, Sigurður Sigurdórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir minn, tengdafaðir og afi,
ÞÓRÐUR P. SIGHVATS
Skagfirðingabraut 35,
Sauðárkróki,
verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 13. febrú-
ar kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Sjúkrahús Sauðárkróks.
Guðný Þórðardóttir, Grétar Guðbergsson,
Þórður Grétarsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs eig-
inmanns míns, föður okkar, sonar og
tengdasonar,
GÍSLA SIGURÐAR
GEIRSSONAR,
Heiðvangi 74,
Hafnarfirði.
Kristin Þ. Edvardsdóttir,
Eðvarð Þ. Gíslason, Berglind S. Gisladóttir,
GeirS. Gíslason,
Geir Sigurjónsson, Bergsveina Gísiadóttir.
Edvard Júlíusson, Elín Alexandersdóttir.
t
Útför sonar míns og bróður okkar,
AGNARS HELGA VIGFÚSSONAR
frá Hólum í Hjaltadal,
sem andaðist í Landspítalanum þann 3. febrúar sl., fer fram frá
Sauðárkrókskirkju mánudaginn 15. febrúar kl. 13.30.
Jarðsett verður í Hólakirkjugarði.
Kveðjuathöfn ferfram í Háteigskirkju f dag, föstudaginn 12. febrú-
ar, kl. 10.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja
minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélag Islands eða
Hjartavernd.
Helga Helgadóttir
og systkini hins látna
t
Þökkum vinsemd og hlýhug vegna and-
láts og útfarar föður okkar, tengdaföður
og afa,
HAFSTEINS BERGMANN
HALLDÓRSSONAR
s járnsmiðs,
Fálkagötu 34.
Sævar Hafsteinsson,
Þóra Berglind Hafsteinsdóttir,
Heiðrún Hafsteinsdóttir,
Sigurvin Bergmann Hafsteinsson,
Henný Helga Hafsteinsdóttir,
tengdabörn og barnabörn.
t
Útför ástkærrar systur okkar og mágkonu,
GUÐNÝJAR JENNÝAR MARTEINSDÓTTUR
frá Sjónarhóli,
Neskaupstað,
til heimilis í Fannborg 1,
Kópavogl,
verður gerð frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 13. febrúar